Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV_________________________________________________________________________ Útlönd Vopnaeftirlitið hefst á morgun Vopnaeftirlitsmenn SÞ tilbúnir til starfa í Bagdad. REUTERSMYND Bílstjórar mótmæla Franskir flutningabílstjórar veifa fán- um verkalýösfélags síns við lokaöan veginn að flugvellinum í Marseille. Verkföll raska samgöngum í Frakklandi í dag Mikil röskun verður á samgöng- um í Frakklandi í dag vegna verk- falia tugþúsunda opinberra starfs- manna og annarra. Starfsmennimir óttast að fimm mánaða gömul stjórn hægriflokkanna hyggi á einkavæð- ingu ýmissar þjónustu sem hið op- inbera hefur annast til þessa. Boðað hefur verið til mótmælaaðgerða í París í dag vegna þessa. Aðgerðim- ar nú em hinar mestu sem stjórn- völd hafa þurft að glíma við. Vegna verkfalls flugumferðar- stjóra verður aðeins hægt að tryggja að tíu prósent alls áætlunarflugs verði samkvæmt áætlun, að sögn flugmálayfirvalda. Formaður verka- lýðsfélags flugumferðarstjóra segir aftur á móti að þeir muni leiðbeina helmingi þeirra flugvéla sem fljúga yfir Frakkland til að draga úr óþæg- indum í öðrum löndum. Vöruflutn- ingabílstjórar fjarlægðu vegatálma sem þeir höfðu sett upp í gær en þeir lofuðu frekari aðgerðum í dag. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsnefhdar SÞ, segir að írösk stjóm- völd verði að leggja fram sannfærandi sannanir svo hægt verði að leggja trúnað á nýlegar yfirlýsingar þeirra um að þeir ráði ekki lengur yfir gjör- eyðingarvopnum. Þetta kom fram á fundi sem Blix átti með Öryggisráði SÞ í New York í gær, nýkominn frá Bagdad, en á fund- inum sagði hann að upplýsingar sem borist höfðu í sumar hefðu vakið upp spumingar um það hvort írakar réðu lengur yfir gjöreyðingarvopnum. Bandarísk stjómvöld eru á öðru máli og sagði Richard Armitage að- stoðarutanríkisráðherra í gær að ekk- ert væri að marka þessar yfirlýsingar íraskra stjórnvalda. Þau væru aðeins að reyna að slá ryki í augun á vopna- eftirlitsnefiidinni og nægar sannanir væru fyrir því að þeir hefðu haldið áfram að koma sér upp kjarnorku-, efna- og sýklavopnum. „Saddam hefur áður logið að okkur og ég er viss um að hann á þessi vopn í felum,“ sagði Armitage, en hann hafnaði einnig ásökunum íraka um að ályktun ör- yggisráðsins væri aðeins yfirvarp til að Bandaríkjamenn gætu ráðist á írak. Hans Blix sagði að það væri íraka að sanna hið gagnstæða og að yfirlýs- ing þeirra um að ráða ekki lengur yf- ir gjöreyðingarvopnum hefði engin áhrif á fyrirætlanir vopnaeftirlits- nefndarinnar. „Vopnaeftirlitið fer fram samkvæmt kröfum Öryggisráðs- ins, en ef þeir vilja láta taka sig trúan- lega um að þeir ráði ekki lengur yfir slíkum vopnabúnaði, eins og þeir gerðu á fundum okkar í Bagdad, þá verða þeir að leggja fram sannfærandi gögn eða aðrar trúverðugar sannan- ir,“ sagði Blix. Öryggisráð SÞ samþykkti í gær, samkvæmt kröfu Bandaríkjamanna, að framlengja mannúðaraðstoð við íraka aðeins um níu daga í stað sex mánaða, eins og áður hafði verið lagt til, en Bandaríkjamenn hafa einnig þrýst á það að komið verði í veg fyrir að írakar geti með svokölluðum olíu- skiptasamningi orðið sér úti um vör- ur til hemaðar og að verulega verði fækkað á þeim vörulista. Fullskipað sautján manna vopna- eftirlitslið SÞ er nú mætt til Bagdad og er búist við því að eftirlitið hefjist á morgun. Melissa Flemming, tals- maður Alþjóða kjarnorkumálastofh- unarinnar, sem leggur til hluta eftir- litsmannanna, sagðist í morgun von- ast til að írakar stæðu við loforðin um samstarf. „Þeir hafa lofað því og von- andi byrjar þetta vel. Við erum þó uggandi en vonum það besta,“ sagði Flemming. Jonathan Motzfeldt Flokkur grænlenska heimastjórnar- formannsins tapar mönnum. Útlit fyrir spenn- andi kosningar Allt bendir til að kosningamar á Grænlandi þann 3. desember næst- komandi verði spennandi þar sem jafnræði er með tveimur stærstu flokkunum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun fengi grænlenski jafnaðarmanna- flokkurinn Siumut 29,6 prósent at- kvæða en vinnstrisinnaði sjálfstæð- isflokkurinn Inuit Atagatigiit fengi 29,2 prósent. Hvor flokkur um sig fengi þvi niu þingsæti fari kosning- amar á þessa leið. Jafnaðarmenn myndu því missa tvo menn á þingi frá síðustu kosn- ingum en vinstrisinnaðir sjálfstæð- issinnar bæta við sig tveimur. Demókrataflokkurinn fengi 16,1 prósent atkvæða og fimm þingsæti, sem er nokkuð óvænt. Grænlenski sambandsflokkurinn Atassut myndi missa tvo þingmenn og fylgi hans myndi minnka úr 25 prósentum í átján prósent. Kvennaflokkurinn fengi einn fulltrúa kjörinn á þing, ef könnunin gengur eftir. Hárbeittur sannleikur í næstu bókabúð Norræn sakamál er bók um viðfangsefni lögreglunnar, allt fra hjálparstörfum í snjóflóðum á íslandi til afhjúpunar á glæpum, siöleysi, háþróaðri tækni glæpaflokka og hugarheimi sem er flestum óhugsandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.