Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002
Skoðun X>v
Fylgistu með HM?
Ebba Arngrímsdóttlr kennarl:
Þaö er eitthvaö lítiö. Bn oft á
morgnana.
Slgurjón Þórðarson heilbrlgðisfulltrúi:
Ég er ekki meö Sýn en ég horfi
samt á fótboltann ruglaöan.
Slf Siguijónsdóttlr 8 ára:
Já, ég fylgdist meö í Danmörku,
enda held ég meö Danmörku.
Sigurður Arnason skrifstofumaður:
Já, Englendingar eru mínir menn.
Kristján Gunnarsson
framkvæmdastjóri:
Allt of lítiö. Danir eru mínir menn.
Ingibjörn Slgurbergsson
framkvæmdastjóri:
Nei, ekki neitt. Áhugasviö mitt liggur
annars staöar.
Er ekki nóg komið?
„Hvaöa öryggi veita eftirlitsmyndavélar?"
Lögreglan á staönum er best.
„Hvað þarf til þess að fá betri
löggœslu? Hvað þarf til þess
að maður heyri ekki bara tal-
að um að betrumbæta lög-
gœsluna en svo engin breyt-
ing þegar fram í sækir? Já,
hvað þarf til?“
verknað og loka þá bak við lás og
slá í nokkur ár. Væri ekki fremur
ráð að reyna að koma í veg fyrir að
svona lagað geti gerst og þá með
aukinni löggæslu?
Hvar eru þeir sem sitja þing, setja
lög og bönn? Sem ákveða hverjir fá
sæmandi laun og hverjir ekki. Sem
eru að bjóða sig fram í kosningabar-
áttunni með loforð um betrumbætta
hluti eins og styttri bið eftir leik-
skólaplássi, hraðlest til Keflavíkur,
byggð úti í Viðey. Af hverju ekkert
loforð um aukna löggæslu? Hvemig
var löggæslan á nýlegum NATO-
fundi? Fólki var meinað að mæta til
vinnu af ótta við mannskaða. Hvar
er sú löggæsla? Af hverju ekki fyrir
okkur, almennu borgarana?
í minningu ungs manns, sem
brosti við komandi framtíð en féll
fyrir ógæfumönnum og lét lífið, vil
ég spyrja: Hvað þarf til þess að fá-
betri löggæslu? Hvað þarf til þess
að maður heyri ekki bara talað um
að betrumbæta löggæsluna en svo
engin breyting þegar fram í sækir?
Já, hvað þarf til? Hvað þarf mörg
mannslíf til að geta sagt, nú er kom-
ið nóg? Hvaö þarf til þess að fá við-
hrögð? Hvað þarf mörg mannslíf í
viðbót? Er ekki nóg komið? - Getur
einhver svarað því?
Ragnheiður Edda Viðarsdóttir
skrifar:
Hversu mörg líf og fórnarlömb
þarf til að fá aukna gæslu í mið-
borg Reykjavíkur? Hefur það
fólk sem gegnir löggæslu næga
burði til að sinna því mikilvæga
starfi sem löggæslan er? Vegna
lágra launa og hve lítið fjármagn
er ætlað til löggæslunnar fæst
ekki fólk sem í raun ætti að
sinna þessu starfi.
Staðreynd er að neysla flkni-
efna er orðin miklu harðari og
því mun hærri glæpatíðni hér en
áður fyrr. En er löggæslan aukin
þrátt fyrir það? Ekki sýnist
manni það. Og hvað fáum við
borgarbúar í staðinn? Jú, við
missum ástvini út í opinn dauð-
ann vegna þess að ekki var næg-
ur mannafli á vakt - vegna fjár-
skorts.
En hvers vegna er löggæslan
ekki aukin? Með fleiri lögreglu-
mönnum, já, og vopnum ef út í
það fer með hliðsjón af því
hversu gífurlega hörð neysla flkni-
efna er orðin í dag og ógæfufólk sem
missir stjóm á sjálfu sér og beitir þá
ógnvænlegu ofbeldi. Lögreglan verð-
ur að ráða við þetta fólk. Mörg vitni
urðu að því er ógæfumenn réðust á
saklausan mann og börðu í götuna
og héldu áfram að beita spörkum og
höggum gegn lífvana fómarlambi
sem enga björg sér gat veitt. Hvað
gerðu landar þessa saklausa
manns? Þeir stóðu og horfðu á!!
Og þetta er ekki í fyrsta skiptið
og eflaust ekki það síðasta. - Árásin
þar sem ungur maður var barinn til
óbóta átti sér stað í miðbæ Reykja-
víkur og við hlið lögreglustöðvar.
Eftirlitsmyndavél var á staðnum en
hvar var löggæslan? Hvaða öryggi
veita eftirlitsmyndavélar? Jú, það
verður hægt að sanna hvaða ógæfu-
menn frömdu þennan hryllilega
Kynjamisrétti
Markús
skrifar:___________________________
Það er orðið manni ofviða þetta
stöðuga kvennavæl í fjölmiðlum um
kaup og kjör. Ég vona bara að málið
leysist á einhverjum öðrum víg-
stöðvum. Það eru bara svo margir
minnihlutahópar sem hafa það
„meira skítt“ en þessar konur. „Kar-
rier“-konurnar eru samt fremstar i
kvörtunarhópnum um kaup og kíör;
fleiri leikskóla, meira frí, o.s.frv.
Konur eru alls staðar í fremstu röð.
Það er t.d. orðið undantekning ef
karlmaður svarar í síma hjá opin-
berum stofnunum, eða bara hvaða
fyrirtæki sem er. Og eru þær þó ekk-
ert hæfari til þessa starfs en karlar.
Kaup og kjör ættu fyrst og fremst
„Konur eru alls staðar í
fremstu röð. Það er t.d. orðið
undantekning ef karlmaður
svarar í síma hjá opinberum
stofnunum, eða bara hvaða
fyrirtæki sem er. Og eru þær
þó ekkert hæfari til þessa
starfs en karlar. “
að grundvallast á framboði og eftir-
spurn, líkt og annars staðar á mark-
aðinum. Ef ég sem vinnuveitandi
fengi til starfa hjá mér manneskju
sem sættir sig við ákveðin laun og
vinnur sitt starf vel væri ég ánægð-
ur með það. Væri ég hins vegar sem
vinnuveitandi skikkaður til að
hækka launin þá teldi ég mig geta á
móti aukið kröfurnar sem ég gerði
til starfkraftsins. Eða skipt honum
út fyrir annan sem ég teldi hæfari.
Bjóði vinnuveitandi fólki lægri
kjör en það sættir sig við, verður
flótti úr „stéttinni". Og vinnuveit-
andinn bregst aftur við með því að
bjóða hærri laun. Það er líka þekkt
að fólk grípi til sameiningarkraftsins
og knýi fram breytingar með þeim
hætti. En að það þurfi sértæk lög og
jafnvel aðstoð Sameinuðu þjóðanna
til þess að hjálpa fólki sem í raun
hefur yfir engu merkilegu að kvarta,
það er út í hött. - Það er heldur eng-
inn minnihlutahópur til. Konur eru
jú fleiri en karlar í þessum heimi.
Garri
Hápólitískar
Guðrún Finnsdóttir, leikfimikennari í Réttar-
holtsskóla, fékk óvænta heimsókn frá víkinga-
sveit lögreglunnar í Reykjavík síðastliðið sunnu-
dagskvöld. Guðrún, sem er annáluð fyrir að
halda snyrtilegt og krúttlegt heimili og hefur til
að mynda hlotið sérstaka viðurkenningu kenn-
arafélags Réttarholtsskóla fyrir útsaum, hafði ný-
lokið við að þvo upp eftir sorglega en saðsama
sunnudagsmáltíð þegar hún heyrði i þyrlu yfir
húsi sínu. Nágranni hennar, Friðbjöm Marteins-
son, varð vitni að atburðunum. „Þeir renndu sér
á köðlum niður úr þyrlunni og lentu á þakinu
hjá Gunnu,“ segir Friðbjöm. „Síðan sveifluðu
þeir sér fram af þakskegginu og inn um glugga á
öllum hliðum hússins. Á sama tíma og þeir lentu
á gólfinu komu fjórtán lögreglubilar að húsinu
auk einnar sérútbúinnar Hummer-bifreiðar sem
fengin hafði verið að láni hjá Vamarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Þetta var rosalegt."
Yfirheyrslan
Guðrún var flutt í jámum i leynilega fanga-
geymslu Ríkislögreglustjóra í Maríubakka í
Breiðholti. Eftir miklum krókaleiðum náði Garri
sambandi við Guðrúnu seint í gærkvöld. Hér á
eftir fer bútur úr yfirheyrslu Ríkislögreglustjóra.
Lögreglumaður: Ert þú Guðrún Finnsdóttir
leikfimikennari?
nárateygjur
Guðrún: Já.
Lgrm.: Er það satt að þú stundir leikfimi og
leggir auk þess sérstaka áherslu á pólitískar
teygjur?
Guðrún: Pólitískar teygjur?
Lgrm.: Já.
Guðrún: Ég skil ekki...
Lgrm.: Þú er með frekar sérstæðar teygjur á
nára, er það ekki?
Guðrún: Jú, ætli það ekki.
Lgrm.: Já, þær eru hápólitískar. Kínverska
rikisstjórnin lítur þess vegna á þig sem óvin
ríkisins.
Guðrún: Hápólitískar teygjur?
Lgrm.: Reyndu ekki að láta eins og þú skilj-
ir ekki. Þú ert öfgamanneskja af verstu sort.
Austur á morgun
Guðrún: Ég hef ekki gert neitt af mér og fer
fram á að mér verði sleppt.
Lgrm.: Þér verður aldrei sleppt.
Guðrún: Ég vil allavega að þessar keðjur
verði teknar af mér.
Lgrm.: Keðjurnar verða teknar ef þú vísar á
aðra höfuðpaura í andófinu gegn kínverska rík-
inu.
Guörún: Andóf gegn kínverska ríkinu?
Lgrm.: Við vitum allt um samtökin.
Guðrún:
Samtökin?
Lgrm.: Þú
veist vel hvað
ég á við. Sam-
tökin! Vorfreyj-
umar!
Guðrún:
Áttu við leik-
fimihópinn
sem ég er í.
Leikfimihóp-
inn Vorfreyj-
umar?
Lgrm.: Við-
urkennirðu að-
ild að þessum
hópi?
Guðrún: Ég
er í leikfimi-
hópnum Vor-
freyjurnar, já.
Lgrm.: (kall-
ar) Stjóri, hún
brotnaði. Hún
er búin að játa. Komdu með framsalseyðublöðin.
Við sendum hana á morgun.
CyXrri
í flugtaki og lendlngu
Öryggiö fyrir öllu.
Rétt afstaða Flugleiða
Jón Sigurðsson hringdi:
Mér finnst viðkomandi ráðamenn
hjá Flugleiðum hafa bmgðist rétt við
varðandi óhappið við Ósló á sínum
tíma þegar flug við völlinn orsakaði
óróa hjá farþegum um borð. Nú hafa
þessir flugmenn sem þama áttu hlut
að máli hafið störf að nýju, en flug-
stjórinn gerður að aðstoðarflugmanni
a.m.k. um sinn og hinn heldur sinni
stöðu sem aðstoðarflugmaður. Einnig
er það rétt afstaða að knýja ekki fram
að flugstjóri sem stóðst ekki læknis-
skoðun fljúgi ekki sem slíkur, hvað
sem líður stóryrtum yfirlýsingum lög-
manns hans. Svona mál verða heldur
ekki leyst í dómsalnum, heldur með
læknisúrskurði. Flugleiðir eru því í
góðum málum hvað öryggisþætti fé-
lagsins snertir. Ekki bara í þessum
málum, heldur yfirleitt.
Hvar er 2. fl. kjötið?
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Hvað skyldi hafa orðið af 2. flokks
kjötinu sem áður var selt í matvöru-
verslunum mun ódýrara en annað
kjöt? Nú sést þetta kjöt hvergi. Allt
virðist geta verið á „tilboösverði", en
í raun er ekki um neitt tilboð að ræða.
Það er bara blekking, því tilboðið
reynist vera uppsprengt verð. Ekkert
„unnið“ kjöt eða kjötvörur eru á til-
boði þessa mánuðina. En fólk lætur
blekkjast auðveldlega. Ég hélt t.d. að
Nettó væri í ódýrari kantinum, líkt og
Bónus hér í Reykjavík. En í Nettó
virðist allt á „tilboði" en engu að síð-
ur rándýrt. Og svo varðandi þessar
„lækkanir" Hagkaupa - hvað varð um
þær? Ég sé ekki neina lækkun á mat-
vöru í þeim verslunum þessa dagana.
Engir hvítir í liðunum?
Þóra Stefánsdóttir hringdi:
Ég hef horft á
nokkra leiki í
knattspymunni
með ungum syni
mínum þegar tími
gefst. Það vekur
athygli mina að í
mörgum liðum
Senegalliöiö Ewópumanna og
brunar upp vlðar Þar sem
Engir hvítir menn hvítir menn eru í
í nQinu? forsvari eru ávallt
.. nokkir þeldökkir
líka. Sennilega keyptir vegna yfir-
burða fæmi. En í liðum Afríkuliðanna
hef ég ekki enn séð nokkum hvítan
leikmann. Þetta vekur furðu mina. Það
er eins og þeir í Afríkuríkjunum séu
með einstefnu í þessum málum; að
hafa ekki nokkum hvítan („ólitaðan")
mann í sínum liðum. Er hægt að kalla
þetta rasisma í reynd?
Fer aldrei í fangelsi
Hjördís Jónsdðttir skrifar:
Nú er allt á fullu í héraðsdómi
vegna Árna-málsins og opinber ákær-
andi segir ekki annað koma til mála
en að Ámi fái fangelsisdóm, í það
minnsta tvö og hálft ár. Ég segi: Það
má vel vera að hann verði dæmdur til
fangelsisvistar í þetta langan tíma, en
það mun ekki halda vatni nema fram
að hæstaréttardómi. Þar verður dómi
yfir vini okkar og fyrrverandi þing-
manni breytt í skilorðsbundinn dóm.
Ef þá bara nokkum. Það mun fyrr
íjúka þak af Alþingi eða bara Hæsta-
rétti áður en íslenskur þingmaður
verður settur í fangelsi. Ég er ekki að
óska Árna slíks, því hann er góð sál.
En svona er bara okkar „þjóffélag".
ÐV! Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.ls
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24,105 ReyKJavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.