Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 2
2
____________ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
Fréttir DV
Frækilegt björgunarafrek sautján ára pilts íVogum á Vatnsleysuströnd:
Blés lífsandanum í
mann á sjötugsaldri
- sem sofnaði í heitum potti, var helblár og hættur að anda
Lífsbjörgun þökkuö
Þórður Vormsson, t.h., sést hér þakka Stefáni Berg Guömundssyni
lífsbjörgunina á aöfaranótt sunnudags. Ekki mátti tæpara standa þegar
Stefán kom að Þórði heibláum í pottinum, en hann var þá hætttur að anda.
Miklir fagnaðarfundir voru þegar tvimenningarnir hittust í gær.
DV-MYNDIR BÞ
Eldur í sjónvarpstæki
Ömurlegt var umhorfs í einu her-
bergi dvalarheimilis aldraðra í
Kjarnaskózgi í gærmorgun eftir að
eldur kviknaði í sjónvarpstæki.
Rýma þurfti eina hæö hússins en
engum varð alvarlega meint af.
Eldur á elliheimili:
„Starfsfólk stóö
sig frábærlega“
Eldur kviknaði í sjónvarpstæki hjá
einum vistmanni dvalarheimilis aldr-
aðra í Kjamaskógi sunnan Akureyrar
í fyrrinótt og þurfti að rýma heila
hæð í kjölfarið. Nokkrar skemmdir
urðu á herbergi og barst töluverður
reykur inn í nærliggjandi vistarverur.
15 vistmenn voru fluttir úr húsinu og
að dvalarheimili aldraðra í Hlíð. Sum-
ir höfðu skerta hreyfigetu en flutning-
urinn tókst afar vel og hnökralitið að
sögn Ingu Eydal, forstöðukonu dvalar-
heimilisins. Allt tiltækt slökkvilið var
kallað út.
Heimilið er beintengt við eftirlits-
bráðaþjónustu og var því slökkviliðið
komið á staðinn örfáum mínútum eft-
ir að eldsins varö vart. Einn maður
bjó í herberginu þar sem eldurinn
kom upp og lét hann sjálfur vita með
simhringingu að reykur kæmi frá
sjónvarpinu. Að sögn Ingu tóku vist-
menn ótíðindunum með stakri ró
enda lífsreynt fólk á ferð. „Rýmingin
gekk vel og starfsfólkið héma vann
sitt starf frábærlega við erfíðar að-
stæður. Sumir starfsmannanna fengu
súrefni í sjúkrabilum að lokinni
björgun en engum varð alvarlega
meint af,“ sagði Inga. -BÞ
Ábyrgðasjóður launa:
Fjarmagn rýrnar
„Staðan er ágæt,“ sagöi Björgvin
Steingrímsson, deildarstjóri
Ábyrgðasjóðs launa, aðspuröur um
fjárhagsstöðu sjóðsins. „Fjármagnið
hefur samt sem áður rýmað tölu-
vert, það voru um 950 milljónir
króna til staðar i fyrra en nú er tal-
an nær 900 milljónum," sagði Björg-
vin, en ársuppgjörð sjóðsins fyrir
árið 2001 er væntanlegt.
Aðsókn í sjóðinn hefur aukist
með hverju ári og aðspurður segir
Björgvin það vera verk ríkisstjóm-
ar að ákveða framhaldið ef áfram
heldur sem horfir. „Það er engin
niðurstaða komin enn þá en það er
ljóst að endurskoða þarf hlutina ef
ástandið heldur áfram að versna,"
sagði Björgvin. -Vig
Sautján ára piltur í Vogum á Vatns-
leysuströnd, Stefán Berg Guðmunds-
son, vann þaö einstæða afrek að
bjarga manni á sjötugsaldri, Þórði
Vormssyni, frá drukknun og blása í
hann lífsandanum á ný aðfaranótt
sunnudagsins síðastliðins. Maðurinn
og pilturinn voru staddir á kosninga-
vöku i húsi nágranna mannsins í Vog-
um þegar atburðurinn átti sér stað.
Maðurinn var fluttur rakleiðis á
Landspítala Háskólasjúkrahús í Foss-
vogi, þar sem hann dvaldi til aðhlynn-
ingar. Hann fékk að fara heim síðdeg-
is í gær.
DV var viðstatt í gærkvöld þegar
maðurinn og hinn ungi bjargvættur
hans hittust í fyrsta sinn eftir að slys-
ið átti sér stað. Orð fá ekki lýst þeim
fagnaðarfundum sem þar urðu. Að
þeim loknum ræddi DV við manninn
og piltinn um slysið og hina giftusam-
legu björgun.
„Við vorum að fylgjast með kosn-
ingaúrslitunum aðfaranótt sunnu-
dagsins," sagði Þórður. „Það var af-
skaplega gott veður svo ég ákvað að
skreppa yfir til nágranna. Það er alltaf
gaman að hitta góða vini og félaga.
Eftir nokkurn tíma ákvað ég að
skella mér í pottinn hjá nágrannan-
um. Mér finnst afskaplega gott að
slappa af í hita. Hins vegar hef ég
alltaf mátt passa mig á því að sofna
ekki, því ég slaka svo vel á. Ég þarf til
dæmis alltaf að hafa fremur lítið vatn
í baðkarinu, svo engin hætta sé á ferð-
um, þvi það hefur komið fyrir að ég
hef sofnað í því. Þá er ég afskaplega
fljótur að sofha ef ég leggst út í sólina
hérna úti undir húsveggnum hjá mér.
Svo fór að ég sofnaði þama í pottin-
um.“
Ekki er vitað með vissu hversu
lengi Þórður lá i pottinum, en þegar
Stefán kom þar að sá hann strax
hvers kyns var.
„Hann lá á botninum í pottinum,"
sagði Stefán. „Ég dró hann upp og þá
var hann hættur að anda. Hann var
orðinn fjólublár, æðarnar þrútnar og
hann var með opin augun.“
Stefán, sem lært hefur skyndihjálp,
reisti Þórð þegar upp, beygði hann
fram og sló hann á bakið, þannig að
vatnið gusaðist upp úr honum. Þórður
fékk þá meðvitund og reyndi að rísa á
fætur. Hann datt þegar og missti þá
aftur meðvitund. Stefán hóf hjarta-
hnoð og Þórður komst þá enn til með-
vitundar. Stefán passaði að hann
reyndi ekki að standa á fætur fyrr en
frekari hjálp bærist, talaði við hann
og útskýrði fyrir honum hvar hann
væri og hvað hefði gerst.
„Auðvitað var mér brugðið," sagði
Stefán. „En ég hef lært skyndihjálp og
fór beint í að vinna við björgunina."
Á meðan á björgunaraðgerðum stóð
hringdi húsráðandi þegar á sjúkrabfi
i Keflavík, sem var kominn eftir tíu
mínútur. Þeir félagar sögðu sjúkralið-
ana eiga hrós skilið fyrir hröð og góð
viðbrögð.
Meðan Þórður var á leið tU Reykja-
víkur í sjúkrabílnum ræddi hann við
sjúkraflutningamennina.
„Þeir sögði við mig: „Þú varst
hreinlega dáinn, í þess orðs fyllstu
merkingu. PUturinn hefur bjargað lífi
þínu, það er hundrað prósent öruggt.“
Útlit er fyrir að aUt að 40-50 starfs-
mönnum verði sagt upp hjá Flugþjón-
ustunni í Keflavík um næstu mánaða-
mót. Stærstu hópamir sem sagt verð-
ur upp vinna í hlaðdeUd, flugeldhúsi
og hreingemingadeUd. Einnig verður
sagt upp í fleiri deUdum en í minna
mæli.
í kjölfar hörmungaratburðanna í
Bandaríkjunum 11. september hefur
orðið mikdl samdráttur hjá Flugleið-
um, bæði í flugi og þjónustu, eins og
Það sem gerðist er aUtaf að rifiast
betur og betur upp fyrir mér. Svo hef
ég verið að spyrja og fá upplýsingar
um það sem gerðist," sagði Þórður
enn fremur. Hann kvaðst eiga að taka
það rólega næstu tvo sólarhringa, því
hætta væri á eftirköstum. Ef örlaði á
þeim ætti hann að láta þegar vita á
spítalanum.
Þórður kvaðst ekki í vafa um að
hann væri ekki lengur í þessu jarðlífi
hefði Stefán ekki brugðist svo skjótt
og örugglega við sem raun bar vitni.
„Mér þykir óskaplega vænt um
þennan pilt,“ sagði hann. „Ég mun
aldrei gleyma þessu atviki meðan ég
lifi. Ég vil jafnframt þakka sjúkra-
flutningamönnunum og starfsfólki
Landspitalans fyrir alla þeirra góðu
umönnun." -JSS
kunnugt er. Uppsagnirnar nú m.a. eru
afleiðingar af þeim samdrætti.
Þeir 40-50 starfsmenn sem munu fá
uppsagnarbréf eru um 10 prósent af
heildarfiölda starfsfólks hjá Flugþjón-
ustunni. Uppsagnirnar munu taka
gildi 1. september nk. Þá mun einnig
taka gildi nýtt vaktakerfi í flugeld-
húsi. Vöktum verður breytt þannig að
einungis verður um dagvaktir að
ræða. Er þetta gert í hagræðingar-
skyni. -JSS
Flugþjónustan:
40-50 manns sagt upp
Krókódílar geta hlaupið á allt að 60 km hraða:
Verið að draga upp óþarfa
hryllingsmynd af málinu
- segir bæjarstjórinn í Húsavíkurbæ, sem berst fyrir innflutningi krókódíla
Reinhard Reynisson verður
áfram bæjarstjóri í Húsavíkurbæ
eftir að Húsavíkurlistinn vann sig-
ur í bænum. Reinhard hefur verið
mikill áhugamaður um að fá
krókódíla til bæjarins en hann
segir að þeir hafi aöeins verið
minni háttar kosningamál.
„Krókódílamálið er algjörlega prí-
vatmál mitt og bæjarverkfræð-
ings,“ segir Reinhard.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra varaði i léttum dúr við
krókódílunum í kosningabarátt-
unni og sagði m.a. á fundi á Akur-
eyri að þeir gætu hlaupið á allt að
60 km hraða. Viðbúið væri að þeir
myndu borða Vinstri græna.
Reinhard segir að þar sé átt við
Nílarkrókódílinn sem sé miklu
stærri og grimmari en þeir sem til
stendur að flytja inn frá Colorado.
Við kjöraðstæður geti krókódílar
náð þessum hraða en í Ameríku
hreyfi dýr sig ekki með slíkum
hætti nema eitthvað sé að. „Þama
er því að óþörfu verið að draga
upp einhverja hryllingsmynd en
ég get hins vegar tekið undir að
það yrði hryllilegt ef þeir ætu bara
Vinstri græna,“ segir Reinhard.
Spurður hvort bæjarstjórinn
geti útilokað slysahættu segir
hann að ekki sé hægt að útiloka að
naut stangi fólk. Hins vegar sé
engin sérstök slysahætta samfara
krókódílunum. Þeir verði á af-
mörkuðu svæði og innan girðinga
og í Colorado hafi menn verið með
krókódíla í 15 ár án þess að nokk-
uð hafi komið upp á. „Á kjörtíma-
bilinu ætlum við okkur að bæta
Guðni Relnhard
Ágústsson. Reynlsson.
verulega skilyrði til spretthlaupa
fyrir mannskepnuna en ekki fyrir
krókódilana. Þeir eiga að vera til
annarra hluta.“
Húsvíkingar eru að reyna að fá
leyfi fyrir krókódilunum sem gætu
svamlað um í volgu affállsvatni frá
orkustöð bæjarins. Næsta skref
verður að sögn bæjarstjórans að
láta yfirdýralæknisembættið fá
frekari gögn um innflutninginn.
M.a. hefur embættið áhyggjur af
salmonellu en Reinhard er hóflega
bjartsýnn á að leyfi fáist. Jákvæð
umsögn Náttúruvemdar ríkisins
liggur fyrir en Dýraverndunarfé-
lag íslands er gegn málinu. Um-
sögn yfirdýralæknis til ráðuneyt-
isins mun vega þyngst að sögn
bæjarstjórans.
„Við höfum horft á 10-20 dýr til
að byrja með,“ segir Reinhard sem
telur æskilegast að flytja inn
krókódílaunga en ekki fulloröin
dýr. Þeim er ætlað að éta ferskan
sláturúrgang og sér Reinhard fyrir
sér í framtiöinni að húsvískar frúr
muni skreyta sig með veskjum úr
krókadílaskinni. Ef allt gengur
upp. -BÞ
Skipulagsstofnun hefur fallist á
fyrirhugaða stækkun álvers Norður-
áls á Grundartanga. Segir í úrskurði
stofnunarinnar að með framleiðslu-
aukningu Norðuráls i allt að 300.000
tonn á ári muni mengun lofts, lands
og sjávar aukast í Hvalfirði, sérstak-
lega á þynningarsvæðum verksmiðj-
unnar. - Mbl. greindi ffá.
27 milljóna fjárdráttur
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra hefur nú til rannsóknar mein-
tan fiárdrátt fyrrverandi endurskoð-
anda Tryggingarsjóðs lækna. End-
urskoðandinn hafði sjálfur frum-
kvæði að því að málið barst lög-
reglu. í játningu viðurkennir mað-
urinn að hafa dregið sér um 27 mill-
ljónir króna á meira en 10 ára tíma-
bili, en hann hafi skilað öllum pen-
ingunum aftur.
Samið um rekstur Valhallar
Ríkið hefur samið viö Elías V.
Einarsson veitingamann um rekst-
ur Hótel Valhallar á Þingvöllum í
sumar. Var samningur gerður í
kjölfar útboðs. Hótelið verður opnað
7. júni og rekið fram i september.
Féll fram af klettum
Níu ára stúlka féll fram af klett-
um og niður í fiöru við Krosshamra
í Grafarvogi síðdegis á sunnudag.
Fallið var alls 10-12 metrar og þar af
3-4 metrar 1 frjálsu falli. Hlaut
stúlkan áverka á höfði, baki og
vinstri handlegg við fallið.
Sektað fyrir nagladekk
Farið er að sekta ökumenn fyrir
aö vera á negldum hjólbörðum. Lög-
reglan á Akureyri var í sérstöku
umferðarátaki í gær og sektaði
nokkra ökumenn vegna þess aö þeir
eru enn á negldum dekkjum. Sektin
er 5.000 krónur á hvert dekk.
Stórviöskipti í SR-mjöli
SOdarvinnslan hf. í Neskaupstað
og Samherji hf. á Akureyri juku
eignarhlut sinn í SR-mjöli í um-
fangsmiklum viðskiptum í gær.
Talið er að viðskiptin með hlutabréf
í SR-mjöli í gær hafi numiö um 2
milljörðum króna. Samanlagður
hlutur Samherja og Síldarvinnsl-
unnar í SR-mjöli er nú 41,82%.
Vinnuslys á Grundartanga
Kona klemmdist illa á hendi í
verksmiðju Norðuráls á Grundar-
tanga skömmu fyrir hádegi. Hún
var fyrst flutt á Sjúkrahúsið á Akra-
nesi en siðan til Reykjavíkur. Kon-
an hlaut beinbrot á fingrum.
Leyfi fyrir seiðaflutningaskip
Fengist hefur leyfi fyrir því að
hingað til lands komi norskt seiða-
flutningaskip um miðjan næsta
mánuð. Skipið mun sjá um fiutn-
inga á seiðum fyrir fiskeldisfyrir-
tækið Sæsilfur sem fengið hefur
leyfi til laxeldis í Mjóafirði. - Inter-
seafood greindi frá.
575 milljóna hagnaður
Hagnaður Granda hf. og dóttur-
fyrirtækis þess, Faxamjöls hfi, á
fyrstu 3 mánuðum ársins 2002 nam
575 milljónum króna, en á sama
tíma árið 2001 var hagnaðurinn 68
milljónir króna. Rekstrartekjur
samstæðunnar á tímabilinu námu
1.673 milljónum króna samanborið
við 1.257 milljónir króna á sama
tima á síðasta ári og jukust um 33%.
Vörubílalest í Helguvík
Vörubílstjórar Islenskra aðalverk-
taka hafa haft i nógu að snúast í alla
nótt. Þeir standa nú fyrir lest vörubíla
milli Helguvíkur og Keflavíkurflug-
vallar, þar sem þeir flytja 25.000 tonn
af steinefnum fyrir malbikunarstöð
ÍAV. Efnið verður meðal annars notaö
við malbikun flugbrauta á Keflavikur-
flugvelli í sumar og er flutt til Helgu-
víkur frá Noregi með 166 metra löngu
skipi. - Víkurfréttir greindu frá.