Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 Sport DV Bland í poka Sögusagnir eru uppi innan Formúl- unnar að Felipe Massa, sem keyrt hefur fyrir Sauber-Iiðið en var látinn fara frá því, hafi verið boðið að keyra fyrir Jordan-liðið á komandi keppnis- timabili. Haft er eftir forsvarsmanni Jordan-liðsins að haft hafi verið sam- band viö nokkra ökumenn vegna starfsins og þar á meðal sé Brasilíu- maðurinn Massa. Jordan er reyndar meö tvo ökumenn á samningi fyrir komandi keppnistímabil, þá Gi- ancarlo Fischicella og Takuma Sato, en líklegt er taliö að Sato missi sæti sitt. Ástralski ökumaðurinn Mark Webber segist hafa hafnað nokkrum tilboðum frá liðum um að gerast öku- maður meö þeim svo hann gæti skrif- að undir samning við Jagúar um að keyra hjá liðinu á næsta keppnis- tímabiii. Jaguar, sem sagt hefur upp á bilinu 40-60 manns á undanfþmum vikum, nældi í þennan unga Ástrala sem vakti athygli fyrir frábæra inn- komu í Formúluna þegar hann varð í fimmta sæti í sinni fyrstu keppni í Melbourne. Þá keppti hann með Minardi-liöinu. Vegna villu ifœrslu úrslita á heima- síðu Sundsambands Islands læddust í umfjöllun fjölmiðla af bikarkeppn- inni í sundi, sem fram fór um helg- ina, tvær villur. Skráð var að SH og Ægir hefðu bæði verið með 25.957 stig en hið rétta er að Ægir var með 26. 359 stig. Hitt var að Heiöar Ingi Marinósson, sem náði lágmarki fyr- ir Evrópumeistaramótið í 25 metra laug, var sagður úr íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hið rétta er að hann er úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Glen Hoddle, framkvæmdastjóri Tottenham, segir að starfsbróðir hans hjá Leeds Utd eigi að fá starfsfrið til að snúa við slæmu gengi Leeds-liðs- ins á undanfömum vikum. Kröfur um brottvikningu Terrys Venables, stjóra Leeds, hafa aukist og ekki minnkaöi pressan á hann um helgina þegar liöið tapaði fyrir Tottenham. Hoodle segir að Venables sé reyndur þjálfari og hann hafl tvímælalaust hæfileika og getu til að snúa málum við á Elland Road. Terry Venables segist sjálfur víðurkenna aö hann sé hræddur um að hann fái ekki frið til að snúa þessari þróun mála viö. Að sjálfsögðu eigi menn í hans stöðu alltaf von á að verða gagnrýndir en það sé þó alls ekki þægUeg tilfinning og það líki það ekki nokkrum manni sem í þvf hafi lent. Undirbúningur fyrir Formúlu 1 2003 aö hefjast: Draga verður úr kostnaði svo ný lið fáist inn - er álit Max Mosleys hjá Alþjóða aksturíþróttasambandinu Minardi er eitt þeirra liöa sem átti í fjárhagserfiðleikum í Formúlu 1 á síðasta ári þar sem kostnaðurinn við þátttökuna var að sliga liöið. íþróttadeild Úrval-Útsýn: Hópferð á HM í handknattleik Max Mosley, æðsti prestur hjá Alþjóða akstursíþróttasambandinu segir að Formúla 1 verði enn frek- ar að draga úr kostnaði til auka líkumar á að fleiri bílaframleið- endur ihugi þann möguleika að ganga til liðs við Formúluna og tefla fram liði í keppninni. Það hvernig kostnaðurinn hefur rokið upp á undanfórnum árum hefur þegar gert það að verkum að lið eins og Prost varð að draga sig út úr keppninni þar sem gjaldþrot einfaldlega blasti við. Samnýta vélarhluta Nýjar reglur hafa verið kynntar varðandi vélarnar í bílunum þar sem það fjármagn sem eytt er í vél- arnar er takmarkað. Þá hafa liðin rætt um það sín á milli hvort ekki væri ráðlegt að þau notuðu sama gírkassa og eða aðra hluta úr bíl- unum sem myndi minnka kostnað gríðarlega og þar með myndu spar- ast hundruö milijóna í þrótmar- og framleiðslukostnað við þessa hluti. Mosley telur nauðsynlegt að stíga þessi skref ef á að takast að sannfæra framleiðendur eins og Audi og General Motors um ágæti þess að þau stofni lið í Formúlu 1 keppninni. „Ég er nokkuð viss um að þessi lið og fleiri hafa vilja til að koma til liðs við okkur en það er nær öruggt að við verðum að tryggja að kostnaður við þátttök- una verði minni en hann hefur verið undanfarin ár. Við höfum að mínu mati ekki verið nógu dugleg- ir við að ná niður kostnaði, vanda- málið hefur verið að ná samkomu- lagi um það á meðal framleiðend- anna. Ef okkur tekst ekki að koma böndum á kostnaðinn er ég hrædd- ur um að þeir bílaframleiðendur sem ekki eru með nú verði ekki mjög áfjáðir í að koma til liðs við okkur. JEifnvel gæti sú staða kom- ið upp að einhverjir þeirra fram- leiðenda sem nú eru með lið í For- múlunni myndi hætta,“ sagði Mosley. Talið er að það kosti hundruð milljónir punda að setja saman nýtt liö í Formúlunni, auk þess sem það kostar 100 milljónir punda að keppa á ári hverju. Undirbúningur að hefjast Undirbúningstímabilið fyrir Formúlu 1 áriö 2003 hefst í dag en þá er fyrst leyfilegt að hefja æfrng- ar. BAR-liðið hefur kynnt til sög- unnar nýjan ökumann, Ralph Firman, sem hefur getið sér gott orð í japönsku Formúlu Nippon mótaröðinni. Hann hefur um nokk- urt skeið reynt að komast að í For- múlu 1 en fær nú loks tækifærið. Toyota-liðið mun lyfta hulunni af nýjum bíl í byrjun næsta árs, en liðið náði bærilegum árangri á sínu fyrsta ári í fyrra. Það hefur skipt um báða ökumenn liðsins en á næsta ári munu þeir Oliver Pan- is og Brasilíumaðurinn Crisiano da Matta aka Toyota-bílunum. Þrátt fyrir að nær allir ökumenn séu nú að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil er heimsmeistarinn Micheal Schumacher áhyggjulaus. Hann hefur ekki i hyggju að byija æfingar strax heldur ætlar hann að framlengja frí sitt. Keppt í Tyrklandi Um helgina var tilkynnt að á ár- inu 2005 mundi ein keppni í For- múlu 1 fara fram í Istanbúl í Tyrk- landi. Var Istanbúl valin en í boði var einnig að halda keppnina í Izmir eða Antalya. Það er þýskur arktitekt, sá sami og hannaði brautina i Malasíu, sem mun ljúka hönnun brautarinnar í vor. -PS Úrval-Útsýn hefur ákveðið að gangast fyrir hópferð á lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknatt- leik sem verður haldið í Portúgal dagana 20. janúar til 2. febrúar. Ferðin verður dagana 29. janúar til 2. febrúar. Eins og kunnugt er er ís- lenska landsliðið meðal þátttökuliða á mótinu þvi það náði frábærum ár- angri í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fór í Svíþjóð síð- astliðið vor. Það verður spennandi að sjá hvort liðinu tekst að fylgja þeim góða árangri eftir í janúar næstkomandi. Flogið verður í beinu leiguflugi til Lissabon þar sem keppnin fer fram lokadaga mótsins. Um er að ræða gistingu á fjögurra stjömu hóteli í Lissabon en brottfór til ís- lands verður strax að loknum úr- slitaleiknum á sunnudeginum. Verð ferðarinnar er 59.500, þar sem inni- falið er flug, gisting í 2ja manna her- bergi með morgunverði, auk rútuferða til og frá flugvelli ytra. Flugvallarskattar og miðar á úr- slitakeppnina em ekki innifaldir í verðinu. Allar upplýsingar em fáan- legar hjá Úrval-Útsýn í Hlíðarsmára í Kópavogi en aðeins er um að ræða 100 sæti í ferðina. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.