Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 Sport DV Þriðja jafntefli Framara í fjórum leikjum: Steingrimur - bjargaði stigi fyrir Fylkismenn gegn Frömurum í Árbæ Ómar Hákonarson, hjá Fram, stendur hér af sér tæklingu frá Fylkismannin- um Hrafnkeli Helgasyni. Ómar lagöi upp tvö fyrstu mörk Framara en þaö dugöi ekki til því Fylkismenn náöu aö jafna leikinn. DV-mynd ÞöK til þess að laga stöðuna eftir hlé en Framarar juku forskotið eftir glæsi- lega einleiksrispu Þorbjörns Atla í vítateig Fylkismanna. Fylkismenn geröu þá nokkrar breytingar á liði sínu og er óhætt að segja að þær hafi gengiö upp. Nýju mennirnir komu með baráttu inn í liðið og fengu Framarar engan frið til þess að hyggja upp sóknir. Einn þessara manna var Steingrímur Jóhannes- son og hann minnkaði muninn með dæmigerðu marki. Þrautseigja Fyikis Fylkismenn komust lítið áleiðis eftir þetta og staða Framara vænkað- ist enn þegar Gunnar Bachmann Ólafsson rak endahnútinn á glæsi- lega skyndisókn þegar 9 mínútur voru eftir af leiknum. Fylkismenn minnkuðu muninn áðm- en mínúta var liðin með marki Jóns Hermanns- sonar og eftir stöðuga pressu bar þrautseigja Fylkismanna árangur þegar Steingrímur skoraði sitt annað mark eftir góðan undirbúning Jóns í síðustu sókn Fylkis i leiknum. Spiluöum illa í fyrri hálfleik „Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik og vorum heppnir að vera ekki meira undir en við sýndum mikla baráttu í seinni hálfleik, gáf- um okkur alla í þetta og það skilaði stigi. Við gerðum nokkrar taktískar skiptingar en það sem skipti máli er að menn fóru að leggja sig fram. Við höfum ekki staðið okkur vel að und- anfórnu og þurfum núna að vinna okkur út úr þessu,” sagði Valur Fannar Gíslason, Fylkismaður sem lék nú gegn sínum gömlu félögum. -HRM Maður leiksins hjá -Sporti: Steingrímur Jóhannesson, Fylki 0-1 Andri Fannar Ottósson (20., skot úr teig, fyrirgjöf Ómars Hákonarsonar). 0-2 Þorbjöm Atli Sveinsson (54., skot úr teig, eftir einleik og sendingu Ómars). 1-2 Steingrimur Jóhannesson (62., skot úr markteig, skalli Ómars Valdimarssonar). 1- 3 Gunnar B. Ólafsson (81., skot úr teig, fyrirgjöf Þorbjöms Atla). 2- 3 Jón Hermannsson (82., skot úr teig eftir hælsendingu Steingríms). 3- 3 Steingrímur Jóhannesson (90., skot úr teig, sending Jóns B. Hermannssonar). Fylkir (4-4-2) Kjartan Sturluson ......2 Valur Fannar Gíslason ... 3 Hrafnkell Heigason .....4 Þórhailur Dan Jóhannsson 2 Gunnar Þór Pétursson .... 3 Sverrir Sverrisson......2 (59. Ómar Valdimarsson .. 3) Finnur Kolbeinsson......4 Kristinn Tómasson ......2 (55. Theódór Óskarsson ... 4) Jón B. Hermannsson......4 Sævar Þór Gíslason......2 Bjöm Viðar Ásbjömsson .. 3 (53. Steingrímur Jóhanness. 4) Dómarv Egill Már Markússon (4). Áhorfendur: 1411. Gul spiöld: Bjöm Viðar (43.) Fylki, Viðar (70.), Gunnar (84.) Fram. Rauð spiöld: Engir. Skot (á mark): 19 (8) - 11 (5) Horn: 4-3 Aukaspyrnur: 15-14 Rangstöður: 0-3 Varin skot: Kjartan 2 - Gunnar 3. Fram (4-4-2) Gunnar Sigurðsson......2 Bjami Þór Pétursson .... 3 (60. Gunnar B. Ólafsson . . 3) Ingvar Ólason..........3 Andrés Jónsson.........2 Bjami H. Aðalsteinsson .. 3 Daði Guðmundsson.......3 Freyr Karlsson ........2 Viðar Guðjónsson ......4 Ómar Hákonarson........4 (68., Edilon Hreinsson ... 2) Þorbjöm Atli Sveinsson . 4 (88. Ásmundur Amarsson -) Andri Fannar Ottósson .. 4 Gæði leiks: Fylkismenn komust i hann krapp- an á heimavelli sínum í gærkvöld gegn sprækum Frömurum og það var ekki fyrr en á síðustu minútu í uppbótartíma sem þeir náðu í jafna í 3-3 eftir að Framarar höfðu verið yf- ir mestallan leikinn. Framarar áttu kannski skilið aö fá meira út úr þess- um leik en þeir sofnuðu á verðinum þegar mest lá við. Framliðið hefur nú gert þrjú jafntefli I fyrstu fjórum leikjum sinum og eru Safamýrarpilt- ar eflaust orðnir langeygir eftir fyrsta sigrinum. Framarar sterkari Leikið var við bestu aðstæður í Árbænum og kunnu bæði lið greini- lega vel að meta það. Framarar voru mun betri í fyrri hálfleik og eftir nokkrar snarpar sóknir kom fallegt mark frá Andra Fannari Ottóssyni eftir snögga sókn upp hægri kantinn. Fylkismenn höfðu reyndar átt betri færi fram að þessu og komst Bjöm Viðar Ásbjörnsson næst því að skora þegar hann skaut í stöng af stuttu færi. Framarar tóku öll völd á vellin- um eftir markið og áttu varnarmenn Fylkis í miklum erfiðleikum með að hemja þá Daða Guðmundsson og Ómar Hákonarson þegar þeir óðu upp kantana. Andri Fannar og Þor- bjöm Atli vom stórhættulegir þegar þeir fengu boltann, sérstaklega sá fyrrnefndi sem átti sláarskot undir lok fyrri hálfleiks. Fylkismenn virtust ekki líklegir m v ^ SÍMA DEILDIN Grindavik Keflavík KR Fyikir Þór Ak. KA FH ÍBV Fram ÍA Markahæstir Grétar Hjartarson, Grindavik .... 4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 4 Jóhann Þórhallsson, Þór Ak......3 Sigurvin Ólafsson, KR...........3 Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram ... 3 Næstu leikir ÍBV-Fylkir................lau. 8. júní KA-ÍA .................lau. 8. júní FH-Grindavík...........sun. 9. júní Fram-Þór Ak.................sun. 9. júní Keflavík-KR..........mán. 10. júní Fylkir-Fram 3-3 (0-1) Lakers í úrslitin Los Angeles Lakers tryggði sér sæti í úrslitum NBA-deOdarinnar gegn New Jersey meö 112-106 sigri á Sacramento Kings í framlengdum oddaleik í úr- slitum Vesturdeildarinnar en leikurinn fór fram i fyrrinótt í Sacramento. Sjö leikja einvígi endaði því á eins jafnan hátt og hægt var en meistarar tveggja siðustu ára komust þama yfir erfiðustu hindmnina á þessum tveim- ur árum og fögnuðu sigri eftir að hafa veriö 2-3 undir og verið sekúndubroti frá því að verða 1-3 undir. Þetta var 23. einvígið í röð sem lið undir stjóm Phil Jackson vinna en hann er á góðri leið að níunda titli sínum sem þjálfari. Shaquille O’Neal sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi í síðustu tveimur leikjunum og skoraði 35 stig í oddaleiknum. Shaq gerði 38 stig, tók 15 fráköst að meðaltali og hitti úr 75% víta sinna í síðustu tveimur leikjunum. Kobe Bryant skoraði 30 stig í síðasta leiknum auk 10 frákasta og 7 stoðsendinga og líkt og Shaq steig hann upp þegar mest á reyndi i síðustu tveimur leikjunum þegar liðið var uppi við vegg. Bryant skoraði í þeim 61 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar gegn aðeins einum töpuðum bolta. Hjá Kings, sem vantaði aðeins herslumuninn til að stöðva sigurgöngu Lakers, var Mike Bibby stigahæstur með 29 stig og kórónaði frábæra úrslita- keppni sína en Chris Webber var með 20 stig, 11 stoösendingar og 8 fráköst. Skotmennirnir Doug Christie og Peja Stojakovic bmgðust hins vegar og hittu úr aðeins 5 af 23 skotum í úrslitaleiknum. Fyrsti úrslitaieikurinn milli LA Lakers og New Jersey Nets fer fram aðfaranótt fimmtud. í Los Angeles. -ÓÓJ Markalaust Það var ekki rismikill fótbolti sem boðið var upp á á frjálsíþróttavellin- um i Kaplakrika þegar heimamenn í FH tóku á móti Stjörnunni. Nokkurt lífsmark var reyndar með liðunum í fyrri hálfleik en sá seinni var arfaslak- ur og stundum var engu líkara en bæði liðin væru hæstánægð með þá stöðu sem uppi var. Stjarnan var heldur meira með bolt- ann í fyrri háifleik en þó voru það FH- ingar sem fengu færi. Olga Steinunn Stefánsdóttir og Bryndís Sighvatsdótt- ir komust báðar í ákjósanlegt færi en náðu ekki til boltans og í lok fyrri hálf- leiks prjónaði Olga sig laglega í gegn- um vömina en náði ekki krafti í skot- ið og María varði auðveldlega. í síðari hálfleik var sá litli kraftur sem var í liðunum í fyrri hálfleik end- anlega horfinn og ekkert færi leit dagsins ljós fyrsta hálftímann. Eftir það færðist aðeins líf í Stjömuliðið og varamaðurinn Björk Gunnarsdóttir var tvívegis nálægt þvi að skora eftir undirbúning Lilju Kjalarsdóttur en nýtti það ekki. FH-ingar hefðu getað farið í fyrri hálfleikinn með forystu hefðu stúlk- umar nýtt þau færi sem þær fengu en í síðari hálfleik var litið að gerast fram á við, kannski vegna þess að Bryndís gat ekki leikið seinni hálfleik- inn vegna meiðsla. Olga var þó ógn- andi frammi og Sigríður Guðmunds- dóttir og Gigja Heiðarsdóttir voru sterkar í öftustu víglinu. Hjá Stjöm- unni var LOja Kjalarsdóttir best og gerði stundum usla í vöm FH. Freydís Bjamadóttir og Guðrún Finnsdóttir áttu einnig ágæta spretti. -HI FH-Stjarnan 0-0 Skot (á mark): 5 (2)-9(1) Horn: 1- 4 Aukaspyrnur: 4-15 Rangstöður: 2- 2 Varin skot: Sigrún 1 - María 2. r \ Best á vellinum: Lilja Kjalarsdóttir, Stjörnunni @ Guðrún Sveinsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Silja Þóröardóttir, Olga Steinunn Stefánsdóttir og Gígja Heiðarsdóttir, FH. Freydís Bjamadóttir, Gréta Guðnadóttir, Lilja Kjalarsdóttir og Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjömunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.