Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Qupperneq 20
20
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára_________________________________
Friðgerður Friðriksdóttir,
Bústaöavegi 77, Reykjavík.
Hörður Kristófersson,
Kópavogsbraut lb, Kópavogi.
80 Gra_________________________________
Brynjólfur Magnússon,
Bergþórugötu 41, Reykjavík.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Skólabraut 5, Seltjarnarnesi.
75 ára_________________________________
Eiríkur Sigurðsson,
Smáratúni 12, Keflavík.
Helga Guðmundsdóttir,
Gullsmára 7, Kópavogi.
Oddbjörg Ingimarsdóttir,
Vesturgötu 125, Akranesi.
Ólöf Bjartmarsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
Stefán Bergmundsson,
Lindasíðu 4, Akureyri.
Tómas Óskarsson,
Ránargötu 45, Reykjavík.
70 ára_________________________________
— Henning Finnbogason,
Ljósheimum 18,
"'i Eiginkona hans er Sigríöur
Jóhannsdóttir sjúkraliöi.
Afmælisbarniö verður í
óvissuferö í dag í boöi frú Sigríðar.
Blrna S. Krlstjánsdóttir,
Stórhólsvegi 5, Dalvík.
Garðar Þorgrímsson,
Selnesi 32, Breiödalsvík.
Halldóra Óiafsdóttir,
Sjávargrund 15, Garöabæ.
6Q.ára_________________________________
Ása G. Norðdahl,
Þrastarhólum 8, Reykjavík.
Guðmundur Davíðsson,
Hafnargötu 2, Siglufirði.
Jón Már Richardsson,
Heiðargeröi 8, Reykjavík.
Jónasína Pétursdóttir,
Uppsalavegi 18, Húsavík.
Sigrún Margrét Einarsdóttir,
Klettum, Selfossi.
50 ára_________________________________
Bertha Krlstín Jónsdóttir,
Fiskakvísl 14, Reykjavík.
Hrafnhlldur L. Baldursdóttir,
Bjargartanga 11, Mosfellsbæ.
Lidla Sigurjónsson,
Neöstaleiti 2, Reykjavík.
Líney Traustadóttir,
Svarfhóli, Borgarnesi.
Slgþrúður Slgurðardóttlr,
Álakvísl 55, Reykjavík.
4Q árg_________________________________
Erla SJöfn Jónsdóttir,
Birkiteigi la, Mosfellsbæ.
Fanney Ósk Ingvaidsdóttir,
Vogageröi 26, Vogum.
Guðjón Þorkelsson,
Funalind 3, Kópavogi.
Guðmundur Þröstur Björgvinsson,
Ásbúð 83, Garðabæ.
Gunnar Ólafsson,
Bólstaðarhlíð 27, Reykjavík.
Helga Björnsdóttlr,
Hraunbæ 60, Reykjavík.
Hrönn Elnarsdóttir,
Stapasíöu 21c, Akureyri.
Ingvl Júlíus Ingvason,
Álfaheiöi 9, Kópavogi.
Margrét Hulda Rögnvaldsdóttir,
Birkihlíö 14, Sauðárkróki.
Þorkell Traustason,
Foldahrauni 8, Vestmannaeyjum.
Þorvarður Æglr Hjálmarsson,
Þiljuvöllum 31, Neskaupstaö.
Andlát
Kristín GunnbJörg BJörnsdóttir, Brimnes-
vegi 22, Rateyri, lést þriöjud. 24.9. sl.
Útför hennar hefur þegar fariö fram.
Björg LllJa Jónsdóttlr, hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni, áöur Álagranda 8, Reykja-
vík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugard. 5.10.
Hjörtur Guðmundsson frá Lýtingsstöö-
um, Skúlalgötu 20, lést á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi 2.10.
Ásta Einarsdóttir, Bergstaöastræti 12a,
andaöist á itknardeild Landspítala,
Landakoti, mánud. 23.9. Útför hefur far-
iö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu
Jóhann Jón Jónsson, áður kaupmaöur,
Hvammi, Ólafsvík, síöast í Hvassaleiti
12, Reykjavík, lést fimmtud. 3.10.
Jóhann V. Gublaugsson lést á Hrafnistu
í Reykjavík sunnud. 6.10.
MIDVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002
DV
Ásthildur Helgadóttir
leikmaður ársins í knattspyrnu
Ásthildur Helgadóttir, verkfræö-
ingur og landsliðsfyrirliði, var kjör-
in leikmaður ársins í kvennaflokki
á lokahófi KSÍ á laugardagskvöldið
var. Þá var hún markahæst í úr-
valsdeildinni, ásamt Olgu Færseth.
Starfsferill
Ásthildur fæddist í Reykjavík 9.5.
1976 og ólst upp í Reykjavík fyrsta
árið, síðan í Lundi í Svíþjóð til
fimm ára aldurs, átti heima í
Reykjavik til átta ára aldurs en hef-
ur síðan búið í Kópavogi.
Ásthildur var í Snælandsskóla,
lauk stúdentsprófi frá MR 1996,
stundaði nám í byggingarverkfræði
við Vanderbilt University í Nash-
ville í Tennessee í Bandaríkjunum
og lauk þaðan verkfræðiprófi 2001.
Ásthildur vann m.a. í Skátabúð-
inni á sumrin og með skóla á ung-
lingsárunum. Hún starfaði á Verk-
fræöistofu Guðmundar og Kristjáns
sumarið 1999, starfaði hjá ístaki við
framkvæmdir á Reykjavíkurflug-
velli sumarið 2000 og vann á Teikni-
stofu Páls Zophaníassonar í Vest-
mannaeyjum sumarið 2001. Hún hóf
störf í febrúar sl. að námi loknu hjá
verkfræðistofunni Linuhönnun og
hefur starfað þar síðan, m.a. við
gerð knattspymuvalla.
Ásthildur hóf að æfa og keppa í
knattspymu með Breiðabliki er hún
var tiu ára og lék með félaginu til
1992, þar af með meistaraflokki frá
1991. Hún lék með meistaraflokki
KR 1993 og 1994, með Breiðabliki
1995, 1996 og 1997 og hefur leikið
með KR frá 1998. Þá lék hún með
knattspymuliði Vanderbilt Uni-
versity í Bandaríkjunum 1997-2000.
Ásthildur varð íslandsmeistari
meö Breiðabliki 1991, 1992, 1995 og
1996 og íslandsmeistari með KR
1993, 1998, 1999 og 2002. Hún varð
bikarmeistari með Breiðabliki 1996
og 1997 og bikarmeistari með KR
1999 og 2002.
Ásthildur lék með kvennalands-
liöinu í knattspymu, sextán ára og
yngri, 1991 og 1992, með landsliöinu
tuttugu ára og yngri 1993, 1994, 1995
og 1996. Hún hefur leikið fimmtíu A-
landsleiki, verið fyrirliöi A-lands-
liðsins frá 2000 og hefur skorað
fleiri mörk með A-landsliðinu en
nokkur annar leikmaður, alls
fimmtán mörk. Hún var valin efni-
legasti leikmaðurinn 1996, var
markahæst í úrvaldsdeildinni 1996,
var valin íþróttakona ársins við
Vanderbilt University 1998 og var í
All American-liðinu, liði ársins yfir
gjörvöll Bandaríkin 1998.
Fjölskylda
Systur Ásthildar eru Eva Bryndís
Helgadóttir, f. 19.5.1972, lögfræðing-
ur, búsett í Reykjavík, en maður
hennar er Stefán Þór Bjamason lög-
fræðingur; Þóra Björg Helgadóttir,
f. 5.5. 1981, landsliðskona í knatt-
spyrnu og nemi í stærðfræði við
Duke University í Bandaríkjunum.
Foreldrar Ásthildar eru Helgi
Viborg, f. 6.8. 1950, sálfræðingur, og
Hildur Sveinsdóttir, f. 7.1. 1948, fé-
lagsráðgjafi.
Ætt
Helgi er sonur Hreiðars Viborg,
klæðskera á ísafirði, Guðmundsson-
ar, trésmiðs á Flateyri og ísafirði,
Péturssonar. Móðir Hreiðars var
María Hálfdánardóttir, hreppstjóra
í Meiri-Hlíð, Örnólfssonar. Móðir
Helga Viborg er Jóna Helgadóttir.
Hildur er dóttir Sveins, flugstjóra
hjá KLM, Gíslasonar, alþingisfor-
seta, bróður Sveins á Fossi, fóður
Páls landgræðslustjóra og Runólfs,
sandgræðslustjóra, fööur Sveins
landgræðslustjóra. Gísli var sonur
Sveins, pr. og alþm. í Ásum, Eiríks-
sonar. Móðir Sveins var Sigríður
Sveinsdóttir, læknis og náttúru-
fræðings í Vík, Pálssonar og Þór-
unnar Bjamadóttur landlæknis
Pálssonar. Móðir Þórunnar var
Rannveig Skúladóttir landshöfð-
ingja Magnússonar. Móðir Gísla var
Guðríður, systir Páls, pr. og alþm. í
Þingmúla, langafa Róberts Arn-
finnssonar leikara. Annar bróðir
Guðríðar var Páll í Hörgsdal,
langafi Péturs Sigurgeirssonar bisk-
ups. Guðríður var dóttir Páls, pr. í
Hörgsdal, Pálssonar og Guðríðar
Jónsdóttur, systur Þómnnar, ömmu
meistara Kjarvals.
Móðir Hildar er Áslaug, systir
Sigrúnar, móður Stefáns Jóns Haf-
steins borgarráðsmanns. Bróðir Ás-
laugar er Dagfinnur flugstjóri. Ás-
laug er dóttir Stefáns Ingimars,
skipstjóra hjá Eimskipafélagi ís-
lands Dagfinnssonar, sjómanns í
Reykjavík, Jónssonar, b. í Hross-
holti í Eyjahreppi, Jónssonar.
Móðir Dagfinns sjómanns var
Sesselja Sigurðardóttir. Móðir Stef-
áns Ingimars var Halldóra Elías-
dóttir. Móðir Áslaugar var Júníana
Stefánsdóttir, trésmiðs í Reykjavík
Guðmundssonar. Móðir Júníönu
var Sigríður Þórólfsdóttir, b. í
Hjarðamesi á Kjalamesi Þórðar-
sonar, og Vigdísar Guðmunds-
dóttur.
Steinar S. Waage
kaupmaður
Steinar S. Waage kaupmaöur,
Kríunesi 6, Garðabæ, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Steinar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum á
Eiríksgötu 25. Hann lauk prófi frá
iðnskólanum í Árósum í Danmörku
og sveinsprófi í orthopædiskri skó-
smíði í Árósum 1955, stundaði
framhaldsnám i sömu grein í Gött-
ingen í Þýskalandi og tók próf það-
an í fótaaðgerðum innleggjasmiða
1956.
Steinar hefur stundað þessa iðn-
grein i Reykjavík frá 1956 og í sam-
bandi við hana rekið skóverslanir.
Steinar hefur starfað að félags-
málum unglinga i KFUM, var einn
af stofnendum KFUM-deilda í
Garðabæ og Langagerði og hefur
setiö í fjáröflunarnefnd KFUM og K.
Steinar hefur veriö starfað lengi í
Gideonfélaginu og verið formaður í
Gideonfélaginu í Garðabæ. Hann
hefur setið í stjóm Skókaupmanna-
félagsins, í stjóm Stofnlánasjóðs
Skó- og vefnaðarkaupmanna frá
upphafi.
Steinar var formaður Sjálfstæðis-
félags Garða- og Bessastaðahrepps
1969-70, hefur setið í skólanefnd
bama- og gagnfræðiskóla Garða-
bæjar og Iðnskólans í Hafnarfirði,
og enn fremur unnið nefndarstörf
fyrir Sjálfsbjörg, félag fatlaðra.
Einnig hefur Steinar verið í Rotary-
félaginu Görðum.
Fjölskylda
Steinar kvæntist 1.1. 1957 Clöm
G. Waage, f. 8.4. 1935, kaupmanni.
Foreldrar hennar voru Alma Niel-
sen, bóndi í Danmörku, og Georg
William Grimmer, skipstjóri í
Skotlandi.
Börn Steinars eru Óli Skarphéð-
inn Waage, f. 13.5.1957, kerfisstjóri í
Danmörku og á hann þrjú börn;
Elsa Waage, f. 18.2.1959, söngkona á
Ítalíu, gift Emilio De Rossi forstjóra
og eiga þau eitt bam; Snorri Waage,
f. 18.10. 1966, framkvæmdastjóri í
Garðabæ, kvæntur Kristínu Skúla-
dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau þrjú böm
Bræður Steinars eru Baldur
Waage, f. 12.8. 1935, d. 30.8. 1979, vél-
virki, búsettur í Keflavík, var
kvæntur Kristínu Waage, og átti
hann fjögur böm; Tómas Waage, f.
6.6. 1939, veggfóðrunarmeistari, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Guð-
rúnu Waage og á hann tvö börn;
Magnús Waage, f. 25.6. 1945, raf-
magnsverkfræðingur, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Kittý Waage og
á hann eitt barn.
Foreldrar Steinars voru Skarp-
héðinn Waage, f. 24.12. 1909, d. 24.7.
1987, verkstjóri í Reykjavík, og k.h.,
Málfríður T. Waage, f. 11.3. 1914, d.
13.12.1967, húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Skarphéðinn var sonur Magnúsar
Waage Guðmundssonar, b. í Mýrar-
húsum í Arnarfirði, og k.h., Himin-
bjargar Jónsdóttur húsfreyju.
Málfríður var dóttir Tómasar,
steinsmiðs og skósmiðs í Reykjavík,
Snorrasonar, sjómanns í Reykjavík,
Tómassonar. Móðir Málfríðar var
Ólafía Bjamadóttir, b. í Bakkakoti í
Seltjamameshreppi, Kolbeinssonar.
Móðir Ólafar var Margrét Illuga-
dóttir.
Laugardaginn 12. okt., frá 17 til
20, verður opiö hús hjá Steinari og
Clöru að Kríunesi 6. Vonast þau til
aö sjá sem flesta af ættingjum, vin-
um, kunningjum, og samstarfsfólki
og félagsvinum í gegnum tíðina.
Þeir sem vilja gleðja Steinar með
gjöfum er bent á að láta Gideonfé-
lagið eða Samband íslenskra
kristniboðsfélaga njóta þess.
Merkir Islendingar
Þórarinn Olgeirsson útgerðarmaður
fæddist 1. október 1883. Foreldrar hans
voru þau Olgeir Þorsteinsson og kona
hans Steinunn Einarsdóttir að
Valdastöðum.
Með fyrri eiginkonu sinni, Nancy
Little, dóttur Joe Little skipstjóra, átti
Þórarinn þrjú böm og eitt með seinni
eiginkonu sinni, Guðrúnu Zoega.
Þórarinn hóf ungur sjómennsku
þegar hann var ráðinn háseti á Agnesi
frá Reykjavik árið 1899. Hann vann á
ýmsum bátum eftir það. Árið 1909
útskrifaðist Þórarinn úr stýrimanna-
skólanum og var orðinn skipstjóri á
Eldeyjar-Hjalta. Fleiri skipum stýrði
Þórarinn, þ. á m. þrjú ár King Sol, einu
Þórarinn Olgeirsson
stærsta togara Breta fyrir seinni
heimsstyrjöldina, þangað til togarinn var
nýttur til hemaðarþarfa.
Þórarinn var umboðsmaður
íslendinga i ísviðskiptum í Bretlandi
um langt skeið, auk þess var hann
vararæðismaður íslands í Bretlandi
árið 1948 og ræðismaður árið 1954.
Þórarinn var sæmdur riddarakrossi
árið 1948 og stórriddarakrossi árið
1953. Auk þess kom Þórarinn að gerð
nýsköpunartogaranna.
Þórarinn var alla tíð mikill aflamaður
og dugnaðarmaður við öll sín störf fram
á elliár.
Þórarinn lést árið 5.8 1969, þá 81 árs að
aldri.
Jarðarfarir
Jóna Vilborg Jónsdóttlr, Kleppsvegi
134, Reykjavík, varö bráðkvödd á heim-
ili sínu 30.9. Útförin fer fram frá Foss-
vogskapellu 9.10. kl. 15.00.
Jaröarför Ásgelrs Áskelssonar vélstjóra,
Álfabyggö 5, Akureyri, fer fram frá Akur-
eyrarkirkju fimmtud. 10.10. kl. 13.30.
Hallfríður K.H. Stefánsdóttir ökukenn-
ari, Sogavegi 180, veröurjarösungin frá
Fossvogskirkju. 10.10. kl. 15.00.
Adda Sigríður Arnþórsdóttir, Dísarási
16, Reykjavík, veröur jarösungin frá
Grafarvogskirkju fimmtud. 10.10. kl.
13.30.
Benedlkt Þór Helgason veröur jarösung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtud.
10.10. kl. 15.00.
Anna Ingadóttlr, Hlíöarhúsum 3, Reykja-
vík, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstud. 11.10. kl. 15.00.