Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Side 13
13 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 DV _______Þetta helst ■'fTrjirtm LTrr!73reT;i HEILDARVIÐSKIPTI 3.601 m.kr. Hlutabréf 2.442 m.kr. Húsbréf 608 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Búnaöarbankinn 931 m.kr. o SÍF 640 m.kr. Pharmaco 569 m.kr. MESTA HÆKKUN © Íslandssími 5,7% Q Búnaöarbankinn 2,1% Q Pharmaco 1,4% MESTA LÆKKUN © Marel 3,2% © SR-Mjöl 1,4% © Kaupþing 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.304 - Breyting 0,47% Krónan styrkist mest gagnvart dollar Frá því um áramótin hefur gengis- visitala krónunnar styrkst um 8,8%. Mest hefur styrkingin verið gagnvart bandariskum og kanadiskum dollara eða um 15,3% i hvoru tilviki. Gengi krónunnar hefur styrkst um 10,4% gagnvart japönsku jeni, 8,6% gagnvart sterlingspundi, 6,2% gagnvart evru og 6,1% gagnvart dönsku krónunni. Gengi krónunnar hefur veikst um 2,4% gagnvart norsku krónunni. Krónan veiktist mikið á haustmánuð- um síðasta árs og fór gengisvísitaia hennar upp í 151 stig. Krónan hefur aftur á móti styrkst það sem af er ári vegna mun betri þróunar verðbólg- unnar og viðskiptahallans en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Þannig hefur gengi krónunnar verið í kring- um 125-130 síðustu vikur. Morgundreifing Viðskipta- blaðsins efld Dreiflng Viðskiptablaðsins að morgni miðvikudags hefur verið stórlega efld með samningi við Morgunblaðið. Með samningnum tekur Morgunblaðið að sér alla dreiflngu Viðskiptablaðsins á höf- uðborgarsvæðinu og á Akureyri. Prá og með deginum í dag eiga því allir áskrifendur Viðskiptablaðsins á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri kost á því að fá Viðskiptablað- ið til sín í morgundreifingu að morgni útgáfudags. Öflugt dreifikerfi Morgunblaðs- ins tryggir útburð á Viðskiptablað- inu á miðvikudagsmorgnum til áskrifenda þannig að á höfuðborg- arsvæðinu á útburði að vera lokið kl. 7.00 og á Akureyri kl. 8.00. Stefnt er að því að útvíkka dreif- ingarsamstarfið þannig að það nái einnig til landsbyggðarinnar allrar þegar fram llða stundir. JP Morgan gefur út greiningu á deCODE JP Morgan hefur gefið út greining- arskýrslu á deCODE og er ráðgjöf þess hlutlaus sem er óbreytt afstaða frá síðasta verðmati. í greiningunni kemur fram að samningurinn við Merck breyti ekki í grundvallarat- riðum mati JP Morgan á væntri arð- semi deCODE og að ekki sé ástæða til að breyta fyrri afkomuspá upp á 1 dollara tap á hlut árið 2002 og 0,75 dollara tap á hlut 2003. Á hinn bóg- inn segir að samningurinn við Merck sé viðurkenning á skilningi deCODE á virkni gena og aðferða- fræði félagsins sem geti nýst til þró- unar nýrra lyfla. Þá segir að með samningnum hafi deCODE fundiö leið tU að markaðssetja gagna- grunnskerfi sitt (Clinical Genome Miner) án þess að veita of víðtækan aðgang að grunninum. JP Morgan spáir að tekjur félagsins nemi 73 milljónum dollara á næsta ári en fé- lagið sé vel í sveit sett tU að víkka út samstarfið við Merck og ná samning- um við fleiri stór lyfjafyrirtæki. Viðskipti Útlánavöxtur lífeyr- issjóða eykst á ný Útlánum lífeyrissjóða / janúar 1999 námu útlðn lífeyrissjóöanna til sjóöfélaga 40 milljöröum króna. MikUl vöxtur hefur verið í útlán- um lifeyrissjóða tU sjóðfélaga und- anfarin ár. í janúar 1999 námu útlán lífeyrissjóðanna tU sjóðfélaga 40 mUljörðum króna. Síðan hafa útlán- in tvöfaldast og námu þau tæplega 81 miUjarði króna í lok júlí 2002. Um þetta er fjaUaö í Hálf fimm fréttum Búnaðarbanka íslands. Þar kemur fram að um áramótin 2000/2001 fór vöxtur útlána á föstu verðlagi yfir 25%, hvort sem litið er tU síðustu þriggja, sex eða tólf mán- aða. Vöxturinn fór siðan lækkandi aUt fram tU mars í ár þegar þriggja mánaða vöxtur, umreiknaður á árs- grundvöU, fór niður í 8,6%. Síðan hefur vöxturinn hins vegar aukist og er kominn yfir 15%, hvort sem litið er tU síðustu þriggja eða sex mánaða. Þrátt fyrir aukinn útlánavöxt líf- eyrissjóða undanfarna mánuði, má lesa úr tölum Seðlabankans fyrir lánakerfið í heUd að heUdarútlán tU heimUa vaxi ekki með sama hraða og áður. Því virðist sem um tU- færslu sé að ræða frá bönkunum tU lífeyrissjóða, að því er segir í Hálf fimm fréttum. Samkvæmt tölum frá Seölabanka íslands námu brúttóskuldir heimU- anna 694,3 mUljörðum króna í árs- lok 2001. Skuldir heimUanna hjá líf- eyrissjóðum námu því 10,6% af heUdarskuldum þeirra. Sambæri- legt hlutfaU var 8,7% í lok árs 1999. GreiningardeUd Búnaðarbankans segir að aukna markaðshlutdeUd líf- eyrissjóðanna megi skýra með ýms- um hætti. í fyrsta lagi hafi flestir líf- eyrissjóðir hækkað hámarkslán sjóðfélaga fyrir nokkrum árum um aUt að helming, í 4 miUjónir króna. 1 öðru lagi hafi fasteignaverð hækk- að gríðarlega á síðustu árum sem þýðir aukna veðhæfni. I þriðja lagi bjóði lífeyrissjóðirnir mjög góð kjör á lánum, enda fylgi fasteignaveð lánsumsókn. Umsjón: Viðskiptabladiö Sameining EFA og Þróunar- félagsins samþykkt Hluthafafundir Eignarhaldsfé- lagsins Alþýðubankans og Þróun- arfélags íslands samþykktu á mánudag sameiningu félaganna. Sameinað félag ber nafn Þróunar- félags Islands en forstjóri verður Ásmundur Stefánssón, fráfarandi framkvæmdastjóri EFA. Félagið mun nýta fjárfestingabankaleyfi EFA. Hlutafé sameinaðs félags verður 2.441 miUjónir króna og kemur 55% í hlut fyrrum hluthafa EFA en 45% í hlut fyrrum hlut- hafa Þróunarfélags íslands. Sam- runi félaganna miðast við mitt ár 2002 en heildareignir félaganna samkvæmt samrunaefnahags- reikningi eru 11,8 milljarðar króna. Ljóst er að með sameining- unni verður til öflugri eining sem betur er í stakk búin tU að taka þátt í áhættusömum fjárfesting- um, sprotafyrirtækjum og um- breytingarverkefnum. Þá mun stærri eining að öðru óbreyttu gefa færi á hagkvæmari fjármögn- un og yfirstjórn. Gagnvart íjárfest- um felur stækkun félagsins í sér færi á að gera lægri ávöxtunar- kröfu tU sameinaðs félags en tU EFA og Þróunarfélagsins hvors um sig. Væntanlega mun seljan- leiki hlutabréfa sameinaðs félags sömuleiðis verða meiri. Investor Relation Magazine: Össur og Opin kerfi hljóta verðlaun Árlega veitir tímaritið Investor Relations Magazine skráðum fé- lögum viðurkenningu fyrir góð samskipti og góða upplýsingagjöf tU fjárfesta. í flokki stórra og með- alstórra fyrirtækja var Össur hf. hlutskarpast á íslandi (e. Best IR by a Icelandic Company) en sigur- vegarar í sams konar flokki ann- ars staðar á Norðurlöndunum voru Nokia í Finnlandi, TDC (Tele Danmark) í Danmörku, Norske Skogindustrier í Noregi og Telia í Svíþjóð. Verðlaunahátíðin fór fram í HolmenkoUen í Ósló að kvöldi 2. október að viðstöddum fuUtrúum frá skráðum félögum, kauphöUum NOREX og tímaritinu IR magazine sem stendur að hátíð- inni og sams konar hátíðum um allan heim. Investor Relation Magazine veitir viðurkenningu fyrir það hvemig skráð félög á hlutabréfa- Samtök atvinnulífsins fagna ábyrgu fjárlagafrumvarpi Stjórn SA lýsir í ályktun ánægju samtakanna með fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar. Hún leggur áherslu á mikUvægi þess að útgjalda- áætlunin vaxi ekki í meðfórum Al- þingis né verði langtímahugsun fmm- varpsins fómað, hvetur ríkisstjómina tU að koma böndum á útgjaldaþenslu heUbrigðiskerfisins og fagnar því að hreyftng sé á ný komin á einkavæð- ingu rikisfyrirtækja. „Frumvarpið einkennist fremur af langtimahugsun en þeirri staðreynd að kosið er tU Alþingis á næsta ári, sem lýsir sér vel í níu milljarða króna framlagi tU að laga skuldastöðu lifeyr- issjóðs ríkisstarfsmanna. Ráðgerður eUefu mUljarða króna afgangur er mjög viðunandi árangur í núverandi árferði. Stöðugleiki er nú aftur að nást í íslensku efnahagslífi og að- haldssemi í opinberum útgjöldum er mikUvæg forsenda þess að hann hald- ist,“ segir meðal annars í ályktun stjómar SA. Samtök atvinnulífsins lýsa einnig sérstakri ánægju með að hreyfing virðist á ný komin á framkvæmd einkavæðingar ríkisfyrirtækja, með viðræðum við hugsanlega kjölfestu- fjárfesta í ríkisbönkunum. „Það er löngu tímabært að þeim kafla einka- væðingarsögunnar ljúki og hér kom- ist á sambærUegt fyrirkomulag á fjár- málamarkaði við það sem ríkir í ná- grannalöndum okkar. Með einkavæð- ingu er stuðlað að virkari samkeppni og aukinni framleiðni í efnahagslíf- inu, sem aftur rennir styrkari stoðum undir batnandi lífskjör í landinu,“ segir í ályktuninni. markaði standa að upplýsingagjöf og samskiptum við fjárfesta. í fyrmefndum flokki fyrir íslensk félög voru Bakkavör og íslands- banki tilnefnd ásamt össuri. í flokki smærri fyrirtækja voru Flugleiðir og Opin kerfi tilnefnd og hlutu Opin kerfi verðlaunin. Fyrirtæki í flokki stórra fyrir- tækja eru fyrirtæki sem eru í úr- valsvísitölunni, en i flokki smærri fyrirtækja eru fyrirtæki utan úr- valsvísitölimnar. Tilnefningamar voru byggðar á viðtölum við ýmsa aðila á ís- lenska markaðnum, svo sem sjóðsstjóra og greiningaraðila. Að- alverðlaun kvöldsins, Grand Prix for Best Overall IR by a Nordic Company, voru í boði NOREX- samstarfsins. NOKIA hreppti þau verðlaun núna eins og á síðasta ári auk verðlauna í þremur öðr- um flokkum. Stafræn prentnn * STAFRÆNA PRENTSTOFAN LETURP R E N T Slðumúla 22 - Sími: 533 3600 Netfang: stafprentöstafprent.is - Veffang: www.stafprent.is Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Fundur fyrír foreldra nýnema Kyrmingarfundur fyrir foreldra nýnema verður fimmtudaginn 10. október kl. 20:00 - 21:30. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að skoða skólann og hitta umsjónarkennara, námsráðgjafa og stjórnendur. Dagskrá: Stutt ávörp rektors og námsráðgjafa, kór MH syngur, kaííl og kökur. Vonumst til þess að sjá sem flesta forráðamenn. Rektor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.