Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Page 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002
DV
Jack Straw.
Jack Straw hittir
íransforseta í dag
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, var væntanlegur til írans í
dag eftir aö hafa ferðast til Egypta-
lands, Jórdaníu og Kúvæt þar sem
hann hefur rætt íraks-málið við hátt-
setta embættismenn og reynt eftir
megni að afla stuðnings við fyrirhug-
aðar hernaðaraðgeröir gegn Saddam
Hussein. Búist er við að að Straw
hitti Mohammed Khatami, forseta
írans og aðra háttsetta embættismenn
á fundi strax í dag en stirt hefur ver-
ið á milli ríkjanna að undanfömu eft-
ir að íranar höfðu neitað að taka við
nýjum sendiherra Bretlands, eða þar
til í síðasta mánuði. Sá sem tilnefndur
haföi verið, David Reddaway, var sak-
aður um að vera njósnri gyðinga og
var því hafnað. Málið var siðan í bið-
stöðu í sjö mánuði og á endanum var
Richard Dalton skipaður sendiherra í
Teheran og er hann í fylgdarliði
Straws sem er í sinni þriðju heimsókn
í Teheran síðan 11. september.
Lög sett á hafnar-
verkbann í BNA
Bandarískur alríkisdómstóll hef-
ur orðið við kröfu Bush forseta um
að setja 80 daga lög á verkbann
hafnaryfirvalda á vesturströndinni
til að hægt verði að hefja vinnu við
losun meira en 200 skipa sem beðið
hafa losunar síðustu tíu daga.
Dómari kvað upp úrskurðinn á
þeim forsendum að verkbannið
væri þegar farið að valda veruleg-
um skaða sem efnahagur landsins
þyldi engan veginn, en auk þess hafi
vöruskortur verið farinn að segja til
sín og ýmis viðkvæmur vamingur
legið undir skemmdum.
Lögunum er ætlað að gefa verka-
lýðsforystunni og vinnuveitendum
80 daga frest til að semja um sín mál
sem komin voru i hnút.
Minnir á Cole
Sprengingin í olíuskipinu Limburg viö
Jemen minnir á árásina á banda-
ríska herskipiö Cole í Aden.
Vísbendinga leit-
að í olíuskipinu
Jemenskir og franskir sérfræð-
ingar leituöu í gær að vísbending-
um sem gætu skorið úr um hvort
sprengingin um borð í olíuskipinu
Limburg á Adenflóa á sunnudag
heföi verið hryðjuverk eða óhapp.
Ráöamenn í Jemen segja að
sprengingin, og eldurinn sem fylgdi
í kjölfarið, hafi átt upptök sin í skip-
inu. Eigendur skipsins segja aftur á
móti að áhöfnin telji að lítill bátur
hlaðinn sprengiefnum hafi siglt á
Limburg þar sem það beið eftir að
vera fylgt inn til hafhar.
Fréttamaður Reuters sem flaug
yfir segir að skemmdimar bendi til
að árás hafi verið gerð á skipið.
Tólf ára telpa féll í áframhaldandi aðgerðum á Gaza:
Sharon ver næturárás-
irnar í Khan Younis
- segir þær hafa verið árangursríkar
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, varði í gær aðgerðir isra-
elska hersins á Gaza-svæðinu þar
sem sextán Palestínumenn lágu í
valnum og varaði um leið við frek-
ari aðgerðum á svæðinu þrátt fyrir
harða gagnrýni alþjóðasamfélagsins
og auknar áhyggjur bandarískra
stjórnvalda.
Hann notaði þó tækifærið til þess
að lýsa harmi sínum vegna falls
óbreyttra borgara í fyrrinótt, en
sagði það aöeins sanna að hryðju-
verkamenn væru hvergi óhultir
jafnvel ekki innan um óbreytta
borgara.
Palestínsk yfirvöld kölluðu aö-
gerðirnar fjöldamorð og fullyrtu að
allir sem létust auk þeirra áttatiu
sem særðust heföu verið óbreyttir
borgarar. Á móti fullyrði ísraels-
menn aö flestir hinna föllnu hafi
verið hryðjuverkamenn.
„Aðgerðimar voru árangursríkar
og herinn stendur sig vel,“ sagði
Sharon við fréttamenn í gær og
Ariel Sharon.
bætti að að aðgerðum gegn hryðju-
verkamönnum yrði haldið áfram.
„Ég harma það þegar óbreyttir borg-
arar falla en taka verður tillit til
þess að herinn notar öll tækifæri til
að stöðva hryðjuverkin," sagði
Sharon.
íasraelski herinn hélt áfram að-
gerðum í gær eftir næturárásimar á
Khan Younis í fyrrinótt og sögðu
palestínsk yfirvöld að tólf ára göm-
ul stúlka heföi verið skotin til bana
í bænum Rafah. Talsmenn ísraelska
hersins staðfestu að komið heföi til
skotbardaga í bænum eftir að
palestínskir byssumenn heföu hafið
skothríð.
Sjúkrahúsyfirvöld í Rafah sögðu
að stúlkan hefði orðið fyrir skoti úr
stórri hríðskotabyssu og hún heföi
látist samstundis. Sjónarvottar
segja að tveir skriðdrekar hafi fyrir-
varalaust hafið skothríð á hóp
óbreyttra borgara.
Jakob KeUenberger, forseti al-
þjóöanefndar Rauða krossins, sem
staddur er í ísrael, sagði í gær að
ástandið á heimastjórnarsvæðum
Palestínumanna væri skelfilegt og
heföi ekki verið verra síðustu 35 ár-
ið og að meira en helmingur þjóðar-
innar lifði við fátækt.
REUTERSMYND
Höfðinglegar móttökur
lain Duncan Smith, leiötogi breska íhaldsflokksins, viröist kunna aö meta móttökurnar sem hann fékk þegar hann
heimsótti ungmennamiöstöö í Bournemouth í gær. Stúlkan sem smellir kossi á leiötogann heitir Vicky Hopson og er
þrettán árá. íhaldsflokkurinn þingar í Bournemouth þessa dagana.
Sigur kannski dýrkeyptur
Svo gæti farið að
væntanlegur sigur
Pervez Musharrafs,
forseta Pakistans, í
kosningunum á
morgim geti reynst
honum dýrkeyptur,
að mati frétta-
skýrenda og stjóm-
arerindreka. Manréttindahópar og
vestrænir diplómatar segja að her-
inn hafi gert nánast aUt tU að
tryggja úrslitin fyrir fram.
Búist við meiri átökum
Stjómvöld á FUabeinsströndinni
eru að búa sig undir frekari átök
við uppreisnarmenn sem hafa
styrkt stöðu sína í borginni Bouake
sem þeir hafa á valdi sinu. Forseti
landsins segist aðeins ræða við þá
leggi þeir niður vopn.
Amerískur dáti drepinn
Tveir Kúveitar hófu í gær skot-
hríð á bandariska landgöngiUiða á
heræflngu í Kúveit og drápu einn og
særðu annan. Kúveiskur ráðherra
kaUaði þetta hryðjuverkaárás.
Lula aflar sér stuðnings
Hinn vinstrisinnaði Luiz Inacio
Lula da SUva, forsetaframbjóðandi í
BrasUíu, hefur aflað sér stuðnings
eins keppinauta sinna fyrir síðari
umferð kosninganna 27. október.
Hann gæti þar með verið búinn að
tryggja sér forsetaembættið.
Þingmenn fái meiri völd
Danskir jafnaðarmenn vUja að
þingmenn á Evrópuþinginu fái auk-
in völd tU að tryggja lýðræðislega
stjórnarhætti innan ESB.
Huntiey sakhæfur
Ian Huntley sem
hefur verið ákærð-
ur fyrir að myrða
skólastúlkurnar
Jessicu Chapman
og HoUy WeUs í
Englandi í ágúst er
sakhæfur, að mati
lækna sem hafa
rannsakað geðheUsu hans. Huntley
hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald tU loka nóvember.
Unnusta hans, Maxine Carr, er
einnig ákærð í málinu.
Kjörsókn fagnað
Indversk dagblöð lýstu í morgun
yfir ánægju sinni með 45 prósenta
kjörsókn í hinu umdeUda Kasmír-
héraði og sagði hana vera sigur yfir
ógnaröflunum sem reyndu að rugla
kosningamEU.
Lögregla engu nær um launmorðingjann í Maryland:
Almenningur ókyrrist
Lögregla sem leitar að leyniskyttu
sem hefur orðið sex manns að bana og
sært tvo í nágrenni Washington, höfuð-
borgar Bandaríkjanna, sagði í gær að
hún væri liUu nær um hver heföi ver-
ið þama að verki. Almenningur er far-
inn að ókyrrast vegna málsins.
„Erum við einhverju nær. Við von-
um það svo sannarlega," sagði Charles
Moose, lögreglustjóri í Montgomery-
sýslu í Maryland, sem stjómar leitinni
að leyniskyttunni.
Skólar i sýslunni voru undir
ströngu eftirliti lögreglunnar í gær,
daginn eftir að þrettán ára gamaU pUt-
ur var særður alvarlega þegar hann
kom i skólann sinn i Bowie.
Sjónvarpsstöðin CBS í héraðinu
haföi eftir heimUdarmönnum sínum
innan lögregluliðsins i gær að fundist
heföi skothylki í skóglendi nærri árás-
arstaðnum á frá því á mánudag. Þar
heföi einnig fundist tarot-spU með
Undir lögregluvernd
Lögregluvöröur er viö fjölda skóla í
grennd viö Washington DC vegna
skotárása leyniskyttu síöustu daga.
skUaboðum tU lögreglu frá byssu-
manninum.
Að sögn heimUdarmannanna voru
skUaboðm skrifuð aftan á spUiö með
myndinni af dauðanum og vom
svohljóðandi: „Kæri lögregluþjónn, ég
er guð.“
Talsmaður lögreglunnar sem
Reuters-fréttastofan haföi samband við
gat ekki staðfest frétt sjónvarpsstöðvar-
innar.
Gerald WUson, lögreglustjóri í
Prince George-sýslu, sagði fréttamönn-
um að lögregluvörður yrði við aUa
skóla þar tU ódæðismaðurinn heföi ver-
ið handsamaöur.
í öUum skólum á slóðum
skotárásanna var nemendum haldið
innan dyra og öUum útUeikjum og ferð-
um aflýst.
Byssumaðurinn er vopnaður öflug-
um riffli og hann hefur skotið aðeins
einu skoti á hvert fómarlambanna.
Arásum ekki afstýrt
Louis Freeh, fyrr-
um yfirmaður
bandarísku alríkis-
lögreglunnar FBI,
sagði í gær að leyni-
þjónustustofnanir
Bandaríkjanna
hefðu líklega ekki
haft nægUegar upp-
lýsingar tU að geta komið í veg fyr-
ir hryðjuverkaárásimar 11. septem-
ber í fyrra. Freeh sagði þetta við
vitnaleiðslu í þinginu.
Kramnik vann tölvuna
Vladimír Kramnik, heimsmeist-
ari í skák, hafði betur í þriðju
viðureign sinni við skáktölvuna
Deep Fritz. Sigur haföist eftir 51
leik. Kramnik hefur nú tvo og hálf-
an vinning í keppninni sem fram
fer í Persaflóaríkinu Bahrain.