Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
J3V
7
Fréttir
Konur nær jafn fjölmennar og karlar á vinnumarkaði:
Staða kvenna í stjórn
unarstörfum er veik
Sterk staða íslenskra kvenna á
vinnumcirkaði skilar sér ekki í jafn-
ræði kynjanna meðal stjómenda.
Um 79 prósent kvenna á aldrinum
16-74 ára eru á vinnumarkaði, en 88
prósent karla. Hins vegar eru ekki
nema 31 prósent kvenna kjömir
fulltrúar eða stjórnendur í atvinnu-
lífinu, meðan 69 prósent karla falla
undir þann flokk. I honum eru
helstu forystumenn á almennum
markaði og í opinberum rekstri.
Séu teknir framkvæmdastjórar i
fyrirtækjum með skattskylda launa-
summu yfir tíu milljónir króna, þá
eru einungis 9 prósent af þeim hópi
konur, en 91 prósent karlar.
Þessar upplýsingar komu meðal
annars fram í máli Eiríks Hilmars-
sonar aðstoðarhagstofustjóra á nýaf-
staðinni ráðstefnu Félags kvenna í
atvinnurekstri mn nýsköpun. Upp-
lýsingamar eru m.a. byggðar á
vinnumarkaðsrannsóknum Hagstof-
unnar.
í erindi Eiríks kom enn fremur
fram, aö minni munur er á þátttöku
kynjanna í atvinnulífi meðal þeirra
sem lokið hafa háskólanámi. í þeim
hópi er atvinnuþátttaka kvenna 93
prósent og karla 95 prósent. Eiríkur
telur að hvergi í heiminum sé at-
vinnuþátttaka kvenna meiri heldur
en á íslandi. Sem dæmi nefnir hann
að annars staðar á Norðurlöndum
er hún 7-9 prósentustigum minni
heldur en hér.
Þá sýna vinnumarkaðsrannsókn-
ir Hagstofu, að um 26 þúsund ís-
lendinga eru sjálfstætt starfandi og
af þeim eru 27 prósent konur. Aftur
Hlutfall i stjórnunarstoöum
Sterk staöa íslenskra kvenna á vinnumarkaði skilar sér ekkl í jafnræði kynjanna meöal stjómenda. Af fram-
kvæmdastjórum í fyrirtækjum með skattskylda launasummu yfir tíu milljónir króna eru einungis 9 prósent af
á móti er nánast enginn munur á
Qölda karla og kvenna í störfum sér-
fræðinga. Af liðlega 23 þúsund sér-
fræðingum á vinnumarkaði eru 52
prósent konur og 47 prósent karlar.
Hvað varðar stjómendur fyrir-
tækja em konur framkvæmdastjór-
ar í 18 prósent þeirra og stjómarfor-
menn í 36 prósent tilvika.
I öllum atvinnugreinum landsins
er meirihluti framkvæmdastjóra
karlar. Aðeins í fræðslustarfsemi,
hefibrigðis- og félagsþjónustu, svo
og annarri samfélagsþjónustu er
yfir fjórðungur framkvæmdastjóra
konur. HeUdartölur era þær, að 81,8
Skólafólk á höfuðborgarsvæðinu:
Mikill fjöldi skóla-
fólks atvinnulaus
- bæjarfélög grípa til aðgerða til að bæta ástandið
prósent karla gegna starfi fram-
kvæmdastjóra í atvinnugreinum
landsins, en aðeins 18,2 prósent
kvenna. Hins vegar benda nýrri töl-
ur tU þess að konur séu i vaxandi
mæli að taka að sér fyrirsvar fyrir
atvinnurekstur.
Hvað varðar nýsköpun kemur í
ljós að karlar stjóma flestum stór-
um framleiðslufyrirtækjum, fyrir-
tækjum sem eru að leggja hæstu
fjárhæðir í nýsköpun.
1 máli Eiríks kom enn fremur
fram að telja megi víst að góð fylgni
sé mUli menntunar og stjórnunar-
starfa, ekki síst hjá konum. í þessu
ljósi sé athyglisvert að rúmlega 62
prósent háskólanema séu konur og
38 prósent karlar. -JSS
Gísll
Guðmundsson.
BMW öryggisbíll
Bíllinn sem notaöur var til aö aka
Colin Powell.
„Vindhögg
frá Boga“
„Hér er einhver
reginmisskilnmgur
á ferðinni,“ segir
Gísli Guðmundsson
hjá B&L vegna óá-
nægju og frétta um
leigu á 30 BMW-bíl-
um í tilefni NATO-
fundarins á dögun-
um. „Ég vona svo
sannarlega að Bogi,
vinur minn Páls-
son, rakni sem fyrst úr rotinu og átti sig
á eftirfarandi meginatriðum þessa máls:
Ríkið hvorki keypti né leigði BMW-bíl-
ana sem notaðir voru vegna NATO-fund-
arins. Bílamir voru lánaðir tU þessara
nota endurgaldslaust. Þess vegna eiga
útboðsreglur rUdsins ekki við í þessu tU-
felli."
„UtanrUcisráðuneytið fól verkfræði-
stofunni Línuhönnun ehf. að sjá um
framkvæmd fúndarins. Línahönnun ehf.
hafði sfðan samband við B&L og önnur
lúxusbUaumboð og spurðist fyrir um
það hvort hægt væri að útvega 45 bUa tU
þessara tUteknu nota. B&L svaraði sfðan
um hæl að fyrirtækið treysti sér tU að
útvega bUana þrátt fyrir mjög skamman
fyrirvara. Svona gekk nú málið fyrir sig
og því óþarfi að gera það flóknara en það
er,“ segir Gísli. -hlh
Láttu þér líða
vel!
h
usg
o
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
Sfmi 552 5757 www.serhusgogn.is
í vikunni var sagt frá því í DV að
879 umsækjendur um störf hjá
Reykjavíkurborg væru enn án
starfa en borgin hefur nú þegar ráð-
ið tæplega 950 nema i sumarstörf.
Verið er að vinna að því að ráða
fleiri tU hinna ýmsu fyrirtækja og
stofnana borgarinnar. Svipað
ástand er í öðmm bæjarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu en varlega
áætlað em milli eUefu og tólf hund-
ruð nemar, á aldrinum 16-20 ára, at-
vinnulausir, og eru þá eingöngu
taldir þeir sem sótt hafa um hjá
borginni og bæjarfélögum en ekki
fengið störf. Bæjarfélög á svæðinu
hafa þegar gripið tU aðgerða tU að
bæta úr ástandinu eða eru að skoða
hvemig bregöast eigi við.
Guðjón Friðriksson, bæjarritari í
Garðabæ, segir að mun fieiri umsókn-
ir um störf hjá bænum hafi borist en
áæfiað var að ráða í. Því haíi 80-90
umsóknir verið settar á biðlista en í
fyrri viku var samþykkt í bæjarstjóm
10 miUjón kr. aukafjárveiting tU að
skipuleggja vinnu unglinga í sumar.
GarðyrkjudeUd og áhaldahúsi hafi
verið falið að finna störf þannig að
hægt væri að taka sem fiesta í vinnu.
Þó sé líklegt að ekki verði um fuUa
vinnu í aUt sumar að ræða fyrir þessa
unglinga. Guðjón segir að aðeins sé
um viðmiðunarfjárhæð að ræða og að
hún verði endurskoðuð verði þess
þörf.
í Kópavogi var gert ráð fyrir að
ráðið yrði í 230 sumarstörf hjá bæn-
um en umsóknir um þau voru helm-
ingi fleiri eða 460. Friðrik Baldurs-
son, garöyrkjustjóri bæjarins, segir
Gifs- Sanir
ístoI Ertu enntiá að nota dúkahníf P B
Mikil ásókn í sumarvinnu
Um helmingi fleiri umsóknir um sumarstörf bárust borg og bæjarfélögum á
höfuöborgarsvæöinu í ár en í fyrra. Nú er leitaö leiöa til að útvega atvinnu-
lausum unglingum vinnu.
að nú þegar hafi verið bætt við
fjöldann sem ráðinn hefur verið
þannig að nú séu 340 unglingar bún-
ir að fá vinnu. í hádeginu í gær var
síðan tekin fyrir tiUaga um að ráða
fleiri þannig að þegar upp er staðið
fái um 90% þeirra sem séu með gUd-
ar umsóknir vinnu. Þeim sem eftir
sitja verður svo boðið starf ef ein-
hver af þeim sem þegar er búið að
ráða mætir ekki. Unglingarnir
verða ráðnir tfi hinna ýmsu stofn-
ana bæjarins og því geti vinnutími
verið mismunandi en Friðrik vonar
að fáir sem engir þurfi að sitja að-
gerðalausir í sumar í bænum.
Ámi Þór Hilmarsson, yfirmaður
fjölskyldusviðs Hafnarfjarðarbæjar,
segir að umsóknir um störf hjá
vinnuskóla og garðyrkjudeUd bæj-
rains í ár hafi verið um helmingi
fleiri en á síðasta ári. Því séu um
100 unglingar sem sóttu um án
vinnu. En verið sé að útbúa erindi
tU bæjarstjómar þar sem farið er
fram á að málin verði leyst. Erindið
verði væntanlega tekið fyrir á bæj-
arstjómarfundi nk. fimmtudag og
þá komi i ljós tfl hvaða ráða verði
gripið þar i bæ. ÓSB
Erum með sagir
hraðastilli, sem henta vel
til að saga gifsplötur.
Tenging við ryksugu
tryggir nánast ekkert
ryk á vinnustað,
Beinn og góður skurður
sem minnkar alla eftirvinnu
fyrir málara.
Minni kostnaður
við blikkkanta
Armúll
srml: 533 1334
rax: 5EB 0493
..það sem
fagmaðurinn
notar!