Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2002, Page 38
> 46
He / c) a rb la cJ JO'V LAUGARDAGUR 20. JÚLf 2002
i ''' ^
Ókomin fomeskjan:
„Týnda“ Þursaplatan
Á myndinni sjást Þursar við vinnslu á „týndu'* plöt-
unni, sennilega er hún tekin vorið 1983. Frá vinstri:
Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson og Tómas M. Tóm-
asson.
Þótt íslensk popptónlist eigi sér ekki longa
sögu á hún sér gmsar goðsagnir sem poppá-
hugamenn skeggræða gfir uínglasi og kom-
ast sjaldan að einni niðurstöðu. Ein slík
goðsögn er „tgnda“ Þursaplatan. Skömmu
áður en Stuðmenn tóku upp þráðinn að ngju
sumarið 1982 hófu Þursar gerð fimmtu plöt-
unnar. Þeirri vinnu er ekki enn lokið og lík-
sinni styrk og hann náði að dekka einn
kvöldverð fyrir hljómsveitina á einhverju
kaffihúsi í Reykjavík," segir Egill Ólafsson,
söngvari Þursaflokksins, og útskýrir um leið
ástand sem margir listamenn kannast við.
„Það mætti enginn á tónleika með okkur,“
segir Tómas M. Tómasson bassaleikari og
tekur í sama streng og Egill: „Við vorum
kannski að spila fyrir fimmtíu manns á
hverjum tónleikunum á fætur öðrum og það
segir sig sjálft að þetta hefði aldrei getað
gengið." Sumarið 1982 fóru flestir Þursar í
Stuðmannafötin og gerð kvikmyndarinnar
Með allt á hreinu hófst. Stuðmannaæði var í
uppsiglingu.
legast Igkur henni ekki íbráð. £n hi/ers
uegna lauk hljómsveitin aldrei uið plötuna
sem er að sögn nánast fullkláruð?
Sú staðreynd að til er óútkomin Þursaplata
er gremjuleg, ekki síst fyrir þær sakir að á síð-
ustu plötu Þursa, Gæti eins verið?, var skö|):
unargleðin í hámarki og væntanlega hefur sú
gleði smitað gerð fimmtu plötunnar, alla vega
til að byrja með. Þeir höfðu sett á fót hljóðver-
ið Grettisgat nokkru áður og þar pældu þeir út
og suður í nýjum lögum.
En það var alltaf eilíft hark að vera Þurs og
tíðin batnaði ekki í upphafi níunda áratugar-
ins þegar íslendingar urðu allt í einu diskófrík
á einni nóttu. Og um svipað leyti kom Grease-
æðið sem bætti ekki úr skák. Hinn diskódans-
andi almenningur vildi fremur sökkva sér i
nostalgíuna og bömpa við plastbítið en að
pæla í framúrstefnulegri rokktónlist úr smiðju
Þursa. Plötur þeirra seldust að vísu ágætlega
en ísland var og er lítill markaður og hljóm-
sveitin gat ekki lifað eingöngu á plötusölu.
„Svona hljómsveit hefði einungis getað lifað á
styrkjum frá hinu opinbera. Við fengum einu
Afturhvarf til fortíðar
Eftir að tökum á kvikmyndinni lauk hófu
Egill, Tómas og Ásgeir Óskarsson trommari
vinnu við fimmtu Þursaplötuna. Þetta var
haustið 1982 og báru þeir þrír hitann og
þungann af vinnslu nýju plötunnar. Þegar
þörf krafði var hóað í Þórð Árnason gítarleik-
ara og Rúnar Vilbergsson fagottleikara en
bann hafði hætt í hljómsveitinni í maí 1980.
Að sögn Egils voru nýju lögin þyngri en á
Gæti éins verið? sem skýrir kannski þátttöku
Rúnars í hljómsveitinni að nýju. „Við vorum
kannski eilítið að hverfa aftur til upprunans á
fimmtu plötunni. Þetta voru átta lög sem viö
unnum að og öll voru þau í lengri kantinum
og flóknari en á plötunni á undan,“ útskýrir
hann. Platan átti að heita Ókomin forneskjan
og lögin voru flest eftir Egil. Meðal þeirra
voru Fjandsamleg návist II og Þórdís sem
bæði áttu eftir að rata á sólóskífur Egils, það
fyrra á Tifa tifa (1991) og hið síðarnefnda kom
út á hinni stórgóðu plötu Nýr engill í fyrra.
Lögin voru í mótun þegar Þursar héldu í
sína fimmtu og jafnframt síðustu tónleikaferð
um landið vorið 1983. Það var fátt nýtt undir
sólinni og líkt og áður fjölmenntu Islendingar
ekki á tónleika hjá hljómsveitinni. Líklega
hefur þetta áhugaleysi ekki hjálpað til þegar
leggja átti lokahönd á nýju plötuna en engu að
síður hélt hljómsveitin áfram að vinna í hljóð-
verinu og lögin voru smám saman að taka á
sig endanlega mynd. „í raun var platan nánast
fullkláruð," segir Egill. „Við áttum eftir að
hljóðblanda hana og bæta einhverju smávægi-
legu við.“
Menn urðu að eiga fyrir salti í grautinn og
því fóru Stuðmenn aftur i gang sumarið 1983
og fylgdu eftir gríðarlegum vinsældum Með
allt á hreinu. Nú var sannkallað Stuðmanna-
æði skollið á. Túrinn hófst áður en Þursum
tókst að ljúka við plötuna en að honum lokn-
um tóku þeir upp þráðinn að nýju. En nú voru
lögin „farin að eldast“, eins og Tómas orðar
það og greinilega farið að fenna í sporin sem
hljómsveitin hafði þegar tekið veturinn
1982-83.
Hljómsveitin hélt áfram að hittast af og til
en líklega ekki af sama eldmóði og áður ef
marka má orð Tómasar. Menn voru komnir á
kaf í önnur verkefni og þann 27. maí 1984 sam-
einaðist Þursaflokkurinn í hljóðverinu i sið-
asta sinn til að blása í glæðurnar. En platan
vildi einfaldlega ekki klárast. Hljómsveitin
spilaði á nokkrum tónleikum þetta vor og á
þeim voru flutt lög af hinni óútkomnu plötu.
Sennilega hefur hljómsveitin enn haft hugann
við verkefnið þá um haustið því myndbönd
voru gerð við tvö lög en líkt og platan hafa þau
aldrei komið almenningi fyrir sjónir.
Tveimur árum síðar stóð til að klára plöt-
una og útgáfufyrirtækið sáluga Grammið ætl-
aði að gefa hana út en allt kom fyrir ekki. Eg-
ill útskýrir afdrif plötunnar sennilega best:
„Menn höfðu þroskast frá þessu og það var
ekki hægt að blása lífi í þetta eftir öll þessi
ár.“
Endurkoma Þursa
Vonir manna glæddust óneitanlega í hitti-
fyrra þegar sú fregn barst til eyma að Þursar