Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 11
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
11
Skoðun
voga þér að tala svona til
mín. Ekki stjóma ég vísi-
tölunum," sagði ráðgjafmn
og skeUti á. Maðurinn
hlustaði undrandi á slitr-
óttan tóninn í símanum og
lagði síðan á. „Það er vist
sama hvort við lifum eða
deyjum. Það koma engar
milljónir,“ sagði hann við
konu sína.
Nokkrum dögum síðar
fengu þau bréf frá lögfræð-
með kröfu um hærra ið-
fyrir spuminguna. „Nei, þetta er
allt í lagi. Við hljótum að geta greitt
nokkur þúsund á mánuði fyrir allar
miiljónimar,“ sagði hann eyðilagð-
ur yfir að hafa traðkað á góð-
mennskunni með þessum hætti.
Konan lét hjónin hafa afrit af öll-
um blöðunum sem þau höfðu skrif-
að undir. Hjónin og hundurinn
fylgdu henni til dyra. Ráðgjafinn
leit á klukkuna og hún sagðist
þurfa að flýta sér. „Bæ,“ sagði hún
og háifhljóp í burtu.
„Voðalega lá manneskjunni allt í
einu mikið á,“ sagði maðurinn ást-
úðlega við konu sína og þau féllust
í faðma. Framtíðin beið þeirra full
af fyrirheitum um dijúpandi smjör
á hverju strái. „Er ekki lífið dásam-
legt,“ sagði maðurinn klökkur af
gleði.
reyndu að átta sig á því hve mikið
vantaði upp á 25 milljónimar.
„Hvað þýða þessir mlnusar aftan
við mánaðargreiðslurnar," spurði
konan. Maðurinn vissi það ekki en
taldi að þetta væri eitthvað í sam-
bandi við ávöxtunina. Eftir nokkrar
vangaveltur ákvað hann að hringja
í verðbréfafyrirtækið og leita skýr-
inga. Hann spurði eftir ráðgjafan-
um og var spurður um nafn og beð-
inn að bíða augnablik.
„Hún tekur ekki síma þessa dag-
ana,“ sagði röddin á símalínunni.
Það var farið að síga í manninn og
hann bað um einhvern sem gæti
skýrt yfirlitsblaðið. Eftir annað
„augnablik" kom loks maður i sím-
ann.
„Ég vil vita hvað þessir mínusar
þýða,“ sagði maðurinn. Sá sem varð
fyrir svömm var óþolinmóður þeg-
ar hann saði að mínusinn þýddi
auðvitað að ávöxtunin væri nei-
kvæð. „Peningarnir hafa rýmað,“
sagði hann. „Fæ ég þá ekki 25 millj-
ónir ef ég verð gamall?" spurði mað-
urinn. Hinn sagðist ekki mega vera
að þessu og kvaddi.
Hjónin skutu á skyndifundi.
Mínusamir þýddu að 10 þúsund
krónur sem þau reiddu af hendi
urðu að átta þúsund krónum á einu
ári. Hið áhyggjulausa ævikvöld
virtist vera tálsýn ein. Þau botnuðu
ekki neitt í málinu. Línurit ráð-
gjafans sem öll lágu til himins
stemmdu ekki við þessa niðurstöðu.
„En líftryggingin er þó í fullu
gildi,“ sagði maðurinn hug-
hreystandi. „Já,“ sagði konan og
þau þögðu það sem eftir lifði kvölds
og hvort hugsaði sitt.
Ráðgjafinn hringir
Næstu dagana vom þau döpur
enda var búið að taka af þeim ann-
aðhvort gullið eða grænu skógana.
Þau voru að byrja að jafna sig á
þessu og sætta sig við að dauðinn
einn gæti gert þau rík þegar síminn
hringdi. Maðurinn svaraði og kunn-
ugleg rödd ráðgjafans glumdi í eyr-
um hans.
„Hæ. Ég er að hringja út af líf-
tryggingunni," sagði hún. Maður-
inn var hissa og hann benti á að
ekki þyrfti neina umræðu um hina
farsælu líftryggingu þar sem hjónin
væru bæði ofar moldu.
„Það er komið upp smá vanda-
mál,“ sagði ráðgjafinn. „Vísitölurn-
ar hafa hækkað svo mikið að ég ætl-
aði að bjóða ykkur að hætta við
trygginguna eða lækka bótaupp-
hæðina til að sleppa við hærri mán-
aðargreiðslur," sagði hún og gamal-
kunnur málrómur sem bar keim af
ótæmandi góðmennsku tók sig upp
að nýju.
Manninum var nóg boðið. „Ertu
að segja mér að við fáum ekki
milljónir, hvorki lífs né
liðin? Var þetta allt
ósatt sem þú sagðir
gullið og
grænu skóg-
ana?“ spurði
maðurinn sár
og reiður.
„Þú
skalt
ekki
Tilhlökkun
Næstu mánuðina leið ekki sá dag-
ur að hjónin ræddu ekki um yfir-
vofandi sælutíð sem virtist vera sitt
hvorum megin við gröf og dauða.
Að vísu höfðu þau aðeins hrokkið
við þegar í ljós kom að 15 þúsund
krónur hurfu sporlaust út af Visa-
reikningnum mánaðarlega en það
var ekkert vit í að ergja sig á slíku.
Þetta voru peningar sem söfnuðust
upp á bankareikningi úti í bæ og
biðu þess að hjónin fullnægðu
samningnum annaðhvort með lang-
lífi eða ótímabærum dauða. Ráð-
gjafinn hafði nefnt að þau fengju yf-
irlit í pósti sem gæfi til kynna
hvemig sjóðurinn dafnaði á ör-
skotshraða. „Þetta er fljótt að safn-
ast upp,“ hafði hún sagt.
Daglega datt póstur inn um lúg-
una en lengst af voru það bréf sem
fólu í sér vonbrigði. Rafmagns-
reikningar, símareikningar, Visa-
reikningar og annað þesslegt bar
hæst.
Sjö mánuðum eftir heimsókn ráð-
gjafans kom síðan bréfið sem þau
höfðu beðið eftir. Yfirlit frá verð-
bréfafyrirtækinu tíundaði allar þær
greiðslur sem
runnið
höfðu í
sjóðinn
góða.
Hjón-
in
sett-
ust
niður
með
yfir-
litið
„Niðursagað og sérpakkað“
Ritstjórnarbréf
Óli Björn
Kárason
aöalritstjóri
Á stundum er nauðsynlegt að
rifja upp gamla tíma - þó ekki væri
til annars en auka vonina um að
þrátt fyrir allt muni hlutimir verða
lagfærðir. Þetta á ekki síst við þeg-
ar kemur að þvi að reyna að skilja
íslenskt landbúnaðarkerfi, en neyt-
endur hafa enn á ný horft upp á
varðmenn kerfisins grípa til vama
fyrir kerfið sjálf en ekki neytendur
eða bændur.
íslenskt þjóðfélag hefur gengið í
gegnum róttækar kerfisbreytingar á
undanfomum 10-15 árum - breyt-
ingar sem leitt hafa til stórkostlegra
framfara og bættra lifskjara. En
minni fólks er svikult og ungt fólk
sem ekki kynnist af eigin raun
þvingun og opinberri haftastefnu
tekur flesta hluti sem sjálfsagða.
Okkur hefur miðað vel á veg þó ým-
islegt sé óunnið frá því útsala á sér-
pökkuðu lambakjöti var hluti af
efnahagsaðgerðum ríkisstjómar
Steingríms Hermannssonar sumar-
ið 1989. Nú er sá tími sem betur fer
að baki að fjölmiðlar birti ljósmynd-
ir af starfandi fiármálaráðherra,
líkt og gert var þegar Ólafur Ragnar
Grímsson var á forsíðu Þjóðviljans
með sérpakkað lambakjöt.
í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar -
vinstri stjómar Steingríms Her-
mannssonar - um aðgerðir í efna-
hagsmálum 19. júní 1989 sagði með-
al annars:
„Einnig hefur verió ákveöió aö
bjóóa á nœstu 3-4 mánuöum sérunn-
ió lambakjöt á tilboósveröi. í þessu
felst aö kjöt í sérstökum umbúöum
veröur selt á 20-25% lœgra veröi en
annaö kjöt. Kjötiö veröur til sölu alls
staóar á landinu, þannig aö verö-
lœkkunin skili sér til allra lands-
manna. Kjötiö veröur niðursagað og
sérpakkaö í neytendaumbúðir og selt
i hálfum skrokkum. Frá veröa tekn-
ir þeir hlutar, sem ekki nýtast nema
í sérvinnslu."
Breyttir tímar?
Þegar yfirlýsing ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar um sér-
staka útsölu á lambakjöti (og það sér-
pökkuðu) er höfð í huga viröist
kjúklingamálið sem DV hefur greint
frá síðustu daga ekki vera sérlega
merkilegt. Að minnsta kosti eru
kjúklingar ekki hluti af efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar og lík-
legast dettur engum heilvita stjórn-
málamanni í hug að efna til sérstakr-
ar útsölu á landbúnaðarvörum á veg-
um ríkisins. Þó eru ekki nema þrett-
án ár síðan forráðamenn ríkisstjórn-
ar létu taka af sér sérstakar myndir
með lambakjötið í fanginu.
Fyrir þrettán árum gekk ríkis-
stjórnin hart fram í því að bjarga loð-
dýrarækt (gæluverkefni stjórnmála-
manna) og haft var í hótunum við
viðskiptabankana sem töldu sér ekki
fært að taka þátt í sértækum pólitísk-
um lífgunartilraunum. Fyrir þrettán
árum var reynt að hefia enn á ný rík-
isvæðingu atvinnulífsins. í sjávarút-
vegi var skipulega unnið að ríkis-
væðingunni í gegnum Hlutabréfasjóð
og aðra opinbera og hálfopinbera
sjóði. Forsjárhyggjan var við lýði og
eina hugmynd stjórnvalda til að
koma í veg fyrir atvinnuleysi var að
auka framkvæmdir á vegum hins op-
inbera. Þá mætti forsætisráðherra
glaðbeittur á aðalfund Vinnuveit-
„Einnig hefur verið
ákveðið að bjóða á nœstu
3-4 mánuðum sérunnið
lambakjöt á tilboðsverði.
í þessu felst að kjöt í sér-
stökum umbúðum verður
selt á 20-25% lœgra
verði en annað kjöt. Kjöt-
ið verður til sölu alls
staðar á landinu, þannig
að verðlœkkunin skili sér
til allra landsmanna.
Kjötið verður niðursagað
og sérpakkað í neytenda-
umbúðir og selt í hálfum
skrokkum. Frá verða
teknir þeir hlutar, sem
ekki nýtast nema í sér-
vinnslu. “
endasambands íslands og sagðist
geta tekið undir það að stjórnvöld
hafi á undanfórnum árum átt að gera
margt með öðrum hætti en gert var,
en hins vegar væri það billegt að
kenna ríkinu einu um þvi víða í þjóð-
félaginu hafi verið haldið óskynsam-
lega á málum. Og ekki sá ráðherrann
ástæðu til að horfa til landbúnaðar-
kerfisins, til offiárfestingar eða til
Sambands íslenskra samvinnufélaga.
Nei, Steingrímur beindi spjótum sín-
um til Vestmannaeyja og sagði:
„ Við höfum alls ekki lœrt aö taka á
þessum gífurlegu sveiflum sem fylgja
okkar atvinnusamsetningu. Viö höf-
um aldrei lœrt aö taka af toppunum
og reyna að geyma til erfiöu áranna.
Mér er til deemis sagt aö eftir mjög
góöa vertíö í Vestmannaeyjum nú, þá
fari þeir um landið og kaupi báta. En
þeir ætla ekki aö borga neinar skuld-
ir. Þeir ná í báta þar sem erfiölega
gengur og menn œtla aftur í lotteríiö
og treysta á að nœsta vertíö veröi
góö. “
Um svipað leyti og forsætisráð-
herra lét þessi orð falla bárust fréttir
um sívaxandi halla á ríkissjóði og
skuldasöfnun ríkissjóðs hjá Seðla-
bankanum. Og til að kenna öðrum
var forsætisráðherra Grænhöfðaeyja
boðið til landsins til viðræðna um
þróunaraðstoð íslands við eyjarnar á
sviði stjómsýslu og skatta. í frétt
Morgunblaðsins sagði meðal annars:
„1 viðræðum ráðherranna var tæpt á
nýjum þáttum í aðstoð íslendinga við
íbúa eyjanna. Steingrímur sagði að
meðal annars hefði verið samþykkt
að íslenskur sérfræðingur á sviði
skattheimtu héldi til Grænhöfðaeyja.
Einnig kom aðstoð tengd jarðhita á
eyjunum upp á borðið í viðræðunum.
Þá lýsti forsætisráðherra Grænhöfða-
eyja yfir áhuga á því að eyjaskeggjar
fengju aö kynna sér íslenskt stjórn-
kerfi og stjómunarhætti."
Bjartsýni
Þegar litiö er til sögunnar er
ástæða til töluverðrar bjartsýni.
Þrátt fyrir allt hafa vindar atvinnu-
frelsis fengið að blása. Líkt og nú
þykir það hjákátlegt að ríkisstjórn
efni til sérstakrar útsölu á sérpökk-
uðu lambakjöti, þá munu menn
gera góðlátlegt grín að þeirri stað-
reynd eftir fiórtán ár að ekki hafi
fengist leyfi til að flytja inn
kjúklinga og selja neytendum fyrir
hagstætt verð.
En breytingar undangenginna
ára hafa ekki komið af sjálfu sér.
Fyrir þeim hefur þurft að berjast og
aukið frjálsræði í landbúnaði mun
heldur ekki koma af sjálfu sér. Eins
og bent var á í leiðara DV síðastlið-
inn fimmtudag mun markaðsvæð-
ing landbúnaðarins ekki ná fram að
ganga á meðan varðliðar kerfisins
fara sínu fram án mikillar and-
stöðu.
Þær hömlur sem settar eru af
hálfu ríkisins á frjálsa starfsemi á
íslandi í stórum hluta efnahagslífs-
ins hafa verið framsæknum fyrir-
tækjum fiötur um fót og neytendum
og launþegum til tjóns, enda annars
vegar leitt til minni hagvaxtar en
ella og hins vegar til lægri launa og
hærra vöru- og þjónustuverðs.