Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 16
+ 16 ÞRBDJUDAGUR 28. MAÍ 2002 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 17 íltgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aoalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjori: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fa« Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjorn: ritstjorn@>dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft og prontun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gildi skoðanakannana Skoðanakannanir um fylgi við stjórnmálaflokka og framboð eru eðlilegur þáttur i almennri stjórnmálaum- ræðu og upplýsingaöflun. Þetta á ekki síst við i aðdrag- anda kosninga þótt fylgi sé jafnframt kannað oft á hverju kjörtímabili, hvort sem er fylgi þing- eða sveitarstjórnar- framboða. DV hefur birt skoðanakannanir reglulega og heldur þar á lofti merki forvera sinna sem unnið höfðu slíkar kann- anir lengi. Blaðið fór fyrir i þessum efnum þótt aðrir hafi fylgt i kjölfarið síðari ár. í upphafi heyrðust gagnrýnis- raddir um áreiðanleika skoðanakannana en þær hafa flestar þagnað. Skoðanakannanir blaðsins hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Með reglulegu millibili er hægt að mæla nákvæmni skoðanakannana með samanburði við kosn- ingaúrslit. Það próf hafa skoðanakannanir DV staðist með ágætum. Hægt er að rekja þá sögu áratugi aftur i tímann. Skoðanakannanir DV byggja á úrtaki úr símaskrá, ým- ist 600 eða 1200 manna. Jafnt er skipt milli kynja, þéttbýl- is og landsbyggðar. í síðustu könnunum blaðsins fyrir kosningar er alltaf byggt á stóru, 1200 manna, úrtaki. Skoðanakannanir DV eru unnar af þjálfuðu starfsfólki rit- stjórnar blaðsins. DV kannaði fylgi framboða i Reykjavik nokkrum sinn- um í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna nú. Niður- staða síðustu skoðanakönnunarinnar var birt á föstudag- inn, daginn fyrir kjördag. Aðrir könnuðu einnig fylgi framboða en DV komst næst úrslitunum. Við samanburð á síðustu skoðanakönnunum fyrir borgarstjórnarkosning- arnar kemur i ljós að meðaJfrávik frá niðurstöðum kosn- inganna er minnst i könnun DV. Meðalfrávik í föstu- dagskönnuninni var 0,82 prósentustig. Gallup komst næst DV en meðalfrávik lokakönnunar Gallups var 0,88 pró- sentustig. í frétt i blaðinu í dag er rakið að þessi nákvæmni DV- kannana á sér langa sögu en sem dæmi má nefna að könn- un blaðsins fór einnig næst úrslitum borgarstjórnarkosn- inganna fyrir fjórum árum. Þá var meðalfrávik frá úrslit- um kosninga aðeins 0,2 prósentustig. Félagsvisindastofn- un kom þar á eftir með 0,8 prósentustiga meðalfrávik. Reikna verður með skekkjumörkum i skoðanakönnun- um. Fyrr hefur DV vitnað til kenningar Gallups um að skoðanakönnun sé góð ef aðeins muni 2-3 prósentustigum á siðustu könnun fyrir kosningar og kosningaúrslitum. Þeir aðilar sem könnuðu fylgi flokka og framboða fyrir kosningarnar nú standast þetta allir og vel það. Áður voru nefhdar kannanir DV og Gallups sem fóru næst úrslitun- um. Þá var meðalfrávik könnunar Fréttablaðsins 1,21 pró- sentustig. Félagsvisindastofnun var á sömu nótum en frá- vikið þar var 1,23 prósentustig og meðalfrávik Talnakönn- unar, sem kannaði fyrir Heim, var 1,48 prósentustig. Niðurstöður allra þessara kannana sýna að þeir sem þær framkvæma leggja metnað í að þær séu vel unnar. Reynsl- an hefur kennt okkur að skoðanakannanir á íslandi stand- ast fyllilega samanburð við kannanir sem gerðar eru af könnunarfyrirtækjum og fjölmiðlum í nálægum löndum. DV getur stolt litið yfir farinn veg en upphaf skoðanakann- ana má rekja til fyrstu kannana sem Vísir gerði árið 1967. Meðalfrávik kannana frá úrslitum kosninga hefur undan- tekningalaust verið innan þeirra skekkjumarka sem blaðið setur sér og oft hafa þær farið næst kosningaúrslitum. Al- mennt hafa skoðanakannanir, ekki síst kannanir DV, unn- ið sér verðskuldað traust almennings ekki siður en stjórn- málamannanna sjálfra. Því var rödd framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins hjáróma í siðustu viku en þar var lýst þeirri skoðun að banna bæri skoðanakannanir um fylgi framboða viku fyrir kjördag. ., TT ,, Jonas Haraldsson DV Skoðun ísland verði virkt í NATO Friðrik Daníelsson efnaverkfræöingur Okkar menn stóöu sig vel á NATO-fundinum - þeir eiga skilið fjöður í hattinn. Nú eru meira og minna all- ir íbúar við Norður-Atlants- hafið orðnir bandamenn okkar. Þegar íslendingar fengu tækifæri til að losa sig við Evrópuvaldið 1944 (þá var það Danaveldi og um hríð páfaveldið í Róm sem héldu okkur í myrkri evr- ópskra stjórnarhátta og trúarkredda í einar sjö aldir) urðu Bandaríkjamenn fyrstir til að leggja okkur lið. Strax 1942, löngu áður en aðrir þorðu, tilkynntu þeir að þeir myndu styðja sjálfstætt Is- íand. Þeir tóku meira að segja að sér varnir íslands. íslenskir ráðamenn hafa síðan treyst svo mjög á Kanann að likst hefur smábarni að væla í mömmu. Góður óvinur gengur í liöiö Rússar voru í fyrsta hópnum sem við- urkenndi fullvalda ísland, jafnvel þótt þeir væru í viðjum ráðstjórnar. Þeir stóðu með okkur þegar Evrópusam- handsveldin ætluðu að stöðva landhelg- isútfærslurnar. Og þegar Evrópusam- bandsmenn settu höft á fiskverslun við ísland keyptu Rússar fiskinn. Þeir studdu meira að segja við bakið á einu mikilvægasta menningarfélagi landsins, Máli & menningu. Rússar voru alltaf góðir óvinir. Þeir áttu því inni hjá okk- ur stuðning við að ganga í vinalið NATO sem upprunalega var sett til höf- uðs þeirra ógæfusama stjórnkerfi. íslendingar meðal fimm rikustu Landsmenn virðast margir halda að „Hermennirnir geta nú farið heim. Sigurvegararnir úr okkar stríðum eiga að taka við Keflavtkurstöðinni: Landhelgisgœslan. Það yrði að vísu talsverð sprenging hjá Gœslunni við það; liklega þyrfti að búa til nýja og stóra Gæslu." Kaninn eigi að verja okkur um aldur og ævi. Svo er ekki. Nú er komið tækifæri til að herða upp hugann, hrista af sér gamlar grillur og taka þátt í eigin vörn- um sem fullvalda ríki. Það er engin al- vöruþjóð sem þarf að fá aðra til að sjá um sínar varnir gegn árásum eða hryðjuverkamönnum eða glæpahyski, allra síst á friðartímum. íslendingum er ekki vandara um að verja sig en öðrum þjóðum - meðal fimm ríkustu í heimi. Vopnlaus þjóð! íslendingar eiga vopnaðar sveitir, vopnaða Landhelgisgæslu og lögreglu. Bardaginn við nútímahætturnar, úrelt- ar trúarkreddur og glæpi verður ekki háður hér af þungvopnuðum herfylkj- um heldur af Útlendingaeftirlitinu, Landhelgisgæslunni og Rikislögreglu- srjóra með sérsveitum og lögreglumönn- um. íslendingar eru ekki vopnlaus þjóð lengur eins og sumir hafa gert sér barnalegar grillur um. Það eru þessar ríkisstomanir sem þarf að efia sérstak- lega til þess að kljást við nýju hættuna. Nú getum viö sjátf ísland er ekki lengur hernaðarlega mikilvægt. Kanarnir ætla að fara að srjórna Keflavík frá útibúsholu í Evr- ópu, marguppúrsoðnum grautarpotti styrjalda - ekki frá höfuðstöðvunum vestra eins og við gengum út frá. Það er því koniinn tími fyrir íslendinga að taka ábyrgð á sjálfum sér og eigin vörnum. Srjórnvöld íslands geta vel tekið við srjórn á öllum varnarmannvirkjum og búnaði hér á íslandi og séð um allt eftir- lit með (ólíklegum) óvinaferðum. Á Norður-Atlantshafi eru herfley og flugvélar NATO með eldflaugar sem geta brugðist við hernaðarárás á ísland á örstuttum tíma úr hundraða kíló- Sandkorn ViU ekki til Washington Björn Bjarnason lagði mikið undir þegar hann tók ákvörðun um að gerast leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kosningaúr- slitin sýna að þetta var ákvórðun sem skil- aði ekki árangri. í nokkurn tíma hefur því verið hvíslað að tapaði Björn kosningunum ætti hann völ á embætti sem mörgum þætti sennilega feitt, sem er sendiherraembættið í Washington, en embættistíð Jóns Baldvins þar mun senn ljúka. Nú segir sagan að Bjorn hafi engan áhuga á sendiherra- embætti og sé full alvara með að einbeita sér að borgarmálum jafnhliða þingmennsku. Jón Báldvin svarar HaUgrími Af Jóni Baldvini er það helst að frétta að hann situr þessa dagana sveittur við i Washington að svara lóngum pósti sem Hallgrimur Helgason skrifar honum í nýju hefti TMM. I grein- inni er Hallgrímur að lýsa fyrir Jóni Baldvini pólitisku lands- lagi á Islandi. Hallgrímur sparar ekki stóru orðin, kemur víða við og fjallar meðal annars um það sem hann segir vera skoð- analeysi Samfylkingar og ótta Ingibjargar Sólrúnar við að taka óvinsælar ákvarðanir. Vinstrimennsku dagsins segir hann vera gamlan kæk. Ekki er við því að búast að greinin veki mikla hrifningu hjá Máli og menningu, sem gefur út tímaritið, en þar vinna margir yfirlýstir stuðningsmenn R- listans og Samfylkingar. Vakið hefur athygli að tímaritið var Ummæli Flokkurinn er sterkur „Fyrir 12 árum varð það mér hvatning til að bjóða mig fram til alþingis, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki nema 29% i kosningunum 1987 og í þingkosningunum 1991 fékk flokkurinn 46,3% í borginni og hefur síðan farið með for- ystu í ríkisstjórn. Það staðfestir góða stöðu Sjálfstæðis- flokksins, að í kosningunum núna minnkaði fylgi hans að- eins um 1,5% á landsvísu, þótt við töpuðum 5% í Reykja- vík. Þetta sýnir að sjálfsögðu mikinn styrk Sjálfstæðis- flokksins og furðulegt að hlusta á þá fjölmiðlamenn, sem láta eins og flokkurinn komi ekki almennt sterkur frá þess- um kosningum, en segja síðan í sömu andránni, að R-list- inn hafi unnið stórsigur í Reykjavík, þar sem hann tapaði 1%." BJÖRN BJARNASON 1 PISTLI Á HEIMASÍÐU SINNI. nokkuð lengi á leið frá prentsmiðju og i verslanir og kom ekki þangað fyrr en eftir kosningar, en kunnugir segja að það stafi ekki af pólitískum ástæðum heldur tækni- legum. Yfirmaður tímaritadeildar Máls og menningar er Stefán Jón Hafstein, þriðji maður á R-lista, og víst er að hann hefur ekki grátið þessa seinkun. Reyndar er óvíst hvort TMM verður enn til þegar Jón Bald- vin er búinn að svara Hallgrími en hann ætti þó ekki að vera í vandræðum með að fá greinina birta á öðrum vettvangi. Loftur ekki Loftur k boðsmiða Kvikmyndasafns íslands á sýningu á Milli fjalls og fjóru eftir Loft Guðmundsson, Jjósmyndara og braut- ryðjanda í kvikmyndagerð, er prentuð í daufum rasta mynd af tveimur börnum sem kíkja upp úr kistu. Þroskað fólk þekk- ir þar undireins fræga senu úr Síðasta bænum í dalnum og spyr svolítið ringlað: Gerði Loftur Guðmundsson þá mynd? Svarið er bæði já og nei: Óskar Gíslason gerði Síðasta bæinn í dalnum en Loftur Guðmundsson gerði handritið að henni. Gallinn er bara sá að það er ekki sami Loftur. Þessi Loftur var einum 14 árúm yngri en brautryðjandinn og lifði líka talsvert lengur og var þekktur blaðamaður og rithöfundur. Sennilegast er að myndin á boðsbréfinu tengist alls ekki þessum sýningum á myndum Lofts eldri heldur sé bara staðl- að bréfsefni stofnunarinnar, en fyndin tilviljun er þetta samt. Söguskýring Hannesar „Sjálfstæðismenn gera nú eftir kosningar mikið úr því að framboð Ólafs F. Magnússonar hafi verið klofn- ingsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Það nefndu þeir aldrei á nafn í kosningabaráttunni sjálfri, en nú þegar vantar afsakanir er gripið til þessarar. Það er svosem mannlegt og má að vissu leyti til sanns vegar færa. Hins vegar var nú ekki mikill hægri svipur á fram- boði Ólafs. Undirritaður hallast frekar að söguskýr- ingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét í ljós í Silfri Egils í gær að óánægðir kjósendur VG hefðu verið líklegustu kjósendur Ólafs F. Magnússon- ar." Magnús Árni Magnússon á Kreml.is metra fjarlægð. Það sem þarf að vera hér á landi er eftirlit og viðbúnaður, mannvirki, tæki og aðstaða sem getur þjónustað vígtól Bandaríkjanna ef her- hlaup skyldi verða. Það þarf ekki lengur árásarbúin vopn; óvinurinn er genginn íliðið. Hermennirnir geta nú farið heim. Sigurvegararnir úr okkar stríðum eiga að taka við Keflavíkurstöðinni: Land- helgisgæslan. Það yrði að vísu talsverð sprenging hjá Gæslunni við það - lík- lega þyrfti að búa til nýja og stóra Gæslu. Nýjan varnarsamning við Bandaríkin Það er því loksins komið tækifæri að leita nýs varnarsamnings við Bandarík- in þar sem Islendingar taka þátt sem sjálfstæð þjóð og hafa sjálfir umsjón með sínum varnarmálum á friðartím- um. Kaninn getur borgað meira eða minna fyrir herhlaupaaðstöðuna - hann mun í öllum tilvikum styðja við bakið á okkur áfram sem hingað til. Ekki síst ef við sýnum lit og hættum að væla utan í honum eins og ofdekraðir smákrakkar, en tökum þátt í varnarsamstarfinu eins og alvöruþjóð. Skatt eða dauða? Auður Haralds rithöfundur Fátt finnst hjólreiða- manninum vinalegra en fáfarnar götur. Engir bílar og stöku sái að staulast meðfram húsveggjum. Friður til vistvæns akst- urs. Svona hefur Laugavegurinn verið vikum saman. Að visu voru ein- hverjir bilar að paufast niður hann í byrjun, en þegar þeir þurftu alltaf að beygja af við Smiðjustíg urðu þeir leiðir á leiknum og fóru annað að keyra. Jafnvel jepparnir gáfust upp, eins og þeim þykir nú vænt um mjóu rennuna sem er aðalgata mið- borgarinnar. Við sem hjólum smeygðum okkur bara fram hjá vegtálmanum og brunuöum áfram eftir eyðigötunni i heilagri einsemd. Eina tíu-tuttugu metra. Þá steig maður af baki, tók hjólið i fangið og bar það niður í mitt Bankastræti, þangað sem við tók gamalt malbik og færri vinnu- vélar á fermetrann. Stundum dokaði maður með hjólið undir hendinni og horfði á Legókubbana sem stálpuðu strákarnir voru að dunda við að leggja í götuna. Maöur fékk ekki bet- ur séð en þetta væru nákvæmlega eins steinar og höfðu reynst svo illa spottakorni ofar í sömu götu. Eða spölkorni neðar, í næstu götu. En hvað veit fávís kona? Ekkert. Ekki er ég verkfræðingur. Kannski eru meyrir steinar harðari í halla og halda í marga mánuði. Þeir sem þrá torfærur... Þó er engin ástæða til að ætla að nýja steinalögnin endist eitthvað lengur en þær eldri. Nema hallinn hafi einhver áður óþekkt áhrif. Þá fáum við nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði fyrir Laugaveginn. Kannski er það bara ranghug- mynd að yfirborð gatna eigi aö end- ast. Með því að halda Legókubba- lögninni til streitu getum við gengið út frá að um eitt hundrað manns hafi fasta atvinnu af að lagfæra Laugaveginn. Þeir sem þrá torfærur og hafa yndi af óvissuferðum, en vilja síður fara út fyrir öryggi byggðs bóls; þeir geta farið Lauga- veginn. Þá sem langar að daðra við dauðann geta hjólað niður hann. Aldrei að vita í hvaða gjótu eða gjá framhjólið festist og þá fleygist knapirm af baki og fyrir næsta Hum- mer. Útlendingum sem undrast upp- gröft eða ójöfnur getum við sagt að við höfum Laugaveginn svona sem sýnishorn af hálendinu. Þar séu þó ekki gular vinnuvélar til skrauts, heldur fremur tómleg náttúra. Stafsetningarstíll götunnar Þennan vistheim sístarfa og „Ég er veik fyrir góðri stafsetningu. Þvíþœtti mér vænt um, ef héllunni minni vœri komið fyrir að mér lifandi, svo ég geti prófarkalesið hana. Ekkert „hér fœdist". Þá fengi ég líka að velja áletrunina sjálf: „Eitt sinn var ég til í allt nema skattana og dauðann"." spennu gætum við verið að missa. Innan um misgóða steina Lauga- vegsins hefur nú verið stungið nið- ur einni tilraunahellu úr traustu og sterku efhi. Reynist hún vel, þá verða lagðar fleiri. Ég hef séð svona hellur áður, þær eru í kirkjugólfum erlendis, þar sem þær hylja grafir kónga og biskupa. Þær eru margra alda gamlar og varla farið að sjá á þeim. Hellan á Laugaveginum er þó ekki legsteinn, heldur fæðingar- steinn. Engu skiptir hvort einhverjir út- lendingar halda að við heygjum skáldin í verzlunargötunum innan um aðrennsli og frárennsli og ekki heldur í hvorn enda lífsins er gripiö, svo lengi sem hellan er vönduð. Hún er að vísu morandi i stafsetningar- villum, en þannig vildi skáldið hafa skrifað mál. Svo er þetta líka staf- setningarstíll götunnar; örlítið ofar iðjar hinn ötuli spjaldaskrifari í Kauffélagi Öreiganna. í tilefhi af skáldahellunni skellti hún upp „frosinn svið". Ég er veik fyrir góðri stafsetn- ingu. Því þætti mér vænt um ef hell- unni minni væri komið fyrir að mér lifandi, svo ég geti prófarkalesið hana. Ekkert „hér fædist". Þá fengi ég lika að velja áletrunina sjálf: „Eitt sinn var ég til í allt nema skattana og dauðann. Eftir að hafa kynnst sköttunum, er ég að endur- skoða þetta með dauðan". Þegar skáldin eru búin getum við sett listmálarahellur. Þannig má þekja Laugaveginn. Þ j óðrembuvírusinn Eiríkur Bergmann Einarsson stjðrnmálafræöingur, starfar hjá Evrópusambandinu. Kjallari Frjálslynd viðhorf eiga undir högg að sækja í heiminum. Þung undir- alda stjórnlyndis hefur vaxið jafnt og þétt á Vesturlöndum undanfarin misseri og í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember hafa varnargarð- arnir í raun brostið og flóðbylgja þjóðernis- hyggju og umburðarleysis risið hátt og fallið af þunga yfir vestræn þjóð- félög. Þjóðernishyggjan hefur blásið út og fjölmiðlar vestanhafs fjalla gagn- rýnislítið um einstakt hlutverk bandarísku þjóðarinnar í viðsjár- verðum heimi. Öfgamenn í Evrópu Að undanförnu hefur vegur hægri öfgamanna og lýðskrumara af ýmsu tagi ekki síst vænkast í Evrópu - álf- unni sem tvívegis var lögð í rúst af skefjalausri þjóðernishyggju. Það er engu líkara en Evrópa sé sýkt af þjóðrembu-vírusi sem erfitt reynist að losna við. Þótt sjúkdómurinn liggi í dvala árum og jafnvel áratug- um saman þá blossa þessar bjána- legu - en jafnframt stórhættulegu - þjóðernishugmyndir alltaf aftur upp. Þannig var Evrópusambandið til að mynda stofnað til að koma bönd- um á þjóðrembuna. Velgengni franska rasistans Jean- Marie Le Pen í forsetakosningunum í Frakklandi og lista hins myrta Pim Fortuyn í Hollandi hafa vakið frjálslynda Evrópubúa af værum blundi. Hægribylgjan í Evrópu er ekki nýtilkomin og ögfaþjóðernis- sinnar hafa sótt í sig veðrið úti um alla álfu að undanförnu. Aðkoma Jörgs Haiders að ríkisstjórn í Aust- urríki vakti til að mynda miklar deilur í álfunni og Berlusconi á ítal- íu hefur vakið hneykslan fyrir lítt dulbúinn rasisma. Minna á Norðurlöndunum Minna hefur verið rætt um hægri þjóðrembuflokkana á Noröurlönd- unum. Lýðskrumarinn Carl I. Hagen hefur um áratugaskeið hald- ið merki norskra þjóðernissinna á lofti og mælist nú annar vinsælasti srjórnmálamaður Noregs. Danmörk, sem hefur ásamt Hollandi verið í fararbroddi evrópsks frjálslyndis, hefur nú horfið af þeirri braut. Fyrir aðeins nokkrum árum þótti málflutningur Píu Kjærsgaard og danska Þjóðarflokksins í málefnum innflytjenda, og raunar öðrum mál- um líka, með öllu óásættanlegur og þau fengu tæpast inni í alvarlegri umræðu. Nú er svo komið að Pia og Þjóðarflokkurinn teljast ekki lengur til öfga í danskri þjóðmálaumræðu þótt málflutningurinn hafi ekkert breyst. Og ekki nóg með það. Ven- stre, gamli frjálslyndi flokkurinn hans Uffes Ellemann-Jensens, sem nú fer með völd í Danmörku, hefur tekið upp ýmis stefnumið frá Píu og félögum og ríkisstjórnin reiðir sig á stuðning þeirra. Sem betur fer hafa þjóðernissinn- ar ekki enn náð að festa rærur á ís- landi þótt einhverjir kjánar hafi stundum flotið upp á yfirborðið með bemlínis asnalegum yfirlýsingum. En það er full ástæða til að vera á verði. Það er engin ástæða til að ætla að slíkar hugmyndir geti ekki náð sömu fótfestu á íslandi og ann- ars staðar í Evrópu. öðru nær. Þjóðernisöfgamenn í Evrópu eru reyndar ekki einsleit hjörð. Til að mynda áttu þeir Fortuyn og Le Pen fátt annað sameiginlegt en andstöð- una gegn múslimskum innflytjend- um. Klókustu lýðskrumararnir leggja mál sitt þannig út að með andstöðunni gegn múslímum sé ver- ið að verja hina evrópsku frjálslynd- isstefnu. Að múslímar ætli aö rústa evrópska umburðarlyndisstefnu! Þetta er fásinna. Það segir sig sjálft að menn berjast ekki fyrir umburð- arlyndi með því að sýna öðru fólki umburðarleysi. Auðvitað eigum við að standa vörð um evrópskt frjálslyndi og „Það er engu líkara en Evrópa sé sýkt af þjóðrembu- vírusi sem erfitt reynist að losna við. Þótt sjúkdómur- inn liggi í dvala árum og jafnvel áratugum saman þá blossa þessar bjánálegu - en jafnframt stórhættulegu - þjóðernishugmyndir alltaf aftur upp." berjast fyrir umburðarlyndi, en það gerum við ekki með því að einangra múslíma eða aðra innflytjendur. Sagan hefur sýnt að það er miklu hættulegra. Þvert á móti er farsælla aö taka þeim opnum örmum og hjálpa að aðlagast samfélaginu. (Skoðanir sem fram koma í grein- inni eru á ábyrgö höfundar og endur- spegla ekki nauösynlega afstööu ESB). -H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.