Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Snjókeðjur fyrir ðll farartæki..,. Tilvera DV Aðeins vara frá viðurkendustu framleiðendum Trygg - ( bo - We i Gunnebo- Weed ELLUR.i ia Smiðjuvegur 8 - Kóp I Sími: 577 6400 | Góð kaup! Renault Laguna Berline RT 1.6 Nýskr.04.2002, 1600cc vél, 5 dyra, 5 gíra grár, ekinn 6.þ, 41.890þ Grjóthálsi 1 bilaland.is Suður-amerískir gítartónar á Duo-de-mano Sameiginlegt áhuga- mál okkar beggja - segir Rúnar Þórisson gítarleikari, annar tveggja flytjenda „Tónlistin á plötunni er suður- amerísk, frá Brasilíu, Mexíkó, Argentíu og Venesúela og á rætur að rekja í þjóðlagahefð þessara landa. Hún spannar tuttugustu öldina. Það er eins með tónskáld- in, þau eru fædd á hundrað ára tímabili, frá 1863 til 1966,“ Rúnar Þórisson er annar flytjenda á plöt- unni Duo-de-mano, hinn flytjand- inn er Hinrik Bjarnason en platan er nýkomin út. „Við Hinrik erum búnir að þekkjast lengi og er þessi tónlist sameiginlegt áhugamál okkar beggja. Þetta er spennandi tónlist þar sem efnið er sótt í þjóðsöguarf Suður-Ameríku. Það má samt líka greina áhrif frá evrópskri tónlist sem gerir það að verkum að þarna verður til skemmtilegur bræðing- ur.“ Hinrik og Rúnar luku báðir ein- leikara- og kennaraprófi frá Tón- skóla Sigursveins árið 1989 en stunduðu að því búnu framhalds- nám erlendis. Veturinn 1989-1990 stundaði Hinrik framhaldsnám undir handleiðslu Pers-Olafs Johnsons og Görans Söllschers í Svíþjóð en hélt síðan til Þýska- lands þar sem hann lauk prófi frá tónlistarháskólanum í Aachen árið 1994. Rúnar nam klassískan gítarleik undir handleiðslu Pers- Olafs Johnsons, Görans Söllschers og Gunnars Spjuths í Svíþjóð á ár- unum 1989-1993. Auk þess stund- aði hann nám í tónvísindum við Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson Leika á tvo gítara suður-ameríska tónlist. / etraun Ea 3. Ijluti! Hvað heitir fjallið sem jólasveinnim er að skoða? Árið sem senn er á enda er ár fjallsins og DV- jólasveinninn því forvitinn um heiti Qalla vítt og breitt um landið. Hann er ekki alveg viss hvað fjöllin heita þannig að hann ætlar að biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda ykkur þrautina gefum við þrjá svarmöguleika. Ef þið vitið svarið krossið þið við nafnið á hlutnum, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öllum tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautirnar hafa birst. Þriðji vinningur er JVC - GRDVL145 tökuvél frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Digital DV-tökuvél með 2,5" LCD skjá, 520 línu upplausn, 16x Optical aðdrætti, 700x Super Digital aðdrætti, Digital NightScope fyrir næturtökur, titringsdeyfi, DV-útgangi, J Terminal. Þyngd 550 grömm. Fylgihlutir: spennubreytir, rafhlaða og kaplar. Verðmæti 74.990 krónur. _jpr verðlaun. Lundarháskóla og lauk þaðan phil. cand.-prófi árið 1993. Auk klassísks gítarleiks lék Rúnar um árabil með rokkhljómsveitinni Grafik. Hinrik og Rúnar hafa báð- ir tekið virkan þátt í gítarnám- skeiðum og Roberto Ausell og haldið tónleika bæði heima og er- lendis. Þeir starfa báðir við gítar- kennslu í Reykjavík og nágrenni meðfram hljóðfæraleik. „Við höfum spilað mikið saman allt frá því við komum úr námi 1994 og höfum að undanförnu far- ið mikið til fólksins, spilum meðal annars á vinnustöðum og á stofn- unum. Við höfum hug á að halda opinbera tónleika í tilefni af út- komu plötunnar en hvort það verður fyrir jól eða eftir er óvíst.“ -HK Hljórrrplötur Valgeir Guðjónsson - Smellir og skellir: ★★★ Hnyttinn og fyndinn JóUgetraun □ Hekla □ Kalhe □ Elkah Nafn:. : Heimilisfang:. Staður:. I i Sími:. Sendisttil: DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Merkt: Jólagetraun DV Á diskinum Smellir og skellir er dustað rykið af þekktum lögum Valgeirs Guðjónssonar og nokkrum nýjum bætt við. Þessi eldri ganga í endumýjun lífdaga, útsett upp á nýtt, og er það Jón Ólafsson orgel- og píanóleikari sem er Valgeiri innan handar við upptökurnar. Flutninginn annast þeir báðir ásamt Friðriki Sturlu- syni bassaleikara, Jóhanni Hjör- leifssyni trommara, Stefáni Má Magnússyni á gítar, mandólín og banjó, Sigurði Flosasyni, söngvur- unum Regínu Ósk og Pétri Erni Guðmundssyni og fleiri. Það leikur ekki nokkur vafi á því að Valgeir Guðjónsson er sem textasmiður afar hnyttinn og sem lagasmiður afar hittinn. Þannig fallast lag og texti alltaf rækilega í faðma, oft og tíðum með einhverri undirfurðulega fyndinni sýn á veröldina og bardús okkar sem hana byggjum. Þess vegna koma mörg lög hans og textar örugglega til með að lifa lengi með fólki. Það er ekki leiöinlegt þegar músik kallar fram brosviprur. í milli- kafla'i laginu Bara ég og þú er til dæmis sungið á nokkuð dramatískan hátt: pulsa í sjoppu og ekkert sinnep til. í hinu ágæta lagi, Allir þessir gluggar, segir: ég stari á stakan sokk í stigagangi í blokk&; og nokkru síðar; nagla- dekk í nóttinni syngja, nátthrafnar á börunum þinga. Ef þetta er ekki bara prýðisskáldskapur veit ég ekki hvað skáldskapur er. Lag sem nefnist Næsti er líka ágætt dæmi um vel heppnað samspil lags og texta. Þrátt fyrir að rímið sé þar, aldrei þessu vant, látið lönd og leið líma ljóðstafirnir sam- an erindin. Þegar Valgeiri tekst best upp í textagerð er hann alls ekki Qarri því að minna á Benny Andersen hinn danska. Eitt dæmi enn: síðan sit ég svefndrukkinn í strætó / sálarlaus / tilveran eins og gamalt tyggjó. Valgeir syngur hér mestallt sjálfur. Rödd hans er það sérstök að sumum kann að finnast hann tæplega getað borið heila plötu en einmitt þegar sú hugsun læðist að leysa Diddú og Helgi Björnsson hann af í tveimur lögum. Niður- staðan er sú að smellirnir eru fleiri en skellirnir. Popplag í G- Dúr er hins vegar hvort tveggja. Ingvi Þór Kormáksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.