Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 18
18 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 DV sbhpp" DV-MYNDIR HARI Annríki í eldhúsinu Sandra Ólafsdóttir setur rjóma á pönnukökurnar og Nanna Kristín Halldórsdóttir sker niöur sítrónur á laxinn. Eldað eftir myndum Ilmandi matarlykt mætir útsendurum DV er þeir koma inn á gang Öskjuhlíðarskóla. Nokkrir nemendur úr sérskóla i Berlín eru í heimsókn og heilmikil veisla í uppsiglingu. Þýsku gestimir eru samt ekki fríir frá matargerðinni og girnileg grænmetissúpa kraumar í pottunum hjá þeim. íslensk ungmenni eru í öðru eld- húsi, þar er það pönnukökulykt sem lokkar. Búið er líka að krydda lax sem liggur og bíður steikingar og lit- skrúðugt grænmeti er skorið niður í salat. Pönnukök- umar eiga að vera í eftirrétt. Þessir tveir skólar, ásamt þeim þriðja frá Karlskoga í Svíþjóð, hafa að undanfómu unnið að gerð matreiðslu- bókar sem að mestu byggist á myndum. Uppskriftirnar eru einfaldar og hver þjóð er með sitt eigið efni svo út- koman er fjölbreytileg. íslensku bömin kynna til dæm- is lambakjöt, lax og pönnukökur með rjóma. Matthías Múller heldur utan um verkefnið i heild. Hann er þýsk- ur en talar ágæta íslensku eftir að hafa búið hér á landi um tveggja ára skeið. Hann segir verkefnið vera á veg- um EB og í því sé lögð áhersla á böm með sérþarfir. „Þrátt fyrir fötlun eiga þessir krakkar að finna að þau geta lagt ýmislegt af mörkum og haft áhrif út fyrir sitt nánasta umhverfi. Matreiðslubókin er gott dæmi um það og þau kynni sem af henni skapast," segir hann. Hann segir þetta aðeins eitt verkefni af mörgum sam- bærilegum innan EB. í öllum taki þátt þrír skólar í Þýski hópurinn Þau Marcel, Daria, Christopher, Stefan, Benedikt og Sven hjálpast aö viö súpugeröina. Verkefnisstjórinn Matthías fylgist með. Hollt Og gott Edda Sighvatsdóttir kann aö búa til salat. þremur löndum. „Yflrskrift verkefnisins í heild túlkar best hver tilgangurinn er en það heitir Fjölbreytni í Evrópu, hagur allra." Hann býst við að matreiðslubók- in verði í byrjun bara notuö í þessum þremur skólum sem hafa lagt til efnið en hún verði líka til á tölvudisk- um og síðar aðgengileg á Netinu. -Gun. Sendiherrafrúin mætti í matinn Kátt var í kring um þýsku sendiherrafrúna Ursulu Dane er hún kom í Öskjuhlíöarskólann. Sigurrós Stefánsdóttir sýnir í Café Nilsen: Vísar til fólks- ins í landinu Sigurrós Stefánsdóttir myndlist- arkona sýnir þessa dagana í elsta húsi EgUsstaða, Café Nilsen. Á sýningunni eru myndir sem unn- ar eru með blandaðri tækni og einnig oliupastelmyndir. Þær vísa tU fólksins í landinu, flgúrutífar með ahstrakt ívafi. AUar eru þær unnar á þessu ári og eru til sölu. Sigurrós er búsett í Kópavogi og hefur sett upp sýningar á hverju ári frá því hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 1997. Þessi sýning stendur tU 15. júní. Listakonan Sigurrós innan um myndirnar sínar. Bíófréttir Kvikmyndir í Bandaríkjunum: Star Wars á hörkusiglingu Helgin sem nú er FTfflip að líða er mikil bíó- L|j| helgi vestanhafs, P svoköUuð Memorial Lgági Day helgin en frí var um allt land í gær I sem gaf landanum I tækifæri á einum I bíódeginum til. Og I Kaninn lét ekki á sér I standa. Star Wars: Episode I II og Spidermun eru I enn þá jafn hrikalega vinsælar og í næstu I þremur sætum konui I myndir sem allar HBKfln— voru frumsýndar um helgina við góðar móttökur. Þar fer fremst í flokki Insomnia eftir Cristopher Nolan, þann er gerði hina eftirminnUegu Memento og skartar þremur óskarsverðlauna- stjörnum í aðalhlutverkum, þeim A1 Pacino, Robin WUliams og HUlary Swank. Næstu myndir á eftir eru DreamWorks, teiknimynd, og mynd sem skartar Jennifer Lopez í aðal- hlutverki. Star Wars heldur áfram að gera það gott og komst um helgina yflr 200 miUjóna doUara linuna. Hún skákar þó ekki Spiderman, sem komst í 300 mUljónimar á aðeins 22 dögum og bætti þar með met Star Wars: Episode I um heUa 6 daga. Hún er nú þegar orðin 6. tekjuhæsta mynd aUra tíma og ef spár rætast gæti hún orðið sú þriðja í röðinni, aðeins á eftir Titanic og uppruna- legu Star Wars-myndinni. HELGIN 24.-27. MAI ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆT1 FYRRI VIKA TIHLL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍOSALA O 1 Star Wars: Episode II 61.200 202.506 3161 o 2 Spider-Man 36.500 334.300 3876 © - Insomnia 26.160 26.160 2610 o - Spirit: Stallion of the Cimarron 23.050 23.050 3317 © - Enough 17.500 17.500 2623 © 4 About a Boy 10.000 21.900 1749 © 3 Unfaithful 7.705 41.147 2401 © 5 The New Guy 5.500 24.500 2374 © 6 Changing Lanes 2.000 64.500 1258 © 7 The Scorpion King 1.863 87.900 1527 e 10 My Big Fat Greek Wedding 1.562 7.615 260 e 8 The Rookie 913 71.908 836 e 14 Y Tu Mama Tambien 637 11.144 214 e 9 Murder by Numbers 507 31.450 752 e 16 Monsoon Wedding 466 11.111 193 Vinsælustu myndböndin: Enn Harry Potter Aðra vikuna í röð trónir Harry nokkur Potter á toppi vinsældalista myndband- anna sem hvUa á hiUum myndbandaleigna landsins og ekki er útlit fyrir að hann færi sig neitt um set, í það minnsta ekki í bráð. í öðru sæti er hinn mis- heppnaði Corky Romano sem vekur þó greinUega kátinu íslendinga enda harla óvenjulegt að mynd- bönd klifri upp listann þegar svona ofarlega er komið. Efsta nýja mynd- bandið á listanum er stjömum prýdda myndin Bandits með þeim Bruce WUlis, Cate Blanchett og BUly Bob Thomton í aðalhlutverkum. Myndin segir frá tveimur fóngum sem strjúka úr fangelsi og þar sem þeir eru á flótta og era peninga- þurfl ákveða þeir að ræna banka með aU- sérstökum hætti sem gæti þó reynst árang- ursrikur. Á för sinni komast þeir í kynni við húsmóður eina sem gæti komið upp á miUi félaganna tveggja. Ekki langt undan á listanum er drauga- hrædd Nicole Kid- man og drakkinn Jackie Chan. Stillt tii friðar Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton í Bandits VIKAN 20. MAI-26. MAI FYRRI VIKUR SÆTl VIKA TITILL (DREIRNGARAÐIU) Á LISTA O 1 Harry Potter (sam myndbönd) 2 © 3 Corky Romano (sam myndbönd) 2 © - Bandits (skífan) 1 © 2 The Others (bergvIk) 6 © 7 Legend of the Drunken Master (sam m.) 3 © 5 Evil Woman (skífan) 9 o 4 The One (myndformj 5 © 6 3000 Miles to Graceland isam myndböndi 4 © 8 Gemsar (skífan) 5 e 12 The Score (sam myndböndi 2 e - Out Cold (MYNDF0RM) 1 e 9 The Pledge (sam myndbönd) 4 © 11 Good Advice (myndform) 9 © - Enigma (sam myndbönd) 1 © 10 Legally Blond iskífan) 11 © 14 Caveman's Valentine (myndform) 2 © 13 Kiss of the Dragon (Sam myndbönd) 7 © 15 Ghosts of Mars iskífan) 3 © ai Jalla! Jalla! (göðar stundir) 4 18 Moulin Rouge (ski'fan) 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.