Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
DV
Fréttir
Skoðanakannanir DV oftast næst úrslitum síðustu tvo áratugi:
Könnun DV næst
úrslitum í borginni
- lokakönnun Gallups komst næst könnun DV
Samanburður á síðustu skoðana-
könnunum fyrir bogarstjómarkosning-
amar i Reykjavik sýnir að meðalfrávik
frá niðurstöðum kosninganna er minnst
í könnun DV. Með öðrum orðum: DV
komst næst úrslitunum í sveitarstjóm-
arkosningunum 2002. Meðalfrávikið í
könnun DV var 0,82 prósentustig.
Gallup komst næst DV en meðalfrávik
lokakönnunar Gallups var 0,88 pró-
sentustig.
í frétt DV í gær um frávik skoðana-
kannana sagði að meðalfrávik í könnun
Gallups hefði verið 1,48. Þá stóð Frétta-
blaðið sig aðeins betur en sagði í frétt
DV en meðalfrávik þeirra er 1,21.
Reiknivillu er um að kenna i báðum til-
vikum og eru hlutaðeigandi beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
Nákvæmni kannana DV er síður en
svo einsdæmi. 1 síöustu borgarstjómar-
kosningum var meðalfrávik síðustu
könnunar DV frá niöurstöðum kosning-
anna ekki nema 0,2 prósentustig en þá
var haft á orði að DV hefði beinlínis birt
úrslit kosninganna daginn fyrir kjör-
dag. Félagsvisindastofnun var þá i öðm
sæti með meðalfrávik upp á 0,8 pró-
sentustig.
Skoðanakannanir hafa alla tíð skipað
stóran sess í DV en upphaf þeirra má
rekja aftur til fyrstu kannana sem Vísir
gerði 1967. Meðalfrávik kannana frá úr-
slitum kosninga hefur undantekningar-
laust verið innan þeirra skekkjumarka
sem blaðið setur sér.
Glæsilegur árangur
Þegar farið er aftur til alþingiskosn-
inganna 1983 er DV með minnst meðal-
frávik eða 2,2 prósentustig, meðalfrávik
Skáis var þá 2,8 og Hagvangs 3,1 pró-
sentustig.
í borgarstjómarkosningunum 1986
var meðaifrávikið aftur minnst hjá DV
eða 2,1 prósentustig, 2,3 prósentustig hjá
■ ▼ij ' ^önnunum DV frá 1983
■ ' " ......'■ 'I - síSustu kannanir fyrir kosningar
Meðaltalsfrávik í síðustu könnunum fyrir kosningar
1,5
1,2
Félagsvísindastofnun og 2,4 hjá Skáis.
í alþingiskosningunum 1987 var DV
hins vegar með næstminnsta meðalfrá-
vikið, 1,2 prósentustig, en Félagsvísinda-
stofnun komst næst úrslitunum með
meðalfrávik upp á 1 prósentustig.
í borgarstjómarkosningunum 1990
vom DV og Félagsvísindastofhun sam-
an með minnst meðalfrávik eða 2,8 pró-
sent.
Fréttablaöið Félagsvís.st Heimur
í alþingiskosningunum 1991 var með-
alfrávik DV 1,2 prósentustig en 1 pró-
sentustig hjá Félagsvísindastofnun.
í borgarstjómarkosningunum 1994,
þegar R-listinn velti borgarstjómar-
meirihluta D-listans, var meðalfrávik
könnunar DV og úrslita kosninganna
1,4 prósentustig en Skáís komst þá næst
með 0,5 prósentustiga meðalfrávik.
í alþingiskosningunum 1995 komst
síðasta skoðanakönnun DV fyrir kjör-
dag nær úrslitunum en dæmi vom um
þá. Meðalfrávikið var 0,3 prósentustig.
Frávik frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins
mældist þá 0,6 prósentustig en engin frá-
vik vom á niðurstöðum könnunarinnar
og kjörfylgis Framsóknarflokks og Þjóð-
vaka Jóhönnu Sigurðardóttur.
DV gerði síðan enn betur i borgar-
stjómarkosningunum 1998 þegar meðal-
frávikið reyndist 0,2 prósentustig.
Frávikið í alþingiskosningunum 1999
varð reyndar meira en venja var til í
könnunum DV eða 1,78 prósentustig að
meðaltali.
Með könnuninni sem birtist í blaðinu
sl. fóstudag er DV aftur næst
úrslitunum en meðalfrávikið var upp á
0,82 prósentustig eins og áður er sagt.
Hér em ekki talin úrslit tvennra sið-
ustu forsetakosninga en í báðum tilvik-
um komust kannanir DV næst endan-
legum úslitum.
Niðurstöður skoðanakannana DV
hafa aflað blaðinu trausts hjá bæði al-
menningi og stjómmálamönnum enda
er beðið eftir könnunum DV fyrir hveij-
ar kosningar. -hlh
Kærunefnd útboðsmála:
Ólögmæt
ákvörðun hjá
Borgarbyggð
Kærunefnd útboðsmála hefur í
tvígang úrskurðað Borgarbyggð í
óhag eftir að sveitarfélagið bauð út
sorphiröu og rekstur gámastöövar.
Njarðtak ehf. á Suðumesjum var
með lægsta boðið í hluta verksins en
næstlægsta boð í annan hluta. Þrátt
fyrir þaö tók Borgarbyggð ákvörðun
um að ganga til samninga við Gáma-
þjónustu Vesturlands sem ekki átti
lægsta boð í verkið.
Njarðtak kærði ákvörðunina og felldi
kærunefnd útboðsmála úr gildi þá
ákvörðun sveitarstjómar að semja við
Gámaþjónustu Vesturlands. Kæm-
nefndin taldi þá ákvörðun vera ólög-
mæta og sagði í forsendum að Borgar-
byggð bæri að leita samninga við Njarð-
tak. Þá tók Borgarbyggð ákvörðun að
hafna öllum tilboðum í verkið og bjóða
verkið út að nýju í síðasta lagi 1. októ-
ber nk. Einnig var ákveðið að þangað til
yrði samið við Gámaþjónustu Vestur-
lands um tímabundna þjónustu.
Þessa ákvörðun kærði Njarðtak
einnig til kærunefndar útboðsmála og
þann 6. maí sl. felldi kærunefnd þá
ákvörðun sveitarstjómar einnig úr gildi
og kvað upp úr um að Borgarbyggð
bæri skaðabótaábyrgð gagnvart Njarð-
taki. Kærunefndin úrskurðaði að Borg-
arbyggð skyldi greiða kr. 180.000 í kæm-
kostnað. Kærunefnd hefur því úrskurð-
að að Borgarbyggð skuli greiða kæm-
kostnað, kr. 290.000, í þessum tveimur
málum. Þá telur nefndin einnig að kær-
andi eigi rétt til bóta vegna missis hagn-
aðar þann tíma sem samningur um
sorphirðu hefúr ekki komist á. -BÞ
Rekstrarafkoman mun verri en menn sáu fyrir hjá FSA:
Ekki nóg að skammta
til nauðþurfta
- segir formaður stjórnar - 111 milljóna króna tap
Frá ársfundlnum
Heilbrigöisráöherra og rektor Háskólans á Akureyri voru meöal þeirra sem
sóttu ársfund Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri.
„Það er ekki nóg að skammta
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fé til nauðþurfta,“ sagði Bjarni P.
Hjarðar, formaður stjórnar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri
(FSA) á ársfundi spítalans sem
fram fór á Akureyri fyrir helgi.
Heildarútgjöld vegna rekstrar
FSA á árinu 2001 námu tæpum 2,5
milljörðum króna og hækkuðu um
15% frá fyrra ári. Gjöld umfram
fjárveitingar og sértekjur námu
110,9 milljónum króna sem sam-
svarar 4,2% fráviki. Fjárveiting
ríkissjóðs á árinu nam 2.350 millj-
ónum og hækkaði um 11% miðað
við fyrra ár. Framlag Akureyrar-
bæjar til viðhalds og stofnkostnað-
ar var tæpar 20 milljónir en sér-
tekjur tæpar 150 milljónir.
Þetta þýðir að rekstrarafkoman
var mun verri en áætlun gerði ráð
fyrir. Ástæður þess eru fyrst og
fremst raktar til aukinnar starf-
semi, verðlagshækkana, kostnað-
arauka vegna EES-samningsins og
launahækkana. Þá var vaxtamun-
ur óhagstæður.
í september sl. var gripið til ým-
issa aðhaldsaðgerða þegar ljóst
varð aö í óefni stefndi. Ráðningar í
lausar stöður voru takmarkaðar og
yflrvinna háð leyfi frá viðkomandi
framkvæmdastjóra. Dregið var
jafnframt úr starfsemi á skurðstof-
um og legudeildum og tækjakaup-
um og viðhaldsframkvæmdum
frestað til þessa árs, eins og segir í
ársskýrslu. Stjórn FSA telur að
ónógar Ijárveitingar og kostnaðar-
hækkanir þrengi mjög að starfsem-
inni og er í skoðun hvort heilbrigð-
isráöherra, Jón Kristjánsson, skip-
ar nefnd sem fari yfir hlutverk og
rekstur spítalans.
-BÞ
Mun meiri afli
Fiskaflinn síðastliðinn aprilmánuð
var 68.676 tonn samanborið við 25.483
tonn í aprílmánuði árið 2001 og nemur
munurinn alls 43.193 tonnum. Þessi
munur ræðst að miklu leyti af verkfalli
sjómanna í aprfl í fyrra og er helsti
munurinn í botnfiskveiði. Af botnfiski
bárust 46.543 tonn á land, samanborið
við 22.100 tonn 1 aprílmánuði 2001, sem
er munur upp á rúm 24 þúsund tonn.
Alls var þorskveiði um 7.500 tonnum
meiri í aprfl í ár, ýsuaflinn rúmlega
3.200 tonnum, ufsaaflinn 2.700 tonnum
og karfaaflinn 9.200 tonnum meiri nú,
samanborið við aprflmánuð ársins 2001.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstof-
unni nam heildarafli landsmanna fyrstu
íjóra mánuði ársins 1.119.859 tonnum
sem er rúmlega 162 þúsund tonnum
meiri afli en á sama tímabili síðasta árs.
Betri loðnuveiði á vetrarvertíðinni 2002
ásamt minni heildarafla aprflmánaðar
2001 skýrir að mestu þennan mun á milli
ára. Botnfiskafli ársins 2002 er orðinn
164.367 tonn, flatfiskaflinn 11.801 tonn,
uppsjávaraflinn 930.173 tonn og skel- og
krabbadýraaflinn 13.335 tonn. -BÞ
Mjólkurbúum
fækkar
Mjólkurbúum fækkar um tvö þetta
árið og eru líkur á enn frekari hagræð-
ingu í mjólkuriðnaði. Á Húsavík hefur
vinnsla þegar lagst niður og vinnslan á
Hvammstanga er á síðustu mjólkur-
dropunum. Samkvæmt heimildum DV
eru miklar líkur á að breytingar verði á
eignarhaldi Norðurmjólkur á Akureyri
innan tíðar.
Rætt hefur verið um að styrkja osta-
gerð á Akureyri ef skipulagsbreytingar
verða á vinnslu samfara eignarhalds-
breytingum en á móti kemur að aðrir
liðir s.s. skyr- eða jógúrtframleiðsla
gætu átt undir högg að sækja. Á Akur-
eyri eru þegar framleidd 50-60% af öll-
um ostum á landinu og er talið hag-
kvæmast að búin sérhæfi sig enn frekar
í tfltekinni framleiðsluvöru.
Markaðshlutdeild stærstu búanna
skiptist þannig að Mjólkurbú Flóamanna
er með um 41%, Norðurmjólk á Akur-
eyri er með um 27% og KS á Sauðárkróki
er með um 10%. Auk þessara staða eru
rekin bú á Blönduósi, Isafirði, Egilsstöð-
um Búðardal og Vopnafirði. -BÞ
Verndun Þjórsárvera:
Lón væri um-
hverfisglæpur
brottfluttir
Gnúpverjar hafa I
samþykkt áskorun I
til hreppsnefndar I
og íbúa Gnúpveija- I
hrepps um að '
fryggja til frambúð- I
ar \erndun Þjórs- I
árvera og fossaraö- F
arinnar í Þjórsá og B|rgir
heimfla engar frek- Sigurðsson.
ari framkvæmdir á
virkjunarsvæðinu. Áskorunin, með
nöftium þeirra sem styðja hana, var af-
hent oddvita hreppsnefhdar I fyrradag
og einnig var henni komið á framfæri
við oddvita listanna tveggja sem eru í
framboði til sveitarstjómarkosninga í
sameinuðu sveitafélagi Gnúpveija- og
Skeiðahrepps.
„Þjórsárver hafa ekki aðeins mikla
sérstöðu í íslenskri náttúru heldur eru
þau einstakt vistkerfi á veraldarvísu og
þar er mesta heiðagæsavarp f heimin-
um. Teljum við að þaö sé meira en um-
hverfisslys að setja þar upp lón - það
væri umhverfisglæpur," segir Birgir Sig-
urðsson, rithöfundur og helsti talsmaður
brottfluttra Gnúpverja sem standa í mót-
mælaaðgerðunum. Hreppsneftid Gnúp-
veija hefur lagst gegn þessum fram-
kvæmdum og segir Birgir enn fremur að
þetta sé í fyrsta skipti sem sveitarfélag
snýst gegn virkjunaráformum innan
sinna vébanda. „Það er ljóst að þegar
bamabamaböm þeirra sem nú lifa eru
komin til vits og ára yrði þessi dýrmæta
náttúruperla í þann veginn að tortímast
með öllu vegna þessara virkjunarfram-
kvæmda,“ segir Birgir að lokum. -Vig