Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Síða 6
6 ÞRIDJTJDAGUR 4. JÚNÍ 2002 I>V Fréttir Kristján Þór. Meirihluti B- og D-lista: Vilja eigin ráðgjafarstofu um fjármál £íýr málefna- samningur meiri- hluta framsókn- armanna og sjálf- stæðismanna hef- ur verið sam- þykktur á Akim- eyri. í málefna- samningnum er m.a. kveðið á um að stofnuð verði ráðgjafarmiðstöð um fjármál heimilanna á Akureyri auk þess sem nýi meirihlutinn hyggst beita sér fyrir auknu íbúa- lýðræði. Þannig verði haldið íbúa- þing Akureyrar og reynt að fá fram sjónarmið ibúanna um framtíðar- stefnumótun Akureyrar. Jafnhliða verði unniö áfram að stofnun hverfafélaga í öllum hverfum bæjar- ins og vefsíða Akureyrarbæjar nýtt svo íbúar geti komið skoðunum sín- um á framfæri og fengið svör við spumingum sem á þeim brenna. Málefnasamningurinn var borinn upp hjá flokkunum um helgina og samþykktur samhljóða hjá báðum aðilum. Fyrir liggur að Kristján Þór Júlíusson verður áfram bæjarstjóri og Jakob Björnsson, B-lista, formað- ur bæjarráðs. Forseti bæjarstjómar verður af D-lista en skipun í nefnd- ir og ráð á vegum bæjarins verður ekki tilkynnt fyrr en á næsta bæjar- stjómarfundi, 11. júni nk. Skv. heimildum DV fá framsókn- armenn forræði yfir félagsmálunum en sjálfstæðismenn framkvæmda- umsýslu. -BÞ Samfylkingin á NA: Slagur fram undan Oktavía Jóhannesdóttir, leiðtogi Samfylkingarinnar á Akureyri, seg- ir að félag Samfylkingarinnar á Ak- ureyri útOoki ekki þátttöku í alþingiskosn- ingaslagnum næsta ár. „Það er ómögulegt að svara þvf en við efstu menn list- ans ætlum að minnsta kosti að stuðla að því að flokkurinn fái góðan framgang hér í alþingiskosn- ingunum," sagði Oktavía í samtali við DV í gær. Fyrir er Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyr- ir Norðurland eystra, en með kjör- dæmabreytingunni næsta ár bætast tveir þingmenn við úr nágranna- kjördæmunum í slaginn. Kristján Möller kemur frá Siglufirði inn í nýtt kjördæmi og Einar Már Sig- urðarson frá Neskaupstað. „Þetta verður hörkuslagur og það er ákveðin krafa um að Akureyringar fái inn þingmann," sagði einn odda- maður Samfylkingarinnar í samtali við DV. Fjöldi kjósenda Samfylkingarinn- ar strikaði nafn Oktavíu út af kjör- seðli í kosningunum um síðustu helgi og segist Oktavía hafa sinar skýringar á því. Hins vegar vilji hún ekki tjá sig opinberlega um það mál að svo stöddu. -BÞ Hvalamiðstöðin opnuð Hvalamiðstöðin á Húsavík verður opnuð með formlegum hætti laugardag- inn 15. júní nk. Von er á ýmsum ráða- mönnum að sögn forstöðumanns s.s. menntamálaráðherra og forseta Alþing- is. Þá hefur sendiherrum Bretlands og Japans verið boðið að koma og hefur forstöðumaður spendýradeildar breska náttúrufræðisafnsins í London þegið boð Húsvíkinga. Flestir þingmenn kjör- dæmisins eru einnig væntanlegir og verður því mikið um dýrðir, að sögn Ás- bjöms Björgvinssonar, forstöðumanns Hvalamiðstöðvarinnar. -BÞ 50 ára fyrirtæki skiptir um eigendur: íslensk Amer- íska kaupir ORA - áfram rekiö af fyrri eigendum Hið þekkta matvælafyrirtæki ORA, sem framleitt hefur ýmsar niðursoðnar vörur, svo sem Lúxus síld, grænar baunir og fleira, hefur skipt um eigendur. Fyrirtækið er 50 ára á þessu ári en kaupandi er íslensk Ameríska verslunarfélagið hf. Egill Ágústsson, framkvæmda- stjóri íslensk Ameríska, staðfesti þetta í samtali við DV í morgun. „Þetta er öll starfsemin með hurð- um og körmum sem við erum nú búnir að kaupa og höfum við feng- ið öll hlutabréfm afhent. Fyrirtæk- ið verður rekið áfrarn meö óbreyttu sniði af fyrri eigendum til að byrja með. Það eru fjórar fjöl- skyldur sem áttu þetta, allt fullorð- ið fólk sem er afkomendur stofn- endanna. Við höfum tröllatrú á þessu fyr- irtæki. Þama er mjög gott starfs- fólk og það framleiðir góðar vörur sem fara inn á hvert einasta heim- ili á íslandi," sagði Egill Ágústs- son. Hann sagði kaupverðið ekki gefið upp, enda algjört trúnaðar- mál. Útflutningur er veigamikill þátt- ur í rekstri fyrirtæksins. Hefur Ora aukið umsvif sín á erlendum mörkuðum umtalsvert á undan- fomum 10-15 árum. Helstu fram- leiðsluvörur fyrirtækisins til út- flutnings eru hrogn og hrognaaf- urðir, kavíar, fiskbollur, fiskisúp- ur, síldarafurðir og lax- og skelfisk- sósur. Helstu markaðir fyrirtækisins utan íslands em í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Englandi, Frakk- landi, Belgíu, Þýskalandi, Austur- ríki, Spáni, Ítalíu, Póllandi, Banda- ríkjunum, Kína og Ástralíu. Ora var stofnað árið 1952 af Tryggva Jónssyni, Amljóti Guð- mundssyni og Magnúsi J. Brynj- ólfssyni sem nú eru allir látnir. Fyrirtækið á 50 ára afmæli á þessu ári og höfðu stofnendur það aö markmiði að bjóða íslenskum markaði upp á hágæða niðursuðu- vörur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 45 starfsmenn og umboðsaðilar eru um allt land. Framleiðsluvör- urnar eru nú um 150 talsins og framkvæmdastjóri er Magnús Tryggvason. -HKr. Úrslit á íslandsmótinu í fitness í uppnámi: Hraustir menn á lyfjum „Þetta er viðvörun til þeirra sem standa að þessari íþrótt," segir Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, um niðurstöðu lyflaprófunar á íslandsmótinu í hreysti, eða fitness, sem haldið var á Akureyri í lok mars. Efstu keppendur í hverjum flokki undirgengust lyfjapróf og varð niður- staðan sú að tveir í karlaflokki og ein kona mældust með jákvæð sýni og þar með á ólöglegum lyfjum. Vegna þessa ríkir óvissa um úrslitin á mót- inu. Ellert segir það áhyggjuefni þegar fólk sé að taka inn stera eða önnur lyf í því skyni að bæta árangur sinn í keppni. „Því miður er sterum og fæðubótar- efnum sem innihalda ólögleg efni stöðugt haldið að fólki. Aðstandendur mótsins óskuðu sjálfir eftir lyfiapróf- un. Þeir vilja greinilega hafa hlutina í lagi sem er góðra gjalda vert,“ segir Ellert. Hann segir að komi til þess að for- svarsmenn Fitness-greinarinnar sæki um aðild að ÍSÍ þá verði eflaust tekið vel á móti þeim. „En þeir verða að lúta ströngu eft- irliti okkar og þeim reglum og skyld- um sem gilda innan lSÍ,“ segir Ellert. Auk þeirra sem leggja stund á fit- ness eru kraftlyftingamenn utan lög- sögu ÍSÍ og þar með ekki háðir lyfja- eftirliti. -rt DV-MYND NJORÐUR HELGASON Frækið hús á ferð Skátaheimiliö úr Hafnarfiröi áöi á Hellu. Heimamenn töldu aö nýr meirihluti í sveitarstjörn heföi brugöist svona snöggt viö og komiö upp ráöhúsi. Reyndin var aö framsóknarmaöur úr Hafnarfiröi var þar á ferö meö húsiö sitt. Skátaheimilið verður bæði hótel og heilsulind - segir Þorsteinn Njálsson læknir Það vakti athygli vegfarenda sem um Suðurland fóru um helgina, þetta gamla hús sem dregið var af stórum dráttarbíl um héruðin. Þama var á ferðinni gamla skátaheimiliö í Hafn- arfirði, sem Þorsteinn Njálsson, lækn- ir og fyrrverandi bæjarfulltrúi úr Hafnarfirði, er að flytja austur undir Eyjafjöll. Húsið kom að Lambafelli undir A-Eyjafjöllum í gærmorgun. Ferðin þangað austur tók 3 nætur. Það var flutt yfir Ölfusá um Óseyra- brú, farið upp Skeið og Gnúpverja- hrepp, yfir Þjórsá við Vatnsfell og nið- ur Landveg. „Fyrst og fremst er ég með þessu að bjarga húsinu, það er að verða 100 ára gamalt, var byggt árið 1903 af Ágústi Flygenring og í því var rekin til margra ára Edinborgarverslun sem tengdist Edinborgarútgerð í Hafnar- firði," sagði Þorsteinn Njálsson. Hús- ið mun strax í næstu viku fá nýtt hlut- verk undir Eyjafjöllum, því Þorsteinn mun opna í því gistiheimili með 6 tveggja manna herbergjum og svefii- pokaplássi í sal, undir nafninu Hótel Edinborg „Draumur minn hefur lengi verið að geta blandað saman hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum og vinna við það hér fyrir austan. Ég vonast einnig til að lögum um heimil- islækna verði breytt þannig að við getum unnið sjálfstætt, án þess að vera tengd heilsugæslustöðvum," sagði Þorsteinn. í haust áætlar hann að byija með námskeið í hótelinu. „Ég mun taka á móti fólki með heilsufars- vandamál, fólki með líkamleg og and- leg vandamál. Fólk er farið að viður- kenna að heilsan; líkamleg, andleg og sálræn, er mikils virði og öllum er nauðsynlegt að hlúa sem best að henni,“ sagði Þorsteinn Njálsson á Lambafelli í gærkvöld. -NH 'iijJ sjíiyatiijj REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.38 23.23 Sólarupprás á morgun 03.13 02.59 Síðdegisflóð 13.54 18.37 Árdegisflóð á morgun 03.19 07.52 Veöriö í kvöli Léttskýjað um land allt Hæg norðaustlæg átt, austlægari í nótt. Skýjað með austurströndinni í dag en annars yfirleitt léttskýjað. Hætt við þokubökkum við sjóinn norðan til, einkum í nótt. Hiti 6 til 20 stig, hlýjast sunnanlands. mm Éjj fipfrjf'Ui Suðlægar áttir Snýst i suðlæga átt á morgun, fyrst vestan til. Síðdegis á morgun þykknar upp sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 21 stig. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur ^3 d HHi 8° Hití 8° Hiti 6° tíl 38° til 20° til 17° Víndun 8-13 m/s Vindur: 5-10 "V* Víndur: 5-10 "V* Suölægátt, skýjaö og dátftil rigning SV- og V-lands. Annars skýjaö meö köflum. Áfram suttæg átt og skýjaö meö köflum. Hægari vlndur, elnkum N-lands. Hæg suölæg átt og rigning meö kóflum en þurrt NA- og A-lands. 3 t t m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviörí 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI léttskýjað 4 BERGSSTAÐiR heiöskírt 6 BOLUNGARVÍK þokumóða 4 EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 9 KEFLAVÍK heiðskírt 9 RAUFARHÖFN þokumóöa 3 REYKJAVÍK heiöskírt 7 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 8 BERGEN skýjað 18 HELSINKI skýjað 16 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 16 ÓSLÓ hálfskýjaö 18 STOKKHÓLMUR 20 ÞÓRSHÖFN súld 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 19 ALGARVE skýjað 16 AMSTERDAM skýjaö 14 BARCELONA alskýjaö 18 BERLÍN skýjaö 17 CHICAGO þokumóöa 17 DUBUN hálfskýjaö 10 HAUFAX skýjaö 9 FRANKFURT skýjaö 17 HAMBORG rigning 17 JAN MAYEN þoka 1 LONDON rigning 10 LÚXEMBORG alskýjaö 14 MALLORCA léttskýjaö 18 MONTREAL heiöskirt 8 NARSSARSSUAQ rigning 12 NEWYORK alskýjaö 12 ORLANDO alskýjaö 26 PARÍS skýjaö 16 VÍN skýjað 16 WASHINGTON alskýjaö 19 WINNIPEG heiöskírt 11 Ia;7.ViJ tliút-ii1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.