Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Side 32
 DemantarJiperlur 7 jL og pr skínandi gull Viðbótarlífeyrissparnaður FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 Slmi: 533 5040 - www.allianz.is Skuldaflækjur vegna leigu á Kolaportinu: „Eg skil ekki hvað verður um alla leigupeningana“ - segir leigutaki - þolinmæðin þrotin Markaðstorgiö, sem hefur verið með Kolaportið á leigu af Þróunarfélagi miðborgarinnar, heldur áfram að rukka söluaðila í Kolaportinu um leigu, þrátt fyrir að útburðarbeiðni liggi fyrir á Markaðstorg. Einn söluaðili sem leigt hefúr bás í Kolaportinu staðfesti þetta í samtali við DV og segist hafa verið rukkaður um síðustu helgi um leigu. „Ég skil ekki hvað verður um alla leigupeningana því þeir eru margfóld sú upphæð sem Markaðstorgið þarf að greiða í leigu. Mér fmnst líklegt að þar geti verið um að ræða 5-6 milljónir króna á mánuði," sagði einn leigjand- inn. Hann sagði mikinn áhuga meðal rekstraraðila í Kolaportinu að slá sam- an og semja um að taka Kolaportið á leigu af Þróunarfélaginu. Þannig mætti lækka verulega leigu hvers og eins. Markaðstorgið hefur áframleigt pláss á staðnum en hefur átt að greiða um 1,1 miiljón í leigu á mánuði fyrir Kolaportið í heild til Þróunarfélagsins. Ekki hafi verið staðið við þær leigu- greiðslur og því hafi verið óskað út- burðar. Hæstiréttur úrskurðaði þann 1. nóvember að heimilt væri að bera reksturinn út af fyrstu hæð Tollhúss- ins við Tryggvagötu vegna vangoldinn- ar leigu. Hafði Markaðstorgið ehf. þá ekki greitt leigu frá þvi í janúar á þessu ári. Markaðstorgið ehf. mun vera mjög skuldsett frá fyrri tíð svo tugum millj- óna skiptir. Þann 12. nóvember sl. ákvað stjóm Þróunarfélags miðborgarinnar að reyna að leita samninga við Markaðs- torgið ehf. um uppgjör á vanskilum. Einar Öm Stefánsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins, segir að marg- ir hafi haft samband og lýst áhuga á að leigja Kolaportið. Þar sé m.a. um að ræða þá sem stunda þar sölustarfsemi. „Það er alveg ljóst að ef ekki gengur saman og samningar nást við Markaðs- torgið fyrir helgi, þá munum við fara í að semja við aðra aðila." Forsvarsmaður Markaðstorgsins hefúr ekki svarað skOaboðum DV og fyrirspum um stöðu mála. -HKr. DV-MYND SIG. JOKULL Sálin hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveit Islands í Háskólabíól í gærkvöld „Gestir fögnuðu hinni sinfónísku Sál eöa Sálarlegu Sinfóníu meö standandi húrrahrópum og blístri, uppskáru hvert aukatagið á fætur ööru og Ijóst að margur hefði viljað halda áfram miklu lengur. “ Sjá umsögn á bls. 14. Kosning að hefjast í Valhöll Ágúst Ragnarsson var í morgun að ieggja lokahönd á undirbúning prófkjörs sjálf- stæöismanna í Reykjavík. Kjörfundur hefst í Valhöll klukkan tólf I dag og lýkur í öllum kjördeildum kl. 18 á morgun. Heit umræða um Þróunarfélag Vestmannaeyja í gærkvöldi: Minnihluti talar um opin bera rannsókn á sjóðnum Brother PT-2450 merkivélin er komin Mögnuö vél sem, meö þinni hjálp, hefur hlutina í röö og reglu. Snjöll og góö lausn á óreglunni. Rafnort Guöjón Hjörleifsson. Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 ■ 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ Minnihluti bæjarstjórnar í Eyjum ræddi í gærkvöld um að hugsanlega þurfi að óska eft- ir opinberri rannsókn á ýms- um fjárreiðum Þróunarfélags Vestmannaeyja, t.d. varðandi vörsluskatta, lífeyrissjóðsgreiösl- ur, laun, stéttarfélagsgjöld og fleira. Guðjón Hjörleifsson, for- maður félagsins, svaraði lið fyrir lið athugasemdum skoðunar- manna ársreiknings félagsins sem fundu að ýmsu í rekstrinum 2001. Guðjón er talinn funheitur sem frambjóðandi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og uppstillingar- nefnd að störfum um helgina. Lúðvík Bergvinsson. Þessi umræða kemur þvi á versta tima fyrir Guðjón. Guðjón benti á í samtali við DV í morgun að Hafsteinn Gunn- arsson hjá end- urskoðunarfyr- irtækinu Deloitte & Touche hf. hefði áritað ársreikn- inginn og teldi að hann gæfi glögga mynd af afkomu félagsins. Málefni Þróunarfélagsins voru rædd lengi kvölds í gærkvöldi á fundi bæjarstjórnar Vestmanna- eyja. Gagnrýnd er m.a. ferða-, risnu-, ökutækja- og kreditkorta- reikningar upp á rúmlega 3 miilj- ónir króna sem verði að teljast há upphæð hjá félagi með tvo starfs- menn þegar mest var. Ökutækjastyrk- ir munu þar af hafa numið 800 þúsund krónum, samkvæmt heimildum blaðsins. Bæjarfulltrúar V- lista segja að réttum upplýsingum um rekstur félagsins hafi verið haldið frá rétt kjörnum bæjar- fulltrúum á skipu- legan hátt um margra mánaða skeið. Vitað hafi ver- ið að bókhaldsgögn félagsins týndust 12. Fýlgislgöl eru týnd ogbók- hakl ekki fært Skrýtin umsýsla DV vakti athygli á bókhaldi Þróunarsjóösins 5. nóvember sl. eða 13. febrúar og stjórnarformað- ur, Guðjón Hjörleifsson, hafi allan timann vitað af því en leyndi bæj- arfulltrúa sannleikanum. Þá segir í greinargerð V-lista að auk þess hafi týnst fylgiskjöl um ferða- máladeild félagsins. Gagnrýnt er að skýrsla löggilts end- urskoðanda þar sem gerð var grein fyrir þeim annmörkum sem fylgja því að færa ársreikning þeg- ar fylgiskjöl hafa tap- ast kom ekki fram fyrr en í síðustu viku. Þá er gagnrýnt að ekki er vitað hvað ____ orðið hefur um 6 milljónir króna til fyrirtækisins Skúlason ehf. og ekki vitað hver hlutdeild Þróunar- félagsins er í þessu fyrirtæki né heldur hver fjárhagsstaða þess er. -JBP MÁ BARA KJÓSA EINN EINU SINNI? Eiður Guðjohnsen ákaft orðaður við Man. Utd Breska blaðið „The Sun“ segir frá því í dag að forráðamenn breska úr- valsdeildarliðsins Chelsea hafi hætt í bili samningaviðræðum við Eið Smára Guðjohnsen, sem leikur með félaginu, til þess að opna leið fyrir 10 milijóna punda sölu á Eiði til Manchester United í janúarmánuði nk. þegar aftur verður opnað fyrir sölu á leikmönnum. Þjálfari Manchester United, Alex Ferguson, hefur sýnt mikinn áhuga á því að fá Eið í raðir liðsins. Tilboð Ferguson’s er sagt það hátt að stjóm forráðamenn Chelsea geti ekki neit- GUD NEWS H FERGIE Frétt Sun í dag. að því enda er Lundúnarliðið gífurlega skuldsett eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu og verður að öllum líkindum að losa sig við nokkra lykilmenn í liðinu til að grynnka á skuldum sinum. Eiður Smári hefur leikið í þrjú ár með Chelsea en hann kom til liðsins frá Bolton fyrir fjórar milljónir punda. Hann hefur skorað fjögur mörk í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en sló í gegn í fyrra þegar hann skoraði 23 mörk með liði sínu. -GG/ósk Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Símí 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 ■ Kópavogi Innflutnlngur og sala ■ www.hblondal.com SECURITAS VELDU ÖRYGGIISTAÐ ÁHÆTTU! Sími 5BD 7000 | wiww.securitas.is I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.