Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 DV 7 Fréttir DV-MYNDIR E.ÓL Lukkulegir Kauphallarstarfsmenn Þóröur Friöjónsson forstjóri ásamt starfsfólki sínu í nýju höfuöstöövunum viö Laugaveg. Kauphöll ísland flutt í nýja glerhúsið við Laugaveg: Nokkuð öruggt að menn kasta ekki grjóti - segir forstjórinn og er lukkulegur með útsýnið Glæsllegt útsýni Líklega er á fáum stööum í Reykjavík glæsilegra útsýni en á skrifstofu Þóröar Friöjónssonar forstjóra. Þar má sjá iöandi umferöina fyrir utan, yfir austurbæ- inn og Sundin, meö Esjuna í bakgrunni. Starfsmenn Kauphallar íslands vinna nú að þvi að koma sér fyrir í nýjum og glæsilegum höfuð- stöðvum Kauphallarinnar að Laugavegi 180, nýja stóra glerhýs- inu við gatnamót Laugavegar, Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar. Fyrsti eiginlegi starfsdagurinn á nýja staðnum var í gær. Þórður Friðjónsson forstjóri segist ánægður með nýja húsnæð- ið og sér í lagi útsýnið. Þá sé líka kostur að nokkuð öruggt sé að menn kasti ekki grjóti úr gler- húsi. Þórður segir talsverðar breyt- ingar verða við flutninginn á nýja staðinn og unnið hafi verið að þeim á undanfomum mánuðum. „Það var stofnað eignarhaldsfélag um Kauphöllina og Verðbréfa- skráninguna í júní. Nú fiytjum við í þetta nýja húsnæði og hug- myndin er að Verðbréfaskráning- in flytji einnig hér inn á sömu hæð. Það þýðir aö þessi tvö fyrir- tæki geta átt með sér nánara sam- starf elns og stefnt var að með stofnun eignarhaldsfélagsins." Þórður segir starfsemi félag- anna tveggja skylda að því leyti að Kauphöllin sé á þeim endanum þar sem viðskiptin byija og Verð- bréfskráningin sér síðan um upp- gjörsmálin á hinum endanum. Margt í starfi félaganna sé þó þess eölis að hægt sé að ná fram auk- inni hagkvæmni og skilvirkni. Um 20 starfsmenn vinna nú hjá Kauphöll Islands og 10 em hjá Verðbréfaskráningunni. Þórður segir að ýmislegt sé í pípunum varðandi frekar þróun Kauphallarinnar. „Við höfum t.d. mikinn áhuga á sjávarútvegskauphöll og að leggja áherslu á sérstöðu íslands á því sviði. Ég geri mér vonir um að í framtíðinni geti verið eftirsóknar- vert fyrir erlend sjávarútvegsfyr- irtæki að skrá sig í kauphöll á ís- landi," segir Þórður Friðjónsson. -HKr. Vinstri grænir: Vilja stytta rjúpna- veiðitímann strax Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, mun í dag flytja þingsályktimartillögu um að umhverfisráðherra gripi tafar- laust til aögerða til verndar ijúpnastofninum og stytti veiði- tímann niður í einn mánuö. Stein- grímur vill að aðeins verði leyft að veiða ijúpuna í nóvember og skuli rannsóknir á viðgangi rjúpna- stofnsins efldar eins og kostur er og fylgst grannt með því hvort aukin friðun skili sýnilegum ár- angri. Áður en veiðitími hefjist haustið 2003 skuli metið hvort grípa verði til enn frekari aðgerða, svo sem sölu- banns eða alfrið- unar stofnsins um eitthvert árabil. „Með öUu er óviðunandi að því sé borið við haust eftir haust að ekki sé tími til aðgerða fyrr en að ári liðnu. í því sambandi er rétt að fram komi að flutningsmaður tillögu þessarar lagði fyrirspum fyrir umhverfisráðherra þegar í upphafi þings síðasta haust um hvort fyrirhugaðar væru aðgerðir til verndar ijúpunni. Því miður sá ráðherra sér ekki fært að svara fyrirspuminni fyrr en eftir að veiðitíminn var hafinn og var því þá eðlilega borið við að of seint væri að aðhafast nokkuð á því hausti," segir Steingrímur í grein- argerð með tillögunni. -BÞ Stelngrímur J. Sigfússon. Samband íslenskra sveitarfélaga: Efla hagsmuna- gæslu gagnvart Evrópusambandinu Aðalfundur Sambands islenskra sveitarfélaga samþykkti að vinna að stækkun og eflingu sveitarfé- laganna þannig að hvert sveitarfé- lag myndi heildstætt þjónustu- og atvinnusvæði og geti staðið undir lögbundinni þjónustu sinni. Til að ná því markmiði skal sambandið hafa frumkvæði að því að stofna til sérstaks samráðs milli sveitar- félaga á vettvangi sambandsins. Sambandið á að upplýsa sveitarfé- lögin um þróun erlendis sem get- ur haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra og möguleika þeirra til að nýta sér erlenda samvinnu. Einnig á Sambandið að efla hags- munagæslu sina gagnvart laga- setningarvaldi Evrópusambands- ins með því að byggja á hagkvæm- an hátt upp sjálfstæða hagsmuna- gæslu sem er markviss og fagleg. í stefnumörkuninni segir einnig að Sambandið skuli vinna að því að sjálfstjómarréttur sveitaifélag- anna sé virtur og að þau hafi sem mest frjálsræði til að haga ákvörð- unum og athöfnum með hliðsjón af staðbundnum aðstæðum og við- horfum. Stefnt skal að því að lög- gjöf sem varðar þjónustu sveitar- félaga verði sem frekast er unnt i formi ramma- og markmiðslaga í þeim tilgangi að auka svigrúm og sjálfsforræði sveitarfélaga. Sambandið á að vinna að því að skilgreina og einfalda verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, marka stefnu um formleg samskipti og samvinnu um málefni sem varða hagsmuni sveitarfélaganna og að saman fari ábyrgð á þjónustu, framkvæmd og fjárhag. Einnig að sveitarfélög h£ifi með höndum þá þjónustu við íbúa sína sem heppi- legt er að leysa með tilliti til stað- bundinna aðstæðna þannig að stuðlað sé að auknum gæðum í þjónustu við íbúana. Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga skal uppfylla það hlutverk sitt að draga úr að- stöðumun milli sveitarfélaga í landinu. Sambandið hvetur sveitar- stjómarmenn til þess að sinna vöktun og kynningu væntanlegra laga, reglugerða og Evróputilskip- ana á sviði skipulags- og umhverf- ismála, veita upplýsingar um væntanleg áhrif þeirra á stéufs- hætti og fjárhag einstakra sveitar- félaga og standa fyrir fræðslu um aðferðir til að hrinda þeim i fram- kvæmd. Einnig að taka virkan þátt i norrænu, evrópsku og al- þjóðlegu samstarfi sveitarfélaga á sviði umhverfismála og miðla upplýsingum þar um til íslenskra sveitarfélaga. -GG , _ I - : ...pottþétt ^ Laugavegur 118 -heppilegur staður!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.