Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Qupperneq 16
16
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Bjórn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreífing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Höfuð í sandi
Vinstri vængurinn í landsmálapólitikinni á íslandi er
brotinn. Þaö sýnir nýjasta könnun DV. Hún staðfestir enn
og aftur að vinstri öflin bíta ekki á stjórnarflokkunum.
Vinstri grænir mælast vissulega enn þá ofan kjörfylgis, en
fylgisþróun þeirra á siðustu mánuðum hlýtur samt að
vera forvígismönnum flokksins mikið áhyggjuefni. Sýnu
verri er staða Samfylkingarinnar. Að visu tekur formaður
flokksins lítið mark á skoðanakönnunum DV. Hann telur
einfaldlega að þær mæli flokkinn ákaflega illa.
Viðbrögð formannsins eru einkar athyglisverð. Hann
kýs að gera lítið úr könnun blaðsins og telur sig geta talað
þar af reynslu. Orðrétt segir formaðurinn í DV í gær:
„Reynslan sýnir að Samfylkingin hefur mikla meira fylgi
en kannanir DV sýna.“ Það var og. Og þar með er væntan-
lega ljóst að kannanir blaðsins á fylgi eins af helstu stjórn-
málaflokkum landsins hafa sýnt hreina og klára vitleysu í
árafjöld. Einu gildir þó sömu kannanir komist gjarna næst
úrslitum í kosningum. Þær eru samt vitlausar!
Það getur verið þægilegt að stinga höfðinu i sandinn.
Formaður Samfylkingarinnar stakk reyndar höfðinu upp
þegar talið var upp úr kjörkössunum i nýliðnum mánuði,
enda var árangur flokksins með ágætum víða í bæjum og
borg - og reyndar glæsilegur á stöku stað. Það breytir
ekki þeirri staðreynd að Samfylkingin hefur ekki náð að
festa sig í sessi þau þrjú ár sem hún hefur starfað í lands-
málum. Það sýna nær allar kannanir DV sem formaður
Samfylkingarinnar tekur litið mark á.
Miklar væntingar voru gerðar til Samfylkingarinnar i
aðdraganda kosninganna 1999. Þá var hugur í jafnaðar-
mönnum, enda virtist stór hluti þjóðarinnar vera á bandi
þess nýja flokks sem verið var að stofna. Könnun DV sem
birtist 18. mars, hálfum öðrum mánuði fyrir þingkosning-
ar, gaf til kynna að góður þriðjungur kjósenda myndi
gjalda Samfylkingunni atkvæði sitt þá um vorið. Þessi
könnun gaf mikil fyrirheit. En vafalítið var hún jafn vit-
laus og aðrar mælingar DV á sama flokki.
Það kom enda á daginn að Samfylkingin fékk tíu pró-
sentum minna fylgi í vorkosningunum 1999 en flokknum
hafði verið spáð i mars það sama ár. Svo virðist sem kosn-
ingabarátta flokksins siðustu vikurnar fyrir kjördag hafi
mistekist. Kannanir DV siðustu daga fyrir kjördaginn
sýndu það svart á hvitu að byrinn frá því í mars hafð snú-
ist í mótvind. Þrjár siðustu kannanir blaðsins fyrir kjör-
dag sýndu að rétt rífur fjórðungur kjósenda myndi kjósa
Samfylkinguna. Og það gekk algerlega eftir.
Fylgismælingar á Samfylkingunni frá síðustu alþingis-
kosningum sýna miklar sveiflur. Þær sýna öðru fremur að
línan hefur legið niður á við frá því flokkurinn mældist
með meira en 35 prósenta fylgi í mars 1999. Aðeins einu
sinni hefur flokkurinn mælst ofan kjörfylgis í þeim þrett-
án könnunum sem DV hefur gert á fylgi flokkanna frá síð-
ustu þingkosningum en það var i janúar á síðasta ári þeg-
ar flokkurinn mældist með 27 prósenta fylgi. En ef til vill
var það jafn röng mæling og hver önnur.
Samfylkingin hefur haft þrjú ár til að sanna sig í ís-
lenskri pólitik. Á þeim tima hefur stuðningur við þessa
stjórnmálahreyfingu verið frá 13,5 prósentum og upp í
kjörfylgi hennar. Á þessum þremur árum hefur fylgi Sam-
fylkingarinnar að jafnaði mælst vera innan við fimmtung,
eða sem nemur 18,5 prósentum. Flokkurinn mælist því
þráfaldlega vera hálfdrættingur á við það sem hann vildi
verða. Samfylkingarfólk hlýtur að spyrja hvað sé að.
Nema það hugsi eins og formaðurinn.
Sigmundur Ernir
___________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
DV Skoðun
Vetrarvertíðin nærri horfna
Samkvæmt fornri venju
hófst vetrarvertíð hinn 4.
febrúar ár hvert og iauk
hinn 11. maí. Vetrarvertíð
markaði ákveðin tímamót
vegna þess að hún var
einn helsti uppgripatími
ársins í strandbyggðum
sunnanlands og vestan
alit frá Hornafirði, ef ekki
enn austar, og vestur til
Súðavíkur.
Fyrir tiltölulega fáum árum kom
stór hluti botníiskafla íslendinga á
land á vetrarvertíð sem bátafiskur,
veiddur að mestu í net, á línu, færi
eða í botnvörpu. Veiðar i dragnót
voru almennt ekki stundaðar fyrr
en komið var fram á sumar. Stærri
bátarnir hófu humarveiðar og þeir
minni rækjuveiðar áður en vetrar-
vertíð lauk. I lok vetrarvertiðar
verður nokkur breyting á veiðar-
færanotkun bátaflotans - lína og
net eru tekin upp og hafnar veiðar
i botnvörpu og reknet í ríkari
mæli, auk þess sem humarveiðar
aukast, en eins og við er að búast er
ávallt töluverður botnfiskafli með-
afli humars.
Það var síðan ekki fyrr en kom
fram á haust að bátar sem höfðu
stundað netaveiðar á vetranærtíð
og skipt yfir í botnvörpu yfir sum-
arið hófu aftur veiðar í net. Hið
venjubundna vertiðarmynstur
bátaflotans heflr því verið marg-
breytilegt; ráðist af aðstæðum og
hefð hverju sinni. Óljóst er þó
hvort alltaf hafi náðst hámarks-
afrakstur miðað við veiðarfæra-
notkun sem getur hafa stafað af
breytilegum umhverfisþáttum frá
ári til árs. Þannig gat netaveiði ver-
ið dræm eitt árið þótt vel hafi
veiðst á línu og öfugt. Kannanir
hafa þó sýnt að einstök ár hefði
einsleitt veiðarfæramynstur hentað
bátaflotanum best, eða einstökum
stærðarflokkum báta. Afkoma
stóru bátanna sem stunduðu neta-
veiðar gat verið betri en báta sömu
stærðar sem reru með línu á með-
an hið þveröfuga átti við um minni
skip. Þegar kom fram á sumarver-
tíð var hugsanlegt að þeir bátar
sem stunduðu almennar botnfisk-
veiðar ættu að halda sig við
vörpuna, að undanskildum þeim
allra minnstu sem höfðu tekið upp
netin. Hagur þeirra væri best
tryggður með veiðum á línu. Að
hausti gat sú staða komið upp að
fyrir alla flokka báta væri línan
hagkvæmasti kosturinn nema fyrir
þá er hugðu á síldveiðar. Skyldu
þeir veiða í dragnót. Reknetum ætti
helst ekki að dýfa í sjó.
Öldin önnur
Nú er öldin önnur þar sem afli
báta hefir minnkað verulega frá því
sem áður var og er kvótabundinn
að auki. Forsendur eru því allt aðr-
ar en við skilyrði frjálsra veiða.
Vart fer fram hjá nokkrum að flsk-
veiðar íslendinga eru komnar að
krossgötum. Tölur um aflamark,
stofnstærð botnfiska, aldursdreif-
ingu afla og dánarstuðla segja sína
sögu. Á einhvem hátt verður að
bregðast við minnkandi afrakstri
mikilvægustu fiskstofna okkar.
Hinn mikli arður sem íslensk fiski-
mið geta gefið af sér hefir á óskilj-
anlegan hátt glutrast niður. Vart er
við neinn einn að sakast. Eflaust á
brottkast hlut að máli, veiðar á
loðnu annan hlut og kostnaður við
kvótakaup hinn þriðja. Deilt er um
þátt hvala og vistvænar veiðar.
Afdrifaríkasta atriðið gæti þó
verið það að ákveðið veiðimynstur
henti best við botnfiskveiðar. Það
er að afla hlutfallslega mest á vetr-
arvertíð sunnan lands og vestan
með bátaflota, þó að teknu tilliti til
dreifingar hráefnis til vinnslu í
landi, að svo miklu leyti sem hún
er enn fyrir hendi því víða er
vinnsla sjávarafurða vart nema
svipur hjá sjón. Mjög hefir hallað
undan fæti fyrir henni á suðvestur-
homi landsins. Á höfuðborgar-
svæðinu var t.d. töluverð land-
vinnsla til ekki mjög langs tíma en
nú hafa vinnslustöðvar horfið af
sjónarsviðinu eða þeim verið
breytt. Þar sem áður var frystihús
Júpíters og Marz á Kirkjusandi eru
nú höfuðstöðvar íslandsbanka.
„Á einhvern hátt verður að bregðast við minnkandi afrakstri mikilvægustu fisk-
stofna okkar. Hinn mikli arður sem íslensk fiskimið geta gefið af sér hefir á
óskiljanlegan hátt glutrast niður. “
Sandkorn
Forseti án
öryggisvarða
Þegar Helgi Tómasson ballett-
meistari var gerður að heiðurspró-
fessor við
Juilliard-
háskól-
ann í
New
York á
dögunum
mætti
Ólafur
Ragnar
Gríms-
son, for-
seti ís-
lands, til
að vera við athöfnina. Mikil tauga-
veiklun greip um sig þegar forset-
inn kom inn af götunni ásamt Dor-
rit Moussaieff, heitkonu sinni.
Fjöldi starfsmanna skólans annað-
ist undirbúning og framkvæmd at-
hafnarinnar og margir þeirra supu
hveljur þegar forsetinn dúkkaði
upp. Þeir hafa af því reynslu að
taka á móti bandarískum þing-
mönnum sem ráðherrum og erlend-
um stórmennum og þá þarf að við-
hafa stranga öryggisgæslu og ráð-
stafanir. En Ólafur Ragnar dúkkaði
bara upp án öryggisvarða. Hann
var settur í heiðursstúku en sjá
mátti fóla upplýsingafulltrúa á
stjákli í kring...
Jón Baldvin
í firamboð?
Vaxandi líkur eru taldar á því að
Jón Bald-
vin
Hanni-
balsson,
sendi-
herra ís-
lands í
Banda-
ríkjunum,
leggi í
kosninga-
slag fyrir
næstu
þingkosn-
ingar. Innan Samfylkingar eru há-
værar raddir um að Össur Skarp-
héðinsson formaður fylgi eftir nið-
urstöðu þingkosninganna og stilli
upp stórskotaliði fyrir kosningar.
Jón Baldvin fari í Reykjaneskjör-
dæmi en Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri og Össur svili
hennar verði hvort sínum megin í
Reykjavík. Innan úr Samfylkingu
heyrist að Jón Baldvin sé alls ekki
neikvæður en borgarstjóri spyrni
nokkuð við fótum í sigurvímunni
að afloknum kosningiun ...
Alvöruvöllur
KR-ingar eru stoltir af knatt-
spymuvelli sínum i vesturbænum
sem kemur iðjagrænn undan vetri.
Stúkan í austri er til vitnis um stór-
hug röndóttra og öll umgjörð á
leikjum félagsins í efstu deild karla
og kvenna er með miklum glæsi-
brag. Fjöldi starfsmanna kemur að
hverjum leik,
þar á meðal
gæslumenn
sem þykja
taka starfa
sinn alvar-
lega, jafnvel
full alvar-
lega. Þannig
voru ljósmyndarar dagblaðanna
reknir btut af vellinum á sunnu-
dagskvöld þegar þar áttust við KR-
ingar og KA-menn. Þetta vakti at-
hygli, enda alþekkt sjón að sjá ljós-
myndara vappa eftir endalínunni
til að fanga þar augnablik leiksins.
Nei, ekki á KR-vellinum. Þar mega
ljósmyndarar dúsa uppi í stúku.
Þeir segjast hvergi í heiminum
hafa kynnst strangari öryggisregl-
um, jafnvel ekki á HM ...