Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 26
26 H e Iqg rb lað 3Z>"V‘ LAUGARDACUR 20. JÚLÍ 2002 Fjölbreytnin í fyrirrúmi Joanne Casella frá Bandaríkjunum og Lesley Bordolv frá VVales höfðu fundið sér fararskjóta til að ferð- ast á um svæðið. Eitthvað þurfti þó að lappa upp á þá en þær stöll- ur settu það ekki fyrir sig. Stúlkurnar í Mosverjum í Mosfells- bæ voru í „hæki" og þurftu að leysa þrautir á leiðinni. Hér mæla þær straumþungann í Brunná sem rennur í gegnum mótssvæðið. Mótsstaðurinn, umhverfis- og útilífsmiðstöðin Hamrar, dregur nafn sitt af klettabelti sem er ofan svæðisins. Það nýttu skátar til hins ýtrasta með æfinguin í sigi og klifri. DV-mvndir ÓK Ingbjörg í skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum lét sig gossa í slöngunni og hirti ekki um þó að hún yrði örlít- ið vot. Þá var bara að hella úr stígvélunum og fara aftur. Landsmót skáta 2002 á Akureyri: myndari rakst á þá á göngu fjarri mótssvæðinu í kyrrlátu skóglendi. Þeir sögðu skáta nokkuð stóran félagsskap í sínu heimalandi en ekkert á við það sem væri á íslandi. Inga Mosverji vildi ólm koma ljós- myndara DV í vinabókina sína, enda markmiðið að safna sem flestum vinum í þá góðu bók. Drífa er Ingu til aðstoðar við skriftirnar. Skátar hafa merkt vel alla þá við- burði og þá afþreyingu sem í boði er. Einnig hafa þeir merkt göngu- leiðir og víða má sjá skilti sem þetta. Skátar hafa nú dvalið á landsmóti sínu ofan Akureyrar síðan á þriðjudag og ýmis- legt sér til dundurs gert. Nokkurrar vætu gætti framan af mótinu en í gær var ræki- legur þurrkur og hlýtt og að vanda glatt yfir mótsgestum. Fjölbreytileikinn er allsráðandi á mótinu og sést það á hinum margvíslegu verkefnum og þeirri dægrastyttingu sem í boði er. Ljós- myndari DV fór á landsmótið og mátti hafa sig allan við til að fylgja eftir því fjölmörgu sem í boði er því skátar takmarka sig ekki 3. deild Klakks, Dreltar, byggði þetta reisulega hlið inn á tjaldsvæði sitt. Að sögn tók verkið tvo daga en mun ekki vera fullklárað - það vantar nefnilega turnana. við hið eiginlega mótssvæði heldur klífa kletta allt i kring, fara í gönguferðir um ná- grennið og inn í miðbæ Akureyrar, auk þess að sigla á tjörnum í Innbænum. Þá er einnig boðið upp á flúðasiglingar vestur i Skaga- firði og skoðunarferðir austur i Þingeyjar- sveit. Fátt virðist skátum óviðkomandi og þeir tengja díóður jafn vel og þeir síga í björg. Landsmótið stendur fram á þriðjudaginn 23. júlí og verður þá slitið þessu glæsilega móti sem þá hefur staðið í vikutíma. Jes Svendson frá Danmörku leið- beinir hér ungum og áhugasömum skátum um hvernig best sé að meðhöndla rafbúnað. Radíóskátar eru vinsælir á mótinu og voru krakkarnir að setja díóður og augu í lukkutröllin þannig að þau fengju glampa í augun. Jenný ur Vikverjum í Njarðvík var að bisa við að púsla í myrkrinu, þ.e. með húfuna fyrir augunum. Þær eru ýmsar, þrautirnar sem skátar þurfa að leysa. Alþjóðaþorpið er vinsæll áfanga- staður og þar er margt við að vera. „Snákar og stigar“ er vel þekkt spil en verður erfiðara þeg- ar spurningum um hin ýmsu mál- efni er bætt við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.