Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Page 20
20 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_____________________ Jón Kristlnsson, Hásteinsvegi 26, Stokkseyri. 85 ára________________ Elín Guðmundsdóttir, Ánahlíð 2, Borgarnesi. Gróa Guðmundsdóttir, Álftártungu, Borgarnesi. 80 ára_________________________ Helga Stefánsdóttir, Miðgarði 2, Egilsstöðum. Jón G. Hermanníusson, Efstahjalla 25, Kópavogi. Ólafur Pétur Jensen, Hæðargarði 29, Reykjavík. 75ára_________________________ Anna Guðrún Guðmundsdóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Jóhann Gunnar Guðmundsson, Snorrabraut 52, Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttlr, Borgarholtsbraut 47, Kópavogi. Þormóður Helgason, Karfavogi 40, Reykjavík. Þórdís Sigurðardóttir, Álfhólsvegi 26a, Kópavogi. 70 ára________________________ Gunnar Jónsson, Hrísateigi 39, Reykjavík. Hulda Jóhannsdóttir, Núpalind 6, Kópavogi. 60 ára________________________ Helga Benediktsdóttir, Jökulhæð 2, Garðabæ. Öm Ásgeirsson, Fannarfelli 8, Reykjavík. 50 ára________________________ Anna BJömsson, Blátúni 1, Bessastaöahreppi. Gyða Guðmundsdóttir, Baröaströnd 51, Seltjarnarnesi. Heiðar Karl Ólafsson, Skarðshlíö 36b, Akureyri. Margrét Anna Pálmadóttir, Skipasundi 58, Reykjavík. Rögnvaldur Jónsson, Norðurtúni 17, Siglufirði. Sara Hafsteinsdóttir, Látraströnd 8, Seltjarnarnesi. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, Álfatúni 27, Kópavogi. Sigurður Kristján Runólfsson, Mosabarði 12, Hafnarfiröi. Úlrik Ólason, Hrauntungu 56, Kópavogi. 40ára_____________________________ Peter Máté, píanóleikari, Skólagerði 7, Kópavogi. Eiginkona hans er Lenka Mátéová Uhlírová, organisti og kórstjóri. Anna Lísa Guðmundsdóttlr, Hraunbæ 132, Reykjavík. Anna Sigríður Magnúsdóttir, Ljósulind 10, Kópavogi. Bjarney Aðalhelður Pálsdóttir, Logafold 28, Reykjavík. Einar Vilhjálmur Hálfdánarson, Hólsgötu 7, Neskaupstaö. Jóhanna Magnea Þórisdóttir, Stigahlíð 36, Reykjavík. Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Stapasíðu 17a, Akureyri. Smáauglýsingar 550 5000 Andlát Lars Erlc Hallbeck tæknifræðingur, Skipasundi 74, Reykjavík, lést á heimili sínu miövikud. 29.5. Ólafur S. Ólafsson kennari, Miðleiti 5, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi miövikud. 29.5. Kristín Ó. Sigurðardóttir, Grýtubakka 32, Reykjavík, lést að kvöldi fimmtud. 16.5. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elísabet Jónsdóttir, Laufásvegi 61, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sól- túni föstud. 10.5. sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðlaug G. Guðlaugsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Efstalandi 10, lést á Hrafnistu fimmtud. 30.5. Bergþóra (Lóa) Valdimarsdóttir, Sól- heimum 27, Reykjavík, lést á Landspít- ala Hringbraut fimmtud. 30.5. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 DV Níræður Sigurgestur Guðjónsson bifvélavirkjameistari í Kópavogi Sigurgestur Guðjónsson, meistari í bifvélavirkjun,’ Vogatungu 33, Kópavogi, verður níræður á morgun. Starfsferill Sigurgestur fæddist á Stokkseyri og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs er hann flutti á Grímsstaðaholtið í Reykjavík. Eftir almenn störf á unglings- árum réð Sigurgestur sig á bifreiða- verkstæði Jóhanns Ólafssonar & Co að Hverfisgötu 18 haustið 1929. Jóhann hafði þá umboð fyrir bíla frá General Motors (Chevrolet og fleiri tegundir). Þar vann Sigur- gestur samfleytt til 1956, í 27 ár, síðari árin sem verkstjóri. Eftir það vann hann við uppherslu og stUlingar nýrra bíla hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum um árabil og ók jafnhliða á Sendibílastöðinni hf. Á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda var Sigurgestur einatt kallaður til sem dómkvaddur matsmaður og meðdómsmaður í Borgardómi Reykjavíkur í málum sem vörðuðu bifreiðir. Var það drjúgur starfi þar sem sérþekking hans og áralöng reynsla nýttist vel. Árið 1965 hóf hann jafnframt að meta bifreiðatjón fyrir Bruna- bótafélag íslands hf., í litlum mæli framan af, en er leið á áttunda áratuginn og á þeim níunda var það aðalstarf hans, síðustu árin fyrir Vátryggingafélag íslands hf. Því sinnti hann þar til hann hætti fostum störfum snemma árs 1990 eftir að hafa starfað við bíla með einum eða öðrum hætti í full sextíu ár. Sigurgestur var rúmlega tví- tugur, 1935, er þeir menn sem unnu að bílaviðgerðum í Reykjavík stofnuðu með sér félag í því skyni að afla sér formlegra iðnréttinda og koma fram sem samningsaðili við vinnuveitendur sína. Þeir stofnuðu með öðrum orðum iðngreinina bifvélavirkjun. Sigurgestur var einn þeirra og var meðal fjögurra fyrstu manna hérlendis til að gangast undir sveinspróf í iðngreininni í ársbyrjun 1936. Á fyrsta starfsári Félags bifvéla- virkja var Sigurgestur kosinn ritari þess og gegndi því embætti óslitið í aldarfjórðung, til 1960 er hann tók við formannsstarfinu. Þegar hann gaf ekki lengur kost á sér til þess, 1976, hafði hann setið í stjórn félagsins í rúma fjóra áratugi og var kjörinn heiðursfélagi þess. Sem einn af forystumönnum bifvélavirkja var Sigurgestur kjörinn til að sitja fjölmörg Alþýðu- sambandsþing, hann var jafnframt í forystusveit við gerð kjarasamninga fyrir félaga sína og fulltrúi í stjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands og lífeyrissjóðs þess. Hann sat enn fremur í stjórn Sendi- bílastöðvarinnar hf. í rúma tvo áratugi. Sigurgestur var meðal stofnenda Stokkseyringafélagsins í Reykjavík 1943 og gegndi trúnaðar- störfum fyrir það um langt árabil, var m.a. gjaldkeri þess 1955-66. Fjölskylda Sigurgestur kvæntist 10.6. 1933 Vigdísi Hansdóttur, f. 3.9. 1911, d. 27.2.1978, húsmóöur og prjónakonu. Hún var dóttir Sesselju Engilrósar Helgadóttur, f. 3.1 1889, d. 16.9 1962, húsmóðir og fiskverkakona, og Hans Sigurbjömsson, f. 8.8 1878, sjómaður, fórst með togaranum Gullfossi í lok febrúar 1941. Þau bjuggu í Hafnarfirði og þar ólst Vigdís upp með systkinum sínum. Sesselja var af Setbergsætt, dóttir Sigríðar Jónsdóttur, Guðmunds- sonar á Setbergi. Hans fæddist í Kjalardal í Borgarfiröi. Böm Sigurgests og Vigdísar: Hans Sigurgestsson, f. 10.10 1932, d. 20.2 1934; Hans Sigurgestsson, f. 11.7 1935, d. 26.3 1937; Hörður Sigurgestsson, f. 2.6. 1938, fyrrv. forstjóri, kvæntur Áslaugu Þ. Ottesen, f. 1940 og eru böm þeirra Inga, f. 1970, og Jóhann Pétur, f. 1975; Sigrún Sigurgestsdóttir, f. 28.1 1941, skrifstofumaður, gift Guðlaugi B. Sumarliðasyni, f. 1931 og em böm þeirra Sigurgestur, f. 1975, og Tómas Vignir, f. 1978; Ásgeir Sigurgestsson, f. 3.5 1947, framkvæmdastjóri, kvæntur Stef- aníu Harðardóttur, f. 1948 en fósturböm þeirra em Ásta Sigriður Guðmundsdóttir, f. 1964 og Hörður Þórhallsson, f. 1967 en dóttir þeirra Ásgeirs og Stefaníu er Vigdís, f. 1986; Ásdís Sigurgestsdóttir, f. 29.1. 1949, verslunarmaður, gift Þórami Klemenssyni, f. 1947 og eru böm þeirra Vigdís, f. 1973 og Ámý, f. 1979. Hálfsystur Sigurgests, samfeðra, vom Sólborg Guðjónsdóttir, f. 11.6. 1893, d. 5.8 1978; Guðrún Valgerður Guðjónsdóttir, f. 24.6. 1896, d. 22.1. 1988. Alsystkini Sigurgests vom Áslaug Guðjónsdóttir, f. 13.7.1902, d. 13.3. 1989; Páll Guðjónsson, f. 23.7. 1904, d. 25.6. 1959; Hólmfríður Guðjónsdóttir, f. 2.11. 1906, d. 11.3. 1991. Foreldrar Sigurgests vom Guðjón Jónsson, f. 8.12. 1870, á OrmsveÚi í Hvolhreppi, d. 25.3 1952 í Reykjavík, vinnumaður, sjómaöur, verka- maður, brúarvörður við Þjórsá o.fl., og Jóhanna Jónína Jónsdóttir, f. 23.9. 1872, að Efstadal i Laugar- dalshreppi, d. 8.7. 1960, í Reykjavík, húsmóðir. Guðjón og Jóhanna hófu búskap að Hólmi á Stokkseyri 1902, en fluttu á Grímsstaðaholtið í Reykja- v’ík 1926 og byggðu sér húsið Stað við Bjarnastaði. Sigurgestur verður að heiman á afmælisdaginn. Margrét Hauksdóttir lögfræðingur og aðstoðarforstjóri Fasteignamats ríkisins Margrét Hauksdóttir, lögfræðing- ur og aðstoðarforstjóri Fasteigna- mats ríkisins, Laugarásvegi 9, Reykjavík, varð fertug í gær. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var skiptinemi á vegum AFS í Kalifomíu í Banda- ríkjunum 1979-80, stundaði nám við Corcoran High School í Corcoran í Kalifomíu, lauk stúdentsprófi frá MS 1983 og lauk embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1989. Margrét hóf störf hjá dómsmála- ráðuneytinu 1989, var skipuð deild- arstjóri þar 1993, vann viö starfs- nám hjá aðalskrifstofu EFTA í Genf 1992-93 og var þá í leyfi frá störfum í ráðuneytinu þann tíma, var stundakennari við lagadeild HÍ 1994-99, var settur sýslumaður á Hólmavík 1997, varð framkvæmda- stjóri lögfræði- og rekstrarsviðs Fasteignamats ríkisins 2000 og er aðstoðarforstjóri þar frá 1.2. 2002. Margrét hefur átt sæti í ýmsum nefndum á vegum nokkurra ráðu- neyta, er formaður ættleiðingar- nefndar, situr í Flóttamannaráði frá 1999, var ritari siíjalaganefndar ad hoc 1994-99, ritari nefndar um mál- efni samkynhneigðra, endurskoð- andi Minningargjafasjóðs Lands- spítala íslands 1989-95, í Happdrætt- isráði SÍBS frá 1997, sat í stjóm Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna stjómarráðsins 1993-99 og sat í foreldraráði Vogaskóla 1998-2001. Fjölskylda Margrét giftist 18.6. 1988 Hannesi Guðmundssyni, f. 21.3. 1962, raf- magnsverkfræðingi og aðstoöar- framkvæmdastjóra Rafteikningar. Hann er sonur Guðmundar Hannes- sonar, fyrrv. verkstjóra hjá Rarik, og k.h., Sólveigar Halblaub sjúkra- liða. Böm Margrétar og Hannesar eru Hildur Rut Hannesdóttir, 13.8. 1984, nemi við MS; Haukur Hannesson, 13.11. 198ð, grunnskólanemi; Jón Ágúst Hannesson, f. 5.5.1995, grunn- skólanemi. Systkini Margrétar eru Jón Haukur Hauksson, f. 5.8. 1952, bú- settur í Reykjavík; Brandur Hauks- son, f. 14.1.1961, rafmagnsverkfræð- ingur, búsettur í Kaupmannahöfn; Ólafur Þór Hauksson, f. 10.3. 1964, sýslumaður á Akranesi, búsettur á Akranesi; Kristín Hauksdóttir, f. 24.5. 1966, myndlistarmaður, starfar hjá Ljósmyndasafni Reykjavikur, búsett í Reykjavík. Foreldrar Margrétar eru Haukur Haraldsson, f. 13.5.1931, fyrrv. deild- arstjóri við Tryggingastofnun ríkis- ins, og k.h., Auður Jónsdóttir, f. 12.11. 1930, húsmóðir. Ætt Haukur er sonur Haralds Guð- mundssonar, forstjóra Trygginga- stofnunar, alþm. og ráðherra, og Jónu Margrétar Brandsdóttur. Auður er dóttir Jóns Breiðfjðrð Níelssonar, b. og vitavarðar í Elliða- ey, Kristínar Pálsdóttur. Margrét og Hannes halda sameig- inlega upp á afmæli sín síðar. Hreiðar Valtýsson útgeröarmaður, Bjarmastíg 4, Akureyri, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju þriöjud. 4.6. kl. 13.30. Ragnar Ólafsson, bóndi á Birnufelli í Fellum, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Fellum þriðjud. 4.6. kl. 14.00. Guðlaugur Ægir Magnússon, Sigtúnum 13, Selfossi, veröur jarösunginn frá Sel- fosskirkju þriðjud. 4.6. ki. 13.30. Svanur Jónsson, Langholtsvegi 187, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriöjud. 4.6. kl. 13.30. Grétar Hjartarson, fyrrv. skipstjóri, Lind- arbyggð 12, Mosfellsbæ, veröur jarö- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikud. 5.6. kl. 10.30. Ellen Þóra Snæbjörnsdóttir, Stífluseli 8, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju fimmtud. 6.6. kl. 13.30. Merkir Islendingar Pétur Jens Thorsteinsson, útgerðarmað- ur og stórkaupmaður, fæddist 4. júní 1854, sonur Þorsteins Þorsteinssonar, bónda í Æðey, og Höllu Guðmundsdótt- ur úr Helgafellssveit. Eiginkona Péturs var Ásthildur, systir Muggs myndlist- armanns. Hún var dóttir Guðmundar Einarssonar, prests á Kvennabrekku, bróður Þóru, móður Matthíasar Jochumssonar. Meðal bama Péturs og Ásthildar voru Muggur myndlistar- maöur, Katrín, kona Eggerts Briem i ' Viðey, móðir Eggerts Briem stærðfræði- prófessors, Eiríks Briem, framkvæmda- stjóra Landsvirkjunar, og Péturs Thor- steinsson sendiherra, Borghildur, amma Ólafs B. Thors framvkæmdastjóra. Pétur Jens Thorsteinsson Pétur var einn helsti athafna- og framfara- maður hér landi á árunum 1880-1910. Hann rak þilskipaútgerð og verslun á Bíldudal 1880-1902, hafði þar mikið umleikis og reisti þar griðarleg mannvirki á þeirra tíma mælikvarða, s.s. hafskipabryggju, vamargarð, vatnsveitu og íshús. Pétur var síðan stórkaupmaður í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið. Hann stofnaöi árið 1907, ásamt Thor Jensen og nokkmm dönskum aðilum, hið fræga Milljónafélag, P.J. Thor- steinsson og Co, en það varð gjaldþrota 1914 og tapaði Pétur á því stórfé. Þá gerði hann út togara frá Reykjavík og Sandgerði. Hann var búsettur í Hafnarflröi siðustu æviár sín og lést 27. júlí 1929.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.