Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Pétur H. Blöndal alþingismaður: Trúr hugsjónum og hugsar skipulega Það orð fer af Pétri að hann sé mjög spar- samur ...(hann leggur gríðarlega áherslu á sparnað og að fólk skuld- setji sig ekki til kaupa á neyslu- vörum)... hann berst ekki á í daglega lífinu, ekur um á frek- ar ódýr- um bíl en býrí smekk- legu, litlu raðhúsi. Nafn: Pétur H. Blöndal. Aldur: 58 ára, krabbi, fæddur á Jónsmessunni. Fjölskylda: Tvígiftur, skilinn. Býr meö syni sínum, 13 ára. Lögheimili: 103 Reykjavík. Menntun: Diplom-próf í eölisfræði, stærðfræði, hagnýtri stærðfræði, trygginga- stærðfræði, tölvufræði, líkindafræði, tölfræöi og aiþýðutryggingum frá Kölnarhá- skóla. Doktorspróf við sama háskóla. Starf: Alþingismaöur. Efni: Sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, náði 4. sæti. Pétur H. Blöndal hefur verið al- þingismaður Reykvíkinga siðustu 7 ár, skipaði 7. sæti Sjálfstæðisflokks- ins við siðustu kosningar en skaut nú þingmönnunum Sólveigu Pét- ursdóttur, Láru Margréti Ragnars- dóttur og Guðmundi Hallvarðssyni aftur fyrir sig með mjög árangurs- ríkri kosningabaráttu, sem beindist ekki síst að því að hafa skoðanir á hlutunum og vekja athygli á því með fundum sem yfirleitt var hús- fyllir á. Tími eftirspurna eftir skoð- unum er því greinilega runninn upp. Þótt Pétur sé ekki sá þingmaður Sjálfstæðisflokks sem er í hópi þeirra mest áberandi vekur athygli að 8 af hverjum 10 stuðningsmönn- um flokksins vilja hafa hann í þing- flokknum og margir segja hann merki þess að það sé gott lífsmark með mörgum þingmönnum flokks- ins! Erfitt kann að reynast að snið- ganga hann varðandi ráðherraemb- ætti, verði Sjálfstæðisflokkur í rík- isstjórn eftir næstu kosningar, vilji það einhverjir, en hann hefur t.d. sagt að eðlilegt væri að aðskilja heilbrigðis- og tryggingamál í sam- nefndu ráðuneyti og eins hefur hann sýnt viðskiptaráðuneytinu áhuga. Fjármálaráðuneyti mundi auðvitað henta honum vel en þar er fyrir varaformaður flokksins, Geir Haarde. Geir A. Guösteinsson blaðamaður Áhugaljósmyndari Pétur er mikill útilifsmaður, hef- ur m.a. hlaupið maraþonhlaup og tók þátt í ofurmaraþonhlaupi sl. sumar er hann hljóp Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórs- merkur, um 55 km leið. Hann æfir Afró i Kramhúsinu og hefur sést á hjólaskautum. Maðurinn er því í góðu líkamlegu formi. Hann er einnig áhugaljósmyndari og hefur mjög gaman af því að taka myndir af bömum og kjörbörnum sínum, sem eru sex talsins. Greindur og auðugur Samstarfsmaður Péturs um hríð segir að Pétur sé ákaflega heiðarleg- ur maður og dytti aldrei í hug að svíkja sínar eigin hugsjónir og yrði aldrei keyptur til fylgilags við eitt- hvað sem hann væri andvígur. Það hafi alla tíð veriö ljóst að hann sé mjög vel gefinn, hugsi hratt og skipulega en hann hafi þurft að berjast fyrir því í lífrnu sem hann hafi áorkaö, faðir hans var sjómað- ur og hann ólst upp í stórum systk- inahópi. Hann var stúdent frá MR 1965 og meðal skólafélaga hans þar voru Haraldur Briem sóttvama- læknir, Þorsteinn Tómasson, jurta- erfðafræðingur hjá RALA, Þórður Vigfússon framkvæmdastjóri, Jón Bjamason þingmaður og Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri. Málsvari sparnaðar Það orð fer af Pétri að hann sé mjög sparsamur og þar vitna marg- ir til þess að hann var með útvarps- þátt fyrir alllöngu um fjármál heim- ilanna þar sem hann lagði gríðar- lega áherslu á sparnað og að fólk skuldsetti sig ekki til kaupa á neysluvörum. Það er hins vegar staðreynd að hann berst ekki á í daglega lífinu, ekur um á frekar ódýrum bíl en býr í smekklegu, litlu raðhúsi. Margir segjast bera virð- ingu fyrir hans hæfileikum, maður- inn sé alveg „eitilklár“. Undir það taka bæði samherjar og andstæðing- ar í pólitíkinni og atvinnulífmu. Pétur á lítinn hóp traustra vina sem hann er trúr. „Pétur er ekki sá einfari sem margir halda. Hann stýrði um tíma Kaupþingi sem skólafélagi hans úr MR stofnaði m.a. og þar var hann til ársins 1991 er hann seldi sinn hlut með góðum hagnaði og fór að upp- fylla æskudrauminn, að kenna stærðfræði, er hann fékk stöðu við Verslunarskólann. Hjá Kaupþingi lærði hann að ráða til sín gott fólk og þar má nefna Guðmund Hauks- son, núverandi stjórnarformann Kaupþings, Sigurð Einarsson, for- stjóra Kaupþings, og Bjarna Ár- mannsson, bankastjóra íslands- banka. Hæfileika Bjarna sá Pétur á ferðalagi í Taílandi, Bjarni keypti hluti á 200 kall sem aðrir keyptu á 500 kall og endurseldi ferðafélögun- um á 400 kall. Bjami fór að starfa við tölvuforritun er heim kom en Pétur lét hvorki laust né fast fyrr en hann fékk hann til starfa. Ári síðar var Bjarni orðinn aðstoðarforstjóri. Einfaldar um of hugmyndir Helsti galli Péturs er að mati sumra viðmælanda DV að hann hef- ur oft einfaldar hugmyndir um hluti og stundum ganga þær ekki upp, eru ails ekki í takt við raunveru- leikann. Hann er hins vegar tilbú- inn að hlusta á rök annarra þó hann sé ekki sammála þeim en færir þá rök fyrir sinni skoðun. Það getur verið erfitt að fá hann ofan af sinni sannfæringu en hann er þó ekki ósveigjanlegur. „Hann er þannig andstæðingur að hann kemur hreint og beint að mál- um og er ekki erfiður andstæðingur. En það kemur mér stöðugt á óvart að hann segist ekki tala fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, og enn skrýtn- ara nú þegar hann hefur náð þess- um glæsilega árangri í prófkjöri. Það er bara feluleikur. En hann ber fulla virðingu fyrir málstað annarra og er alls ekki yflrgangssamur hvað það varðar,“ segir einn pólitískra andstæðinga hans á Alþingi. Um 1.800 störf skapast á bygg- ingartíma álvers Bandaríska álframleiðslufyrir- tækið Alcoa hefur lagt fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum til Skipulagsstofnunar. Þar kemur m.a. fram að búist sé við að álverið skapi 750 ný störf á Austurlandi. Samkvæmt skýrslunni er áætlað að við verklok muni 455 einstakling- ar vinna beint fyrir Alcoa en að auki muni 295 störf skapast í tengsl- um við álveriö. Reiknað er með því að allt að 1.800 störf muni skapast meðan á byggingu álversins stendur og gert ráð fyrir að verksmiðja Alcoa komi til með að valda minni umhverfisáhrifum en sú verksmiðja sem Reyöarál ráðgerði að byggja. Helstu ástæður þess eru að árs- framleiðsla verksmiðju Alcoa verð- ur u.þ.b. 25% minni en verksmiðju Reyðaráls; Alcoa mun ekki urða mengandi úrgang við álverið; Alcoa athugar nú hönnunarkosti fyrir ál- veriö með það fyrir augum að tryggja að ekkert frárennslisvatn muni koma frá verksmiðjunni. Tillögur Alcoa gera ráö fyrir að álverið muni þurfa 22% minna raf- magn en álver Reyðaráls, 33% minna eldsneyti og 58% minna vatn. -GG Fréttablaðið ehf. úrskurðað gjaldþrota - lífeyrissjóðir meðal kröfuhafa Fréttablaðið ehf., sem áður gaf út Fréttablaðið, hefur verið lýst gjaldþrota. Skiptastjóri þrotabús- ins er Sigurður Gizurarson hrl. en hann er jafnframt skiptastjóri þrotabús Frjálsrar fjölmiðlunar. Það var 22. nóvember síðastlið- inn sem Héraðsdómur Reykjavík- ur úrskurðaði að bú Fréttablaðs- ins ehf., að Þverholti 11 í Reykja- vík, yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Þegar liggja fyrir kröfur í búið, m.a. frá Lífeyrissjóði versl- unarmanna og Sameinaða lífeyr- issjóðnum. Sigurður sagði að næsta skref yröi að birta innköll- un í Lögbirtingablaðinu þar sem kröfuhöfum yrði gefinn kostur á að lýsa kröfum sínum. Gjaldþrot Fréttablaðsins ehf. er einn þáttur umfangsmikils gjaldþrots útgáfufyrirtækisins Frjálsrar Ijölmiðlunar, sem var tekin til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu. Fyrir FF fóru þeir feðgarnir Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson meðan það var og hét. Það var undir merkj- um Frjálsrar fjölmiðlunar sem útgáfa Fréttablaðsins ehf. var hafin i apríl á síðasta ári. Þá var Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri blaðsins. Reksturinn gekk ekki sem skyldi og mun hlutafé þess hafa verið aukið um síðustu ára- mót og eignuðust nýir aðilar Fréttablaðlð Nýir eigendur reka nú blaðið, en gamia félagiö er komiö í þrot. meirihluta í félaginu. Sá gjörn- ingur fór hins vegar hljótt. Þegar halla tók undan fæti hjá Frétta- blaðinu ehf. var útgáfu þess hætt Búist er við að skiptafundur verði haldinn í febrúar vegna Vís- is.is sem úrskurðað var gjaldþrota þann 6. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skiptastjórinn, Bjarni S. Ásgeirsson hrl., hefur beðið um innköllun á þeim kröfum sem beint verður gegn búinu. Hve margir muni gera kröfur í búið eða hverjar upphæðirnar verða er alls í nokkrar vikur meðan leitað var nýrra fjárfesta. í kjölfarið var stofnað nýtt útgáfufélag, Frétt ehf., með Ragnar Tómasson i far- arbroddi og keypti það útgáfu Fréttablaðsins. Kaupverð hefur ekki fengist uppgefið. Þá hefur mjög verið á reiki hverjir eigendur nýja útgáfufélags Fréttablaðsins eru en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum hafa aðstandendur blaðsins ekki kosið að veita upplýsingar um eigendur þess. Opinberlega hefur komið fram að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri og einn aðaleigandi Baugs, sé meðal aðaleigenda Fréttar ehf., sem nú rekur Fréttablaðið. -JSS óljóst. Hins vegar gerði Lifeyris- sjóður verslunarmanna kröfu um gjaldþrotaskipti vegna lífeyris- greiðslna en einnig eiga Tollstjór- inn í Reykjavík og starfsmenn kröfur í búið. Bjarni segir að á skiptafundinum í febrúar verði væntanlega tekin afstaða til krafna sem þá verða fram komnar. -Ótt Innköllun í þrotabú Vísis.is s ug íjíiyiu'iiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag i kvöld 15.59 15.44 Sólarupprás á morgun 10.33 10.18 Síðdegisflóð 23.04 14.58 Árdegisflóð á morgun 11.34 03.37 <33 <®w w Smáskúrir Austlæg átt, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu, en allt að 18 m/s við suðurströndina. Súld eða rigning meö köflum á Suöaustur- og Austur- landi i dag, en annars skýjaö meö köflum og sums staöar smáskúrir. Skýjaö og rigning Austan 8 til 15 metrar á sekúndu, hvassast við ströndina norðan og austan til. Skýjað og rigning um mest allt land, síst þó norðvestan til. rrrfr; ri | rhi'S-. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur o o Hitir Hiti 1° Hiti 1° til 9" til 7° tii T Vindur Vindun Vindur: 3-15 m/s 6-10 6-10 "V* 4- it st Súld eða Talsverö Talsverö rlgnlng væta austan væta austan austan- og tll en skýjað tll en skýjað sunnanlands meö köflum með köflum en annars og úrkomulit- og úrkomulít- bjart með Ið um Ið um köflum. landlð vest- landið vest- anvert. anvert. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 iTrnmgi AKUREYRI alskýjað 6 BERGSSTAÐIR skýjaö 4 BOLUNGARVÍK skýjað 2 EGILSSTAÐIR skýjaö 6 KEFLAVÍK skýjaö 7 KIRKJUBÆJARKL. rigning 7 RAUFARHÖFN alskýjaö 6 REYKJAVÍK skýjað 8 STÓRHÖFÐI skúr 7 BERGEN hálfskýjaö 3 HELSINKI súld 1 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 7 ÓSLÓ alskýjaö 3 STOKKHÓLMUR 5 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 PRÁNDHEIMUR léttskýjað -4 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM hálfskýjaö 8 BARCELONA léttskýjaö 10 BERLÍN rigning 7 CHICAGO heiðskírt -4 DUBLIN hálfskýjað 10 HALIFAX skýjaö 2 HAMBORG súld 8 FRANKFURT skýjaö 9 JAN MAYEN snjókoma 0 LONDON þoka 4 LÚXEMBORG skýjaö 6 MALLORCA skýjaö 13 MONTREAL alskýjaö -1 NARSSARSSUAQ -3 NEW YORK skýjaö 7 ORLANDO heiöskírt 16 PARÍS þoka 5 VÍN alskýjaö 9 WASHINGTON alskýjaö 7 WINNIPEG heiöskírt -17 la.'r.m'iafliHt-iíi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.