Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Page 18
18
Tilvera
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
X>V
1*
Það var mikið um dýrðir á
Broadway í gærkvöld þegar
keppnin um Herra ísland fór
fram. Ails kepptu fimmtán frískir
og myndarlegir strákar víðs vegar
af landinum um titilinn. Það fór
svo að tuttugu og tveggja ára gam-
all Reykvíkingur, Sverrir Kári
Karlsson, stóð uppi sem sigurveg-
ari. Jón Björgvin Hermannsson
hreppti 2. sætið og Elís Bergmann
Blængsson hafnaði í 3. sæti. Krist-
inn Óli Hrólfsson var valinn Ljós-
myndafyrirsæta DV en Baldvin Jón
Hallgrímsson var kosinn sá vinsæl-
asti.
Allir þessir strákar fengu vegleg
verðlaun. Sverrir Kári er fæddur
og uppalinn Reykvíkingur og er á
samningi í trésmíði. Á næsta ári
verður hann fulltrúi íslands í
keppninni Mr. International. -HK
Herra ísland valinn á Broadway:
Trésmíðanemi úr
Reykjavík sigraði
Anægöur sigurvegari
Sverrir Kári Karlsson, Herra ísland, fyrir miðri mynd. Á bak við hann eru þeir sem komust \ úrslit. Lengst
til vinstri er Kristinn Óli Hrólfsson sem valinn var Ljósmyndafyrirsæta DV.
DV-MYNDIR SIG. JOKULL
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag
í Reykjavík
samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til
kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breyting-
um á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í
Reykjavík:
Reitur 1.172.0
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Laugavegi, Vatns-
stíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Um er að ræða tillögu að
deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgar-
ráði 12. nóvember 2002.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að áfram verði blönduð
byggð íbúðarhúsnæðis og verslunar- og þjónustu, fyllt
verði í skörð sem eru bæði við Laugaveg og Hverfisgötu.
Á Laugavegi er lagt til að heimilt verði að rífa hús nr. 23,
27 og 29. "
Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja á lóð
nr. 40 við Hverfisgötu sem aðlagi sig að aðliggjandi
húsum. Sérstaklega er bent á glæsileg hornhús við Vatns-
stíg, bæði við Laugaveg og Hverfisgötu og er vert að
vernda þau.
í tillögunni er m.a. áréttað að á götuhæð jarðhæða húsa á
Laugaveginum gildi skilmálar um landnotkun sem sam-
þykktir voru með breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016, sem staðfest var í júlí 2000. Jafnfram að
óheimilt verði að reka næturklúbba á reitnum.
Hádegismóar, við Rauðavatn, breyting á
deiliskipulagi.
Tillagan tekur til reits sem afmarkast af borgarfriðlandi á
Hólmsheiði við Rauðavatn til austurs, fyrirhugaðri götu til
suðurs, Suðurlandsvegi til vesturs og golfvelli GR til
norðurs. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi sem sam-
þykkt var til auglýsingar í borgarráði 12. nóvember 2002.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir tveimur lóðum undir atvinnu-
starfsemi með aðkomu frá hringtorgi og fyrirhugaðri götu.
Á hvorri lóð er einn byggingarreitur.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingar
sviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00
frá 22.11.2002 - til 05.01.2003. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skrif-
lega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 05.01 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 22.11. 2002.
Skipulagsfulltrúi
Herra Island
og unnustan
Unnusta Sverris Kára
Karlssonar, Helena
Kristinsdóttir, var aö
vonum ánægö meö sinn
mann og á myndinni
fagnar hún sigrinum.
Kammerkór Suðurlands með tvenna tónleika:
Kemur víða að til
að syngja saman
Kammerkór Suðurlands, undir
stjóm Hilmars Amar Agnarssonar,
heldur tvenna tónleika á næstunni.
Á morgun, 23. nóvember, í Skálholti
og 28. nóvember í Kristskirkju á
Landakotshæð. Organisti á tónleik-
unum verður Steingrímur Þórhalls-
son og einsöngvari Loftur Erlings-
son. Hildur Hákonardóttir sér rnn
listræna umgjörð og mun fyrst og
fremst styðjast við verk eftir Willi-
am Blake. Yngvi Karl Jónsson er að-
stoðarmaður hennar.
Fluttir verða m.a. kaflar úr sálu-
messum eftir Gabriel Fauré,
Duruflé, Jón Leifs, Jehan, Alain og
fleiri.
Kórinn hefur starfað frá árinu
1997. Félagar koma víðs vegar að af
Suðurlandinu, s.s. frá Selfossi, Þor-
lákshöfn, Hveragerði, Hellu, Hvols-
velli, Höfn í Homafirði og uppsveit-
um Árnessýslu. Margir þeirra
starfa að tónlistarmálum á sínum
heimaslóðum, stjóma kórum og
hljómsveitum og kenna við Tónlist-
arskóla.
Kórinn hefur það meðal annars á
stefnuskrá sinni að halda tónleika
að minnsta kosti tvisvar á ári.
Einnig hefur hann gefið út geisla-
diskinn „Ég byrja reisu mín“ og
hlaut fyrir hann lofsamlega dóma.
-EH
Ustrænt
Kammerkór Suöurlands á æfingu í Hverageröiskirkju.
Lífsgleði í Fold
Harry (Harald-
ur) Bilson opnar
málverkasýningu í
Gallerí Fold á
Rauðarárstíg á
morgun sem hann
nefnir Lífsgleði.
Það er 6. einkasýn-
ing hans hér á
landi. Harry er
heimshornaflakkari og hefur sýnt í
virtum sýningarplássum í öllum
heimsálfum og verk eftir hann eru í
eigu safna og fagurkera um víða ver-
öld. Hann fæddist 1948 hér á íslandi
og er stoltur af þeim uppruna sínum
en hann flutti ungur að árum til Bret-
lands. Móðir hans er íslensk og faðir-
inn breskur. Nafhið á sýninguna valdi
hann í tilefni þess að hann hefur ný-
lega staðið upp úr erfiðum veikind-
um.
Byggingarlist
í Berlín
Raðmyndasýningin Nýr arkitektúr
í Berlín var opnuð í morgun í Ými,
húsi Karlakórs Reykjavíkur, og stend-
ur til 24. þessa mánaðar. Hún er safn
af dæmum um fjölbreytileika bygging-
arlistar og skipulags við endurgerð
Berlínar á tíunda áratugnum. Sýning-
in er opin milli kl. 10 og 17.
List í ýmsu
formi í Alaska
Huginn Þór Arason, Magnús Sig-
urðarson og Gabríela Friðriksdóttir
opna sýningu á morgun kl. 15 í vinnu-
stofu sinni í gróðurhúsinu Alaska við
Miklatorg. Ásamt þeim ætlar hópur
sem kallar sig „Vinahót" einnig að
sýna verk í ýmsu formi, meðal annars
nýja fatalínu og flytja bæði talað orð
og tónlist. Það eru: Ásmundur Ás-
mundsson, Gunnhildur Hauksdóttir,
Haraldur Jónsson, Ragnar Kjartans-
son, Sigrún Hrólfsdóttir og Þorgeir
Guðmundsson. Allir eru velkomnir á
opnunina að njóta lista og léttra veit-
inga, Sýningin verður opin frá kl.
14-19 sunnudaginn 24. nóvember en
frá kl. 16-21 út vikuna.
Upp úr
skúffunum
íslensk grafik opnar á morgun kl.
16 sýningu sem nefnist Skúffugallerí í
sal félagsins í Hafnarhúsinu, Tryggva-
götu 17, hafnarmegin. Með skúffugall-
eríi gefst almenningi kostur á að
kynnast á einum stað fjölbreyttum
grafikverkum íslenskra listamanna.
Úrval þeirra verka er nú til sýnis á
veggjum sýningarsalarins til 8. des-
ember. Sýningin er opin frá fimmtu-
degi til sunnudags frá kl. 14-18.
Listaverk
og söngur
Ami Sighvatsson opnar myndlist-
arsýningu í Félagsstarfi Gerðubergs í
dag, 22. nóvember, kl. 16.00 og mun
Gerðubergskórinn syngja við opnun-
ina. Árni sem er barítonsöngvari og
starfar í dag sem söngkennari mun
einnig taka lagið og syngja lög eftir
Sigvalda Kaldalóns og fleiri við undir-
leik Jóns Sigurðssonar. Ámi hefur
sótt námskeið undanfarin ár í olíu-
málun, vatnslitamálun, tréskurði
ásamt fieiru. Sýningin er opin mánu-
daga til föstudaga kl. 10-17 og laugar-
daga og sunnudaga kl. 13-17.