Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Uppsagnir hjá Heklu: Fasteigmr seld- ar og fækkað í bílaflota Vegna endurskipulagningar á starfsemi Heklu hf. var 33 starfs- mönnum fyrirtækisins sagt upp störfum í gær. Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, sem nýlega er kominn að fyrirtæk- inu eftir kaup á meiriMuta hluta- bréfa, segir að ekki verði um frekari uppsagnir að ræða, ákveðið hafi verið að ljúka þeim þætti aðhaldsað- gerðanna sem snýr að uppsögnum starfsmanna á einu bretti. „Þegar ég kom að fyrirtækinu sá ég fljótt að skera þurfti niður kostn- að og að launakostnaður hafði hækkað verulega síðustu misseri, eða úr 6,5% af veltu upp í 10 til 11% af veltu. Ég sá því fljótlega að grípa þurfti til aðgerða á þessu sviði. í síð- ustu viku settist ég svo niður með öðrum yfirmönnum hérna sem leiddi til þessara uppsagna. Það er fyrst og fremst mikill samdráttur í bílasölu sem veldur þessu. Sumir þessara starfsmanna hafa starfað hér í mánuö en aðrir hafa verið hér i fjöldamörg ár en skorið var niður þar sem minnst mæddi á tekju- mynduninni. Nokkrir hættu strax í gær en aðrir vinna uppsagnarfrest- inn sem getur verið allt að sex mán- uðir. Við munum einnig skera niður rekstrarkostnað sem nemur um 20% af því sem hann hefur verið og eins hafa verið kortlagðar ýmsar að- gerðir til þaö auka framleiðni og auka þjónustuna við viðskiptavin- ina. Við munum selja þær eignir sem félagiö á og tengjast ekki bíla- sölunni eða þeirri starfsemi, s.s. fasteignir og eignarhlutir í fyrir- tækjum sem tengjast ekki okkar starfsemi og bifreiðar sem fyrirtæk- ið á og komu til þegar uppgangur- inn var sem mestur," segir Tryggvi Jónsson. -GG Flugleiðir: Flytja ekki hermenn eða nokkurvopn „Ef sú ósk kæmi að flytja íslenska björgunarsveitar- menn, lyf, fæði eða klæði fyrir stríðs- hrjáð börn þá getur maður séð í fljótu bragði að slíkt sé sjálfsagt sem dæmi um að geti komið tU álita í þessu sambandi. Það eru herflugvélar sem flytja hermenn og vopn á vígvöllum - það hvarflar ekki að nokkrum manni hér að blanda sér í það,“ sagði Guðjón Arngrímsson, tals- maður Flugleiða, um svokallaöan rammasamning sem utanríkisráðu- neytið gerði við Flugleiðir og Atl- anta fyrr í nóvember - samning sem „Friðarsinnar" hafa tengt við „rök- studdan grun“ um hryðjuverk. Guðjón segir að samningurinn sé í raun viljayfirlýsing þess efnis að flugfélögin séu reiðubúin að taka að sér óskilgreinda flutninga fyrir rík- ið - en aðeins ef það henti félögun- um á þeim tíma sem verkefni kæmu upp, hvort sem um væri að ræða flutninga á fólki eða vamingi. „Þetta er háð því hvort félögin verða aflögufær meö vélar og ekkert í samningnum við ríkið er um NATO - hermenn, hergögn eða hernað," sagði Guðjón. -Ótt Efni komin fram hjá lögreglu sem enda væntanlega sem ákæruatriði: Búist er við að Ástþór verði dreginn fyrir dóm - allt að ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverk hér á landi Búist er við að ákæra verði gefin út á hendur Ástþóri Magnússyni fyrir aö hafa reynt að valda almenn- ingi ótta með því að senda tilkynn- ingu til fjölmiðla í þeirri von að þeir myndu birta upplýsingar þess eðlis að ráðist verði gegn íslenskri flug- vél með flugráni eða sprengjutil- ræði. Samkvæmt heimildum DV liggur það fyrir hjá lögreglu, sem hefur Ástþór í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni, að engin ástæða sé til að ætla að maðurinn hafi haft eitt- hvaö fyrir sér með því að segja „við höfum rökstuddan grun“ um hryðjuverk. Engu að síður er það talið í hæsta máta ólöglegt að þó svo að enginn fjölmiðill hafi ákveðið að birta til- kynninguna þá teljist verknaðurinn - sem gjarnan er heimfærður á 100. grein hegningarlaganna - fullfram- inn - Ástþór hafi ætlast til aö upp- lýsingamar yrðu birtar i þeim til- gangi að ná fram eigin áróðri. í til- kynningunni sagði m.a.: „Tilræðið mun koma sem svar við þeim ráða- gerðum ríkisstjómarinnar að nota borgaralegar flugvélar íslenska flug- flotans til flutninga á hergögnum eða hermönnum fyrir NATO í ólög- Einangrun Ástþór Magnússon leiddur úr Héraðsdómi áleiöis til fangelsins á föstudag. mætu stríði gegn írak.“ Tilkynningin var einnig send ráð- herrum, þingmönnum, embættis- mönnum og fleirum. Ástþór hefur þrátt fyrir þetta skýrt lögreglu þannig frá að engin raunveruleg rök liggi fyrir um að ráðist verði á íslenskar flugvélar með einum eða öðrum hætti. Refsa skal með... I 100. greininni segir að fyrir hryðjuverk skuli refsa með allt að ævilöngu fangelsi ef verulegur ótti er vakinn hjá almenningi eða stjórnvöld eru þvinguð með ólög- mætum hætti til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert ... eða í því skyni að veikja eða skaða stjórn- skipun eða stjómmálalegar, efna- hagslegar eða þjóðfélagslegar undir- stöður ríkis ... Auk þessa er ríkislögreglustjóri að kanna hvort Ástþór hafi brotið lög þar sem menn teljist hafa rask- að umferðaröryggi og trufli rekstur almennra samgöngutækja. Hjá Flug- leiðum og Atlanta hafa menn haft varann á. Búast má við að rætt verði við fulltrúa flugfélaganna og óskað eftir að þeir geri grein fyrir með hvaða hætti tilkynning Ástþórs hefur skaðað þau eða valdið ótta hjá starfsfólki og farþegum. -ótt DV-MYND GVA Kyrröarstund við kajann Þaö ýfir ekki í innri höfninni í Hafnarfiröi. Karlarnir huga aö sínu og gera sig alls líklega fyrir róöur dagsins. Mikill fjöldi smábáta ergeröur út frá Hafnarfiröi þar sem hefur veriö útræöi svo öldum skiptir enda náttúrlegar aöstæöur meö besta móti. Og þessi dægrin kvarta menn ekki yfir veöurlagi ogganga léttklæddir til verka. Tryggingastofnun kveðst hafa fengið ellefu staðfestar ábendingar: Segir fimm sérfræðinga blekkja sjúklinga - til að kaupa þjónustu fram hjá samningum TR Tryggingastofnun hafa nú borist 11 staðfestar ábendingar um tilvik þar sem sjúklingum hefur verið tjáð að „kvóti væri orðinn fullur hjá Tryggingastofnun“ og tími eða að- gerð fengist aðeins gegn greiðslu fram hjá samningum Trygginga- stofnunar. Þetta kemur fram í til- kynningu frá TR. Sem betur fer virðist hér einung- is um að ræða þrjá bæklunarskurð- lækna og tvo augnlækna sem hafa beitt fólk þessum blekkingum, að því er segir í tilkynningunni. Trygg- ingastofnun þykir miður að örfáir sérfræðingar komi með þessari háttsemi óorði á heila stétt. Tryggingastofnun lýsir áhyggjum sínum af misskilningi og mistúlkun forsvarsmanna lækna á tuttugu ára gömlu samningsákvæði í samning- um Tryggingastofnunar og Lækna- félagsins. Þar segir að „lækni sé heimilt að taka sjúkratryggðan ein- stakling til meðferðar ef sjúkra- tryggður óskar þess“. Þetta ákvæði var ekki sett inn í samning við lækna 1982 til þess að læknar gætu farið fram hjá samningi og krafíð sjúklinga um fulla greiðslu heldur lágu persónuverndarástæður að baki. Ef sjúklingur kýs af persónu- legum ástæðum að láta nafn sitt og kennitölu ekki koma fram á reikn- ingum sem ganga frá sérfræðingum til Tryggingastofnunar hefur hann möguleika á að borga fullt verð án þátttöku almannatrygginga. Læknamir funm sem um ræðir þurftu að gefa Tryggingastofnun af- slátt á bilinu 7,3-11,7% af heildar- reikningum sínum vegna október- mánaðar. Þannig veitti einn samtals 7,3% afslátt, annar 9,6%, sá þriðji 10,3%, íjórði 11,6% og sá funmti 11,7% afslátt. Læknar hafa hins veg- ar haldiö því fram að þeir væru að veita Tryggingastofnun allt aö 90% afslátt af þjónustu sinni um þessar mundir. Þetta er alrangt, að því er segir í tilkynningu Tryggingastofn- unar. Samningar við lækna byggjast á sömu grundvallaratriðum og verk- takasamningar á almennum mark- aði. Þeir kveða því hvorki á um sérstaka dagvinnu, eftirvinnu eða næturvinnu. Þá fjalla þeir um fullt verð upp að ákveðnu marki og að afsláttur sé veittur eftir það. Verk- takar geta ekki hlaupist undan skyldum þegar kemur að greiðslu afsláttar. -JSS Stuttar fréttir Framboðslistar kynntir Samfylkingin ætlar að kynna framboðslista flokksins í öllum kjör- dæmum sunnudaginn 8. desember nk. Kjörnefndir eru að ljúka við gerð listanna. Sváfu heima í nótt Almannavarnarnefnd Seyðis- ijarðar ákvað í gærkvöld að íbúar þeirra húsa sem voru rýmd vegna aurskriðuhættu gætu snúið heim. Nefndin kemur saman siðdegis í dag til að meta aðstæður. Grænlenskar rjúpur hingað Nú er ljóst að boðið verður upp á grænlenskar rjúpur í verslunum hér- lendis fyrir jól. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað útflutning og er gert ráð fyrir að 6 þúsund grænlenskar rjúpur verði seldar hér á landi. Verð- ið á hinni grænlensku rjúpu liggur ekki fyrir. RÚV greindi frá. Prófasafn opnað í HÍ Stúdentaráð og Háskóli íslands opnuðu í gær prófasafn á Netina - þar sem er að finna um 3000 próf frá síðustu 2 árum. Sjálfboðaliðar önn- uðust skönnun prófanna sem er að finna á slóðinni www.prof.is. Vantar ekki fé Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir í samtali við mbl.is að ekki skorti fé til heilbrigðismála á íslandi. Út- gjöldin séu mikil og munu að mati Einars vaxa reyni menn ekki nýjar aðferðir. Gert er ráð fyrir að 1,9 milljarðar renni til heilbrigðismála af fjáraukalögum. Alcoa svarað fyrir jól Skipulagsstofnun mun að likind- um svara því fyrir jól hvort vinna þurfi nýtt umhverfismat vegna nýs álvers bandaríska álrisans Alcoa í Reyðarfirði. Skýrsla Alcoa um mat á umhverfisáhrifum hefur verið send út til umsagnar. Rætt um samstarf Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fundaði um helgina með forsetum þjóð- þinganna í Græn- landi og Færeyjiun. Á fundinum ræddu forsetar m.a. hvem- ig bæta megi enn frekar samstarf þjóðþinganna þriggja. Fundurinn fór fram í Reykjavík. 850 milljónir til minkaveiða Ríki og sveitarfélög hafa kostað um 850 milljónum króna á núvirði til minkaveiða á síðastliðnum 45 árum. Þetta kemur fram á mbl.is og er vitnað tU gagna Veiðistjóraemb- ættisins. -aþ ESB^l. Við samanburð á árangri ungs fólks í prófkjörum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í blaöinu í gær láð- ist að geta þess að Björgvin G. Sig- urðsson, 32 ára, hreppti 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar i Suð- urkjördæmi, sem er öruggt þingsæti miðað við úrslit síðustu alþingis- kosninga. Beðist er velvirðingar á þessari yfirsjón. Þátturinn Fólk er á Skjá Einum en ekki Stöð 2 eins og sagt var í fjölmiðlapistli blaðsins í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.