Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Qupperneq 21
i FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 21 DV Tilvera Robert Vaugn sjötugur Bandarlski leikarinn Robert Vaugn á stóraf- mæli í dag. Frægðar- tími Vaugns var sjö- undi áratugurinn þegar hann lék stór hlutverk í vinsælum kvikmyndum og lék aðal- hlutverkið í einni vinsælustu sjón- varpsseríu áratugarins, The Man From U.N.C.L.E. Vaughn byrjaði leik- feril sinn glæsilega, fékk óskarstil- nefningu fyrir leik í The Young Phila- delphians (1959) sem var fyrsta mynd- in sem hann lék í. Vaughn útskrifað- ist frá háskólanum í Suður-Kaliforníu í stjómmálum og hefur ætíö verið eitilharður málsvari demókrata. ■P tjörnuspá Gildir fyrir laugardaginn 23. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.t; I Ekki eyða tímanum í ' alltof mikla skipulagn- ingu. Þú veist hvað þú þarft að gera og ættir að koma þér strax að efninu. Dag- urinn verður ánægjulegur. nskarnir(19. febr.-20. mars): Dagurinn verður frem- lur viðburðasnauður en kvöldið verður hins vegar fjörugt og þú skemmtir þér vel í góðra vina hópi. Hrúturlnn (21. mars-19. apríll: fXFarðu varlega i tjár- málum og ekki treysta VÁ hverjum sem er. Þú ættir að gefa þér tima til að slappa af og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Nautið (20. april-20. maíi: / Vinnan á hug þinn all- an þessa dagana. Þú r y"' verðiu- að gæta þess að særa engan þótt þú hafir litinn tíma til að umgangast ástvini. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníi: Ýmislegt skemmtilegt y7**"gerist í dag og þú verö- / m- fyrir óvæntu happi seinni hluta dagsins. Nú er góður timi til að gera breyt- ingar. Krabblnn (22. iúní-22. iúlíl: Einhver er í vafa um að | það sem þú ert að gera ' sé rétt. Þú skalt hlusta á það sem aðrir hafa að segja en endanlega ákvörðunin verður þó að vera þín. Llónlð (23. iúlí- 22. áeústl: i Þú ættir að láta meira * að þér kveða í félags- ■ w lifinu. Vertu óhræddur við að láta skoðanir þínar í Ijósi og koma hugmyndum þínum á framfæri. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Þú átt rólegan dag í vændum sem einkenn- V\'lList af góðum samskipt- ^ ■ r mn við fjölskyldu og ástvini. Rómantikin liggur í loft- inu. Vogln (23. sept-23. okt.l: J Þér gengur vel að Oy leysa verkefni sem Vollu þér vandræðum r f fyrir nokkru. Þú ert í góðu jafnvægi og dagurinn verður skemmtilegur. Sporðdreklnn 124. okt.-?i. nftv.i: Einhverjar tafir verða á skipulaginu en ekki 1 jláta þær koma þér úr SHPHjafnvægi. Dagurinn verður að öðru leyti ágætur og ekki verður kvöldið verra. Bogmaðurlnn.(22 .DQv-2i ijg?.): [Vinur þinn á í basli Fmeð eitthvað og þú hefur aðstöðu til að hjálpa honum. Þú ger- ir eitthvað sem þú hefur ekki gert lengi og sérð alls ekki eftir því. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l; Þú kynnist manneskju sem á eftir að hafa djúpstæð áhrif á þig. Rómantíkin liggur í loftinu og þú ert afar ánægður með gang mála. Lesið í hús pggggjpttt- Þegar Finsenar bjuggu á Hressó McDonalds hefur nú hætt starfs- semi sinni í Austurstræti 20. Fyrir- tækið opnaði þar útsölustað 1995 og starfrækti hann þar til um síðustu mánaðamót er staðnum var lokað. Málsvarar fyrirtækisins bera fyrir sig dauf viðskipti yfir vetrartímann og leita því á fengsælli mið. Þessi þáttaskil gefa okkur tilefni til að stikla á stóru um sögu hússins. 200 ára sýslumannssetur Miðhluti Austurstrætis 20 er með elstu húsum í Reykjavík, reist fyrir sýslumanninn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1805. Þá var Reykjavík aðeins fáein hús við Aðalstræti og Hafnarstræti auk Dómkirkjunnar og Stjórnarráðshússins. Sýslumannshúsið var stokkahús, líklega flutt tilhöggvið frá Svíþjóð. Austan við það var enn eldra hús, Bökunarhúsið, fyrsta brauðgerð bæjarins, starfrækt af O.P.Chr. Möller kaupmanni. Fyrsti íbúi miðhluta hússins var H.W. Koefoed sýslumaður, tengda- sonur Bjarna riddara Sívertsen. Hann hélst þar ekki við nema í tvö ár enda frágangur hússins svo léleg- ur að það var tæplega íbúðarhæft. Síðan bjó þar Halldór Thorgrímsen sýslumaður. Finsenar í Austurstræti Ólafur Finsen yfirdómari settist að í húsinu 1820. Embættismenn af Finsenætt bjuggu síðan lengi í hús- inu en niðjar Hannesar Finnssonar biskups voru voldug embættis- mannaætt á 19. öld. Ólafur keypti húsið, festi síðan kaup á Bökunar- húsinu og sameinaði þau 1831. Ólafur varífæddur 1793, sonur Hannesar Finnssonar biskups og faðir Óla Péturs, síðar póstmeistara í Pósthússtræti. Hann var í hópi helstu embættismanna á sinni tíð, sýslumaður, yflrdómari í Landsyfir- dómi, gegndi lands- og bæjarfógeta- störfum og stiftamtmannsstarfi. Hann lést á besta aldri, 1836. Kristján Kristjánsson, land- og bæjarfógeti, eignaðist húsið 1851 en ári síðar keypti húsið Vilhjálmur Finsen, land- og bæjarfógeti, sonur Ólafs. Vilhjálmur bjó í húsinu um skeiö en flutti síðan til Danmerkur. Hann var mikill fræðimaður í ís- lenskri réttarsögu og er eini íslend- ingurinn sem gegnt hefur embætti hæstaréttardómara í Danmörku. Árni Thorsteinsson Enn einn land- og bæjarfógetinn í Austurstræti 20 var Árni Thor- steinsson, frændi Vilhjálms og Ólafs. Ámi var sonur Bjama Thor- steinssonar, amtmanns á Amar- stapa og síðar lengi í Thorvaldsen- stræti, og k.h., Þórunnar, systur Ólafs. Árni var bróðir Steingríms, skálds og rektors Lærða skólans. Ámi eignaðist Austurstræti 20 1861 og lét reisa tvílyfta viðbygg- ingu við austurenda þess ári síðar. Ámi var lengi einn helsti emb- ættismaður landsins, land- og bæj- arfógeti frá 1861, landfógeti 1874-1904, konungskjörinn alþingis- maður, bæjarfulltrúi og kanzellíráð. Steingrímur Thorsteinsson hjó því nokkuð nærri sér er hann réðist á yfirstéttina í Reykjavík, 1872, kall- aði þá broddborgara og klíku og sagði þá óþjóðlega og drembiláta. Líklega hefur þó gagnrýni Stein- gríms átt einna síst við Árna, bróð- ur hans, því Ámi var eljumaður og áhugasamur um allt er laut að prýði og framförum. Hann kom sér upp einum fyrsta og glæsilegasta skrúð- garði bæjarins, sunnan við húsið, var áhrifamaður í bæjarstjóminni, stofnaði Sparisjóð Reykjavíkur og var helsti hvatamaður aö stofhun sjúkrahúss í Reykjavík og endur- byggingar Skólavörðunnar. 1 Sögu Reykjavíkur - Bærinn vaknar, 1870-1940, fyrri hluta, eftir Guðjón Friðriksson, er ítarleg lýs- ing á Austurstræti 20 frá velmektar- dögum Áma landfógeta. Þar er lýst húsinu, lóðinni, herbergjaskipan, heimilishaldi, heimilisbrag, hús- gögnum og máltíðum hjá þessum helsta höfðingja bæj- arins um 1870. Tónskáldið og bankastjórinn Er Ámi var allur bjó sonur hans, Árni yngri, í húsinu. Hann var ljósmynd- ari og eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar á fyrstu áratugum 20. aldar. Meðal vin- sælla sönglaga hans má nefna Áfram (Láttu gamminn geisa); Nótt (Nú ríkir kyrrð); Þar sem háir hólar, og Enn ertu fogur sem forðum. Síðastur Finsena og Thorsteinsona sem bjuggu í húsinu var Hannes banka- stjóri, bróðir Árna tónskálds. Bróðir þeirra var Bjami en systur þeirra bræðra voru Þórunn, kona Franz Siemsen sýslumanns, og Sigríður, fyrri kona Páls Einarssonar, fyrsta borgar- stjórans. Hressingarskálinn Árið 1931 festi KFUM kaup á Austurstræti 20 og hefur félagið átt húsið siðan. Ári síðar var húsinu breytt í kaffihús og þar var síðan Hressingarskálinn í marga áratugi. Stofnandi Hressingarskálans var Bjöm Björnsson kaupmaður sem einnig starfrækti Bjömsbakarí. Hann var hálfbróðir, sammæðra, Haraldar Ámasonar kaupmanns. Hressingarskálinn var rekinn í Austurstræti 20 frá 1932. Þar var griðastaður margra kynslóða og ólíkra þjóðfélagshópa í 60 ár. Skáli skálda og fræðimanna Jón Óskar skáld getur þess í end- Austurstræti 20 í seinni tíð. urminningabókinni, Gangstéttir í rigningu, að fram aö seinni heims- styrjöld hafi Skálinn fyrst og fremst verið griðastaður skálda og fræði- manna, eins og Ólafs Friðrikssonar verkalýðsleiðtoga og Jóns Árnason- ar stjörnuspekings. Þekktasti fasta- gesturinn var þó Steinn Steinarr sem ætíð hélt tryggð við Skálann og dró að sér ungu skáldin eftir stríð. Hressó rokkkynslóðar Árið 1957 var byggð við húsið ein- lyft álma í suður meðfram austur- hlið lóðarinnar og 1959 var húsið klætt með móasaíkflísum að utan. Skáldin, kaffihúsasérvitringar og eldri kynslóðirnar kölluðu staðinn alltaf Skálann og héldu sér í eldri hlutum hússins. Rokkkynslóðin lagði hins vegar undir sig suður- álmuna, talaði alltaf um Hressó en Útsýnl yfir norðausturhluta mlðbæjarins úr glugga á Hótel Borg Myndin er líklega tekin á fyrri helmingi fjórða áratugaríns en 1937 var hinn veglegi inngangur á Útvegsbankanum færöur fyrir hornið á austurgaflinn. heyrði aldrei minnst á Skálann. Þá mátti á laugardagseftirmiðdögum sjá stælgæja og skvísur ganga með kæruleysislegri Presley-sveiflu inn alla álmuna, bregða sér inn á snyrt- inguna innst við ganginn, renna greiðunni einu sinni yfir brillant- ínklfstrað hárið eða laga aðeins túperinguna, koma aftur fram, velja sér borð, panta shake og ieggja á ráöin um rúnta og sveitaböll. Menningarsnobbaðir menntskæl- ingar hippatímans kunnu hins veg- ar ekki að meta Hressó. Þeir sátu í lopapeysum og Álafossúlpum á Mokka eða á Tröð og þráttuðu þar um dielitíska efnishyggju Marx. Endurbætur Völu Matt Árið 1985 var Hressingarskálinn gerður upp svo um munaði. Glugg- ar á neðri hæð og húsið að utan voru færð til upprunalegra horfs, staðurinn endurskipulagður að inn- an, gert ráö fyrir veitingum í garð- inum eins og áður hafði tfðkast og settar nýjar innréttingar. Þessar breytingar voru lokaverkefni Val- gerðar Matthíasdóttur sem þá var að ljúka námi í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn. Sama ár var hún einn af stofnendum Stöðvar 2 og ári siðar var hún orðin þjóðþekkt sjón- varpskona. Ýmsir aðUar starfræktu svo veit- ingarekstur í húsinu til 1995 er McDonalds kom til sögunnar. Nú er svo bara að bíða og sjá hvort bráðum verði hægt að fá sér kaffi þar sem um áratuga skeið var vinsælasta kafFihús Reykjavíkur, eða hvort sá staður verður eina hús- ið f miðbænum sem ekki er kaffihús eða krá. -KGK •4 Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • 5ími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.