Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 2002 11 Viðskipti I>V Umsjón: Vidskiptablaðið Stálpípuverksmiðja í Helguvík: Fjárfesting upp á 4 milljarða Undirritaður hefur verið lóðar- og hafharsamningur á milli Hafha- samlags Suðurnesja og International Pipe and Tube á ís- landi ehf. Fulltrúar iðnaðar- og viðskiptaráðherra komu að samn- ingsgerðinni fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Samningurinn gerir ráð fyrir að IPT reisi og reki stálpípuverk- smiðju í Helguvík þar sem koma til með að starfa um 200 manns þegar framleiðsla verður komin í fullan gang. Reiknað er með að framleidd verði til útflutnings um 200 þúsund tonn árlega. Jafhframt gerir samningurinn ráð fyrir að IPT eigi forgang að frekari lóðum á hafharsvæði Hafnasamlags Suður- nesja til frekari uppbyggingar. Áform um nýtingu þeirra eru hins Hagnaður SÍF 153 milljónir Hagnaður SÍF á fyrsta ársfjórðungi nam 153 mUljónum króna samanborið við 107 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur námu um 16,5 milljónum og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 632 milljónum króna sem samsvarar 3,9% framlegð. Veltufé frá rekstri var 373 miUjónir á tímabilinu. Rekstur SÍF France gekk mun verr en áætlanir gerðu ráð fyrir á meðan rekstur annarra dótturfélaga er al- mennt í samræmi við áætlanir. Erflð- leikar á saltfiskmörkuðum ásamt upp- töku evrunnar hafa haft meiri áhrif á sölu og framlegð afurða en áætlanir gerðu ráð fyrir, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Samkvæmt áætlunum SÍF hf. er gert ráð fyrir taprekstri á öðrum og þriðja ársfjórðungi, en auknum hagnaði á fjórða ársfjórðungi. Eins og áður hefur komið fram gera rekstraráætlanir SÍF hf. ráð fyrir að hagnaður ársins verði heldur meiri en á árinu 2001. Árshlutauppgjör SÍF hf. er birt í evr- um sem er sá gjaldmiðill sem skil- greindur hefur verið sem heimamynt félagsins og þyngst vegur í rekstri þess. í uppgjörinu er ekki tekið tillit til áhrifa verðlagsbreytinga þannig að svokölluð verðbreytingafærsla og end- urmat fellur út. Þannig nýtir SÍF hf. ekki bráðabirgðaákvæði nýrra laga um ársreikninga um aðlögunartíma fyrir árin 2002 og 2003. Horfur fyrir rekstur SÍF hf. á kom- andi mánuðum eru í samræmi við fyrri væntingar. Reiknað er með að aukinn kraftur í sölu saltfiskafurða á síðari hluta ársins vegi upp sölutregðu fyrsta ársfjórðungs. Vel heppnuð ráð- stefna um ís- lensk skuldabréf í síðustu viku var haldin ráðstefna í Kaupmannahöfn þar sem íslenski skulda- bréfamarkaðurinn var kynntur fyrir dönskum fjárfestum. Tilefhið var samn- ingur íslensku og dönsku verðbréfaskrán- ingarinnar um tengingar á milli þeirra. Ráðstefnan var samvinnuverkefhi flestra stærri aðila á innlendum skuldabréfa- markaði. Ráðstefhan heppnaðist vel og vakti athygli í dönskum fjármálastofnun- um og á meðal fjárfesta. Það er jákvætt að erlendir fjárfestar hafa smátt og smátt verið að sýna is- lenska skuldabréfamarkaðinum áhuga og virðist þess tiltölulega skammt að bíða að þeir láti meira til sín taka á markaðinum. Áhugi þeirra felst fyrst og fremst i þvi háa vaxtastigi sem hér er miðað við styrk hagkerflsins og láns- hæfi. Auk þess má nefha að íslenski markaðurinn hefur upp á að bjóða áhugaverða eiginleika til áhættudreif- ingar fyrir erlenda fjárfesta, þar sem hann sveiflast öðruvisi en flestir aðrir markaðir. Vert er að hafa í huga að inn- lendi markaðurinn er agnarsmár í al- þjóðlegum samanburði og seljanleiki mun minni en á flestum öðrum mörkuð- um, sem hefur að sjálfsögðu áhrif á áhuga erlendra aðila. vegar skemmra á veg komin. Þetta er stærsta erlenda fjárfesting einkaaðila í Reykjanesbæ frá upp- hafi. IPT ehf. var stofnað 12. apríl 2000 í þeim tilgangi að skipuleggja, fjár- magna, byggja og reka stálröraverk- smiðju í Helguvík. Stjórnarmenn fé- lagsins eru Barry Bemsten, formað- ur, og David Snyder, varaformaður. Barry Bernsten er handhafi 100% hlutafjár í félaginu. Byggingarframkvæmdir á lóðinni munu hefjast 10 mánuðum eftir að lokið hefur verið við fjármögnun verkefhisins. Samkvæmt áætlunum IPT ætti verksmiðjan að vera risin og komin í gang árið 2004. Fyrsta verksmiðjan verður um 17.500 fer- metrar á u.þ.b. 43.000 fermetra lóð. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 175.000 tonn af stálrörum. Kostnað- ur við verkefnið er áætlaður u.þ.b. 40 milljónir Bandarikjadala, en hrá- efhiskostnaður verður um 10 millj- ónir Bandaríkjadala. Heildarskuld- Þetta helst l'/WUilW'^Plfí^'1'!!' | HEILDARVIÐSKIPTI | Hlutabréf 5.410 ni.kr. 2.329 m.kr. | Húsbréf 1.152 m.kr. i MEST VIÐSKIPTI i Q SR-Mjöl 849 m.kr. ! © Össur 604 m.kr. ; 0 Samherji 234 m.kr. MESTA HÆKKUN O SR-Mjöl 19,0% 0 Rugleiðir 3,6% 0 Össur 1 MESTA LÆKKUN 3,0% Í0ísl. hugb.sj. 12,9% Q Sæplast 6,9% J0SÍF 5,6% ! URVALSVISITAUN 1.292 stig j - Breyting O -0.21 % Helguvíkin. binding IPT verður þannig 50 millj- ónir Bandaríkjadala. IPT framleiðir stálrör samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, að þvermáli u.þ.b. 50-160 mm. Rörin verða af mestu gæðum sem þekkjast á mark- aði í dag og verður hvert einasta rör þrýstiprófað á grundvelli ISO 9000 staðalsins. Góð afkoma hjá Granda og Faxamjöli Hagnaður Granda hf. og dótturfyrir- tækis þess, Faxamjöls hf., á fyrstu 3 mánuðum ársins 2002 nam 575 milljón- um króna, en á sama tima árið 2001 var hagnaðurinn 68 milljónir króna. Niðurstaða uppgjörsins ber þess glögg- lega merki að veiking krónunnar skil- ar sér nú í auknum rekstrartekjum talið i krónum en sem dæmi var hagn- aður fyrirtækisins allt árið í fyrra 410 milljónir króna. Rekstrartekjur sam- stæðunnar jukust um 33% í 1.673 millj- ónir króna á tímabilinu. Rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir var 609 millj- ónir króna eða 36% af rekstrartekjum samanborið við 366 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Veltufé frá rekstri nam 445 milljónum króna, sem er 27% af rekstrartekjum, saman- borið við 305 milljónir króna á sama tima árið áður. Alls var hlutdeild Granda í rekstrar- afkomu hlutdeildarfélaga jákvæð um 55 milljónir króna þrátt fyrir rekstrar- erflðleika hjá dótturfélögum í Chile og Mexíkó. Eigið fé Granda var þannig í lok mars sl. 5.214 milljónir króna og hefur það hækkað um 575 milljónir króna frá ársbyrjun 2002. Eiginfjár- hlutfall er 36% og nemur arðsemi eig- in fjár 12,3% á timabilinu. Á aðalfundi félagsins þann 5. apríl sl. var sam- þykkt að greiða 11% arð og var hann ekki bókaður í uppgjöri fyrsta ársfjórð- ungs. Stjórn Granda hefur ákveðið að hætta verðleiðréttum reikningsskilum frá og með ársbyrjun 2002. Greining ISB spáir af- gangi af vöruskiptum Vöruskiptajöfnuður aprQmánaðar verð- ur birtur næstkomandi fóstudag. Búast má við þvi að tölurnar sýni að afgangur hafl verið á vöruskiptum við úflönd í mánuðin- um, að því er fram kemur i Morgunkorni ís- landsbanka í gær. í apríl í fyrra var 1,5 miHjarða króna af- gangur ef frá eru talin viðskipti með skip og flugvélar. Aflinn í apríl síðastliðnum var öllu meiri en í sama mánuði í fyrra og inn- flutningur hefur dregist saman á þessu tímabili samhliða samdrætti í innlendri eft- irspurn. Af þessum sökum má búast við enn meiri afgangi af vöruskiptum við úflönd nú. Krónan var um 4,2% lægri að verðgildi í april síðasttiðnum en í sama mánuði í fyrra og eykur það likumar á því að afgangurinn verði meiri en í apríl í fyrra. „Greining ÍSB spáir þvi að vöruskiptin við útlönd hafi verði jákvæð í apríl síðast- liðnum sem nemur 2-4 milljörðum króna. Rætist spáin mun hafa verið 8-10 milljarða króna afgangur á vöruskiptum við úflönd á fyrsta ársþriðjungi samanborið við ríflega 5 mflljarða króna halla á sama tímabili í fyrra. ML Dollar Pund ^lKaiLdollar Dönskkr. Norakkr Ssnskkr. E3 Sviss. franM [T]jap.yen HJECU SDR _28. 05. 2002kl. 9.1S KAUP 92,280 134,590 60,060 11,4830 11,5410 9,3610 58,4600 0,7403 85,3885 118,3800 92,750 135,280 60,430 11,5460 11,6040 9,4120 58,7800 0,7448 85,9016 119,0900 Gott uppgjor Samherja Hagnaður Samherja nam 1.056 milljónum króna á fyrsta ársfjórð- ungi sem er um 928 milljónum króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.238 milljónum eða 32% af rekstrartekjum saman- borið við 26% á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 1.116 millj- ónum en var 713 milljónir i fyrra. Rekstrartekjur námu 3.877 miíljón- um króna. í Morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að uppgjörið sé betra en Greiningardeild hafi gert ráð fyrir, en samkvæmt bráða- birgðatölum sem birtar hafi verið á aðalfundi félagsins hafi hagnaður- inn verið 850 milljónir króna. Greiningardeild gerði ráð fyrir þeim hagnaði í sínum spám. Deildin áætlaði 1.100 milljóna króna hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði sem samsvarar 26,5% af tekjum en raun- in varð tæplega 32% af tekjum. Fé- lagið stendur afar traustum fótum og er eiginfjárhlutfall þess tæplega Pl Stóraukið af astvörum 40%. Skuldir félagsins nema um 11,7 milljörðum króna og eigið fé er tæp- lega 7,7 milljarðar. „Rekstur félagsins og afkoma var mjög góð á tímabilinu. Nú hefur krónan aftur á móti styrkst sam- hliða því sem gera má ráð fyrir að afurðaverð fari heldur lækkandi á árinu. Ekki er því óvarlegt að ætla að heldur dragi úr framlegð. Grein- ingardeild telur Samherja besta fjárfestmgarkostinn í sjávarútvegi í dag," segir í Morgunpunktum. Rekstrarvörur og ® Plastprent hf. hafa tekið upp aukið samstarf. Nú bjóðum við fjölbreyttara úrval en áður af lagervörum Plastprents. Heimilispokar Matvælapokar Nestispokar Ruslapokar Sorppokar Burðarpokar Rennilásapokar Bréfpokar Matfilma ELITE Byggingaplast Þolplast Garðaplast Málningarplast Bóluplast Uttu á úrvalið ( stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið kl. 8-18 aila virka daga. Rekstrarvörur - vinna með þér • Simi S20 6666 • Bréfasími 520 6665 Rtttarháls 2 • 110 Ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.