Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
9
Smábátamenn reiðir þingmönnum og bæjarstjórnarmönnum:
Segja neyðarkall
sjómanna hunsað
DV-MVND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON
Frá fundinum
Fjölmennt var á aöalfundi Reykjaness, félags smábátaelgenda á Suörnesjum.
Alþingismenn og bæjarstjómar-
menn voru harðlega gagnrýndir á
aðalfundi Reykjaness, félags smá-
bátaeigenda á Suðumesjum, vegna
lélegra undirtekta við neyðarkalli
strandveiðisjómanna þess efnis að
loka takmörkuðu veiðisvæði við
Faxaflóa fyrir veiðum meö botn- og
flotvörpu.
Talsmaður félagsins, Jón Steinar
Konráðsson, segir að áhersla sé lögð
á þá staðreynd að um friðun sé að
ræða en svæðið er þekkt hrygning-
ar- og uppeldissvæði síldar, ýsu og
þorsks en einnig hafi svæðið verið
mjög mikilvæg veiðislóð strand-
veiðiflotans við Faxaflóa og á Suð-
umesjum. Jón Steinar segir að unn-
ið hafi verið markvisst að þessu
mikilvæga máli síðan í júni en þá
var farið af stað með kynningu og
undirskriftalista til manna sem
tengjast sjávarútvegi og voru við-
brögð allra mjög jákvæð enda feng-
ust 216 undirskriftir.
„Það liggur í augiun uppi að veið-
ar með nokkur þúsund hestafla vél-
um og 3-5 þúsund kílóa hlerum eiga
ekki mikla samleið með línu og
netaveiðum auk þess sem stórir tog-
arar geta farið hvert sem er en við
getum ekki farið neitt annað. Þegar
togararnir em búnir að fara um
svæðið fæst ekki bein úr sjó í marga
daga á eftir,“ sagði Jón Steinar.
Málið fékk hins vegar dræmar und-
irtektir hjá bæjarstjómar- og al-
þingismönnum því einungis 2 al-
þingismenn svöruðu neyðarkallinu
og bæjarstjórinn í Sandgerði tók
strax undir kröfumar, aörir sýndu
lítil viðbrögð.
Málið er nú komið í hendur
sjávarútvegsráðherra og mun
væntanlega fá umsögn Hafró og
fleiri aðila og sagði Jón Steinar að
þeir væru nokkuð bjartsýnir á
framhaldið. Fram kom á fundinum
að við Vestfirði og Húnaflóa er
mikil fiskgengd á grunnslóð og
voru menn sammála um að aðal-
ástæðan væri sú að togveiðar eru
bannaðar fyrir innan 12 sjómílur.
Eins væri í Færeyjum, þar eru all-
ar togveiðar bannaðar á grunn-
slóð. Á fundinum voru alþingis-
mennirnir Hjálmar Árnason og
Sigríður Jóhannesdóttir og tóku
þau bæði undir sjónarmið smá-
bátamanna og nauðsyn friðunar
og að viðhalda öflugu lífi í útgerð
smábáta. Jóhann Geirdal var eini
sveitarstjórnarmaðurinn og taldi
hann augljóst að allir gætu staðið
saman að tillögum um verndun
fiska og sjávarbotns. -ÞGK
Kolkuós:
Byggja upp á
fornri frægð
Uppi em áform um að endumýja
og vernda hús í Kolkuósi í Skagafirði
og koma þar upp menningartengdri
ferðaþjónustu. Þetta mál hefur verið
í undirbúningi siðasta árið og áhuga-
mannafélag verið stofnað. Á dögun-
um komu þessir aðilar saman ásamt
fulltrúum frá sveitarstjórn Skaga-
fjarðar og sveitarstjóra en á fundin-
um var meðal annarra frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
íslands, sem er í stjórn áhugamanna-
félagsins ásamt þeim Skúla Skúla-
syni, skólameistara á Hólum, og Val-
geiri Þorvaldssyni.
„Við ætlum að bjarga þeim menn-
ingarsögulegu verðmætum sem
þarna em, varðveita þessa fornu
frægð; verslunarsöguna, og leggja
sérstaka áherslu á hrossaræktina,"
sagði Valgeir en auk þess að vera
helsti verslunarstaður landsins frá
alda öðli er frá Kolkuósi eitt frægasta
hrossakyn landsins, Kolkuósshross-
in. Húsin verða byggð upp og færð til
fyrra horfs. Samstarfið nær til Hóla-
skóla, Byggðasafns Skagafjarðar,
Vesturfarasetursins, Söguseturs ís-
lenska hestsins, Fornleifaverndar ís-
lands og fleiri en mjög margir aðilar
tengjast þessu máli. -ÞÁ
.. Hafnarfjörður:
Iþróttir barna
niðurgreiddar
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, og Friðrik Ólafsson,
formaður ÍH, skrifuðu í gær undir
samkomulag um niðurgreiðslur á
þátttökugjaldi barna yngri en tíu
ára. Innan íþróttabandalags Hafnar-
fjarðar starfa nú fjórtán íþróttafélög
sem öll bjóöa upp á starfsemi á sviði
íþrótta- og æskulýðsmála. Sam-
komulagið á að auðvelda forráða-
mönnum bama að gera þeim kleift
að taka þátt í iþróttastarfi óháð
efnahag. -aþ
■ i,
DV-MVND E.ÓL
Tóku bestu sumarmyndirnar
Vinningshafar í sumarmyndakeppni DV og Kodak Express tóku á mótu verölaunum sínum síöastliöinn föstudag.
Hjálmar S. Ásbjörnsson vann fyrstu verölaun og fékk Kodak DX- 3600 Easy Share myndavél. Önnur verölaun komu í
hlut Kristínar Marísdóttur og fékk hún Kodak Advantix T - 700. ísleifur A. Vignisson hafnaöi í þriöja sæti og tók á
móti Kodak Advantix T —750. Þátttaka í sumarmyndakeppninni vargóö sem endranær.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Um 1.200 frístunda-
húsalóðir skipulagðar
Orkuveita Reykjavíkur er að
leggja heitavatnslögn frá borholu á
Öndverðamesi að Ljósavatnsskóla
við Sogsvirkjun, en á svæðinu býr
allstór hópur fólks. Guðmundur
Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri
Grímsnes- og Grafningshrepps,
segir að í sveitarfélaginu séu um
1.800 sumarhús, sem margir vilji
nú kalla frístundahús, og sífellt
aukist þörfin fyrir heitt vatn þar
sem fólk sé almennt farið að gera
kröfur til þess aö geta keypt heitt
og kalt vatn, m.a. vegna heitra
potta, auk rafmagns. Nú þegar eru
viða heitir pottar við frístundahús,
en vatnið í hluta þeirra er hitað
með rafmagni. Liðlega 3.000 lóðir
eru nú þegar skipulagðar í hreppn-
um, eða mun fleiri en í nokkru
öðru sveitarfélagi á íslandi, og því
tilbúnar um 1.200 lóðir í dag.
Sveitarstjóri segir að afgreiðslur
bygginganefndar sveitarfélagsins
séu milli 60 og 70 á ári vegna frí-
stundahúsa, bæði nýbyggingar og
breytingar á húsum. Töluvert sé
einnig um eigendaskipti og ástæð-
ur þess séu fjölmargar. M.a. eldist
fólk og geti ekki notið dvalar í hús-
unum sem skyldi, og stundum
neyðir versnandi fjárhagur fólk til
þess aö selja. Hreppurinn undirbýr
nú sölu heilsárs íbúðarhúsa í ibúð-
arkjama. Sveitarstjóri telur þaö
ekki tiltökumál að sækja vihnu
þaðan til höfuðborgarsvæðisins,
þaöan sé um 10 mín. akstur til Sel-
foss og þaðan um 30 mín. akstur að
fyrstu umferðarljósum á Vestur-
landsvegi.
Á síðasta sveitarstjómarfundi
Grimsnes- og Grafningshrepps
voru lagðir fram reikningar sem
sveitarsjóður og skólasjóður
Ljósafossskóla hafa þurft að
greiða vegna vanefnda eins af
fyrrverandi kennurum við Ljósa-
fossskóla vegna símanotkunar svo
og reikningar vegna þrifa á íbúð-
arhúsnæði sem hann bjó í, alls um
100.000 krónur. Sveitarstjórn sam-
þykkti að Grímsnes- og Grafnings-
hreppur greiddi áfallinn kostnað
og jafnframt að fá lögmann sveit-
arfélagsins til innheimtu á áfolln-
um kostnaði. -GG
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
VW Polo Comfortline, 5 d.,
bsk.,
skr. 7/01, ek. 40 þús.
Alfa Romeo, 5 d., bsk.,
skr. 11/98, ek. 34 þús.
Verð kr. 890 þus.
Nissan Micra GX, 5 d., bsk.,
skr. 8/01, ek. 8 þús.
Verð kr. 1190 pús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---Y/M-----------—■
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeífunni 17, sími 568-5100
aleno W
. 6/98, ek
kr. 1030 þús.
on 4x4,
ús.
Ford Focus High-series,
bsk., skr. 11/99, ek. 36 þús.
Verð kr. 1220 þús.
Toyota Yaris, 5 d., bsk.,
skr. 6/01, ek. 32 þús.
Verð 950 þús.
Suzuki Grand XL-7, ssk.,
skr. 5/02, ek. 16 þús.
Verð kr. 2990 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.,
skr. 6/00, ek. 46 þús.
Verð kr. 1380 þús.
uzuki Jimny JLX, bsk.,
skr. 6/00, ek. 41 þús.
Verð kr. 1190 þús.