Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Side 14
14 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 Helgarblað Tilkoma Europris á matvörumarkaði ýtir undir frekari samkeppni: Baráttan um brauðið haröa samkeppni viö þær lágvöru- verösverslanir sem fyrir eru á mark- aðnum. Af viðbrögðum keppinaut- anna má dæma að þeir eru hvergi bangnir við aukna samkeppni og taka henni fagnandi - eru í raun kok- hraustir eins og lesa mátti í DV í gær, þar sem Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði að þar á bæ mundu mennn aldrei gefa lægsta verðið eftir. En hvað hefur fjölgun þeirra sem flagga undir merkjum lágvöruverðs- verslana að segja fyrir hag neytenda? Hressir samkeppnina „Ég fagna alltaf nýjum aðilum sem koma inn á markaðinn því það ýtir hressilega undir samkeppnina sem aftur kemur neytendum til góða í HaukurLárus Hauksson blaöamaöur lægra vöruverði. Það hefur orðið mjög jákvæð þróun á íslandi í þá veru að íslendingar vilja ekki dýru búðimar. Gott dæmi er Nýkaup sem átti að vera „klassabúð" og hefur ef- laust verið það. Vöxturinn er allur í lágvöruverðsverslunum og það er vegna þess aö aðilar í verslun vita að meirihluti Islendinga beinir sínum viðskiptum þangað - einfaldlega vegna þess að þar er lægra vöruverð. Ég fagna nýjum aðilum á markaðin- um þó það fari svolítið í taugarnar á mér aö þeir geti ekki notað íslensk nöfn á búðirnar sínar,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, við DV. Jóhannes segir tilkomu Europris jákvætt merki um þá þróun sem er að verða í matvöruverslun. „Ég vil hafa sem mesta fjölbreytni á þessum markaði. Ég geng út frá því að menn séu í þessu til að græða en sam- keppnin spomar hins vegar gegn því að menn safni ofsagróða. Það hefur boriö á fákeppniseinkennum í mat- vöruversluninni og því er af hinu góða að tekið er spor í hina áttina. Því má ekki gleyma að við stöndum alltaf frammi fyrir því vandamáli að íslenski markaðurinn er mjög lítill. Þess vegna þarf að fara mjög gætilega og mikilvægi samkeppnisyfirvalda er aldrei meira en einmitt nú.“ Áformað er aö opna aðra Europris- verslun í Skútuvogi um miðjan ágúst en framhaldið ræðst siðan af móttök- um viðskiptavina. Og þar komum við að þvi sem mestu máli skipir í vexti og viðgangi verslunar, hvort sem hún er lágvöruverðsverslun eða ekki: Viðskiptavinurinn á siðasta orðið. Meö tilkomu Europris-verslunar- innar, sem opnuð verður á Lynghálsi 4 í dag, hefur enn ein lágvöruverðs- verslunin bæst í flóru slíkra verslana hér á landi. I fljótu bragði má nefna hátt í 10 slíkar verslanakeðjur en þar hefur farið mest fyrir Bónus, Nettó og Krónunni. Þá má einnig nefna Samkaup og Sparkaup, Gripið og greitt og Kaskó. Upphafið má rekja aftur til apríl 1989 þegar Jóhannes Jónsson opnaði fyrstu Bónusverslunina í Skútuvog- inum. Sú verslun var opnuð í kjölfar mikillar gjaldþrotahrinu á matvöru- markaði og nægir þar að nefna gjald- þrot Miklagarðs, Grundarkjörs og Víðis. Því þarf ekki að koma á óvart að svartsýni skyldi einkenna um- sagnir um tilraun Jóhannesar á sín- um tíma. Satt að segja biðu menn eft- ir að Bónus færi á hausinn. En reyndin varð auðvitað önnur eins og sagan sýnir og síðan hefur Bónus opnað hverja verslunina á fætur annarri um allt land og mælist enn með lægsta verðið í verðkönnunum DV og fleiri aðila. Lágvöruverðs- verslunin var einfaldlega komin til að vera. Ekki löngu eftir tilkomu Bónuss komu verslanir Nettós og skriðan fór af stað. Neytendur höfðu geflö tóninn; þetta vildu þeir. Beinharður sparnaður Tilkoma lágvöruverðslverslan- anna er áhrifamikill kafli í verslun- DV-MYND HARI Meiri fjölbreytni á matvörumarkaöi Ljóst er aö Europris, þaöan sem myndin er, fer í beinharöa samkeppni viö þær lágvöruverösverslanir sem fyrir eru á markaönum. Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtakanna, fagnar nýjum aðiium á markaönum því þaö hressi upp á samkeppnina. arsögunni sem fært hefur íslenskum neytendum ómældar upphæðir í beinhörðum sparnaði. Eftir á að hyggja var þetta eðlileg þróun á ferli sem hófst með tilkomu stórmarkaöa og um leið lægra vöruverðs en þekkst hafði hjá „kaupmanninum á horninu“. Drifkrafturinn var aukin hagræðing og lægra vöruverð og verður ekki gengið framhjá verslun- um Hagkaupa í því sambandi. Lág- vöruverðsverslanimar lækkuðu verðið hins vegar enn meira í krafti lágmarkstilkostnaðar í rekstri og hagstæðra innkaupa. Samkeppnin var meiri en íslenskir neytendur höföu átt að venjast og um leið lækk- aði kostnaðurinn við rekstur heimil- anna umtalsvert. Því til staðfestingar má nefna að DV sýndi nýlega fram á að fimm manna fjölskylda sparaði sem næmi 20.925 kr. í hverjum mánuði, eða 251.100 kr. á ári, með því að velja ódýrustu verslunina í stað þeirrar dýrustu við kaup á mat og hreinlæt- isvörum. Sú fjárhæð sem þannig sparast dugar næstum fyrir góðu sumarfrii erlendis fyrir alla fjöl- skylduna. Stór innkaupalager Með tilkomu verslunar Europris er sleginn nýr tónn 1 lágvöruverðs- verslun en vöruúrvalið verður, að sögn aðstandenda, meira en fólk hef- ur átt að venjast í hliðstæðum versl- unum. Verslun Europris hér er sú fyrsta sem er sett á laggirnar utan Noregs en þar má finna um 120 slík- ar verslanir. Þær eiga sameiginlegan lager sem kaupir inn vörur milliliða- laust alls staðar að úr heiminum. Verslanimar hér verða í innkaupa- sambandi við þær norsku og hafa að- gang að lager þeirra. Allar verslanir Europris era reknar með viðskipta- leyfi eða „franchise", þ.e. hver versl- un er rekin af sérstöku fyrirtæki. Auk lágs vöruverðs gerir inn- kaupasambandið við Norðmenn versluninni hér kleift að bjóða upp á „partí" af einstökum tilboðsvörum, þ.e. vörur sem fást á ákveðnu tilboði aðeins meðan birgðir endast og kannski ekki aftur. „Þetta er alveg ný tegund verslun- ar hér á landi, með geysilega mikið úrval af matvöru og sérvöru. Við verðum með stórar búðir og vöruúr- valiö verður mjög gott. Við munum bjóða sem lægst vöruverð en beinum spjótum okkar ekki að einum né neinum keppinaut, enda ný tegund af verslun á ferðinni," sagði Lárus Guð- mundsson við DV, en hann er einn aöstandenda nýrrar lágvöruverðs- verslunar, Europris. Auk hans standa þeir Ottó Guðmundsson og Matthías Sigurðsson að versluninni en Matthías verður framkvæmda- stjóri og mun annast daglegan rekst- ur. Gefa ekkert eftir Hvað sem einstökum útfeerslum líður er Ijóst að Eouropris fer í bein- Ausur til efnisflutninga á vinnusvœðum m Sýnlngartœkl á staðnum VÉlAVERt Lágmiílí 7 Keytjav/k Sími: 58* 2600 • Akoreyri Sími 461 4007 • www.velaver.is Álversyfirlýsing undirrituð Undirrituð var í gær viljayfirlýs- ing milli íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar og bandaríska álris- ans Alcoa um byggingu álvers á Reyðarfirði. „Þetta er stór dagur,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iönað- arráðherra þegar Scunningar voru undirritaðir. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Reyðarál, þannig að álver eystra geti risið sem fyrst með tilliti til umhverfis- mats. Fulltrúar Norsk Hydro og Alcoa hafa hins vegar ekki náð sam- an um málið. Svínaverð í lágmarki Skilaverð á svínakjöti til bænda hefur í sumum tilvikum upp á síðkastið farið niður fyrir 150 kr. og í slíkum tilvikum eru svínabændur að greiða talsverðar upphæðir með framleiðslu sinni. Algengt skilaverð er í dag i kringum 200 kr. á kg og þarf að hækka, að mati Kristins Gylfa Jónssonar, formanns Svína- ræktarfélags íslands. Hann segir milliliði og neytendur njóta þessa lága verðs, en síst bændur. Vilja flytja inn kjúklinga Hagkaup vilja flytja inn 300 tonn af kjúkling- um og lofar 30% verðlækkun. Þá færi kílóverðið úr 2.000 kr. niður í 1.300 kr. Kjúklingafram- leiðendur boða 10% hækkun á framleiðslu sinni og gera það í skjóli þröngs eignarhalds á mark- aði, segir Finnur Ámason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa. Á þriðju- dag auglýsti fyrirtækið útsölu á kjúklingum. Landbúnaðarráðherra segir það koma sér spánskt fyrir sjónir að tala um skort á kjúkling- um og auglýsa um leið útsölu. Banki í kjúklingum Búnaðarbanki íslands hefur verið mjög í sviðsljósinu þessa vikuna. Er það ekki síst vegna frétta DV af ítökum bankans í framleiðslu kjúklinga og í fóðurblöndunarstöðv- um. íslenskir framleiðendur hafa gagnrýnt þetta mjög, enda er Búnað- arbankinn kominn í lykilaðstööu á markaðnum sem eigandi fram- leiðslu fyrirtækisins Reykjagarðs og um leið einn helsti viðskiptabanki stærstu keppinautanna. Virðist sem eignarhald Búnaðarbankans í grein- inni sé farið að skapa mikinn vanda. íslendingur í Njarðvík Gengið var á þriðjudag frá samn- ingum um kaup á víkingaskipinu íslendingi hingað til lands, þar sem Reykjanesbær er forgönguaðili. Um 60 millj. kr. skuldum verður létt af skipinu með því að greiða þær upp eða semja út af borðinu. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri mun á næstu dögum halda utan að ná i skipiö sem í framtíöinni veröur ataösett í Njarövík. „Þetta verður sterk landkynning," segir Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.