Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
Blanco tryggði sigurinn
Mexíkó vann Króatíu, 1-0, í gær í
fyrsta leik G-riðils á HM í knattspymu.
Það var framherjinn Cuauhtemoc Blanco
sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á
60. minútu eftir að Boris Zivkovic hafði
brotið á honum og uppskorið fyrsta
rauða spjald keppninnar.
Mexíkóar voru sterkari aðilinn í
leiknum, sérstaklega eftir að þeir voru
einum manni fleiri, og hefðu getað bætt
við fleiri mörkum áður en yfir lauk.
-ósk
j<^REA|APAN
Þýski midjumaðurinn Michael
Ballack er sannfærður um að Þýska-
land muni sýna styrk sinn gegn ír-
um á morgun. „Við spiluðum vel
gegn Sádi Arabíu og ég hef trú á því
að við spilum jafn vel gegn baráttu-
glöðum Irum. Það verður erfiður leik-
ur en við erum með frábært lið,“
sagði Ballack.
Allt bendir til þess að vamarmaður-
inn sterki Roberto Ayala og framherj-
inn Claudio Caniggia verði í byrjun-
arliði Argentínu gegn Englendingum
á fostudaginn. Þeir misstu báðir af
fyrsta leik Argentínumanna á HM
gegn Nígeríu vegna meiðsla en eru
búnir að ná sér.
Franski snillingurinn Eric Cant-
ona hefur ekki mikla trú á því að
landar hans nái að verja heims-
meistaratitil sinn að þessu
sinni. Cantona sagði í við-
tali viö bresku sjónvarps-
stöðina SkySport að
hann hefði miklar
áhyggjur af mið-
vörðum franska
liðsins,
þeim
Marcel
Desailly og
Frank Le-
boeuf. „Þú
vinnur ekki
ekki heimsmeist-
arakeppnina með lélegum varnar-
mönnum. Desailiy og Leboeuf eru
ekki nógu góðir og það á eftir að fella
franska liðiö,“ sagði Cantona.
Cantona, sem hefur skoðanir á flest-
um hlutum og er óhræddur við að
láta þær heyrast, lét þess einnig getið
í sama viðtali að hann teldi að Roy
Keane væri of mikill atvinnumaöur
fyrir trska liðið. „Þeir skilja hann
ekki því hann er of mikill atvinnu-
maður fyrir írsku áhugamennina.
Ég vona að þeir læri það í fram-
tíðinni að þeir eiga hlusta á leik-
menn eins og hann og fara eftir
því sem þeir segja,“ sagði Cant-
ona
Frakkar geta andaö rólegar því
þeirra mikilvægasti leikmaður,
Zinedine Zidane, sparkaði í bolta í
fyrsta sinn í gær frá því að hann
meiddist aftan á læri fyrir rúmri
viku. Menn þar á bæ vonast nú eftir
að hann verði orðinn leikfær þegar
Frakkar mæta Úrúgvæum á
fimmtudaginn en það kom glögg-
lega í ljós gegn Senegal í fyrsta
leik Frakkanna hversu mikilvæg-
ur hann er.
Roger Lemerre, þjálfari franska liðs-
ins, hefur sagt í viðtölum að það væri
kraftaverk ef Zidane yrði með gegn
Úrúgvæ og Zidane sjálfur segist
ekki ætla að spila nema að hann
verði orðinn alheill.
„Ég vona að sjálfsögöu að
ég veröi orðinn heill fyrir
leikinn á fimmtudaginn
en það verður bara að
koma í ljós. Ég ætla
ekki að plata neinn. Ef
ég get ekki beitt mér
að fuilu þá mun ég
ekki spila. Þá er
betra að einhver
félaga minna
spili. Frakk-
land hefur
áður
unnið
leik
annarra
leikmanna og mun gera
það aftur,“ sagði Zinedine
Zidane í viðtali við franska
fjölmiðla. -ósk
Svöruðum spurningum
- sagði Giovanni Trappatoni, þjálfari ítala, eftir leikinn
Giovanni Trappatoni, þjálfari
ítalska landsliðsins, var hæst-
ánægður með sína menn eftir
sigur á Ekvador, 2-0, í fyrsta
leik liðsins í G-riðli í gær.
„Ég verð að segja að með leik
okkar i fyrri hálfleik svöruðum
við spurningum þeim sem
italskir fjölmiðlamenn spurðu
mig að í gær um það hvemig
við myndum spila leikinn. Ég
sagði þeim að við gætum ekki
beðið eftir því að Ekvadorar
myndu sækja á okkur og því
yrðum við að geta sótt á þá. Og
þannig varð það. Við spiluðum
mjög vel í fyrri hálfleik en í
þeim síðari misstum við hraða í
leik okkar en það mátti svo sem
búast við þvi. Það er erfitt að
byrja keppnina á leikvangi eins
og í Sapporo. Rakinn og þakið
yfir vellinum gerði það verkum
að erfitt var að ná andanum,"
sagði Trappatoni.
„Ég er búinn að vinna með
mínum leikmönnum síðan 11.
maí og ég var mjög ánægður
með þá í leiknum."
Trappatoni breytti um leik-
aðferð frá því í undankeppn-
inni. Hann spilaði leikaðferðina
3-4-1-2 alla undankeppnina með
Francesco Totti sem frjálsan
mann fyrir aftan framherjana
tvo en gegn Ekvador mætti
hann til leiks með fjögurra
manna vöm, fjögurra manna
miðju og tvo sóknarmenn, þá
Totti og Christian Vieri.
„Knattspyrnan er þannig að
menn þurfa að bregðast við
breyttum aðstæðum og það get-
ur vel verið að við spilum ein-
hverja allt aðra leikaðferð í
næsta leik. Menn verða að vera
viðbúnir hverju sem er,“ sagði
Trappatoni glaður í bragði eftir
leikinn
Vorum ekki tilbúnir
Hernan Dario Gomez, þjálfari
Ekvadora, viðurkenndi eftir
leikinn að lið hans hefði ekki
verið tilbúið til að mæta ítölum.
„Þetta var mjög erfiður leik-
ur. Það er erfitt að mæta til
leiks í fyrsta sinn í heimsmeist-
arakeppninni og mæta Itölum í
fyrsta leik. Leikmenn mínir
voru mjög táugaveiklaðir og
þeir voru ekki tilbúnir en við
stóðum okkur ágætlega í seinni
hálfleik og tökum það með okk-
ur í næstu leiki,“ sagði Dario
Gomez og bætti við að ítalska
liðið væri mjög gott og senni-
lega það sterkasta i allri keppn-
inni ásamt Argentínumönnum.
„Það er engin skömm fyrir
okkur að tapa fyrir ítaliu. Þetta
hefði getað endað mun verr en
fyrir guðs mildi þá tóku mínir
leikmenn sig saman í andlitinu
í seinni hálfleik. Þetta var stór
dagur í knattspyrnusögu
Ekvador og við munum halda
áfram að skemmta okkur.“ -ósk
Þessi stuðningsmaður
Ekvadora. klæddur i liki
kondórfugls, eins af þjoðar
táknum Ekvadors, setti
skemmtilegan svip á leik
ítala óq Ekvadora i gær.
Góö byrjun ítala í heimsmeistarakeppninni:
Vieri í ham
- skoraði bæði mörk Itala í öruggum sigri á Ekvador
Christian
Vieri sann-
aöi enn eina
ferðina í gær
hversu öflugur
framherji hann er
þegar hann skoraði
bæöi mörk l'tala f sigrinum
á Ekvador. Vieri varö næst-
markahæsti leikmaður heims-
meistarakeppninnar i Frakklandi
áriö 1998 meö fimm mörk og
ætlar sér væntanlega aö gera
betur í þessari keppni.
Reuters
Christian Vieri, hinn frábæri frarn-
herji Inter Milan og ítalska landsliðs-
ins, byrjaði heimsmeistarakeppnina
af krafti í gær en margir hafa spáð
honum markakóngstitlinum í keppn-
inni.
Vieri skoraði bæði mörk ítala, fyrst
á 7. mínútu með góöu skoti frá víta-
teig eftir fallega sendingu frá
Francesco Totti og síðan á 27. minútu
þegar hann komst einn í gegn-um
vöm Ekvadora og afgreiddi boltann í
netið með viðkomu í markverði
Ekvadora.
ítalar léku frábærlega í fyrri hálf-
leik og hreinlega völtuðu yfir tauga-
veiklaða Ekvadora. Þeir gáfu aðeins
eftir í seinni hálfleik en sigur
þeirra var þó aldrei í neinni
hættu.
Það vakti athygli að
Giovanni Trappatoni,
þjálfari ítala, byrjaði með
Francesco Totti og Christi- í
an Vieri í framlínunni en \
geymdi gulldrenginn Al-
essandro Del Piero á vara-
manna bekknum. Sú ákvörðun
virðist þó, eftir á að hyggja, hafa ver-
ið hárrétt því Del Piero kom inn á í
seinni hálfleik og náði sér engan veg-
inn á strik f leiknum.
Allt liöiö á heiöur skilinn
Christian Vieri, hetja ítala, var hóg-
vær eftir leikinn og þakkaði sigurinn
sterkri liðsheild.
„Frammistaða okkar i dag var mjög
jákvæð. Ég skoraði tvisvar en það er
jafnmikið liðinu að þakka og mér. Allt
liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik
og það sem er kannski mikilvægast í
þessu er að við þurftum ekki að hafa
ofboðslega mikið fyrir sigrinum. Ég
get ekki beðið eftir næsta
leik,“ sagði Vieri eftir
leikinn.
Vieri vildi þó
ekki gera mikið úr
\ sigrinum á
Ekvador og sagði
‘ösk: eins og ljóst má
vera aö það væri
langur og grýttur
vegur að úrslitaleikn-
um og heimsmeist-
aratitlinum.
„Þetta er aðeins fyrsta skrefið á
erfiðri leið og við eigum langa leið
fyrir höndum. Við höfum aðeins
unnið einn leik en ef lið vill ná
heimsmeistaratitlinum verður það
aö vinna sjö leiki," sagöi Vieri.
Fann mig vel
Francesco Totti átti mjög góðan
leik og brást ekki trausti
Trappatoni.
„Ég fann mig vel og sýndi að ég er
að komast í gott form. Ég og Vieri
náðum mjög vel saman og ég vona
að ég komi enn sterkari til leiks í
næstu leikjum. Allt liðið spilaði vel
í leiknum. Við spiluðum frábæra
knattspymu á köflum og hefðum
getað skorað fleiri mörk ef ekki
hefði komið til góð markvarsla
markvarðar Ekvador," sagði Totti.
Varnarmaðurinn sterki Al-
essandro Nesta er ekki mikill aðdá-
andi yfirbyggðra leikvanga eins og í
Sapporo og sagði ef hann réði þá
myndu aflir leikir fara fram undir
berum himni.
-ósk