Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2002, Síða 10
10
________________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002
Útlönd DV
REUTER&MYND
Hermenn í Bagdad
íraskir hermerm taka þátt í hátíöa-
höidum í Bagdad.
Vopnaeftirlits-
menn ferðbúast
Vopnaeftirlitsmenn Sameinuöu
þjóðanna búa sig nú undir að halda
til Iraks eftir að Saddam Hussein
forseti samþykkti að fara að ályktun
Öryggisráðsins um afvopnun.
Bandarísk stjómvöld hétu því að
beita hervaldi ef Saddam færi ekki í
einu og öliu að ályktuninni. Donald
Rumsfeld, landvarnaráðherra
Bandaríkjanna, sagði að ef til stríðs
kæmi vegna gjöreyðingarvopna
íraka myndi bandaríski herinn
ganga fljótt til verks.
Stærsta dagblað íraks, Babel sem
er undir stjóm eins sona Saddams,
sagði að hættan á stríði væri langt
frá því að vera liðin hjá.
Einn yfirmanna vopnaeftirlits SÞ
sagði i gær að hann myndi ekki til-
kynna Öryggisráðinu þótt vart yrði
við minni háttar og óvísvitandi
gleymsku af hálfu íraka við að
greina frá gjöreyðingarvopnum sín-
um. Það er þvert á stefnu Bush
Bandaríkjaforseta sem hefur sagt að
engin frávik yrðu liðin.
Mafíuforingi gaf
sig fram eftir að
hafa hlýtt á páfa
ítalskur mafiuforingi, sem var á
ílótta undan réttvísinni, gaf sig
fram við lögreglu í gær eftir að
hann hafði heyrt útsendingu á ræðu
Jóhannesar Páls páfa í ítalska þing-
inu um kristileg gildi.
Benedetto Marciante hafði verið
dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morð
og sjö ára fangelsi fyrir samneyti
við mafiuna. Hann fór huldu höfði í
höfuðborginni Róm.
„Hann varð svo hrærður af orð-
um páfa að hann gaf sig strax
fram,“ sagði lögmaður mafíósans.
„Skjólstæðingur minn er óbreyttur
maður og ummæli páfa um fjöl-
skyldugildi og mikilvægi þess aö
vera kristinn verkuðu á hann eins
og kraftaverk."
REUTERS-MYND
Pelosi brosir breitt
Demókratar í fuiltrúadeild Banda-
ríkjaþings völdu Nancy Pelosi frá
Kaliforníu sem leiötoga sinn.
Kona í forystu í
Bandaríkjaþingi
Blað var brotið í sögu Bandarikja-
þings í gær þegar demókratar í full-
trúadeildinni gerðu Nancy Pelosi
frá Kaliforníu að leiðtoga sínum.
Hún er þar með fyrsta konan til að
leiða flokk í þinginu.
Pelosi er 62 ára og þykir frjáls-
lynd í skoðunum. Hún ku þó vera
lagin við að byggja upp einingu inn-
an flokksins. Þá þykir hún dugleg
við að safna fé fyrir flokkinn. Pelosi
tekur við af Richard Gephardt sem
hefur áhuga á að verða forseti.
Ný valdakynslóð
tekin við í Kína
- Hu Jintao tekur við leiðtogahlutverkinu af Zemin
Hu Jintao, varaforseti Kína, var í
gær kosinn nýr leiðtogi kinverska
kommúnistaflokksins á lokadegi sext-
ánda flokksþings flokksins sem form-
lega lauk í Peking í gærkvöldi. Jintao,
sem er 59 ára, er þar með kominn í
forsæti níu manna valdastjórnar
flokksins, sem áður var skipuð sjö
manns, og hefur þegar tekið við emb-
ættinu af Jiang Zemin forseta sem far-
ið hefur með forystuhlutverkið síð-
ustu þrettán árin.
Þrátt fyrir ungan aldur á kínversk-
an mælikvarða hefur Jintao mikia
pólitiska reynslu, hann hefur um ára-
bil verið helsti samstarfsmaðm- Zem-
ins forseta og talið er líklegt að hann
taki við forsetaembættinu í mars nk.
og taki þar með við sem leiðtogi
fjórðu kynslóðar kínverskra kommún-
ista á eftir þeim Mao Zedong, Deng Xi-
aoping og síðan Zemin.
Af fyrrum sjö manna forystusveit
flokksins gáfu sex ekki kost á sér til
endurkjörs og þar á meðal þeir Jiang
Hu Jlntao.
Zemin forseti, Zhu Rongji forsætisráð-
herra og Li Peng, forseti þingsins. Er
Jintao því einn eftir úr gömlu
valdasveitinni. Sömu sögu er að segja
af 356 manna fyrrum miðstjóm flokks-
ins en þar gaf aðeins helmingurinn
kost á sér til endurkjörs.
Endurnýjunin er því mikil og í
raun orðin algjör kynslóðaskipti í yf-
irstjóm flokksins sem reyndar hefur
verið lengi í undirbúningi í kjölfar
aukinnar markaðs- og efnahagsupp-
byggingar í Kína.
Þó þeir gömlu hverfi nú á braut til
þess að hliðra til fyrir nýrri valdakyn-
slóð mun Zemin forseti ekki alveg
sleppa hendinni af valdasprotanum og
mun hann áfram fara með völdin í
kínverska hemum sem formaður her-
málanefndar flokksins en því embætti
fylgja mikil völd.
Stjórnmálaskýrendur telja að með
tilkomu Jintaos í valdastól muni
fylgja róttækar breytingar á
stjómarfari í Kina og að stjórn hans
munu beita sér fyrir enn frekari
markaðsvæðingu en þegar er orðin.
Þykir boðuð uppstokkun í
embættismannakerfinu renna undir
það stoðun en þar hyggst hann einnig
skipa yngri og menntaðri menn í stað
þeirra gömiu sem farið hafa með
völdin.
REUTERS-MYND
Dansarar blessaöir
Balíbúar efndu til sérstakrar hreinsunarathafnar í morgun á Kuta-ströndinni þar sem hryöjuverkamenn drápu hátt í tvö
hundruð manns í síöasta mánuöi. Meöal þeirra sem þátt tóku í athöfninni voru dansarar en áöur en þeir komu fram
þurfti aö blessa þá, eins og sjá má á þessari mynd. Þúsundir manna voru viöstaddar athöfnina.
Grunaður skipuleggjandi
Metzer-árásarinnar handtekinn
- gafst upp eftir langar samningaviðræður
Israelskar hersveitir handtóku í
gær Fatah-foringjann Mohammed
Naifeh, sem grunaður er um að hafa
skipulagt skotárásina á Metzer-
samyrkjubúið á sunnudaginn þar
sem fimm ísraelskir borgarar voru
skotnir til bana, þar af tvö börn fjög-
urra og fimm ára ásamt móður þeirra
sem reyndi að skýla þeim.
Naifeh var handtekinn þar sem
hann leyndist á heimili sínu i þorp-
inu Shweike í nágrenni bæjarins
Tulkarm á Vesturbakkanum en hús
hans var umkringt í innrás ísraelska
hersins í gærmorgun og Naifeh skip-
að í gegnum gjallarhorn að gefa sig
fram.
Hann var þó ekki á því og ekki fyrr
en fulltrúar mannréttindahópa höfðu
blandað sér í málið að Naifeh sam-
þykkti að gefast upp eftir nokkurra
klukkustunda samningaviðræður.
Frá Innrásinni í Nablus.
„Honum var lofað að verða ekki
gert mein ef hann gæfist friðsamlega
upp og við það var staðið þegar hann
loksins gafst upp,“ sagði talsmaður
ísraelska hersins.
Handtaka Naifeh fylgdi í kjölfar
öflugrar innrásar ísraelskra skrið-
drekasveita, studdum árásarþyrlum
og þotum, inn á Gaza-svæðið snemma
í gærmorgun en það var að sögn
palestínskra yfirvalda viðamesta
hernaðaraðgerð ísraelska hersins síð-
an yfirstandandi ófriður hófst fyrir
rúmum tveimur árum.
Að sögn sjónarvotta réðust meira
en fimmtíu skriðdrekar inn á As-
Sabra svæðið í nágrenni heimilis
Sheik Ahmeds Yassins, andlegs leið-
to'ga vopnaðs arms Hams-hreyfing-
arinnar, en ætlunin var að handa-
taka hann.
Þá var einnig ráðist inn á Nablus-
svæðið en þar var sautján ára
palestinskur piltur skotinn til bana
þegar skriðdrekasveit skaut á hóp
ungmenna sem kastaði að henni
grjóti.
mmm
CIA-morðingi líflátinn
Mir Aimal Kasi,
pakistanskur mað-
ur sem myrti tvo
starfsmenn leyni-
þjónustunnar CIA
árið 1993 í bræði
sinni yfir stefnu
Bandaríkjanna í
Mið-Austurlöndum,
var tekinn af lífi í Virginíu i nótt.
Vestra óttast menn hefndaraðgerðir
gegn Bandaríkjamönnum erlendis
vegna aftökunnar.
Árásirnar rannsakaöar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í morgunsárið lög um
óháða nefnd sem á að gera umfangs-
mikla rannsókn á hryðjuverkaárás-
unum í fyrra.
Dauðsföll í eldsvoðum
Tiu manns hafa látið lífið í elds-
voðum í Bretlandi frá því slökkvi-
liðsmenn hófu tveggja sólarhringa
verkfall sitt og hefur það skyggt á
viðræður brunaliða og stjómvalda.
Nær örugglega bin Laden
Starfsmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar segir nær öruggt að
það sé Osama bin Laden sem tali á
segulbandsupptöku sem arabisk
stjónvarpsstöð útvarpaði i vikunni.
Tæknigreining hafi leitt það í Ijós.
Maóistar drepa í Nepal
Uppreisnarmenn úr röðum
maóista í Nepal hafa drepið að
minnsta kosti 34 laganna verði í
tveimur árásum síðasta sólarhring.
Erdogan hittir forsetann
Recep Tayyip Er-
dogan, leiðtogi
flokksins sem sigr-
aði 1 þingkosning-
unum á dögunum,
hitti forseta lands-
ins að máli í morg-
un til að ræða um
hvem eigi að skipa
sem næsta forsætisráðherra. Búist
var við þvi að Erdogan myndi koma
með uppástungu á fundinum.
Vilja njóta góðs af Thule
Miakael Petersen, þingmaður Si-
umut-flokksins á Grænlandi og for-
maður utanríkis- og öryggismála-
nefndar þingsins, vill að Grænlend-
ingar fái eitthvað fyrir snúð sinn
fallist þeir á að Thule-herstöðin
verði hluti eldflaugavamakerfis
Bandaríkjamanna.
Kostunica aftur í framboð
Vojislav Kostun-
icas, forseti Júgó-
slavíu, tilkynnti í
gær að hann ætlaði
að bjóða sig fram
þegar forsetakosn-
ingarnar í Serbíu
verða endurteknar
í desember. Kosn-
ingarnar í síðasta mánuði voru
ógildar vegna lítillar kjörsóknar.
Hótanir í Jakarta
Nokkrum stórum alþjóðlegum
skólum í Jakarta í Indónesíu hefur
verið lokað vegna nýrra hótana í
garð Vesturlandabúa.
Kóngaliðið í veislu
Breska konungsfjölskyldan kom
saman til mikillar veislu í gær-
kvöld, á 54 ára afmælisdegi Karls
ríkisarfa, til heiðurs honum og El-
ísabetu drottningu.