Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 14
14 __________________________ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 Skoðun jjrsr ... Spurmng dagsms Áttu erfitt með að vakna á morgnana? Svanhvít Helga Ríkharösdóttir nemi: Bæöi og, ég mæti þó aldrei of seint á morgnana. Kjartan Guömundsson atvlnnulaus: Já, mjög svo, ég vakna í kringum há- degi og þykir þaö snemmt. Svo mæti ég oftast of seint í vinnu. Elísabet Moúra móöir: Já, mjög, ég er meö tvo 3 og hálfs- mánaöar drengi sem sjá um lítinn nætursvefn. Krlstján Orn Ijósmyndari: Já, mjög erfitt, ég sef oft yfir mig á morgnana, þaö er vonlaust aö vekja mig á morgnana. Leifur Björnsson bílstjóri: Nei, ekkert mái aö vakna, ég fer aö sofa um kl. 11. Ellen Rós Hansdóttir, 11 ára: Já, ég á mjög erfitt meö aö vakna, þaö er erfitt að vekja mig og mamma er ailtaf aö kvarta. Ellilífeyrisþegar hlunnfarnir í launum Jónatan Árni Aðalsteinsson skrifar: Ofanritaður er nú orðinn einn í ykk- ar hópi. Ég varð gamall á síðasta ári. Mér brá heldur í brún um áramótin þeg- ar ég fékk alla rukkunarseðlana, t.d. fasteignagjöld sem hafa stórhækkað svo og tryggingargjöld. Ég á mjög lítið par- hús og álögð fasteignagjöld eru samtals 112.450 kr. Ástæðan fyrir því að ég fór að skrifa þetta núna er undrun mín yfir því hve einstakir menn geta ráðið miklu hér á landi. Líklega auðmenn sem leika sér að hlutabréfabraski skattfrítt og fyrirtæki sem moka inn peningum frá verslunum sem auglýsa verðlækkun, en svo þegar maður kemur út í búð kemur annað upp á stokkinn. Ekki má gleyma fisk- vinnslunni og kvótabraski. Háttvirtur utanrikisráðherra sá um að búa til kvót- ann á sínum tíma. Mikið hefur verið gumað af stöðvun rauðu strikanna. Vonbrigði mín með ASÍ-menn eru mikil, og fer best á því að segja sem minnst um þá. Þeir ASÍ-menn hafa trúlega gott kaup, en það er sorg- legt hvað forysta stéttarfélaganna er orðin gagnslitil, kannski hafa allir orðið svona gott kaup (það er vel). Ég vil þakka Ólafi Ólafssyni, form. eldri borgara, og Benedikt Davíðssyni fyrir þeirra góða innlegg í DV. Þar kem- ur fram hversu ömurlega er komið fram við ellilífeyrisþega. í samanburði við launavísitölu hafa ellilífeyrisþegar verið sviptir 7059 kr. á mánuði og 17.176 kr. miðað við lág- markslaun. Fáir eru þó á þeim launa- taxta. Miðað við lágmarkstaxta hefur því ellilífeyrir rýmað um 206.112 kr. á ári miðað við febrúar 2002. Þetta lífeyr- issjóðakerfi er náttúrlega meingallað. Tökum sem dæmi mann sem fær sæmi- lega greiðslu úr lifeyrissjóði. Þá minnk- ar greiðsla frá Tryggingastofnun ríkis- „í samanburði við launa- vísitölu hafa ellilífeyrisþeg- ar verið sviptir 7059 kr. á mánuði og 17.176 kr. miðað við lágmarkslaun. Fáir eru þó á þeim launataxta. Mið- að við lágmarkstaxta hefur því ellilífeyrir rýmað um 206.112 kr. á ári miðað við febrúar 2002. Þetta lífeyris- sjóðakerfi er náttúrlega meingallað. “ ins. Það frnnst mér gallaö kerfi. Svo er það skattahliðin; þar sem virðist ekki mega hafa meira en um 70.000 kr. á mánuði. Þessu verður að breyta í 100.000 kr skattfijálst. Ég treysti á Bene- dikt, að hann taki rögg á sig og geri eitt- hvað í okkar málum. Hann hefur nú starfað um árabil að lífeyrissjóðakerf- inu. Vonandi stendur hann sig. Rikið segist ekki hafa peninga, en það vantar ekki peninga í sukkið tii dæmis í öll nefndarstörfm sem greidd eru for- stjóra Samkeppnisstofnunar og skrif- stofustjóra i viðskiptaráðuneytinu. Þeir þiggja báðir hundruð þúsunda króna í árslaun fyrir að sitja i stjóm ílutnings- jöfnunarsjóðs olíuvara. Ég datt nýlega ofan á fyrsta maí-grein eftir Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðu- sambands VestQarða. Þar segir hann einsdæmi, að á sama tima og 10% skatt- ur sé af arði auðmanna, fyrirtækja og hlutabréfa sé öryrkjum, ellilifeyrisþeg- um og verkafólki gert skylt að greiða 38,4% skatt af mánaðartekjum umfram 68.000 kr. Og bætti við, að aldrei hefði verið meiri þörf fyrir sameinaða verka- lýðshreyfingu sem þyrði að beita óhefð- bundnum aðferðum í kjarabaráttu sinni. - Það er sannarlega rétt mælt. Félagar í Samfylkingunni, athugið „Eða vita menn ekki að um 12 millljónir manna eru atvinnu- lausar innan ESB? Og sameigin- legur vinnumarkaður þýddi að tugþúsundir myndu streyma til íslands í leit að störfum og kom- ast inn í tryggingakerfið. - Vilj- um við þetta, viljið þið þetta, samfylkingarfólk?“ Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður virðist það svo að margir í Samfylkingunni séu nú allt að því í bandi hjá öflunum sem stýrðu Alþýðu- flokknum, og þar sjá þeir ekkert annað en Evrópubandalagið og tala um að smáþjóðir hafi svo mikil áhrif að íslandi beri að sækja um aðild, þó svo að yfir- ráð fiskimiða Islendinga yrðu auðvitað í Brussel, ásamt öðrum yfirráðum. Sem dæmi um „mikil“ áhrif smá- þjóða má nefna að Dani var formaður stjómarskrámefndar ESB og tillaga hans var sú að veiðar í Norðursjó yrðu minnkaðar um 50%. Spánveijar urðu óðir og neituðu að fallast á tillöguna. Sjálfur Jose Maria Asnar hringdi i Prodi og útkoman varð sú að Daninn, sem var formaður nefndarinnar, var rekinn. Danska stjómin mótmælti harkalega en án árangurs. Svona em „áhrif' smáþjóða. Nefni- lega engin. Vonandi er ykkur ljóst, ykkur sem haldið að ísland verði áhrifaríki innan ESB, að sllkt er borin von. Stóru ríkin ráða öllu og það mun verða þannig um ókomna framtíð. Ég skora á fyrrverandi alþýðubandalagsfólk innan Samfylking- arinnar að opna augun og láta ekki blekkjast um að með aðild séu gull og grænir skógar fram undan. Eða vita menn ekki að um 12 millljónir manna em atvinnulausar irrnan ESB? Og sam- eiginlegur vinnumarkaður þýddi að tug- þúsundir myndu streyma til íslands í leit að störfum og komast inn í trygg- ingakerfið. - Viljum við þetta, viljið þið þetta, samfylkingarfólk? Húmanísk innrás Garri er tækjafrík. Ef hann kemst inn í raf- tækjabúð þá reynist oft erfitt að ná honum þaðan út. Þess vegna keypti hann sér talstöðvaskanner þegar hann fór tii Bandaríkjanna i fyrrasumar. Hann vissi að slíkt tæki væri ólöglegt en lét sig það litlu skipta og kom honum því fyrir í vand- aðri Fiat Uno-bifreið sinni frá árinu 1988. Síðan hefur Garri getað fylgst með samtölum lögreglu- manna. Ekki hefur það haldið honum vakandi um nætur enda islenskir glæpamenn allt annað en hugmyndaríkir. Oftar en ekki hefur Garri því bara stillt yfir á Létt 96,7 sem miðað við lögreglu- rásina gæti talist rás ofbeldis og átaka. Alvöru aðgerö Garri var þvi nánast búinn að leggja tækinu þegar hann fyrir rælni kveikti á því um kafiileyt- ið síðasta miðvikudag. Tveir menn voru á tali. Hér að neðan fer hljóðrit af samtalsbrotunum. Hl: Halló, halló, er þetta H2? H2: Já já, Ástþór, þetta er Metúsalem héma. Hvemig hefurðu það? Er ekki bara friður? Hl: Æi, uss. Þú mátt ekki nota nöfnin okkar, H2. Við erum í alvöru aðgerð hérna. H2: Æi, fyrirgefðu. Hl: Vorum við ekki búnir að æfa þetta? H2, ha? H2: Jú jú. Og ég var búinn að biðja þig fyrir- gefningar. Búinn að bjóða hinn vangann. Hl: Ókei. Hver er staðsetning þín? H2: Ertu að tala við mig, Hl? Hl: Já, auðvitað! H2: Nei, þú sagðir ekki dulnefnið mitt, Hl. Ég vissi ekki alveg hvert þú varst að fara. Hl: Sorrí, H2. Hver er staðsetning þín, H2? Horfi ekki á ofbeldismyndir H2: Ég er héma, Hl. (H2 vinkar í H1 sem stend- ur 4 metra frá honum á bílastæði við Skipholt). Hl: Ekki vinka. Það gæti komist upp um okkur, H2. Þú ert ekki alveg að meika þetta kombat, er það? Sástu ekki Black Hawk Down? H2: Ég legg nú ekki í vana minn að horfa á of- beldismyndir, Hl. Hl: Christ! H2: Ertu að tala við mig, Hl? Hl: Skiptir engu, H2. Við skulum ráðast til inn- göngu í stúdíó Silfursins. We’re going for the red- haired dude. H2: Væri þér sama þótt þú slettir ekki svona mikið, Hl? Hl: Þegar ég segi þrír ráðumst við inn, H2. H2: Heldurðu að það sé opið, Hl? Hl: Opið? H2: Ja, það stendur héma að staðnum sé lokað klukkan 18. Verðum við ekki bara að koma aftur á morgun? Hl: Á morgun? Þá er þátturinn búinn! H2: Æi, það koma alltaf kosningar aftur, er það ekki? Við höfum þá önnur fjögur ár til að ná vopn- um okkar og finna sundskýlu í réttri stærð. Æi, við skulum bara koma seinna. (XtKfrl Leiðinleg Evróvisjónlög Friðrik Helgason skrifan Þessi síðasta Evróvisjónkeppni var átakanlega leið- inleg. Nú eru líka komin inn ný ríki, flest frá Austur-Evr- ópu, og þau eigin- lega valta yfir hin gamalkunnu. Mér fannst hins vegar franska lagið lang- best samið og flutt. Þetta var þó lag sem veitti manni svona Sandrine Franpoise söng fyrir Frakka Besta lagiö aö mati Friöriks. tónlistarfíling. Lögin frá Eistlandi og Litháen voru afar keimlíf og sungin á ensku. Furðulegt hve þessi ríki taka fljótt við töktunum að vestan á ailan hátt. En þetta skýrist við samanburð. Við þurfum ekki að fara langt - lítum í eigin barm. Sendum nú lag næst svo við þurfum ekki að sitja afskipt og ekkert að hlakka til í útsendingunni. Hagkaup á Eiðistorgi Eirikur Stefánsson hringdi: Ég fer mjög oft í Hagkaup á Eiðis- torgi. Þetta er ágæt verslun með fjöl- breytt úrval neysluvara - mætti þó bjóða tilbúna rétti, a.m.k. steikta heila og hálfa kjúklinga seinni hluta vikunn- ar. En það kemur kannski. Annað er: Það er orðið ansi hvimleitt hve margir „sölumenn" eru famir að taka sér stöðu - og setu - við inngang verslunarinnar og t.d. á fóstudagskvöldi, eins og t.d. þvi síðasta, verður varla þverfótað fýrir sölufólki. Það er að selja hitt og þetta, aðallega merki fyrir einhver samtök, íþróttasamtök, SÁÁ eða önnur. Allt góð málefiii en of mikið af öllu má þó gera og það er fremur óþægilegt að ganga fram hjá án þess að kaupa þótt maður hafi engin efni á því. Klámstöðin Sjónvarp Elsa Guðmundsdðttir skrifar Mér varð brugðið við að horfa á tvær af kvikmyndunum sem Sjónvarpið bauð okkur upp á sl. helgi. Ann- ars vegar var það myndin Ósiðlegt tilboð sl. fóstudagskvöld og fjallaði hún um auðkýfing sem bauð ungum hjónum í fjár- þröng háa fjár- hæð fyrir að sænga hjá konunni og var uppfull af samfarasenum af grófara tag- inu. Ekki beinlinis afþreying fyrir fjöl- skylduna. Hin var sl. sunnudagskvöld og var enn þá ógnvænlegri en sú fýrri því hún var kínversk og átti að gerast í menningarbyltingunni í Kína. Þar var hreinlega um raðsamfarir að ræða við unga stúlku. Hvemig dettur forráða- mönnum Sjónvarps að bjóða fólki slíkar myndr í skylduáskrift? Leggur t.d. út- varpsstjórinn sjálfur blessun sína yfir svona hroða? Eða þá útvarpsráð og menntamálaráðherra sem er æðsta valdið? Má ekki kæra þennan mslvam- ing til hans (líkt og skemmdar vörur í verslun)? Ég skora á alla sómakæra nauðungaráskrifendur Sjónvarpsins að láta í sér heyra um þá atlögu sem Sjón- varpið gerir nú ítrekað inn á heimili landsmanna. Ég fæ ekki annað séð en Ríkissjónvarpið sé að verða meinsemd í þjóðfélaginu sem vart verður flokkuð undir annað en eins konar klámrás. Og svo hneykslast fólk á súlustöðum sem enginn er þó nauðbeygður til að greiða aðgang að líkt og Sjónvarpið! Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24, 105 ReyHjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Skemmtun án skyldugjalds Og svo hneykslast fólk á súlustöðunum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.