Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002
HelQcxrblað I>V
„Ég persónulega hef ekki þannig
reynslu af irkinu. Hef hingað til bara
notað það til að fylgjast með og spjalla
við fólk um daginn og veginn. Fjöl-
margir, kannski flestir, fara á irkið til
að ræða við aðra, vini sína og ókunn-
uga, um hin aðskiljanlegustu máleihi.“
En ekki má gleyma þeim sem eru
beinlínis í hættulegum hugleiðingum.
Menn hafa lært að misnota irkið - eins
og raunar flest annað undir sólinni - og
til eru úlfar í staffænni sauðargæru.
„Það hafa komið upp óþverramál
með bamaníðinga og aðra ofbeldis-
menn inni á rásunum. Karlmaður um
þrítugt reyndi til dæmis ítrekað í vor
að ná til fjórtán eða fimmtán ára stráka
gegnum þennan vettvang. Bauð þeim
heim til sín eða í sund með sér, bauð
þeim ókeypis klámspólur og jafiivel í
heimsókn til að horfa á klám með sér.
Ég tilkynnti lögreglunni um þetta en
hún getur bara nánast ekkert gert
svona fyrirfram nema hvatt fólk til að
sýna varúð. Vegna þessa og svipaðra
mála, sem farið var að bera á, fór í
gang átak á vegum yfirvalda í vetur
undir yfirskriftinni Öruggt spjall þar
sem vakin var athygli á þessu og böm
og foreldrar hvattir til að hafa varann
á. Það er mjög erfitt að rekja eða fylgj-
ast með svona úrþvættum og þess
vegna nauðsynlegt að fólk geri sér
grein fyrir þessu."
Tölvunörd og stoltur af því
Vatn streymir leið minnstrar fyrir-
stöðu og fólki er líkt farið. Það er vel
þekkt í vestrænu þjóðfélagi að bæði or-
sök og afleiðing framfara almennt er að
lífið verður sífellt auðveldara og væri
þar hægt að tiltaka allt frá sjónvarps-
kvöldverðum til netbankaviðskipta.
Maðurinn stendur nú á þröskuldi þess
að geta lifað lífmu, ef hann vill, án þess
að sjá nokkum tímann framan í aðra
manneskju. Á misjöfnu þrífast bömin
best, segir einhvers staðar og kann að
leynast sannleikskom í þeim orðum,
að minnsta kosti er ljóst að áreynsla og
þrekraunir innan skynsamlegra marka
hvers og eins gera hverjum manni gott,
þroska hann og þjálfa. Er irkið æski-
legt út frá þessu sjónarmiði? Ættu þeir
notendur irksins sem nota það vegna
hræðslu við hefðbundin mannleg sam-
skipti ekki annað hvort að leita sér
hjálpar eða bara bíta á jaxlinn og taka
skrefið í stað þess að eiga þess kost að
geta flúið á náðir irksins, aldrei tekist
á við fóbíu sína og með tímanum orðið
verr haldnir?
„Eins og ég segi: Ef allt annað er
vonlaust er þetta alla veganna einn
möguleiki. Fólk þarf þá ekki að vera í
algerri einangrun. Það má svo aftur
spyija hvort þetta sé endanleg lausn á
þeirra vanda eða skammtímaúrræði til
að brúa bilið á milli og búa það í hag-
inn fyrir eitthvað meira.“
Heimsendaspámenn kynnu aó segja
aó þessi tœkni gœti verið upphafiö að
því aófólk hœtti hara alveg aó hittast,
sitjiffekar hvert og eitt við sína tölvu og
foróist óþœgileg og fyrirhafnarsöm
mannleg samskipti eins og heitan eld-
inn...?
Bimbi glottir: „Jú, þetta hefúr maður
heyrt. En ég held að fólk þoli ekki enda-
laust að fela sig bak við texta. Hann
getur verið innihaldsríkur, haft mikla
merkingu og sagt mikið um fólkið en
það er karakterinn sem skiptir mestu
máli. Fólk reynir að sjá glitta í hann
gegnum orðin, lesa milli línanna.
Karakter er gerður úr svo miklu fleiri
þáttum en hægt er að lýsa eða lesa úr
orðum. Ég held þetta sé ekki raunhæf
mynd, nema þarfir, eðli og persónu-
leiki mannins komi til með að breytast
verulega. Ekki hægt að segja til um
það. Það játa líka flestir að útlitið gefi
fyrsta neistann og það skiptir jafnvel
mestu máli að margra mati.“
Hér áóan minntist þú á þá tilhneig-
ingu fólks aö „búa sér til sína eigin
ímynd". Er mikið um þaö á irkinu aó
fólk reyni aö vera eitthvað eóa einhver
sem þaó er ekki? Aftengi sigffá veruleik-
anum um leiö og þaó tengist inn á Net-
ió og láti drauma sína rœtast í augum
[sicj annarra?
„Ég hef orðið hissa við að hitta fólk
sem ég hef fram að því aðeins þekkt á
irkinu. Maður veit bara ekki hvort
ástæðna þess er að leita hjá fólkinu eða
manni sjálfum. Það er stóra spuming-
in. En í þeim hópi sem ég umgengst
vanalega eru flestir á sömu línu og ég,
það er nota sitt raunverulega nafri, eru
ófeimnir við að sýna myndir af sér ef
út í það fer og eru ekki að þykjast vera
eitthvað annað en þeir eru, hvorki
meira né minna. Svona taktar eru líka
óneitanlega háðir þeim takmörkunum
að samskiptin geta bara náð svo og svo
langt áður en upp kemst um heila
klabbið. Ef fólk hefúr áhuga á að hitta
einhvem tímann þann sem það er að
spjalla við getur verið bagalegt að hafa
komið sér upp öðm sjálfi með lygum,
hálfúm sannleika eða hálfkveðnum vís-
um. Ætlar fólk þá að fara að standa í
einhverri leiklist frammi fyrir bláó-
kunnugu fólki úti í bæ?“
Hljómar eins og handrit að róman-
tiskri gamanmynd, Fríða og dýrið á
tölvuöld: „Hún hitti draumaprinsinn á
Netinu en þegar hún sá hann breyttist
draumurinn í martröð." Gæti reyndar
líka verið hryllingsmynd, með sama
slagorði.
Þaó er mjög vinsœlt hjá svokölluöum
Jaóarhópum" í þjóðfelaginu að kvarta
af mismiklu tilefni yftr Jordómum" úr
öllum áttum. Veróió þió irkarar fyrir
einhverjum slíkum ófognuði?
„Jájá, ég er auðvitað irk-nörd,“ lýsir
Bimbi yfir kinnroðalaust. „Ég skrifaði
grein í Moggann í vor þar sem ég var
að kynna rásina okkar og segja fólki
frá þessu öllu saman. Skömmu síðar
kom frændi minn til mín og sagði:
Sæll, frændi, ég sá greinina þína.
Heyrðu, svo þú ert bara svona mikill
nörd?! En ég tek þessu létt og læt ekk-
ert á mig fá. Ég er tölvunörd og hef
alltaf verið það. Er bara stoltur af því,
kann að minnsta kosti eitthvað.“
Morðhótun á Þorláksmessu
Hvaó er þaö einkennilegasta sem þú
hefur lent í á irkinu?
„Seint á síðustu Þorláksmessu kom
dýrvitlaus maður inn á rásina sem ég
stjóma og var að rífa kjaft við allt og
alla, virkilega dónalegur. Ég henti hon-
um út en hann kom rakleiðis aftur inn,
valdi prívatspjall við mig og fór að ausa
yfir mig svivirðingum og hóta mér.
Meðal annars hótaði hann að limlesta
mig og drepa, sagði til dæmis að ég
skyldi ekki búast við því að vera lif-
andi þegar kæmi að því að opna pakk-
ana. Þegar hann spurði mig hvar ég
ætti heima var ég svo bláeygur að gefa
upp heimilisfangið mitt, hafandi ekkert
að fela frekar en fyrri daginn. Bjóst
líka ekki við að hann meinti mikið með
þessu og sagði honum bara að koma.
Kortéri seinna kom litli bróðir stráks-
ins á irkið og sagði mér að strákurinn
sem ég hafði verið að tala við og hafði
hótað mér lífláti væri akkúrat þá
stundina keyrandi heim til mín blind-
fúllur og dópaður. Manni stóð nú ekki
alveg á sama þá, komið fram á aðfanga-
dag, að vera að gá við og við út um
gluggann að kolbrjáluðum ofbeldis-
manni fýrir utan húsið. Mætti ég þá
frekar biðja um jólasveininn! En svo
fór nú reyndar svo að þeir komu hvor-
ugur.“
-fin
ÍTALSKUR ÚTIARINN - GRILL
TU sýnis i Smáralimi um htrlgim
YfirNn. á baó
Ntrgiaðmálai
hxxnia lit xem er
Htrgi aó leugia vtó gas
Tihmliö i
SHMarbmtaóinn
Ganiitm
Fleifi i$sk*t>*v °l
ljeng-0.r-aj.riit vathlahleg!
Uú l.ooo íssítáj>ur °g *-000 kehgurupnh
runni, « i ^rWk Ö—Ö.W WV*™'*
hef-ar far« fram úr okk-r vonum
Og vfS Jjökítuiu fráfc»ra.r viífökur. Til
J,eSSuM Mihla áhuga IteMur loha.sehíihg af voruM,
1.400 Íssftápar og 1.3,00 hehgúrupriR, lil Hndsins
uM Miíjah SeJ>leMfcer.
ÍÍOMCÍU slrax Meí BOINS Merhih þíh í XLkO
i fíópavogi e3a BYfeo á Slerárlorgi, Altureyri
og Merítlu þér íssháp eía Itehgúruprilt. vi? hofuM
SVo saMfcahi J>ega.r vörurhur ItoMa.
W@t
ALírtltn,! 1
:ni K<x<«voeur
Sfml. S64 0»t0
ÍKz sév'b hieira. Uhi leikíhh og vörurha.r á tíotííttíolsus
Verð 49.900, kr
KjmningtuvenI
Verð 69.900, kr
Kyimtngarvft'ó