Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 6
G MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Fréttir Anna Kristín Gunn- arsdóttir kennari skipar 2. sœti á framboðslista Samfylkingar- innar í Norð- vesturkjördœm i og sest ef að lík- um lœtur á þing eftir nœstu kosn- ingar. Hún tekur sígilda tónlistfram yfir nikkuna. Harðfylgin, klár og feimin Nafn: Anna Kristín Gunnarsdóttir Aldur: 50 ára Helmili: Sauðárkrókur Staöa: Framkvæmdastjóri Farskóla Norðurlands vestra Maki: Sigurður Jónsson Efni: Væntaniegur þingmaður Samfylkingarinnar í NV- kjördæmi Þeir þrettán þingmenn sem nú eru búsettir í nýju Norðvesturkjör- dæmi eru allir karlmenn. Nú lítur út fyrir að tvær konur verði í þing- mannaliði kjördæmisins að lokn- um næstu kosningum - miðað við nákvæmustu mögulegu útreikn- inga á því hvað gerist í nýju kjör- dæmi ef úrslitin verða þau sömu og síðast. Þessar konur eiga furðumargt sameiginlegt. Báðar eru um fimm- tugt. Báðar eru kennarar. Báðar eiga heima á Sauðárkróki. Og hvor- ug þeirra er landsþekkt. Önnur, Herdís Á. Sæmundardóttir, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknar- flokksins, var kynnt til sögunnar í DV í liðinni viku. Hin er Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar. Reyndur pólitíkus Anna Kristín hefur mikla reynslu af stjómmálum á sviði sveitarstjóm- ar. Hún sat í tólf ár i sveitarstjóm fyrir Alþýðubandalagið, árin 1986 til 1998, en var reyndar í minnihluta allan tímann. Þar þótti hún býsna harðskeytt, en sumir vilja reyndar meina að mest hafi borið á því eftir að byrjað var að útvarpa frá fundum sveitarstjórnar! Þeir sem þekkja til hennar á þess- um vettvangi bera henni vel söguna, stuðningsmenn jafnt sem andstæð- ingar. Hún er sögð bráðklár og vel gefin, setji mál sitt skýrt fram, sé vel máli farin og eigi gott með að höfða til fólks. Um gallana eru vitanlega afar skiptar skoðanir; einn viðmælandi DV taldi að harðfylgi hennar jaðraði á stundum við ósvífni. „Ég held því alls ekki fram að hún eigi til siðleysi eða neitt slíkt, en held að hún lifi dá- lítið eftir því að tilgangurinn helgi meðalið þegar hún berst fyrir sínum málstað," sagði einn þeirra og bætti við: „Hún er góður baráttumaður en má passa sig á að ganga ekki of langt.“ Annar taldi þetta af og frá; sagði hana setja sig afar vel inn i öll mál: „Hún er traust og föst fyrir; ekki leiftrandi snögg en hins vegar öragg, jöfn og þung í sínum málflutningi." Önnu Kristínu hefur verið treyst til trúnaðarstarfa á ýmsum vett- vangi; hún situr í útvarpsráði og er varamaður í stjórn Byggðastofnunar. Nærmynd Ólafur Teitur Guðnason blaöamaöur íhald og Framsókn Anna Kristín er dótturdóttir Bjöms í Bæ, sem var mikill sjálf- stæðismaður og fréttaritari Morgun- blaðsins í Skagafirði í áratugi. Faðir hennar, Gunnar Þórðarson, er ein- dreginn stuðningsmaður Framsókn- arflokksins. Sjálf var hún hins vegar frá upphafi í Alþýðubandalaginu og nú í Samfylkingunni. Fyrir utan stjórnmálin hefur Anna Kristín undanfarin ár stýrt Farskóla Norðurlands vestra við mjög góðan orðstír. Hún varð stúd- ent af málabraut Menntaskólans á Akureyri 1972, sama ár og Vilhjálm- ur Egilsson alþingismaður og Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjómar- formaður Landsvirkjunar - en þeir félagar útskrifuðust raunar af nátt- úrufræðibraut. Prófkjörið ‘99 Anna Kristín bauð sig ekki fram til sveitarstjórnar 1998 en tók þess í stað þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar fyrir þingkosningarnar 1999. Þar lenti hún í öðru sæti, á eftir Kristjáni Möller frá Siglufirði, en á undan Jóni Bjarnasyni - sem skömmu eftir þetta gekk til liðs við vinstri-græna. Nokkrir viðmælenda DV segja að fyrir fram hefði allt eins verið búist við að Anna Kristín hefði sigur í þessu prófkjöri. T0 dæmis hafi „stemningin" verið sú eftir góðan árangur krata í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík að alþýðu- bandalagsfólk yrði áberandi á öðr- um listum. Ýmsar skýringar eru nefndar á niðurstöðunni. Fullyrt er að Krist- ján Möller hafi gert bandalag við framsóknarmanninn Árna Gunn- arsson, um að þeir legðu hvor öðr- um til stuðningsmenn á Siglufirði í prófkjörum flokkanna tveggja. Þannig hafi í raun framsóknarmenn tryggt Kristjáni sigur á Önnu Krist- ínu. Einnig er bent á að framboð Jóns Bjamasonar hafi orðið til að dreifa atkvæðum alþýðubandalagsfólks. Reyndar er ósanngjarnt að halda því fram að Anna Kristín hafi átt rétt á að Jón færi ekki fram, en vissulega skipti hann um flokk eftir prófkjörið. Vist er að ekkert sem Jón segir mun breyta þeirri sann- færingu sumra stuðningsmanna Önnu Kristínar, hann hafi með framboði sínu beinlínis viljað koma í veg fyrir að alþýðubandalagsmað- ur yrði i fyrsta sæti á lista Samfylk- ingarinnar, til þess að vinstri-græn- ir ættu betri möguleika. Ekki á nikkunni Fyrir utan stjómmál og skólamál er Anna Kristín sögð hafa hvað mestan áhuga á bókmenntum og sí- gildri tónlist. Meiri líkur eru sagðar til þess en minni að sígild tónlist hljómi í bakgrunni þegar hún svar- ar símanum heima hjá sér - þá sjaldan að hún er viðlátin. Á ferðum sínum erlendis kappkosti hún einnig að sækja klassíska tónleika. Hún er mikil málamanneskja og tal- ar til að mynda frönsku reiprenn- andi. „Ég held að hún sé feimin,“ segir náinn samstarfsmaður Önnu Krist- ínar. „Kannski er best að orða það þannig að hún leiki ekki á harmon- ikku á torgum.“ Útvarpsráð fjallaði um nýjan fréttastjóra Sjónvarps: Meirihlutinn kaus Sigríði Árnadóttur - kemur á óvart, segir Elín Hirst SONY Láttu okkur yfirfara upptökuvélina tímanlega fyrir jól Einholti 2 • sími 552 3150 Panasonic „Auðvitað er ánægjulegt að finna þennan stuðning hjá út- varpsráði en hins vegar vegur umsögn útvarps- ráðs ekki þyngst þegar ákvörðun um það hver hlýtur starfið er tekin, og for- stöðumaður fréttasviðs segir sitt álit. Útvarpsstjóri þarf að vega þetta allt áður en hann tekur sína ákvörðun," segir Sigríður Árna- dóttir en meirihluti Útvarpsráðs greiddi henni atkvæði i starf fréttastjóra Sjónvarps á fundi ráðs- ins í gær. Sigríöur hlaut fjögur at- kvæði og Elín Hirst þrjú. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, Þórunn Gestsdóttir og Anna K. Jónsdóttir létu bóka á fundinum m.a.: „Að mati okkar uppfylla þrír umsækjendur hæfniskröfur. Það eru þau Elín Hirst, G. Pétur Matth- íasson og Logi Bergmann Eiðsson. Við mat á umsækjendum er eink- um þrennt sem mestu máli skiptir, menntun, reynsla af starfi í sjón- varpi og stjórn- unarreynsla. All- ir ofangreindra umsækjenda hafa umtals- verða reynslu af starfi við sjón- varp. Teljum við Elínu best upp- fylla hæfniskröf- ur í starf frétta- stjóra Sjónvarps- ins og munum mæla með ráðningu hennar." Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælir með Elínu í starfið og telur reynslu hennar og hæfni sem hún hafi sýnt í starfi gera hana að hæfasta umsækjand- anum. „Það kemur mér á óvart að ég skyldi ekki hljóta meirihluta út- varpsráðs, þrátt fyrir stuðning frá Boga Ágústssyni. Ég reiknaði með því að fá a.m.k. meirihlutastuðn- ing útvarpsráðs," sagði Elín Hirst i samtali við DV í gær. Starf fréttastjóra Sjónvarpsins var auglýst laust til umsóknar þann 13. október sl. 6 umsóknir uppfylltu hæfniskröfur, frá Elínu Hirst, G. Pétri Matthíassyni, Loga Bergmann Eiðssyni, Sigríði Árna- dóttur en Páll Benediktsson dró umsókn sína til baka. Álit Mann- afls er það að þrír umsækjendur, Elín Hirst, Logi Bergmann Eiðsson og Sigríður Árnadóttir, uppfylli best kröfur um starfið. Erfitt sé að gera upp á milli þessara þriggja en það sem aöskilur þessa einstak- linga fyrst og fremst er mismun- andi menntun, mismunandi ára- fjöldi við stjórnun og mismikil reynsla af þvi að starfa við sjón- varp. Mörður Árnason sagðist furða sig á því að Gunnlaugur, Þórunn og Anna teldu einungis þrjá upp- fylla hæfniskröfur og Sigriður Árnadóttir sé þar ómaklega undan- skilin. Jafnframt vildi Mörður benda á að í umsögn Mannafls séu þrír taldir „uppfylla best“ hæfnis- kröfur, Sigríður Árnadóttir, Elín Hirst og Logi Bergmann Eiðsson. Útvarpsstjóri, Markús Örn Ant- onsson, mun fyrir vikulok ákveða hver af umsækjendunum verður ráðinn fréttastjóri Sjónvarps. Út- varpsráð er aðeins umsagnaraðili. -GG Sigríöur Árnadóttir. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.33 14.48 Sólarupprás á morgun 11.10 11.24 Síödegisflóö 24.20 16.19 Árdegisflóö á morgun 00.20 04.53 Suðaustan 8-13 m/s en hæg suðlæg átt á austanverðu landinu. Smáskúrir sunnan- og vestanlands en léttskýjaö á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 8 stig en vægt næturfrost norðaustanlands. Væta Suðaustlæg átt, 8-13 m/s suð- vestan- og vestanlands, annars hægari. Væta sunnan- og vestanlands. Hiti 1-7 stig en um frostmark norðaustanlands. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hiti 7' «1 0° til 0° til 0’ Vindur: Vindun Vindur: 8-13«/« 8-13'"/* 8-13 "V* * * SA 8-13 m/s SA 8-13 m/s SA 8-13 m/s suövestan- og suövestan- og suövestan- og vestanlands. vestanlands. vestanlands. Annars Annars Annars hægari. Væta hægari. Væta hægari. Væta sunnan- og sunnan- og sunnan- og vestanlands. Hlti vestanlands. Hitl vestanlands. Hltl 0-7 stig, kaldast 0-7 stlg, kaldast 0-7 stig, kaldast ð Noröausturiandi. á Noröausturiandl. á Noröausturiandi. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI hálfskýjaö 5 BERGSSTAÐIR alskýjað 6 BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. 6 EGILSSTAÐIR hálfskýjað 2 KEFLAVÍK skýjað 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 RAUFARHÖFN heiðskírt 0 REYKJAVÍK skýjað 7 STÓRHÖFÐI skúr 6 BERGEN léttskýjað -5 HELSINKI skýjað -7 KAUPMANNAHÖFN skýjað -3 ÓSLÓ léttskýjað -11 STOKKHÓLMUR -8 ÞÓRSHÖFN skúr 6 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma 5 ALGARVE léttskýjað 9 AMSTERDAM heiðskírt -7 BARCELONA þokumóöa 9 BERLÍN þokumóða -11 CHICAGO heiðskírt -5 DUBLIN rigning 5 HALIFAX heiðskírt -9 HAMBORG heiðskírt -8 FRANKFURT heiöskírt -8 JAN MAYEN súld 3 LONDON mistur 2 LÚXEMBORG -8 MALLORCA skýjaö 10 MONTREAL ' skýjað -3 NARSSARSSUAQ léttskýjað -3 NEWYORK léttskýjað 0 ORLANDO heiðskírt 19 PARÍS skýjað 1 VÍN þokumóða -8 WASHINGTON alskýjaö -3 WINNIPEG heiöskírt -10 ■RnHCTlMiiilBHI.m'.MrtMállgaBgllHISBBa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.