Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 21
21 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 I>v Tilvera Kylie Minogue 34 ára Þessi þokkafulla mær frá Ástralíu hefur verið ein vin- sælasta poppsöng- kona heims undan- farin misseri. Ferill- inn hafði verið á hraðri niðurleið frá því hún söng dúett- inn fræga með Nick Cave og margir mundu bara eftir henni frá því hún lék í Nágrönnum fyrir margt löngu síðan. Nýja platan hefur skotið henni aftur i hæstu hæðir og þar hefur ekki skemmt fyrir hversu dugleg Kylie hefur verið að dilla á sér sæta bossanum. Gildir fyrir miövikudaginn 29. mars Vatnsberinn (?0. ian.-18. febr.): . Einhver hefur mikil ’ áhrif á þig þessa dag- ana og þú lætur við- komandi ráðskast allt ofmikið með þig. Ekki gera neitt gegn vilja þíniun. Fiskarnir(19 febr.-20. marsl: | Ferðalag er í vændum log þú ert fullur eftir- væntingar. Þú skalt vera viðbúinn því að fólkið í kríngum þig sé eitthvað pirrað og stressað. Hrúturinn f21. mars-19. anrill: . Dagintnn hentar vel > til viðskipta, sérstak- lega ef þú ert að fjár- festa eða selja á nýjum vettvangi. Aðalfundur Samfoks verður í kvöld: Samræmdu prófin eru afdrifarík „Við viljum fá svör við því hvers vegna það gerist að börn brotna niður og gráta þegar þau líta á dæmin sem lögð eru fyrir þau i samræmdum prófum 10. bekkjar. Hvort prófin séu í svona miklu ósamræmi við það sem þau hafa verið að læra eða hvaða væntingar hafi verið byggðar upp hjá þeim. Ég á von á fjörugum fundi,“ segir Helgi Kristófersson, stjómarmaður í Samfoki, samtök- um foreldrafélaga og forráða barna í Reykjavík, sem undirbýr, ásamt öðrum, aðalfund samtak- anna í kvöld í Álftamýrarskóla. Þeir Sigurgrímur Skúlason, deildarstjóri á Námsmatsstofnun, og Jón Pétur Zimsen, formaður í Félagi náttúrufræðikennara í grunnskólum, munu halda hvor sitt erindið og sitja fyrir svömm en náttúrufræðin er ný námsgrein í samræmdum prófum. Gefum Helga orðið aftur: „Við vitum að niðurstöður samræmdra prófa geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir framtíð bamanna okkar og eigum heiftitingu á að vita hver er ábyrgð hvers og eins sem kemur að gerð þessara prófa og undir- búningi þeirra. Hvort það er vís- vitandi verið að kippa undan þeim fótunum í þjóðfélaginu sem ekki eru sterk á svellinu í einstök- um greinum.“ Helgi kveðst sjálfur oft hafa út- - segir Helgi Kristófersson búið próf og ávallt gætt þess að hafa fyrstu úrlausnarefni þeirra þannig að þau kæmu fólki í gang og leiddu það inn í næstu verk- efni. „Það er mikilvægt að byggja fólk upp í stað þess að brjóta það niður,“ segir hann að lokum. -Gun. Lofar fjörugum fundi „Mikilvægt aö byggja fólk upp, “ segir Helgi. DV-MYND E.OL. Nautið (20. april-20. mai): Þér hættir til að reyna , að stjóma ákveðinni manneskju umfram það sem hún vill. Þú verður fyrir óvæntu atviki seinni hluta dagsins. Tvíburarnir m. mai-Pi. iúntn V Dagurinn verður róleg- ur og þú ert í góðu / / jafnvægi. Svo er ekki um alla í kringum þig en þú skalt ekki láta það hafa mikil áhrif á þig. Krabbinn í22. iúni-22. iúiit: Vinnan gengur að | vissu leyti fyrir í dag ' og það er best fyrri þig ____ að ljúka áríðandi verk- éfnrnn sem fyrst. Liónið (23. iúlí- 22. áeúsb: Ættingi þinn lætur heyra frá sér og það samtal á eftir að hafa áhrif á nánustu fram- tíð þína. Kvöldið verður rólegt. Mevian (23. ágúst-22. sept.): Vinur þinn þarfnast athygli þinnar og þú ^^V^lLættir að veija meiri ^ f tíma með honum. Ást- vinir eiga saman góðan dag. Vogin (23. sePt.-23. okt.): Þú gætir staðið frammi fyrir vali á milli tveggja mögu- leika í dag og þú átt ertitt með að gera upp hug þinn. Soorðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: g Gættu þess að fara varlega með peninga í Vjjdag og notaðu skyn- 1 " , semina. Varastu kæm- leysi. Bogmaðurinn (22. nóv.-21 des.l: ÍEkki vera svartsýnn Fþó að eitthvað bregðist í dag og þú missir af góðu tækifæri. Þér bjóðast fleiri möguleikar. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Þú hittir fólk sem lífg- ar upp á daginn. Varastu forvitni þar sem hún á ekki við og sýndu nærgætni. Maður lífandi Wmmm Kosið án afskipta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Sextugsafmæli Njarðvíkurskóla haldið hátíðlegt: Gjörningur á skólalóðinni DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Lif og fjör Hvaö varöar oröiö varöa þá er hægt aö fjalla um þaö á ýmsa vegu. 510 steinar kennara og nemenda mynduöu vöröu á skólalóöinni og hér er ver- iö aö hlaöa hana. Það var glatt á hjalla hjá krökk- unum í Njarðvíkurskóla á dögunum er formleg hátíð hófst í tilefni af 60 ára afmæli skólans. I upphafi fengu bömin boli að gjöf frá foreldrafélagi skólans og voru þeir mismunandi að lit eftir aldri bamanna. Því næst gengu bömin út á skólalóðina og mynduðu margar raðir í kringum litið torg í þeim tilgangi að hlaða vörðu með steinum sem hver og einn hafði tint og komið með. Vora allir starfsmenn skólans þar lika komnir og fóru alls 510 steinar í vörðuna. Var um leið lagt upp með smáorðaleik um orðið „varða“. Um það var fjallað í ýmsum myndum: sem vegvísi, að gæta eða vernda og einnig að vera mikilvægur, og var þetta því orðin nokkurs konar fróð- leiksvarða. Ekki gátu menn verið heppnari með veður því sólin skein glatt svona rétt á milli stormskúranna og tókst hleðslan bærilega þrátt fyrir að steinarnir væru ekki allir góðir í laginu. Hátíðin stóð svo í heila viku með ýmsum atriðum, unnum af nemendum og kennurum skólans. -ÞGK Þá er kosningunum lokið og ég er orðin skotin í ljúfmenn- inu Sigurði Geirdal. Hefði kos- ið hann væri ég Kópavogsbúi. Vinur minn einn, sem er kvæntur inn í R-listann, horfði hýru auga til Hafnarfjarðar; sagðist ætla að flytja þangað en með því skilyrði að Magnús Gunnarsson væri bæjarstjóri. Nú er Magnús fallinn og vinur minn flytur ekki til Samfylk- ingarinnar í Hafnarfjörð. Þrátt fyrir að hann dröslist á kjör- stað og kjósi R-listann og Sam- fylkinguna konu sinnar vegna þá er hann aristókrat í hjart- anu og þráir samneyti við íhaldið. Það sem reyndist mér erfið- ast við þessar kosningar var hversu mikið maður var látinn í friði. Áður hringdu flokkam- ir heim til manns og minntu mann á að maður ætti eftir að kjósa. Mér fannst alltaf gott til þess að vita að stjómmála- flokkunum stæði ekki á sama um mig. Ég tók hringingu þeirra sem umhyggjusemi og ákveðnum virðingarvotti við persónu mína. Atkvæði mitt skipti greinilega máli. Ég þijóskaðist lengi við að fara á kjörstað. Mér fannst að einhver hlyti að hringja. Eng- inn hringdi. Lýðræðið í þessu landi er víst orðið svo mikið að enginn telur lengur við hæfi að skipta sér af náunganum. Sjálf- stæðisflokkurinn sendir þó enn sína fulltrúa í kjördeildir. Örlítil huggun, fannst mér, og ég gætti þess að brosa til full- trúans í kjördeild númer 5 í Hagaskóla. Hann tók ekkert eftir því. Ég hitti vin minn einn í bænum sem var aö manna sig upp í að mæta á kjörstað og láta vfsa fulltrúa Sjálfstæðis- flokks úr kjördeild á meðan. Annar vinur minn sendi mér sms og sagðist hafa snúið sér að fulltrúanum og spurt hana að nafni og heimilisfangi - vildi fá sömu upplýsingar um hana og hún um hann. Ég lít bara á þetta sem mannalæti karlmanna. Mér finnst fallegt að einhver skuli sitja f kjör- deild og merkja við nafn mitt. Ádur hringdu flokkamir heim til manns og minntu mann á ad mað- ur œtti eftir að kjósa. Mérfannst alltaf gott til þess að vita að stjóm- málaflokkunum stæði ekki á sama um mig. Það merkir einfaldlega að einhverj- um flnnst gott að ég hafi mætt og kosið. En nú er kosningum lokið og aðr- ar jafnvel mikilvægari kosningar taka við. Ég á náttúrlega við HM. Nú má ekkert trufla. Mér skilst að leikimir hefjist um fimmleytið að morgni og nú verða vinnuveitendur þessa lands að sýna skilning á vinnuþreytu manns, sljóleika og rýrum afköstum. Öll manns orka mun fara í þessa keppni þær vikur sem hún stendur. Og úrslitin þar skipta öllu. Ég held með Kamerún og mun taka því mjög illa þegar sú litla þjóð fellur úr keppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.