Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
• r3
Sport
i>v
Agli boðið til Ítalíu
- æfir undir stjórn NBA-þjálfara í einum frægustu búðum Evrópu
Körfuknattleikssamband ís-
lands fékk boð um að senda lið á
sterkt alþjóðlegt mót sem fram fór
í Frakklandi dagana 17.-21. maí.
Þetta mót var ætlað fyrir Frakka,
Slóvena og Þjóðverja sem eru að
undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina
í Evrópukeppni unglingalandsliða,
drengjum fæddum 1984.
íslandi og Hollandi gafst kostur
á að senda lið til leiks en háð þeim
skilyrðum að senda nokkra eldri
leikmenn í bland við leikmenn
fædda 1984. Var þetta skilyrði sett
inn svo við yrðum með samkeppn-
ishæf lið.
Það var tekin sú ákvörðun að
senda lið til leiks og var settur
saman 12 manna hópur, sex leik-
menn fæddir 1984, þrír fæddir
1983, tveir fæddir 1982 og einn
1981. Það var eitthvað um að leik-
menn gætu ekki gefið kost á sér.
Það gafst enginn tími til æfmga
enda fyrirvarinn enginn. Þetta
var fyrst og fremst frábært tæki-
færi fyrir unga efnilega leikmenn
til að öðlast reynslu.
Liðið vakti mikla athygli allra
sem voru á mótinu og sigurinn
gegn Slóvenum kom mönnum
hressilega á óvart og var það eitt-
hvað sem enginn átti von á. Á
mótinu voru hinir ýmsu útsendar-
ar liða í Evrópu og eins voru að-
ilar frá umboðsskrifstofum.
Egill í góöum málum
Egiil Jónasson var að taka þátt í
sínu fyrsta landsliðsprógrammi og
væntanlega ekki því síðasta. Egill
er hávaxnasti núverandi leikmað-
ur landsins en hann er 212 cm.
Faðir hans er Jónas Jóhannesson,
fyrrverandi landsliðsmaður úr
Njarðvík.
Egill vakti athygli og hefur nú
fengið boð um að taka þátt í Big
Man Camp í Treviso á Ítalíu. Það
er Benetton Treviso, hið fornfræga
lið, sem skipuleggur þessar
körfuboltabúðir. Þama fara ein-
göngu leikmenn sem er boðið svo
þetta er mikill heiður fyrir Egii og
íslenskan körfuknattleik. Það var
ítalskur aðUi sem var á mótinu
sem býður Agli pláss í þessum
búðum. Fyrirtækið sem hann
vinnur hjá fékk úthlutað tveimur
plássum og vUdi hann bjóða Agli
annað.
Margir NBA-þjálfarar
í þessum Big Man Camp verða
aUir þjálfarar DaUas Mavericks,
Rick Majerus, þjálfari háskólaliðs
Utah og fyrrum NBA-þjálfari,
ásamt ítölskum þjálfurum á veg-
um Benetton Treviso.
Það má því með sanni segja að
þetta sé stórkostlegt ævintýri fyrir
EgU. -Ben
Egill Jónasson er hér til hægri ásamt þjálfara
sínum, Einari Johannssyni. DV-mynd Ben
Annar flokkur karla í handknattleik:
Stjarnan vann
I bráðabana
Það var enginn smáleikur sem
boðið var upp á í 2. flokki karla
þegar Stjarnan og KA léku tU úr-
slita um Islandsmeistaratitilinn.
Eftir venjulegan leiktíma var jafnt
og þrátt fyrir tvær framlengingar
var ekki enn búið að fá niðurstöðu
og því kom tU bráðabana þar sem
Stjaman fékk vítakast og skoraði
sigurmarkið og sigraði því 25-24.
Bæði lið eiga heiður skilinn fyr-
ir frábæra frammistöðu í leiknum
og munu menn ekki gleyma þess-
um leik í bráð. Þar með varð
Stjaman bæði Islands- og deUdar-
meistari þetta árið og ekki annað
sagt en að uppskeran hafi verið góð
þetta árið.
KA með frumkvæðið framan af
%
&§8sííÉú$í>'' ’.aL
íslandsmeistarar Stjornunnar éru her
með bikarinn góða tyrir utan Vatsheim-
iliö ettir urslitaleikinn gegn KA. Peir
urðu einnig deddarmeistarar tyrr í vetur
og jjá varð Stjarnan einnig Islands-
meistari i 2. tiokki karia siðasta vetur.
Konráð Óíafsson þjattaði einnig iiðlð I
tytra og heíur náð itnum arangrt með 2.
tlokkinn. DV-mynd Sen
■ Sjiagíf. l 9 má
IfiSs Kj' ... T;
S 'S
ðjLí Mj Jr? k i • y i ' Æ,
Jafnræði var með liðunum í
fymi hálfleik og var jafnt i hálfleik,
10-10. KA náði síðan frumkvæðinu
í upphafi seinni hálfleiks og leiddi
með 3-4 mörkum. Stjömustrákar
voru þó ekki á því að gefast upp og
með mikilli baráttu komust þeir yf-
ir, 20-19, þegar rúm mínúta var eft-
ir.
Baldvin Þorleifsson jafnaði 21-21
fyrir KA þegar 45 sekúndur voru
eftir og Stjaman fékk síðustu sókn-
ina. Viihjálmur Vilhjálmsson,
helsti sóknarmaður Stjömunnar,
tók síðasta skotið en markvörður
KA sá við honum að þessu sinni og
varði.
Þvi varð að framlengja og voru
KA-menn fyrri til að skora og var
markið stórglæsilegt úr aukakasti
á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks
framlengingar.
Tvíframlengt og bráðabani
Stjaman var síðan einum leik-
manni fleiri í byrjun seinni hálf-
leiks þar sem einn leikmaður KA
var rekinn út af í tvær mínútur fyr-
ir tuð. Þetta náði Stjaman ekki að
nýta sér en vömin var góð og jafn-
aði Stjaman 22-22 og þar við sat eft-
ir fyrri framlenginguna.
Bæði lið skoruðu sitthvort mark-
ið í seinni framlengingunni og því
varð að grípa til bráðabana.
Kastað var upp peningi hvort liðið
byrjaði með boltann og kom það í
hlut Stjörnunnar. í bráðabana
vinnur það lið sem skorar fyrst og
því gríðarlega mikilvægt að fá að
byrja meö boltann. I sókninni fékk
Stjaman vitakast sem virtist vera
frekar vafasamt, svo ekki sé meira
sagt, og geta menn deilt um þann
dóm vel og lengi.
Úr vítakastinu kom sigurmarkið
og fögnuöur Stjömunnar mikill
enda hafði ýmislegt gengið á og sig-
urinn einstaklega ljúfur.
Vilhjálmur var sterkur hjá
Stjömunni en var orðinn frekar
þreyttur eftir venjulegan leiktíma.
Ámi Þorvarðarson varði
gríðarlega vel og reyndist sínum
mönnum mikilvægur.
2*
-Ben