Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 DV Aukin spenna milli Pakistana og Indverja: Musharraf segist ekki vilja stríð viö Indverja Pakistanar héldu í gær áfram til- raunum sínum með árásareldflaugar þegar þeir skutu sinni þriðju flaug á loft á nokkrum dögum á sama tíma og spennan eykst dag frá degi í deilunni við Indverja um Kasmír. Þetta geröist á sama tíma og Jack Straw, utanrikisráðherra Bretlands, kom til Islamabad, höfuðborgar Pak- istans, að eigin sögn til að gera sitt til að lægja öldurnar í deilum ríkjanna, sem staðið hafa meira og minna síðan þjóðirnar hlutu sjálfstæði frá Bretum árið 1947 og kostað hafa þúsundir manna lífið í tveimur stríðum og sí- endurteknum skærum. „Heimsbyggð- in fylgist áhyggjufull með framgangi mála hér á svæðinu," sagði Straw. Að vonum líta Indverjar á tilraunir Pakistana sem hreina ögrun, en til- raunaflaugamar sem eru af gerðinni Abdali hafa um 180 kflómetra skot- drægni og næðu þar með flestum landamærastöðvum Indverja. „Við erum mjög ósáttir við þessar tilraunir, en lítum á að þær hafi verið gerðar til að slá á aukinn ótta heima- fyrir og tilraun stjórnvalda tfl að auka baráttuþrekið innan hersins," sagði Jack Straw og Abdul Sattar Jack Straw, utanríkisráöherra Bretlands, viö komuna til Islamabad í gær, þar sem Abdul Sattar, utanríkisráöherra Pakistans, tók á móti honum. talsmaður indverska utanríkisráðu- neytisins. í tilkynningu frá pakistanska hern- um segir að tilraunaskotið í gær hafi aðeins verið síðasti hlutinn af venju- bundnum tilraunum hersins með skammdrægar vamareldflugar sem staðið hefðu yfir í nokkurn tíma og í engum tengslum við deilurnar við Indverja. „Tilraununum er lokið að sinni,“ sagði talsmaður hersins. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðar- innar í gær að Pakistanar vildu ekki stríð við Indverja vegna Kasmír, en væru tilbúnir til að beita fullum her- styrk væri á þá ráðist. Hann ásakaði Indverja um að hvetja til „stríðsmóð- ursýki" með sífelldum ásökunum um að Pakistanar stæðu á bak við hryðju- verkaárásir aðskilnaðarsinna í Kas- mir og fullyrti að engar liðssveitir hryðjuverkamanna færu um hlut- lausa svæðið frá Pakistan til árása í indverska hluta Kasmír. „Stríðshættan vofir þó enn þá yfir,“ sagði Musharraf og bætti við að Pakistanar geti ekki talist ábyrgir fyr- ir þeirri aðskilnaðarbaráttu sem fram fer í Kasmír gegn yfirráðum Indverja. Straw mun ræða málið við Mus- harraf í dag, en hann er einnig undir mikilli pressu frá Bandaríkjamönnum og Rússum, sem ákveðið hafa að senda aðstoðarutanríkisráðherra sina á svæðið í næsta mánuði til að gera síðustu tilraun til að koma ráða- mönnum ríkjanna að samninga- borðinu. REUTERSMYND Leiötoganna gætt ítalska lögreglan hefur mikinn viö- búnaö vegna leiötogafundar NATO. Fundað í Róm: Samvinna NATO og Rússa í höfn Leiðtogar Atlantshafsbandalags- ins (NATO) hittast skammt fyrir ut- an Róm á Ítalíu í dag þar sem þeir munu innsigla upphaf nýrra tlma samvinnu í öryggismálum við gamla erkifiandann, Rússa. Með þeirri staðfestingu er verið að umb- una Vladimír Pútin Rússlandsfor- seta fyrir vinsamlega stefnu hans í garð vesturveldanna og stuðning hans við baráttu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra við alþjóð- lega hryðjuverkamenn. Leiðtogafundurinn í dag verður glæsilegur endir á Evrópuferð Bush Bandaríkjaforseta þar sem hann undirritaði meðal annars samkomu- lag um verulega fækkun lang- drægra kjarnavopna við Rússa. Stjórnmálaskýrendur segja að þrátt fyrir öll vinahótin séu blikur á lofti og hætta á ágreiningi um mál eins og hugsanlegar árásir á írak. Þá héldu Rússar enn í andstöðu sína við stækkun NATO í gær. REUTERSMYND Styttist í HM í knattspyrnu Suöur-kóreönsk blómarós bregöur á leik fyrir Ijósmyndara Reuters í einni af minjagriþaverslunum Seoul-þorgar en kauþmenn borgarinnar hugsa sérgott til glóöarinnar meö sölu minjagripa á meöan keþþnin fer fram. Blóðug átök milli mafíufjölskyldna á Ítalíu: Konurnar munda frethólkana Óvenjulegt uppgjör fór fram milli mafíufjölskyldna á sunnanverðri Ítalíu á sunnudag. Eftir ofsafenginn akstur um þjóðvegina nærri borg- inni Napólí braust út skotbardagi þar sem þrír mafíubófar féllu. Eng- ir venjulegir bófar heldur konur, ungar sem aldnar. Kvenbófamir fylltu tvo bíla og skiptust á skotum úr vélbyssum og skammbyssum á ofsaakstri sínum um sveitimar, öðrum ökumönnum til mikillar skelfingar. „Það er greinilegt að breytingar eru að verða á þessum fiölskylduerj- um,“ sagði í ítalska blaðinu Corri- ere della Sera í gær. „Aldrei fyrr höfðu konur beint byssum hverjar að öðrum og aldrei fyrr höfðu þær leikið aðalhlutverkið í skotbar- daga,“ sagði blaðið enn fremur. Bófarnir reyndust vera eiginkon- ur og bamaböm glæpamanna úr Camorra-glæpahreyfingunni sem starfar í nágrenni Napólí. Skothríðin hófst í bænum Lauro, skammt austan við Napólí, á sunnu- dagskvöld. Tvær kvennanna sem féllu í átök- unum voru ömmur og þriðja fórnar- lambið var sextán ára bamabam eins bófaforingjans. Alla jafna eru það karlar sem taka að sér að gera upp sakir við andstæðinga sína en á síðustu árum hafa konur úr mafiufiölskyldunum látið sífellt meira að sér kveða við rekstur glæpastarfseminnar sem mafiubófamir lifa á. Nýr forseti leitar hjálpar Alvaro Uribe, sem var kjörinn for- seti Kólumbíu um helgina, sagði i gær að hann ætlaði að leita aðstoðar Sam- einuðu þjóðanna við að binda enda á 38 ára átök við skæruliða og biðja erlenda lánar- drottna að gefa eftir afborganir svo hægt verði að ráðast gegn eiturbar- ónum og mikilli fátækt. Vatn á Mars góð tíðindi Breskur geimvísindamaður sagði í gær að vatn undir yfirborði Mars gæti orðið til að flýta fyrir leit að lífi og létta geimforum til Mars lífið. Skæruliðar drepnir Nepalskar hersveitir drápu um það bil níutíu uppreisnarmenn maóista sem réðust á herbúðir þeirra í vesturhluta Nepals. Sjöunda líkið fundið Björgunarsveitir náðu í gærkvöld upp líki sjöunda fómarlambs brúar- slyssins í Oklahoma. Leit heldur áfram að fleiri líkum í bílum sem fóru í Arkansas-ána þegar brúin hrundi eftir árekstur báta. Gert við þjóðvegina Afgönsk stjórnvöld ætla innan skamms að efna til útboðs um við- gerðir á helstu þjóðvegum landsins sem eru mjög illa famir eftir stríðs- átök undanfarinna 23 ára. Rannsaka flugslysið Bandarískir sérfræðingar komu til Taívans i morgun til að rannsaka flugslysið um helgina þar sem Boeing-þota brotnaði í femt á flugi og féll í hafið. Lafontaine varar krata við Oskar Lafontaine, fyrram leiðtogi þýskra jafnaðar- manna, varaði Ger- hard Schröder kanslara og flokk hans við því í gær að þeir ættu á hættu að tapa þingkosn- ingunum í september ef þeir gerðu ekki þegar í stað eitthvað til að vinna aftur hug og hjörtu óánægðra vinstrisinnaðra kjósenda. Duhalde situr áfram Eduardo Duhalde Argentínufor- seti sagði í gær að hann ætlaði að sitja áfram eftir að héraðshöfðingjar lýstu yfir stuðningi sinum við um- bætur að kröfu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Hann hafði áður hótað að segja af sér. Suu Kyi vill stuöning Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjóm- arandstöðunnar í Burma, fór á fiöl- mennum fundi í gær fram á stuðn- ing almennings við tilraunir sínar til að innleiða lýðræði í landinu. Herstjórnin leysti hana nýlega úr stofufangelsi. Þitt tækifæri til aö ná lengra j': H u'. NAMSSTYRKIR 34 nýstúdentar sem hefja nám við Háskólann í Reykjavík í haust munu fá námsstyrk i formi niðurfellingar skólagjalda. Þeir nemendur sem standa sig best geta fengið námsstyrk út alla skólagöngu sína í Háskólanum í Reykjavík. Nánar um námsstyrki á www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní. V HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK REYKJAVIK UNIVERSITY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.