Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Sómalska baráttukonan Waris Dirie á íslandi: Kona umskor- in 15. hverja sekúndu kona umskorin og þriðja hver kona sem umskorin er deyr af völdum að- gerðarinnar. Á fundi Unifem í gær sýndi Waris myndband sem samtök hennar hafa gert og var ekki laust við að hrollur færi um gestina í salnum þegar þeir hlustuðu á nístandi öskur stúlkubams sem verið var að umskera. „Þegar ég var bam var mér sagt að án umskumar væri ég ekkert. Þessu þarf að breyta, við verðum að fræða konur um að þær hafi val. Bókin Eyði- merkurdögun er ekki eins og hver önn- ur bók, hún er meira en það. Hún er hugsuð sem friðsamlegt skref í þá átt aö vekja fólk til umhugsunar um um- skum og hvaða áhrif hún hefur á líf kvenna. Draumur samtakanna er einnig sá að koma á fót heilsugæslu og ýmsum námskeiðum í Sómalíu til að uppfræða fólk í þeim tilgangi að binda enda á umskum þar í landi,“ sagði Waris og henti íslenskum konum á að þær geti einnig lagt sitt af mörkum í baráttunni. „Hver og ein okkar getur líka kennt bömum sínum að bera virðingu fyrir lífmu og ástinni. Það er þar sem þetta byrjar," sagði Waris og benti á starf- semi Unifem sem og sín eigin samtök sem má fá nánari upplýsingar um á heimasíðunni www.desertdown.com. Þess má að lokum geta að ágóðinn af nýjustu bók Waris Dirie, Eyðimerkur- dögun, rennur til Unifem á íslandi en Waris mun árita hana í Pennanum Ey- mundsson í Austurstræti kl. 17 í dag. -snæ „Umskurður er daglega að eyðileggja ekki bara bamæsku fjölda kvenna heldur líf þeirra í heiid sinni. Það er ekkert fallegt við þessa hefð,“ sagði sómalska baráttukonan Waris Dirie á fundi sem Unifem á íslandi stóð fyrir i Islensku óperunni í gær. Fjöldi fólks mætti á fundinn til að hlýða á Waris sem stödd er hér á landi til að kynna nýjustu bók sína, Eyðimerkurdögun. Þetta er í annað sinn sem Waris kemur til Islands en hún kom hingað einnig í fyrrahaust og hélt þá eftir- minnilegan fyrirlestur í Háskóla ís- lands um umskurð kvenna. Waris, sem starfar sem ljósmyndafyrirsæta, hefur helgað líf sitt baráttunni gegn um- skurði en hún stofnaði I fyrra eigin baráttusamtök undir nafninu Desert Down sem hafa það að markmiði að gefa öllum stúlkum möguleika á að vera óumskomar og náttúrulegar. í fyrra kom út á íslensku bókin Eyðimerkurblómið, sem lýsir á átakan- legan hátt bamæsku Waris og hvemig henni tókst að flýja frá Sómalíu og ná að hasla sér völl í tískuheiminum. Seinni bók hennar Eyðimerkurdögun sem nýkomin er í íslenskar bókaverslandir fjallar hins vegar um ferð hennar á heimaslóðir sem og áhuga hennar á að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem umskurður er. Vill binda endi á umskurð Að sögn Waris eru 130 milljónir kvenna umskomar á hverju ári, sem þýðir að hveija flmmtándu sekúndu er DV-MYND: ÞÖK Berst gegn umskurði kvenna Fyrirsætan Waris Dirie hefur helgaö lífsitt baráttunni gegn umskuröi kvenna. Waris var sjálf umskorin sem barn í heimalandi sínu, Sómatíu, en stefnir nú aö því aö uppfræöa konur í Afríku í von um aö siöurinn leggist niöur. DV-MYND HARI Fyrsti pakkinn Fyrsti kaffipakki Gevalia til stuönings þjónustumiöstöö Umhyggju afhentur. F.v. Magnes Herborg Magnúsdóttir og Grímur Óli Grímsson, 9 ára, sem bæöi koma fram í auglýsingum Gevalia. Þá Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri Um- hyggju, og loks Hiimir Snær Guönason, talsmaöur átaksins. Hillir undir langþráð takmark Umhyggju: Átak hafið fyrir þjónustumiðstöð - til stuðnings langveikum börnum Vélsmiðjubændur í Skagafirði Á bænum Ljótsstöðum í Skagafirði hefur verið tekið í notkun nýtt 550 fer- metra húsnæði sem hýsir vélsmiðju. Þama er um fjölskyldufyrirtæki að ræða sem hlotið hefur nafnið TB Smiðja ehf. Auk þess að stunda við- gerðir á tækjum er einnig um margvís- lega nýsmíði að ræða enda er fyrirtæk- ið vel búið tækjum. Á Ljótsstöðum húa hjónin Ásdís Sveinbjömsdóttir og Trausti Fjól- mundsson og nú hafa synir þeirra tveir, Sölvi og Fjólmundur, sem báðir em vélvirkjar flutt norður aftur eftir nokkurra ára dvöl á suðvesturhominu og starfrækja fyrirtækið með fóður sín- um. Trausti hefur verið í jámsmíðum og ýmsum viðgerðum um árabil. Vorið 2001 var svo ráðist í byggingu stálgrindarhúss. Hjá TB Smiðju em framleiddar hestakerrar af öllum stærðum og er sérstök hönnun þeirra tilkomin vegna langrar reynslu og þró- unar í smíði á hengivögnum á Ljóts- stöðum Fyrirkomulag og hönnun á milligerðum í fjós og hesthús hefúr og verið talsvert unniö hjá Smiðjunni. Þá hefur verið hönnuð og smíðuð haug- dæla eða haughræra og má segja að með tilkomu hennar hafi orðið bylting hjá kúabændum við að ná mykjunni úr haughúsum. Trausti segir að enginn skortur sé á verkefnum og mikil aukn- ing í kerra- og vagnasmíðum því með aflmeiri og stærri jeppum vilja allir stórar hestakerrur og hengivagna. -ÖÞ DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Smiöjubændur Þeir standa aö rekstri TB Smlöju, frá vinstrl: Fjólmundur Traustason, Trausti Fjólmundsson og Sölvi Traustason. Nú hillir undir að langþráð þjón- ustumiðstöð Umhyggju, félags til stuðnings langveikum bömum, geti orðið að raunveruleika innan tiðar. Hafið er fjáröflunarátak til að hægt verði að opna hana sem fyrst. Gevalia hefur ákveðið að láta 15 krónur af hverjum seldum kaffl- pakka renna til Umhyggju í þessu skyni fram til jóla. Þá tekur fyrir- tækið að sér að kynna félagið. í þjónustumiðstöðinni verður m.a. sinnt ráðgjöf um réttindamál sem tengjast mismunandi hópum lang- veikra bama. Einnig verður veittur fyrirbyggjandi sálfélagslegur stuðning- ur. Þjónusta verður í boöi fyrir for- eldra langveikra bama, einstaklinga innan þeirra eða hópa, svo sem stuðn- ingsmenn fyrir systkini og foreldra. Ýmis önnur starfsemi af ýmsum toga er fyrirhuguð í miðstöðinni. Brýn þörf er á þjónustumiðstöð af þesu tagi enda mæðir mikið á aðstand- endum langveikra bama. Um 3.400 böm glíma nú með einum eða öðrum hætti við langvinn veikindi. -JSS Tekur við starfi skólastjóra Elisabet Pálmadóttir efna- verkfræðingur hefur verið ráðin i stöðu skóla- stjóra Bruna- málaskólans. Hún hefur víð- tæka menntun og mikla starfs- reynslu á sviði efnafræði og gerð áhættugreininga, öryggisáætlana og gæðahandbóka. Elísabet tekur við starfinu af Guðmundi Haraldssyni sem hefur gegnt stöðu skólastjóra frá því skólinn tók til starfa 1994. Guðmundur starfar áfram sem sér- fræðingur hjá Bnmamálastofnun. Elísabet Pálmadóttir. Þriðjungur ekki til tannsa Um 35,5% bama á aldrinum 0-18 ára fóru aldrei til tannlæknis á tímabilinu 1. janúar 2001 til 30. júní 2002. Þetta er meðal niður- staðna könnunar sem gerð var á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins - á því hverjar væru heimtur bama og unglinga til tannlækna. Hlutfall barna á aldrinum 6 til 15 ára, sem ekki fóru til tannlækn- is á tímabilinu, var 19,2% og 22,5% bama á aldrinum 4-18 ára leituðu ekki til tannlæknis á umræddu 18 mánaða tímabili. Lítið keypt á Netinu Hartnær helmingur islenskra netnotenda kaupir lítið sem ekkert á Netinu. Þetta er niðurstaða könnunar sem ATV gerði í síðustu viku. Spurt var: Hvað kaupirðu helst á Netinu? - og reyndust 45% merkja við liðinn „kaupi ekkert á Netinu". Hvað einstaka vöru- flokka varðar þá er ljóst að bækur eru í sérflokki en 17,9% merktu við að þeir keyptu bækur á Net- inu. Hægt er að lesa nánar um könnunina á heimasíðu ATV. Stálu ostum og seldu Lögregla hafði um helgina af- skipti af tveimur mönnum sem buðu osta til sölu á Lækjartorgi. Sölumennska mannanna væri svo ekki í frásögur færandi ef f þeir hefðu j ekki skömmu ________ í ÍÍl áður Y X gengið út úr verslun í Aust- urstræti með körfu fulla af ostum - án þess að hafa borgað fyrir. Ostasalan var því stöðvuð með það sama, ostinum skilað í verslunina og mennirnir færðir á lögreglu- stöð. Löggur elta ref Lögreglumenn urðu varir við brúnan ref þegar þeir voru í eftir- litsferð í Grafarholti á sunnudags- morgun. Refurinn var á vappi á byggingarsvæði. Lögreglumenn hugðust reyna að handsama rebba og hófst eftirför um hverfið. Ekki báru tilraunir lögreglumannanna tiltætlaðan árangur því rebbi sást hlaupa til fjalla. Tekur við formennsku Friðrik Már Baldursson hagfræð- ingur tekur við stjórnarformennsku hjá Hafrannsóknarstofnun um næstu mánaðamót. Það er sjávarútvegsráð- herra, Árni M. Mathiesen, sem skip- ar í stöðuna. Friðrik er skipaður tU júníloka 2004 en þá lýkur skipunar- tíma núverandi stjórnar. Hann tekur við sjórnarformennskunni af Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra sem lætur af störfum í stjórninni að eigin ósk. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.