Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Blaðsíða 36
AA HelQorbloö JOV LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 Sakamál Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Hörkulegir ástarleikir enduðu með ósköpum: Leyndardómar daunilla hússins Þegar tíð hvörf qleðikvenna af götunum voru orðin grunsamleg fór lögregluna að gruna að raðmorðingi gengi laus og svalaði óhuqnanlequm fqsnum sínum á aumum ftkl- um sem urðu að selja sig til að eiga fgrir daglegum skammti. Alqenqt var að konurn- ar þgrftu að kaupa eiturefni fgrir 100 doll- ara á dag. Þær voru ekki ídgrum flokki og þurftu þvímarga viðskiptavini til að vinna fgrir kaupinu sínu og voru ekki vandar að mannvali. Flestar voru þær á sakaskrá fgrir minni háttar afbrot og fæstar höfðu sam- band við fjölskgldu sína eftir að þær lentu á qötunni. Gleðikonur í bænum Ploughkeepsie hurfu hver af annarri á árunum fyrir aldamótin síðustu. í fyrstu var því ekki veitt mikil athygli þar sem fólk í þessari atvinnugrein kom og fór án þess að skýra frá breyt- ingu á högum sínum. Bærinn er við Hudsonfljót, um 120 km norður af New York-borg. Þar er flest í niður- níðslu og er staðurinn eftirsóttur af smáglæpamönn- um, eiturlyfjaneytendum og sölumönnum sem sjá lið- inu fyrir fíkniefnum. Aðalgatan er morandi af gleði- konum sem flestar eru flklar og þurfa mikla peninga til að fjármagna neysluna. Alls kyns flökkulýður hefst við í bænum og er mannlíf þar fjölbreytt og hættulegt og mála sannast að lögreglan er fyrir löngu búin að gefast upp á að halda uppi lögum og reglu þar. En það gerir staðinn aðeins enn eftirsóknarverð- ari fyrir smáglæpamenn. Fyrst hurfu þrjár gleðikonur af götunum og síðar fleiri og þær voru orðnar sjö áður en yfir lauk. Lög- reglan í bænum kallaði FBI til að aðstoða við að upp- lýsa kvennahvörfin og voru athugaðar ekki færri en 500 vísbendingar án árangurs. Allar konurnar sem hurfu voru þekktar á götum bæjarins. Allar utan ein voru hvítar á hörund, af Afr- íkukyni og áttu sameiginlegt að vera smávaxnar og pasturslitlar. Eins og títt var um konur í þessari at- vinnugrein í bænum voru þær heilsuveilar og illa út lítandi af fíkniefnaneyslu og óvelkomnum kynmök- um. Þegar tið hvörf gleðikvenna af götunum voru orðin grunsamleg fór lögregluna að gruna að raðmorðingi gengi laus og svalaði óhugnanlegum fýsnum sínum á aumum fíklum sem urðu að selja sig til að eiga fyrir daglegum skammti. Algengt er að konurnar þurfi að kaupa eiturefni fyrir 100 dollara á dag. Þær voru ekki í dýrum flokki og þurftu því marga viðskiptavini til að vinna fyrir kaupinu sínu og voru þær ekki vandar að mannvali. Flestar voru þær á sakaskrá fyrir minni háttar afbrot og fæstar höfðu samband við fjölskyldu sína eftir að þær lentu á götunni. Leitað var að líkum kvennanna á líklegum stööum með aðstoð hunda. Einnig var athugað hvort þær hefðu leitað á aðrar slóðir í leit að viðskiptavinum eða sætu í fangelsum fyrir einhver afbrot. Kafarar könnuðu botn fljótsins. Lögreglumenn spurðust fyrir um konurnar í húsum við miðbæinn þar sem helst var von til að einhver kannaðist við þær. En hvergi fannst tangur né tetur af horfnu gleöikonunum í Ploughkeepsie. Oft er mjög erfitt að hafa uppi á mönnum sem mis- þyrma gleðikonum eða myrða þær. Það er einkum vegna þess að þær fara með nánast hverjum sem vill eiga við þær viðskipti og eru sjaldnast nein önnur tengsl milli seljanda og kaupanda og fara kaupin fram á mismunandi stöðum. Eftir því sem fleiri kon- ur hurfu voru lögreglumenn vissari í sinni sök að sami maðurinn ætti sök á hvarfi þeirra en lengi vel voru þeir litlu nær um hver hann var. Böndin berast að viðskiptavini Undir áramótin 1999 bárust sögur um undirheim- ana að sölukonur ástarunaðar kvörtuðu undan manni sem beitti þær hörku og ofbeldi á meðan á atlotum stóð. Honum var lýst sem stórum og sterklegum blökkumanni sem barði þær jafnvel til meðvitundar- leysis og hótaði enn hroðalegri misþyrmingum á meö- an hann neytti aflsmunar á þeim og brjálaðastur var náunginn þegar kom að þeim punkti sem kynlífsfræð- ingar helgarblaðanna kalla fullnægingu. En orðróm- urinn um ofbeldisfulla blökkumanninn barst ekki til lögreglunnar fyrr en löngu eftir að allir I subbuhverf- unum vissu um athafnir hans. Kendall Francois var vel þekktur í melluhverfi Ploughkeepsie. Hann bjó í sjúskuðu hverfi í bænum. Þegar lýsing á honum barst lögreglunni fór að kvikna á perunni. Gleðikona var nýbúin að kæra hann fyrir að hafa þjarmað að sér á meðan á samforum stóð og þegar farið var að róta í kærum varð ljóst að fleiri konur, sem svipað stóð á fyrir, höfðu kvartað undan ofbeldi mannsins en kærunum var stungið undir stól, eins og svo mörgu öðru í þessum bæ. Þar sem lögreglan hafði engan annan grunaðan um raðmorðin var Kendall settur undir strangt eftirlit og fylgst með honum dag og nótt með aðstoð mynd- bandavéla. í heila viku aðhafðist hann ekkert sem gaf tilefni til handtöku. Á hverjum morgni ók hann móð- ur sinni til vinnu en hún er hjúkrunarkona á geð- veikrahæli. Að þvi loknu hélt hann beint í þær götur sem gleðikonurnar héldu sig og sýndu. Að viku liðinni var Kendall kallaður á stöðina og yfirheyrður. Hann svaraði öllum spurningum kurt- eislega og yfirvegað. Ekkert tilefni fannst til að úr- skurða hann í varðhald eða kæra fyrir eitt eða neitt. Þá var það áriðl999 að gleðikona ein kærði Kendall Francois fyrir árás og barsmíðar. Hún bar að hann hefði ekið á hvítum fjögurra dyra bíl að gangstéttinni þar sem hún var að falbjóða sig. Hún kannaðist við Kendall, hafði oft séð hann á þessum slóðum og fór upp í bílinn með honum. Hann kvaðst ætla að aka henni heim til sín. Þegar þangað kom fóru þau inn í svefnherbergi á götuhæð. Það þar þess merki að vera herbergi systur hans. Þegar inn var komið heimtaði maðurinn að gaman- ið skyldi hefjast strax en konan vildi fá peningana fyrst, að öðrum kosti yrði hann að aka henni heim án tafar. Þá brjálaðist maðurinn og barði hana og kastaði henni hálfmeðvitundarlausri á rúmið og hélt með annarri hendi kyrkingartaki um háls henni og barði hana með hinni og juðaði á henni á fullu skriði. Konan streittist ekki á móti þar sem hún bjóst við að þá myndi sá harðhenti sturlast enn meira og jafnvel ráða henni bana. Eftir að hafa lokið sér af róaðist of- beldismaðurinn og ók konunni aftur í lauslætishverf- ið og skilaði henni upp á gangstéttina þar sem þau hittust upphaflega. Hún kærði hann umsvifalaust. Lílianisleifar finnast Sagan um að raðmorðinginn væri fundinn flaug um og fyrr en varði voru blaðamenn og sjónvarpsbíl- ar komnir á vettvang og reyndu að komast sem næst húsinu sem Kendall bjó í ásamt foreldrum sínum og systur. Lögreglan lokaði götunni og hóf húsrannsókn. Francois-fjölskyldan var ekki vinsæl i hverfinu, þótti skrýtin og hús hennar draugalegt. Það stóð andspæn- is bálstofu þar sem útfarir fóru fram. Krakkarnir í hverfmu kölluðu það fýluhúsið, þar sem vonda rotn- unarlykt lagði frá þvi, eins og af sorphaug. í þetta sinn viðurkenndi Kendall að hafa misþyrmt gleðikonunni Christine Sala og bar að hún hefði ætl- að að hætta leiknum þá hæst bar en samt fyrir leiks- lok. Þá var hann spurður hvort hann vissi eitthvað um afdrif kvennanna sjö sem horfnar voru meö dul- arfullum hætti. Hann bað um að fá að sjá myndir af þeim. Kendall viðurkenni þegar að hafa myrt fjórar þeirra en var ekki alveg viss um hvort hann hefði iðkað helreið með þeim hinum. Eftir fleiri klukkustunda yfirheyrslur og játningar sagðist morðinginn vera hissa á að ekki hefði komist upp um hann fyrr. Þegar lögreglan hóf húsleit neituðu foreldrar Kendall er sterklega byggður maður og niikill um sig. Það fór lítið fyrir smávöxnum gleðikonum í faðmi hans og margar þeirra áttu þaðan ekki aftur- kvæmt. Kendalls og systir, sem öll bjuggu í húsinu, að vita neitt um morðin. Hins vegar sögðu þau að Kendall hefði sagt þeim að heil þvottabjarnarfjölskylda hefði drepist uppi á háalofti og stafaði ódaunninn, sem það- an barst, frá hræjunum. Húsið var allt í sóðalegu ástandi og kvikt af maur- um, músum og kakkalökkum. Óhrein matarílát fylltu eldhúsvaskinn og skíturinn lak um öll herbergi. Ekki virtist hafa verið skipt á rúmunum árum saman og daunninn var illþolandi. Kendall var beðinn að vísa lögreglumönnum á lík kvennanna sem hann myrti og var sagt að leit að þeim yrði ekki hætt fyrr en þau fyndust og væri auð- veldast fyrir hann að segja til þeirra strax. Þá brá svo við að morðinginn harðneitaði að hafa myrt konurn- ar og tók fyrri játningar til baka. En það var skamm- góður vermir því fimm lík fundust á háaloftinu. Þau voru á misjöfnu rotnunarstigi en öll illa farin og föt- in voru eins og druslur utan á rotnu holdi. í kjallar- anum fundust þrjú konulík til viðbótar. Áttunda lík- ið reyndist vera af aðkomugleðikonu sem enginn hafði saknað og hafði hún því ekki verið á skrá yfir týndar persónur. Leitað var um allt húsið en fleiri lík fundust ekki. Það var ærinn starfi að rannsaka likamsleifar kvenn- anna og komast að því hver var hver. En það tókst að lokum og ættingjar fengu líkin til greftrunar. Lífstíðar- og dauðadómur Kendall Francois var fæddur í húsinu þar sem lík- in fundust og ólst þar upp. Hann varð ftjótlega mikill á velli, hár og þykkholda. í framhaldsskóla lék hann amerískan fótbolta en gafst upp á námi 1989. Þá gekk hann í herinn, entist þar ekki lengi og varð að láta sér lynda láglaunastörf til að framfleyta sér. Um tima var hann húsvörður í skóla og þar kölluðu krakkam- ir hann „skítalykt" og bráðlega var hann rekinn fyr- ir ruddalega framkomu gagnvart skólatelpum. Þegar hann var handtekinn var hann atvinnulaus. Foreldrar og systir voru ásökuð um að hafa leynt glæpum Kendalls en töldust varla sakhæf vegna ástands þeirra og hirðuleysis. Þau báru að það hefði verið erfitt að kæra yngsta barnið á heimilinu og af- henda lögreglunni. Það hefði þýtt dauðadóm og að þvi vildu þau ekki stuðla. Eftir réttarhöld var Francois Kendall dæmdur fyr- ir átta morö að yfirlögðu ráði og til vara fyrir átta manndráp og eina líkamsárás. Dómsorðið hljóðaði upp á lífstíöarfangelsi. En örlögin tóku í taumana því eitt fórnarlamba Kendalls kvað sjálft upp yfir honum dauðadóm og fullnægir honum í fyllingu tímans. í fangelsinu þjáist raðmorðinginn af alnæmi og biður þar síns skapa- dægurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.