Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 X>V_______________________________________________________________________Viðskipti Umsjón: Viöskiptabla&ið Enn þrýstingur á eldislax Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 2.440 m.kr. Hlutabréf 790 m.kr. Húsnæöisbréf 681 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Össur 292 m.kr. f Pharmaco 197 m.kr. 0 Rugleiðir 46 m.kr. MESTA HÆKKUN O Þróunarfélagið 6,7% Q Marel 6,5% QÖssur 3,9% MESTA LÆKKUN Q Nýherji 7,8% Q Líf 1,9% © Skeljungur 1,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.324 - Breyting 0,02% Verð á eldislaxi hefur verið mun hærra í ár en á síðasta ári. Nokkurs þrýstings hefur þó gætt síðustu vikur og eru hækkanir sumarmánaðanna gengnar til baka. Þess eru dæmi að framleiðendur séu farnir að reka starfsemi sina nálægt kostnaðarmörk- um. Framboð hefur án efa einnig mik- il áhrif, en þróun þess hefur haft óhagstæð áhrif á verðið. Hins vegar eru markaðsaðilar nokkuð bjartsýnir á jólamánuðinn sem fram undan er. Neikvæð umfjöllun í bandariskum fjölmiðlum um eldisiðnaðinn að und- anfómu er þó greininni ekki til fram- dráttar. Áhyggjur manna af mengun frá eldisstöðvum, notkun litar og sýklalyfja í framleiðslu og neikvæð áhrif eldislax á villta stofna eru með- al umfjöllunarefna. Til lengri tíma má þó vænta frekari vaxtar í eldisiðnaði enda fátt annað sem kemur til greina til að mæta aukinni eftirspum með vaxandi fólksfjölda. MUSTANG NATTURUS' I rI£>£> H F Bæjarlind 4- Kópavogur ■ S:554 6800 Njarðarnes 9 - Akureyri - S:466 3600 Minnkandi eftir- spurn á fast- eignamarkaði? íbúðalánasjóður birti á miðvikudag könnun um eftirspum á fasteigna- markaði þar sem spurt var hversu lík- legt væri að viðkomandi einstakling- ur myndi skipta um húsnæði á næstu 12 mánuðum. Jafnframt var spurt að því hvort sömu einstaklingar höfðu í hyggju fyrir ári síðan að skipta um húsnæði og hvort einstaklingar hefðu látiö verða af íbúðaskiptum á sein- ustu tólf mánuðum. Niðurstöðurnar eru þær að um 17% þátttakenda telja líklegt að þeir muni flytja á næstu 12 mánuðum og um 18% þátttakenda hafa flutt á seinustu 12 mánuðum. Hins vegar höfðu miklu fleiri í hyggju að flytja fyrir 12 mánuð- um eða um 26% aðspurðra. Það má telja liklegt að svo verði einnig nú, þannig að að öllum líkindum muni færri skipta um húsnæði en þeir sem telja það líklegt. Ef hlutfall þeirra sem láta verða af því að skipta um hús- næði af þeim sem það höfðu í hyggju verður svipað á næsta ári og á undan- fómum tólf mánuðum má búast við að á endanum verði nokkuð innan við 17% sem muni skipta um húsnæði árið 2003. Fjallað var um þetta í Morgun- punktum Kaupþings I gær en þar kom m.a. fram að að öllum líkindum muni eitthvað draga saman á fasteigna- markaði á næsta ári. Þetta komi heim og saman við þá skoðun Greiningar- deildar að ákveðnar kerfisbreytingar á fasteignamarkaði hafi knúið fast- eignamarkaðinn áfram að undan- fömu. „Hafa ber þó i huga að aðeins er um eina könnun að ræða og að öll- um könnunum fylgir nokkur óvissa. Forvitnilegt verður að sjá næstu kannanir um eftirspum á fasteigna- markaði og fagnar Greiningardefld framtaki íbúðalánasjóðs, en hingað tfl hefur mikil óvissa ríkt um frekari þróun á fasteignamarkaöi," segir í Morgunpunktum. Velta í Kauphöll yfir 1000 milljarða Heildarvelta í Kauphöll íslands það sem af er ári er komin í 1.001 milljarð króna. Heildarveltan í fyrra nam 749 milljörðum króna. í Morgunpunktum Kaupþings kemur fram að mest hefur aukningin verið í veltu með hlutabréf og hefur hún rúmlega tvöfaldast milli ára eða úr 138 milljörðum króna í 285 millj- arða. Velta með ríkisvíxla hefur einnig tvöfaldast og nam hún 67 milljörðum samanborið við 38 millj- arða í fyrra. í heildina hefur velta með skuldabréf aukist um 17% milli ára. í Kauphallartíðindum sem komu út í gær er greint frá nýju veltumeti í Kauphöllinni. Áætlar Kauphöllin að heildarvelta verði í kringum 1.100 milljarðar króna á ár- inu 2002 sem er um 47% veltuaukn- ing frá þvi í fyrra. Hvar og hvenær á að kjósa? Föstudaginn 22. nóvember kl. 12.00-21.00 í Valhöll Háaleitisbraut 1. Laugardaginn 23. nóvember kl. 10.00-18.00 á sex stöðum í sjö kjörhverfum. Kjörhverfi 2. kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, og Langholtshverti. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörh’ vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suður- landsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 3. kjörhverfi Háaleitishverfi og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 4. kjörhverfi Árbær, Selás, Ártúnsholt og Grafarholt. Kjörstaður: Hraunbær 102b. 5. kjörhverfi Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og Stekkja- hverfi, Skóga- og Seljahverfi. Kjörstaður: Mjódd, Álfabakka 14a. mm Kjörstaður: Hótel Saga gengið inn að Vestur- og Miðbæjarhverfi, Nes- og Melahverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Snorrabrautar og einnig vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. 6. kjörhverfi Grafarvogur. Kjörstaður: Hverafold 1-3. 7. kjörhverfi Kjalarnes. Kjörstaður: Fólkvangur, Félagsheimili Kjalnesinga. 1. kjörhverfi Hverjir mega kjósa? A. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. B. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar 10. maí 2003 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðis- félag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. I hvaða kjörhverfi skal kjósa? Kjósa skal í því kjörhverfi sem viðkomandi átti lögheimili þann 30. október 2002. Hafi kjósandi flutt í kjörhverfið eftir þann tíma ber honum að staðfesta það með afriti af staðfestri aðflutningstilkynningu. Utankjörstaðaatkvæöagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hófst þann 31. október. Kosið er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 9.00-17.00 virka daga. Upplýsingar um prófkjörið fást í síma 515 1700 og á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins: www.xd.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.