Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 14
14 Menning „Ég fæ magaverk af hrifningu Þegar Tómas R. mætti með nýja hljómsveit á eina af mörgum útgáfutónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur á Kaffi Reykjavík i byrjun októbermánaðar sl. var hon- um og hans „orquestra" fagn- að sem þjóðhetjum. Undirrit- aður man ekki eftir þvílíkum móttökum á djass- tónleikum um árabil. Á tónleikunum var skýrt frá því að diskur þeirra félaga, Kúbanska, hefði selst upp þann daginn. Ekki veit ég hvort þessar vinsældir geta talist með eftirstöðvum sólarstrandaferða landans, en eitt er víst: Latínutónlistaræðið, sem búið hefur um sig um allan heim, er komið til landsins! Ekki er nú svokölluð latínutónlist fyrir allra eyru, en Tómasi R. hefur tekist bærilega til, m.a. með því að fá að láni sitt lítið af hverju - góðum djasslín- um, kúbanskri sveiflu og framsetningu í anda Tito Puente annars vegar, og ljóðrænum laglínum úr eigin gidlakistu hins vegar. Á diskinum má heyra lagið Titómas, tileinkað meistara Puente: „Höfuð hneigt fyrir Tito Puente timbalesmeistara. Ég fæ magaverk af hrifningu þegar blásaramir koma með riffm, þeir eru berið á þessari tertu!“ segir Tómas R. Fæstum latínusérfræðingum hefur tekist að flokka þessa tónlist Tómasar R. með þeim kúbönsku hrynhendingum sem þykja bestar í lat- ínudjassi, margir muna Dizzy Gillespie hljómsveit- ina sem skapaði (með Chano Pozo og meistara Chiquitico) sérstakan stíl í djassi þeirra tíma, svo- kaUaða Afro-Cuban tónlist. I laginu Gemsablús gætir óneitanlega áhrifa frá Gillespie, enda segir Tómas R.: „Eina lagið þar sem ég strikaði ekki út öll bíbopp áhrif og þar sem aðeins er losað um kúbanska dressið." Bestu lögin eru þau tvö fyrstu, Kúbanska og Logn. í Kúbanska nær „Orquestra" Tómasar R. mögnuðu flugi sem bassaleikurinn heldur saman á öruggan hátt með síendurtekinni laglínu. Hér seg- Tómas R. Einarsson. ir Tómas: „Mig langaði tfl að brjóta upp hið hefð- bundna - laglína-sóló-laglína.“ Logn er aftur á móti hæglátt og ljóðrænt chachacha með snörpum hljómi. Um Logn segir Tómas R: „Svimandi flnt pí- anósóló yfir sífeUt sömu bassanóturnar og áleitin, truflandi gítarhljóð ásamt öflugum kongatromm- um.“ Lagið sem vinnur mest á við góða hlustun er aft- ur á móti Gult og blátt og bjart. Þetta er dæmigerð- ur Tómas R. þar sem stríðnisleg laglína kemur sí- feUt á óvart. Hér á Eyþór Gunnarsson frábæran einleik sem lyftir laginu á hærra og kátara svið. Tilraun þeirra félaga með kántrítóna á HaUbjörn í Havana er aftur á móti misheppnuð þrátt fyrir góða sveitastæla HUmars Jenssonar. Tómas R.: „Ég er ekki kántrímaður þó ég sé úr sveit, en flipp- aður kántrígítar HUmars er að mínu skapi!“ Lokalagið, Einn og saman, undirstrikar hæfni þessara ágætu tónlistarmanna og þá trú mína að latínudjass Tómasar R. eigi eftir að skapa tónlist hans meiri vinsældir en nokkurn hefði grunað. Ólafur Stephensen Kúbanska. Tómas R. Einarsson, bs tónsmíöar, útsetn- ingar, Eyþór Gunnarsson, pno, slagverk, Hilmar Jens- son, gtr, Kjartan Hákonarson, trpt, Matthías M.D. Hem- stock, trm & slagverk, Pétur Grétarsson, slagv., Samú- el J. Samúelsson, sllöurhorn. Ómi 009, 2002. Bókmenntir Hamingjan er hér og nú Eflaust lítum við mörg tU baka á miðjum aldri og fmnst útkoman ekki frá- sagnarverð. Við sjáum röð hversdagslegra at- burða og minni okkar er fullt af misskýrum mynd- um sem saman virðast tæpast mynda efni í heU- lega og burðuga sögu. Fæstum finnast minning- ar sínar þess virði að skrá þær á blað, hvað þá að gefa út á bók, en vera kann að einhverjum snúist hugur eftir lestur á 90 sýnum úr lífi mínu eftir HáUdóru Kristínu Thoroddsen. Bók- in inniheldur minningar úr lífi höfundarins, sem í inngangi bendir lesendum á að hér sé at- hyglinni beint að hversdagslegum viðburðum sem jaðra við að vera ekki i frásögur færandi. í framhaldi af þvi segir hún: „Er ég velti fyrir mér viðburðasnauðu lífi mínu, kemst ég að raun um að ég hef þrátt fyrir aUt skUið eftir óafmáanleg spor, sveigt timarúmið hér og þar rétt eins og aðrir. Ég, sjálfskipuð miðja al- heimsins." (5) Þegar jafnskemmtUega er sagt frá og í þess- ari bók breytist hversdagsleikinn í skondið og skemmtilegt ævintýri. Hér er sagt frá atburð- um sem margir kunna að þekkja úr eigin bamsminni, eins og þegar stelpan HaUdóra stelst í varalit móður sinnar og fólk heldur að hún hafl stórslasað sig! HaUdóra er alin upp í fjörugum systkinahópi og lesandinn fær innsýn í óveður sem stundum geysa á stórum heimU- um. í einu brotinu rífast þær mæðgur út af Sjéríóspakka og svo langt gengur rifrUdið að Halldóra gripur kúst og hyggst berja móður sína. Móðurinni tekst að flýja með yngri syst- umar inn í herbergi og Bauja, systir Halldóru, læsir þær inni og tekur lykUinn. Halldóra held- ur mæðgunum í herkví lengi dags eða aUt þar tU móðirin hrópar: „Hleypið mér út, leyfið henni að drepa mig.“ Og sagan endar á þessum orðum: „Þá fannst okkur öUum að þetta væri orðið of likt frnimta þætti i harmleik, eins og Nonni orðaði það.“ (22) Brotin enda flest á þessum nótum, á stuttum, kankvislegum setningum, og frásögnin kraum- ar af kimni, gleði og léttleika. Þau brot sem greina frá bamæsku HaUdóru sýna glöggt að hún er alin upp við sósíalíska hugmyndafræði þar sem börnin fá að leggja sitt tU málanna og gera persónulegar uppreisnir ef þeim sýnist svo. Foreldrarnir eru heiðarlegar og æðrulaus- ar persónur og aukinheldur meinfyndnar eins og merkja má af svari pabbans þegar HaUdóra spyr hann um hamingjuna. Hann svarar afund- inn þegar stúlkan gengur á hann: „Ertu viss um að þetta sé íslenskt orð? Þetta var ekki mik- ið notað þegar ég var að alast upp.“ (28) í bókinni úir og grúir af kátiegum athugasemd- um á borð við þessar og tengjast stundum þekkt- um persónum úr bókmenntaheiminum, eins og Jóhannesi úr Köflum, HaUdóri Laxness og Degi Sigurðarsyni en Dagur var bróðir HaUdóru. Hann birtist af og tU með hnyttin tUsvör á vör, svo og Nonni, bróðir HaUdóru, sem er skondin og skemmtUeg persóna. Hið sama má segja um aðrar persónur bókarinnar og frásagnir HaUdóru af tU- hugalífinu og samskiptum hennar við börn sín og eiginmann eru fuUar af lífi og fjöri. 90 sýni úr minni mínu sýnir að hamingjan býr hér og nú. En hún býr einnig í fortíðinni og ef maður er heppinn og kann að njóta augna- bliksins má auðveldlega raða brotum lífsins í faUega og litríka mósaíkmynd eins og hér ber fyrir sjónir. Sigríður Albertsdóttir Halldóra Kristín Thoroddsen: 90 sýni úr minni mínu, Mál og menning 2002. Grimm unglingaveröld BEr hægt að hætta að vera nörd með því að fá sér linsur og lyfta lóðum? Hver er rétta hemaðar- tæknin ef maður viU ekki vera í botnfaUinu en er það samt? Þetta era spum- ingar sem vakna þegar maður les Aldrei aftur nörd eftir danska höfund- inn Thorstein Thomsen. Hér segir frá Álfi sem er í gaggó. Hann veik- ist í nokkrar vikur og þegar hann kemur aftur í skólann hafa valdahlutföUin í bekknum breyst. Hann sem áður var vinsæU og gerði grín að öðr- um er orðinn skotmark hinna. En hann sættir sig ekki við þetta nýja nördahlutverk. Eftir leið- beiningar frá verndarengli sínum, Friedrick Valsenberg baróni, ákveður Álfur að mynda bandalag með hinum nördinum í bekknum, Flosa, sem aUtaf er kaUaður Feiti, og þeir grípa tU róttækra aðgerða. Aldrei aftur nörd er grimm saga. Hún lýsir þvi hvernig þeir síðustu geta orðið fyrstir ef þeir nota „réttu" aðferðirnar. Þessar aðferðir geta verið siðlausar og borið vott um mannfyr- irlitningu en hvaða máli skiptir það ef þær skUa árangri? Lesandi fylgist spenntur með áformum Álfs og Flosa, síðu eftir siðu, en hann fagnar eklji með þeim. Þeir sigrast á andstæðingum sinum með því að beita sömu eða verri aðferð- um en alltaf er Álfur hikandi; hann finnur að þetta er ekki rétta leiðin. Aldrei aftur nörd tekur á málum eins og ein- elti, klámvæðingu og miskunnarleysi unglings- áranna. Stelpur eru „verðlaun" fyrir strákana sem ráða mestu; ef maður er aðalgæinn getur maður unnið aðalgeUuna og ráðið yfir henni. Einelti er ekkert nema valdatæki þeirra sem ráða tU að halda hinum kúguðu niðri. Og aldrei má sýna miskunn því að þá getur maður misst völdin. Eigi að síður eru miskunnarleysi og of- beldi ekki svörin fyrir Álf sem innst inni þráir ást og hlýju, eins og sést á samskiptum hans við litla bróður sinn, Pétur, sem hann getur vand- ræðalaust sýnt ástúð. Sagan er spennandi og kaUast á við uppreist hins kúgaða i öUum sínum myndum. Álfur og Flosi þjálfa sig eins og samúræjinn forðum daga í Sjö samúræjum, þeir flétta og plotta eins og kennt er í Furstanum eftir MacchiaveUi og þeir snúa bökum saman tU að verða sterkari sem er auðvitað alþekkt minni, hvort sem er í bók- menntum eða veruleikanum. Kastljósið beinist aUan tímann að Álfi og Flosa og aðrar persónur eru séðar með augum þeirra. Annars vegar kynnist lesandi strákun- um sem ráða og hins vegar „verðlaununum" sem eru sætustu stelpurnar og svo stelpunum sem eru í botnfaUinu, eins og Birgittu. Fjöl- skyldulif Álfs er einnig tU umijöUunar. Hann er skUnaðarbarn en getur hvorki leitað tU föður né móður vegna eineltisins því hann telur að þau myndu bara gera Ult verra. Að lokum má nefna samskipti Álfs við verndarengU sinn sem snúast einkum um siðferðismál. Aldrei aftur nörd er sláandi saga, spennandi og fyndin á köflum, um hlutskipti drottnara og kúgaðra og hvernig það hlutskipti endurspegl- ast í venjulegum bekk á unglingastigi. Margir kannast eflaust við sig þegar þeir lesa þessa bók og hún er holl lesning, unglingum og fuUorðn- um. Katrín Jakobsdóttir Thorstein Thomsen: Aldrei aftur nörd. Halldóra Jóns- dóttir þýddi. Vaka-Helgafel! 2002. MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 __________________________X>’V Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Andvari Aðalefni nýs Andvara er ítarleg ævisaga Ein- ars Olgeirssonar eftir Sigurð Ragnarsson sagn- fræðing. Einar var einn helsti forustumaður rót- tækra sósíalista á ís- landi á sinni tíð, 1 fremstu röð þeirra sem stofnuðu Komm- únistaflokk íslands og síðar Sósíalista- flokkinn, og formaður hans var Einar lengst af meðan sá flokkur starfaði. Einar var fæddur 1902 og á því aldaraf- mæli í ár eins og HaUdór Laxness. Um HaUdór og verk hans eru þrjár greinar í Andvara: Hjalti Hugason skrifar um ald- arfarslýsingar, persónur og atburði í ís- landsklukkunni í greininni „Klukka ís- lands i kirkjusögulegu ljósi“; Ármann Jakobsson skrifar um siðferði manns og heims í Atómstöðinni í greininni „Nietzsche í Grjótaþorpinu" og Jón Viðar Jónsson skrifar um Atómstöðina á leik- sviði og í bíó í greininni „Er hægt að leik- gera Laxness?" Þar skoðar hann sviðsetn- ingar bókarinnar í Reykjavík, á Akureyri, í Stokkhólmi og í kvUunynd Þorsteins Jónssonar og athugar hvemig margþætt efni hennar kemst (misvel) tU skUa hjá ólikum höfundum leikgerðar. Loks eru í Andvara greinar eftir Jón Þ. Þór um ritstörf og fræðimennsku dr. Val- týs Guðmundssonar og Guðrúnu Kvaran um þátt Bjargar C. Þorláksson í íslensk- danskri orðabók sem kom út 1920-24 og er oftast kennd við Sigfús Blöndal. Ritstjóri Andvara er Gunnar Stefáns- son bókmenntafræðingur. Elegia Pars Pro Toto dansleikhús sýnir fiögur dansverk á Nýja sviði Borgarleikhússins kl. 20 þann 13. og 14. desember í samstarfi við Borgarleikhús, Rússíbana og Bendu. Þá fáum við loksins tækifæri tU að sjá Jó- hann Frey Björgvinsson dansa dansverk- ið Jói eftir Láru Stefánsdóttur sem hlaut 1. verðlaun í Sóló-danskeppni i Stuttgart síðasfliðið vor. Jóhann hlaut einnig 2. verðlaun dansara í sömu keppni. Tónlist- in við Jóa er eftir Guðna Franzson. Á sýningunni verður líka „TU Láru“ eftir Per Jonsson danshöfund og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld sem Lára Stefáns- dóttir dansar við meðleik slagverkshóps- ins Bendu, Hræringar eftir Láru og Guðna sem Sveinbjörg ÞórhaUsdóttir dansar og loks Cyrano, tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar í lifandi flutningi Rússí- bana og dansgerð Láru Stefánsdóttur. Dansarar eru Guðmundur Helgason, Lára Stefánsdóttir, EmUía Benedikta, Steve Lorenz o.fl. Álagagríman Salka hefur gefið út nýja bók í Gæsahúðar- safnið. Álagagríman heitir hún og segir frá grímunni sem Klara kaupir sér fyrir hrekkja- vökuna. Hún er svo óhugnanleg að litii bróð- ir hennar verður skelf- ingu lostinn og vinir hennar stirðna af ótta þegar hún setur hana upp. Klara er býsna rúskin með þetta - en málið vandast þegar hún nær grímunni ekki af sér aftur ... Karl EmU Gunnarsson þýðir bókina. Sagnfrædirit kynnt Annað kvöld kl. 20.30 verða ný sagnfræðirit kynnt i húsi Sögufélags við Fischersund og sfiómar Eggert Þór Bemharðsson samkom- unni. Meðal höfunda sem taka tU máls eru Guðjón Friðriksson (Jón Sigurðsson, ævisaga), Helgi Skúli Kjartansson (ísland á 20. öld), Hulda S. Sigtryggsdóttir (Frá íslandi tU Vesturheims), Jón Þ. Þór (Sjósókn og sjáv- arfang), Kristján Sveinsson (Vitar á ís- landi), Ólöf Garðarsdóttir (Saving the ChUd), Már Jónsson (TU merkis mitt nafn) og Þórunn Valdimarsdóttir (Horfinn heimur. Árið 1900 í nærmynd). Hver höf- undur segir stuttiega frá sínu verki og því sem mest kom á óvart við vinnslu þess. Veitingar. AUir eru velkomnir. Happdrættið Dregið hefur verið í happdrætti Bóka- tíðinda fyrh' 11. des.: 101.286.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.