Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 HelQctrblctö DV 45 V Voðaverk í verbúð Pilturinn vísaöi því næst lögreglunni á verbúðina Regnbogann á Flateyri. Á dýnu í herbergi mannsins á efri hæö, einum af sjö vistarverum sem búið var í, fundu lögreglumenn látna konu sem lá á grúfu, klædda nær- buxum og brjóstahöldum einum fata. Trollgarnsspotti úr næloni var tvívafinn utan um háls hennar og svört rák eftir hann fyrir ofan barkakýli. Hún hafði verið kyrkt. Talið var að hún hefði verið látin í um hálfa til eina klukkustund. í skýrslum lögreglu segir að ekkert hafi þótt benda til átaka, húsgögn ekki oltið um koll og allt á sinum stað nema helst rúmföt í óreiðu. Húsakynni á efri hæð Regnbogans voru þannig að mati lögreglu að öll köll eða háreysti hlytu að hafa heyrst um húsið, veggir þunn- ir og lítið einangraðir en íbúar í næstu íbúðum höfðu ekki orðið nokkurs óeðlilegs varir um nóttina og morg- uninn áður en þeir héldu til vinnu. Sjö sarabandsslit Pilturinn og stúlkan áttu tæplega þriggja ára storma- samt samband að baki. Þau kynntust haustið 1975 og tók- ust strax með þeim náin kynni. Skömmu eftir áramót réð pilturinn sig á bát í Vestmannaeyjum og kom hún þangað um hálfum mánuði síðar. Sagði hún honum þá að flesta daga á meðan hún var ein í Reykjavík hefði hún verið við áfengisneyslu sem og haldið fram hjá honum og selt sig 45 ára gömlum manni sem hún nafngreindi. Slitnaði þá upp úr sambúðinni og hún fór aftur til Reykjavíkur. Pilturinn fór nokkrum dögum síðar í kjöl- far hennar, þau sættust og fóru að nýju til Eyja. Fljótlega kom þó aftur til ósamlyndis. Þau hittu mann nokkurn á götu sem bauð þeim til gleðskapar. Pilturinn afþakkaði boðið en hún þáði og fór með manninum. Þegar hún kom heim aftur sló pilturinn hana hnefahögg í andlit þannig að hún hlaut skurð á vör og daginn eftir átti hann mök við vinkonu hennar til að hefna sín. Varð þetta til þess að stúlkan kastaði sér í sjóinn og hugðist svipta sig lífí en hætti við á síðustu stundu vegna þess „hve vont bragð var af sjónum", samkvæmt lögregluskýrslu um at- burðinn. Fór hún síðan aftur til Reykjavíkur. Viku síðar fór pilturinn aftur á fund hennar til Reykjavíkur og sætt- ust þau þá öðru sinni en upp úr slitnaði á nýjan leik um jólin 1976. Hafði pilturinn þá öðru sinni mök við aðra stúlku. Fyrir áramótin sættust þau á ný og opinberuðu trúlofun sína í mars 1977. í júlí sama ár kom enn til mis- klíðar og samkvæmt frásögn piltsins lét stúlkan þá ölflösku vaða í höfuð honum og henti trúlofunarhring sínum út í buskann en sjálfur lét hann sinn í pant hjá leigubílstjóra. Tveim dögum síðar leitaði stúlkan sátta og keyptir voru nýir hringar. Ekki leið þó nema mánuð- ur þangað til ósætti kom upp á ný. Sló þá stúlkan hann með flösku í ennið svo talsvert blæddi en hann henti vasa í höfuð hennar. Enn tókust sættir og var þriðja sett- ið af trúlofunarhringum keypt. Sú sambúð stóð fram í desember 1977 en þá deildu þau enn, þó án þess að áfengi kæmi við sögu. Skildu þau þá i sátt og samlyndi. Laust fyrir páska 1978 hringdi pilturinn í stúlkuna þar sem hún var að vinna á Flateyri og spurði hvort þau ættu ekki að reyna aftur. Hún féllst á það, fluttist til hans til Reykjavíkur og vildi að hringar yrðu keyptir fjórða sinni en piltinum þótti það í of mikið ráðist. Friður ríkti þangað til í júli sama ár en þá deildu þau enn og skOdu í sjöunda og síðasta sinn. Sáust þau ekki aftur fyrr en 3. september, tveimur dögum áður en stúlk- an var öll, en fyrsta þess mánaðar kom hann til Hnífs- dals, þar sem stúlkan vann, frá Reykjavík með það fyrir augum að gera úrslitatilraun til að endurvekja samband þeirra. Hann kannaðist siðar við að hafa tvisvar hótað að drepa stúlkuna og síðan sjálfan sig, færi hún frá hon- um til annarra karlmanna. Pilturinn sagði þó enga al- vöru hafa fylgt ógnununum, frekar hefði verið um „ást- arjátningu“ að ræða. Ofbeldi og fjölbreytilegt kynlíf Á tímanum sem parið eyddi ýmist sundur eða saman henti það oft að þau beittu hvort annað ofbeldi. Pilturinn sagði stúlkuna oft hafa ógnað sér með hnífum og að minnsta kosti þrisvar sært hann með þeim. Bar hann ör á hægri upphandlegg af þeim sökum. Viðurkenndi hann einnig að hafa lagt á hana hendur. Hann sagði stúlkuna hafa verið afar kröfuharða í peningamálum og megnið af fé hans farið í að fæða hana og klæða þegar þau voru saman. Sjálfur hefði hann nánast gengið í lörfum. Hún var vægast sagt mjög virk kynferðislega og greindi hann frá því að hún hefði meðal annars haldið fram hjá sér með æskufélaga hans meðan þau voru að skemmta sér saman. Bestu vinkonur hennar vitnuðu sömuleiðis um að hún hefði margoft selt sig fyrir peninga og sjálf sagði hún piltinum frá því að hún og vinkona hennar hefðu einhverju sinni selt sig einum og sama manninum, bæði vegna spenningsins og eins vegna peningaleysis. Piltur- inn sagði sömuleiðis frá því að stúlkan hefði farið fram á það við hann að hann hefði samfarir við þessa vinkonu hennar og tvisvar heföi þaö komið fyrir að vinkonan hefði stigið nakin upp í rúm til þeirra. Stúlkan rak hana þá á brott þrátt fyrir að hafa áður sjálf stungið upp á því að þau færu saman í „þrihyrning" eða „tríó“. Önnur vin- konan sagði sömuleiðis frá því að hafa haft kynmök við stúlkuna þó hún segði að um „ölæðisverk11 hafi verið ræða og hún ekki borið ástarhug til stúlkunnar. Báðar sögðu vinkonur stúlkunnar hana hafa verið með Qölda karlmanna á þeim tíma sem hún og pilturinn voru ekki samvistum og sögðu meðal annars frá líkam- legum viðskiptum hennar við svertingja og Filippseying á Keflavíkurflugvelli einhverju sinni og hún hefði hald- ið fram hjá piltinum með svertingja meðan þau voru í sambúð. Þegar pilturinn innti þær eftir hvort stúlkan væri í tygjum við aðra karlmenn þrættu þær þó ávallt fyrir það. Vitni sögðu stúlkuna hafa fært þá skýringu fyrir veru sinni fyrir vestan að hún væri að reyna að losna við pilt- inn þó ekki hafi hún orðað sérstaklega að hún óttaðist hann. Hún sagði þó frá því að hann hefði oft lagt á hana hendur og sýndi ör í andliti því til staðfestingar. Heimsókn í Hnífsdal Þegar pilturinn kom tO Flateyrar 1. september til að reyna að hafa uppi á stúlkunni fékk hann vinnu í frysti- húsinu. Daginn eftir, á laugardegi, sagði samstarfsfélagi honum frá heimamanni sem hún hefði verið í slagtogi við um hríð. Sá kom á vinnustað piltsins á sunnudags- morgninum og þáði þá vín hjá piltinum. Af tilviljun hitt- ust þeir aftur í hádeginu og tóku síðan til við drykkju. Barst stúlkan þá i tal og afréðu þeir að heimsækja hana til Hnífsdals. Stúlkan brást reið við komu piltsins en leyfði honum þó að gista um nóttina og sváfu þau sam- an þá. Ekki orðaði hann nýja sambúðartilraun við hana þá. Á mánudagsmorguninn höfðu stúlkan og vinkonur hennar í hyggju að segja upp vinnunni og halda aftur til Reykjavíkur. Varð pilturinn þeim samferöa til Isaíjarð- ar. Höfðu stúlkumar áfengi um hönd og komu við á veit- ingastaðnum Mánakaffi þar sem stúlkan stríddi piltinum óspart að sögn vitna. Ekki var laust í flugi til Reykjavík- ur og ákváðu þá stúlkan og vinkonur hennar að fara til Flateyrar með piltinum og búa hjá honum þangað til hann hefði þénað nægilega mikið til að greiöa flugfar þeirra tii Reykjavíkur. Eftir viðkomu í húsi fyrrverandi kærasta stúlkunnar á Flateyri, þar sem hún og vinkon- Þriðjudagsmorguninn 5. september 1978 kom tæplega tuítugur piltur á heimili hrepp- stjórans á Flateyri, sagðist hafa orðið unn- ustu sinni að bana og óskaði eftir þuíað uerða færðurá næstu lögreglustöð. Hrepp- stjórinn hafði þegar samband uið lögregl- una á ísafirði. Þegar hún kom á staðinn uirtist pilturinn mjög miðursín og suaraði aðspurður huað hefði gerst: „Þetta átti ekki að fara suona.“ ur hennar drukku stíft en piltarnir ekki, héldu stúlkan og pilturinn yfir í verbúðina Regnbogann. Hann hafði þá beðið stúlkuna um að eyða með sér nótt og þau tækju síðan upp sambúð en hún ekki fallist á það. Áttu þau sið- an mök en sofnuðu um miðnættið. Kynlífsjátningar eftír sættír leiddu til átaka Klukkan sex morguninn eftir bankaði vinnufélagi piltsins á hurðina til að vekja hann til vinnu. Fór hann hvergi en tók þess í stað að þrábiðja stúlkuna um að taka saman við sig að nýju. Hún var treg til og sagði full- reynt. Að loknum kynmökum skipti hún hins vegar um skoðun og samþykkti að þau tækju aftur upp samband. Hófu þau næst að ræða saman um framtíðina sem og hvað þau hefðu tekið sér fyrir hendur þann tíma sem þau voru í sundur. Pilturinn sagði henni frá tveim stúlk- um sem hann hafði verið með en stúlkan taldi upp tólf menn sem hún kvaðst hafa haft samfarir við, þar á með- al svertingjana tvo og Filippseyinginn á Keflavíkurflug- velli. Enn fremur sagði hún honum frá kynmökum sín- um við vinkonur sínar. Við þetta varð pilturinn fjúkandi reiður og sló stúlk- una utan undir. Hún sló til baka og frekari átök spruttu upp í framhaldi. Hann tók hana þá hálstaki en hún reyndi að vega til hans með hnífi sem hann náði af henni og kastaði burt. Tók hann því næst snæri sem var utan um farangur hans, brá því um háls hennar og herti að. Þegar hann loks linaði takið heyrði hann soghljóð frá henni en gat ekki þreifað eftir púlsinum vegna þess hve skjálfhentur hann var. Hann settist miður sín á stól og beið í nokkrar mínút- ur en stúlkan bærði ekki á sér. Hann rauk því næst út og hélt til hreppstjórans til að gefa sig fram. Elskaði hana af einlægni Pilturinn fullyrti að hann hefði aldrei ætlaö sér að deyða stúlkuna, aðeins hræða hana. Hann hefði verið viti sínu fjær af bræði vegna játninga hennar um kynlíf sitt. Geðlæknar sem rannsökuðu andlegt ástand hans töldu hann sakhæfan en tóku fram að uppeldi hans hefði verið slæmt og félags- og tilfinningaleg aðbúð hans í bamæsku með eindæmum óheppileg. Heföi þetta staðið persónuleikaþroska hans mjög fyrir þrifum. Þeir sögðu einnig bersýnilegt af ummælum hans um stúlkuna að hann hefði elskað hana af mikilli einlægni en þau hins vegar átt fátt sameiginlegt nema kynmök, drykkju og dansskemmtanir. Átta ára fangelsi Hæstiréttur taldi ekki sannað að fyrir piltinum hefði fyrirfram vakað að svipta stúlkuna lífi. Hins vegar sagði dómurinn það atferli hans að bregða snæri um háls henni og herða að stórháskalegt og ekki hefði honum getað dulist að langlíklegast var að af því hlyti hún líf- tjón. Tekið var tillit til ungs aldurs piltsins og hann dæmdur í átta ára fangelsi. * C * f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.