Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Gjaldþrot sænsku ferðaskrifstofunnar Traffic Europa teygir anga sína til íslands: Áfall fyrir íslenska flug- félagið MD Airlines - sem er í eigu Ingimars Hauks Ingimarssonar arkitekts Gjaldþrot sænsks ferðaskrif- stofufyrirtækis, Travel Europa Group, og dóttur- fyrirtækis þess, Traffic Europa, er verulegt áfall fyrir íslenska flugfélag- ið MD Airlines, MD Airlines er í eigu Ingimars Hauks Ingimarssonar ju-kitekts að hálfu en hinn helminginn á einmitt TrafFic Europa. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum námu viðskiptin við Traffic Europa um 30 prósentum af veltu MD Airlines. Velta MD Airlines, samkvæmt grein Frjálsrar verslunar frá því fyrr á árinu, mun nema „nokkrum milljörðum króna“. Er því ljóst að veltutapið skiptir hundr-uðum milljóna króna og að helmingur eign- arhlutsins í MD Airlines er í upp- námi. Samkvæmt heimildum DV mun Traffic Europa hafa skuldað MD Air- lines verulegar fjárhæðir við gjald- þrotið. MD Airlines er með íslenskt flug- rekstrarleyfi. Tiðindin af gjaldþrotinu í Svíþjóð hafa borist Flugmálastjórn sem átt hefur óformlegar viðræður við forsvarsmenn félagsins. Mjög stif- ar reglur gilda um skilyrði flugrekstr- arleyfis, þ. á m. eiginfjárstööu, en óvissa er um hana í kjölfar gjaldþrots Traffic Europa. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flug- málastjórnar, er beðið gagna frá MD Airlines svo meta megi stöðu félags- ins. Travel Europa Group, sem á Traffic Europa og systurfélag þess, Dest- ination Europa, lýsti yfir gjaldþroti fyrir rétti í Stokkhólmi á fimmtudag í liðinni viku. Hafði félagið, sem var brautryðjandi í lágfargjaldaflugi í Evrópu, átt í verulegum greiðsluerfið- leikum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september í fyrra. Samkvæmt sænsk- um dagblöðum hafði gjaldþrotið legið í loftinu um nokkurt skeið. Engu að síður seldi félagið í flugsæti og ferðir sem leiddi til þess að um 1000 manns urðu strandaglópar á ýmsum áfanga- stöðum og álíka margir kröfðust end- urgreiðslu fyrir keypta miða. Hefur málið vakið talsverða athygli í Sví- þjóð, ekki síst meö tilliti til réttar- stöðu viðskiptavina þess. MD Airlines hefur verið með 2-4 flugvélar í blautleigu, þ.e. með áhöfn, tryggingum og viðhaldi, og í farþega- flutningum fyrir ýmsa aðila. Sá MD Airlines m.a. um að fljúga með far- þega Traffic Europa frá Stokkhólmi til Alicante, Aþenu, Bologna, Palermo, Rómar og fleiri áfangastaða í sunnan- verðri Evrópu. Samkvæmt yfirliti Lánstrausts er Traffic Europa helmingseigandi að MD Airlines á móti Ingimar Hauki Ingimarssyni arkitekt. Samkvæmt sömu heimild mun eigið fé MD-flugfé- lagsins vera um 50 milijónir króna. Er því ljóst að rekstrargrundvöllur fé- lagsins hefur veikst umtalsvert við gjaldþrotið í Svíþjóð. MD Airlines er með aðsetur í Kópa- vogi. Starfsmenn félagsins eru um 100 en um tugur þeirra er hér á landi. Ekki náðist í Ingimar Hauk Ingi- marsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. -hlh Ingimar Haukur Ingimarsson. Kosið aftur í Borgarbyggð „Það eru mikil vonbrigði að málið skyldi fara svona en þetta var ekki 100% niðurstaða þar eð tveir af þrem- ur dómurum Hæstaréttar vOdu stað- festa dóm Héraðsdóms. Við göngum ótrauð til kosningabaráttunnar," segir Helga Halldórsdóttir, oddviti sjálfstæð- ismanna og forseti Borgarbyggðar um dóm Hæstaréttar frá í gær en sam- kvæmt honum ber að efna til nýrra kosninga í sveitarfélaginu. Forsaga málsins er sú að Framsóknarfélag Mýrasýslu kærði framgang kosning- anna og felldi félagsmálaráðuneytið þann úrskurð að kosningamnar væru ógUdar. Héraðsdómur dæmdi hins veg- ar kosningamar gUdar í september. í dómi Hæstaréttar segir m.a. að ranglega hefði verið farið með utan- kjörstaðaatkvæði og það hefði leitt tU ógUdingarinnar. Segir Hæstiréttur að við meðferð félagsmálaráðuneytisins á kæru framsóknarfélagsins hefði blas- að við aö utankjörfundaratkvæði með sams konar ágaUa hefðu ekki fengið sömu meðferð við talningu atkvæða í Borgarbyggð. Kosningar geta í fyrsta lagi orðið að fjórum vikum liðnum. -GG DV-MYND HARI Lífssaga KK Flestir þekkja KK (Kristján Kristjánsson) sem einstakan tónlistarmann sem hefur nokkra sérstööu hér á landi. KK er meö mikla lífsreynslu aö baki sem fáir þekkja til. Nú gefst kostur á aö lesa hvaö er á bak viö manninn því Einar Kára- son hefur skrifaö lífssögu hans og kom bókin út í gær. KK ætlar svo aö fyigja bókinni eftir meö útgáfu á plötu. Þeir félagar KK og Einar Kárason ræddu yfirleitt saman á Umferöarmiöstööinni og þar var bókin kynnt ígær. Á myndinni fær KK sér sopa af appelsíni meöan Einar Kárason les kafla úr bókinni. Þingsályktunartillaga um afnám virðisaukaskatts af barnafötum: Mjög freistandi leið - segir Bryndís Hlöðversdóttir. Almenn lækkun vsk vænlegri, segir Pétur Blöndal „Hátt hlutfall barnafata sem keypt eru erlend- is kemur ekki á óvart. Það er mjög freistandi leið að afnema virðisaukaskatt af bamafótum og barnavörum yfir- leitt og ég er já- kvæð gagnvart því. Þá yrði mikU söluaukning á barnafatnaði og í þessu fælist bein kjarabót fyrir bamafólk þar sem mjög dýrt er að eiga börn á íslandi. En áöur en ég samþykki að afnema virðisaukaskatt af bamafótum held ég að við verðum að skoða málið í stærra samhengi, líta á verðsam- setninguna hér á landi, hvort álagn- ing sé t.d. hærri hér en annars stað- ar eða eitthvað annað sem hefur áhrif á verðmyndunina," sagði Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, við DV vegna þingsályktunartiUögu og umræðu um afnám virðisauka- skatts af barnafótum og hátt hlutfall barnafata sem keypt eru erlendis. Bryndís var með fyrirspum á Al- þingi fyrir tveimur ámm um opin- ber gjöld á bamavörum, hvernig gjaldtöku væri almennt hátað af barnafótum, bamabUstólum, vögn- um og fleira sem barnafólk þarf nauðsynlega á að halda. Nú viU hún spyrjast fyrir um verömyndun á bamavörum, viU sjá hver hlutur op- inberra gjalda er og álagningin. „Það verður að skoða heUdará- hrifin af svona aðgerð. Bamafólk er fjölbreyttur hópur sem við verðum að beina athyglinni að. Þá á ég ekki aðeins við þá sem hafa lægstu laun- in heldur einnig hina sem hafa þokkalegar tekjur en eru í vítahring skulda sem fylgja því aö koma und- ir sig fótunum. Meira svindl „Ef menn vilja búa tU möguleika á meira svindli í skattkerfinu er sjálfsagt að taka virðisaukaskattinn. af vörum eins og barnafotum. Það má endalaust taka vörur sem sérstakir hópar þurfa á að halda eins og lífeyris- þegar og öryrkj- ar. En þá verður kerfið flókið og það galopnast leiðir fyrir mis- notkun og svindl. Því flóknara sem kerfið er og undantekningarnar fleiri því erfiðara verður að fram- fylgja lögunum og skattheimtunni. Svona tiUaga eins og fram hefur komið á þingi er ekkert annað en lýðskrum," segir Pétur Blöndal,. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Pétur bendir á að með sömu rök- um megi feUa niður skatt á bama- rúmum og taka ýmsa hópa í þjóðfé- laginu fyrir og veita þeim skattaaf- slátt, hópa sem eiga síður um sárt að binda en bamafólk. En um leið sé verið aö grafa undan skUvirkri innheimtu skatta. Pétur segir flóknara skattkerfi kaUa á meira og dýrara eftirlit af hálfu hins opinbera og á meiri vinnu og þar með kostnaðarauka í fyrirtækjum. Pétur segir þekkt að fólk leiti tU útlanda tU að losna viö háan virðisaukaskatt hér á landi. „Það er mun vænlegra að athuga, eins og ég hef margsinnis bent á, hvort virðisaukaskatturinn sé al- mennt ekki of hár. Lækkun virðis- aukaskattsprósentunnar er tilraun sem vert er að athuga en hún mundi bæta lífskjör þjóöarinnar í heUd sinni. En þá yrði að gera það mynd- arlega, t.d. með lækkun um 5 pró- sentustig. Hins vegar blasir sá vandi við að mæta yrði því tekju- tapi með niðurskurði og lækkun ríkisútgjalda," sagði Pétur. Pétur bendir á að skatturinn drepi niður ýmsa starfsemi í land- inu. Atvinnugreinar eins og ferða- þjónusta mundi t.d. græöa heilmik- iö á lækkun virðisaukaskattsins. -hlh Bryndís Hlööversdóttlr. Pétur Blöndal. Hafró veröi flutt Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður hefur lagt fram á Alþingi frumvarp tU laga um flutning Haf- rannsóknastofnun- ar frá sjávarútvegs- ráðuneyti tU um- hverfisráðuneytis. Bæjarins besta greindi frá. Öllum sagt upp Laugafiskur hf., dótturfélag Út- gerðarfélags Akureyringa, sagði upp öUum starfsmönnum i verk- smiðju sinni í Innri-Njarðvík í gær, samtals 21 starfsmanni. Ný ferðaskrifstofa Helgi Jóhanns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, hefur, ásamt fleirum, sótt um leyfi tU að starf- rækja nýja ferða- skrifstofu, Exit. Tap á kjúklingum Þrír af fjórum stærstu framleið- endum í kjúklingarækt töpuðu rúm- lega 600 miUjónum á síðasta ári. Tveir af stærstu framleiðendunum, Móar hf. og Reykjagarður hf., voru með neikvætt eigið fé um síðustu áramót. Þrefalt meira tap Þrefalt meira tap varð af rekstri deCODE fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabUi síðasta árs. Tap þessa árs nemur 113,7 miUjónum Bandaríkjadala, um 9,7 miUjörðum íslenskra króna. Tapið á sama tíma i fyrra nam 37,2 mUljónum dala eða um 3,2 mUljörðum króna. Vill refsitolla Jón Bjamason, þingmaður vinstri grænna, telur að tU greina komi að setja refsitoUa á innflutt sement tU að rétta við hag Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. RUV greindi frá. Endurgreiðslur Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur endurgreitt tæpar 63 miUjónir króna, samkvæmt lögum um tíma- bundna endurgreiðslu vegna kvik- myndagerðar sem sett voru fyrir tveimur árum. AUs hafa sex verk- efni fengið endurgreiðslu, flest er- lend. Mbl. greindi frá. -hlh helgarblað Prímadonnur I Helgarblaði DV á morgun verða viðtöl við tvær virtustu leikkonur íslands um þessar mundir. Annars vegar er það Elva Ósk Ólafsdóttir, sem fékk Edduverð- launin á dögunum fyrir leik sinn í Haf- inu, og hins vegar Edda Heiðrún Backman. Þær tala opinskátt um líf sitt og leikhúsið. í blaðinu verður einnig rætt við Viktor Amar Ingólfsson glæpa- sagnahöfund, fjóra TanjUa sem fá ís- lenskan ríkisborgararétt innan skamms og sagt fré. fyrstu ferðinni yfir Vatnajökul fyrir 130 ámm. Keppendur um titUinn herra Is- land verða kynntir, skyggnst í nýjar jólabækur og rætt við Katrínu Júlí- usdóttur frambjóðanda og Hauk Hauksson ekkifréttamann. iriTQl Rúv greindi frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.