Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Ætlarðu að kaupa þér jólaföt? Steinunn Marteins., starfsm. Zik Zak: Já, þaö ætla ég aö gera, úr mörgu fallegu er aö velja svo ég hef ekki al- veg gert upp hug minn. Halldóra Gestsdóttir, starfsm. Zik Zak: Já, ég ætla aö fá mér gráan siffon-síökjól. Auöur S. Jónasdóttir, starfsm. Zik Zak: Já, ég ætla aö fá mér svartan hlýrakjól. Rósa María Waagfjörð, starfsm. Zik Zak: Ég ætla aö fá mér sítt, svart pils og einhvern sætan topp viö. Vísitölubinding lána Það er viðun- andi að stjórnvöld taki gjöld af þegn- um sínum að nota til sameiginlegra þarfa, samhjálpar og menntamála. Þegar stjómvöld hins vegar taka af fjöldanum og deila út til ein- hverra sérgæð- inga er ekki sátt. Var svo gert fyrr á árum? Jú, t.d. var sparifé landsmanna brennt á verðbólgubáli og þar á móti voru prentaðir peningar sem dreift var gegnum bankakerfið til sumra en ekki allra. Nærtækt er einnig að minnast kvótans þar sem leyfum til veiða var útdeilt, en aðeins tO sumra. Heyrir þetta ekki sögunni til? Því miður ekki. Enn er uppi magnað óréttlæti gagnvart þegnunum varð- andi verðtryggingu lána. Þegar fast- eignaverð á Reykjavikursvæðinu hækkaði í þenslunni rétt fyrir alda- mótin voru eftirstöðvar lána skrúf- aðar upp. Sá sem t.d. hafði tekið lán á Raufarhöfn 10 árum fyrr til að byggja sér hús, skuldaði allt í einu mun meira en fyrr, vegna atvika sem virðast gersamlega án tengsla við hann eða hans lánveitanda. Síðan lýstu stjórnmálamenn miklum áhyggjum yfir skuldasöfn- un heimilanna. Nýlega hækkuðu stjórnvöld verð á sterku áfengi. Vegna þessa hækka eftirstöðvar lána heimilanna um 2 milljarða. Strax þegar vísitala neysluverðs hækkar vegna þessa þarf Raufar- hafnarbúinn, jafnt sem aðrir lántak- endur, að greiða meira í næstu af- borgun, og þar að auki kostar jóla- koníakið meira en fyrr. Þeir sem „Lýst er eftir frambjóðend- um eða framboðum sem ætla að afnema vísitölu- bindingu lána. - Er ekki rétt að fjármagnseigendur hafi líka hag af því að halda stöðugleika?“ hafa sitt á þurru eru lánveitendur. Kemur þetta ekki til baka þegar verðið lækkar aftur? Þegar íbúðar- eigendur eiga eign með áhvílandi skuld sem þannig er búið að skrúfa upp, geta þeir ekki selt á lágu verði. Lánveitendur hafa ekki hag af því að tryggja stöðugleika i verðlagi og gengisskráningu upp að vissu marki. Þeir hafa sitt á hreinu. Raunar vilja þeir ekki að tilfærslan verði of mik- il, því þá fara lántakendur á hausinn bæði heimili og fyrirtæki og endur- greiðsla á uppskrúfuðu láni fæst ekki. - Þótt heimilin í landinu tækju engin ný lán hækkuðu skuldir heim- ilanna samt. Hverjir af frambjóðendum í næstu þingkosningum ætla að fá þessu breytt? Lýst er eftir frambjóð- endum eða framboðum sem ætla að afnema vísitölubindingu lána. - Er ekki rétt að fjármagnseigendur hafi líka hag af því að halda stöðugleika? Lögurinn og sjávarrof í Héraðsflóa Brynja Viöarsdóttir, starfsm. Zik Zak: Já, ég ætla aö kaupa mér brúna dragt. Elínborg Þorsteinsdóttir, starfsm. Zik Zak: Já, ég er reyndár aö byrja kaupin I Ynju. Guðtniindur Eyjólfur Jóeisson skrifar: Nánast öll umræðan um Kára- hnjúkavirkjun finnst mér hafi farið fram um áhrif á umhverfí Kára- hnjúka en mig langar að vita hver áhrif framkvæmdar hefur á strönd- ina í Héraðsflóa, þegar Jökulsá á Brú rennur ekki með öllum þeim aur sem hún hefur borið niður á strönd. Mun þá sjávarrof hefjast við ströndina, með þeirri geigvænlegu röskun sem það mun leiða af sér? Og hvað gerist með allt það vatns- magn sem áætlað er að berist í Lög- inn miðað við hvað gerst hefur eftir alla þá rigningu sem verið hefur á þessu svæði í haust? Mun Egilsstaðaflugvöllur verða umflotinn vatni? Mun aur sem berst niður göngin grynnka Löginn? Eitt- Mun Egilsstaðaflugvöllur verða umflotinn vatni? Mun aur sem berst niður göngin grynnka Löginn? Eitthvað verður vatnið að fara. Og verði Lögurinn grynnri, mun það leiða til þess að hann verði grynnri og vatnið þá færa í kaf svœði þar sem byggð er?“ hvað verður vatnið að fara. Og verði Lögurinn grynnri, mun það leiða til þess að hann verði grynnri og vatnið þá færa í kaf svæði þar sem byggð er? Ég hef ekki heyrt að rætt hafi verið um þessi atriði, sem þó skipta verulega miklu máli, og vega mun þyngra en það t.d. þótt 1 kaf færu einhver svæði inni á há- lendi. Það er alveg augljós hætta sem felst í því að raska jafnvægi í nátt- úrunni með því að færa gríðarlega mikið vatnsmagn yfir á annað vatnasvæði. Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð um þau atriði sem ég nefndi. Það hefur alla vega ekki bor- ið mikið á þeim. Ég tel að þarna geti því orðið um mikið umhverfisslys að ræða, ef virkjun við Kárahnjúka leiðir til sjávarrofs í Héraðsflóa og að svæði í byggð fari í kaf vegna vanhugs- aðra framkvæmda. - Sé það svo rétt að arðsemin sé í kringum 0% þá er betra heima setið. Faglegur sársauki Garri gaf í fyrra út skáldsöguna Býr Tælend- ingur hér en í henni tók hann fyrir líf Tælend- inga í 101 Reykjavík fyrir. Garri var mjög sáttur við söguna sína og eins var því farið hjá vinum hans og fjölskyldu. Það sem olli Garra hins veg- ar nokkrum vonbrigðum voru ritdómar um verkið. Garri er núna að jafna sig eftir áfallið þegar hann las Morgunblaðið 12. desember 2001. Hann hefur leitað til sérfræðinga á geðheilbrigð- issviði og eitt af ráðunum sem þeir gáfu var að takast á við ritdóminn á faglegan hátt. Garri hringdi því í ritdómarann í janúar síðastliðnum og spurði hvort hann vOdi ræða málin. Garri: Sæll, ég heiti Garri og ég skrifaði Býr Tælendingur hér. Ritd.: Sæll. Býr Tælendingur hér? Garri: Já, manstu ekki eftir henni, þú rit- dæmdir hana. Ritd.: Nei. Ég man ekki alveg. Garri: Hún fjallaöi um tælenska fiskverka- konu sem verður andsetin af Jónasi Hallgríms- syni. Ritd.: Jájá, ágætis bók að mig minnir. Garri: Þú sagðir að hún væri „ömurlegt rusl og fyllilega ferðarinnar virði að fara með hana beint í Sorpu þar sem hægt er að sjá hana kremjast í fullkomnum ruslagámum". Ritd.: Nú, sagði ég það? Mig minnti að ég hefði bara verið nokkuð hrifinn. Garri: Þú varst ekki hrifinn. Þú sagðir orðrétt: „Pappír þessarar bókar er ekki einu sinni góður í skeiningar. Trúið mér, þvi ég prófaði það“. Bara ritdómur Ritd.: Núnú. Ég las hana ekkert voðalega vel þá. Ég las hana aftur um áramótin og þá var hún bara stórfín. Þetta er líka laglegasta bók. Garri: Jájá. Þrátt fyrir að þú hafir sagt að köttur með drullu hefði getað gert betri mynd- skreytingar? Ritd.: Já. Ég er kattavinur og þetta var vel meint. Þú mátt ekki vera svona viðkvæmur. Þetta er nú bara ritdómur. Garri: Þú ert bara ekki starfi þínu vaxinn. Ritd.: Heyrðu, ekki vera aö segja svona við mig. Ég er manneskja með tilfinningar. Garri: Þú ert aumingi. Koma tímar, koma jól Garri er búinn að skrifa aðra bók: Hver er hræddur við Friðriku Benónýs? Hann treystir stílvitrum útgefendum til þess að velja hana til útgáfu fyrir næstu jól. Enda falleg barnabók. Full af ærslmn og gleði. CyAffl Alvöru íslensk flugstöð Borghildur skrifar: Enn virðist alit upp í loft um hvemig Flugstöð Leifs Eiríkssonar á að vera að inn- an, því ekki er enn búið að ákveða fyrir- komulag verslunarrekstursins og held- ur ekki fyrirkomulag veitingaaðstöðu. Hún er nú í sérstakri niðumíðslu hvað snertir aðgengi þeirra sem koma til að taka á móti flugfarþegum eða fylgja þeim að Leifsstöð. Ólujálegur salur ein- hvers staðar uppi á lofti þar sem fáir sjá þess merki að þar sé hægt að fá keyptar veitingar. En vonandi stendur það til bóta. Það er annars furðulegt að eftir þó öll þessi ár sem flugstöðin hefur verið í notkun skuli ekki ennþá vera búið að fullhanna hana og gera klára fyrir að- gengi þeirra sem þar fara um. Rígur ein- hverra verslunareigenda sem halda að þeir hafi umráðarétt á rými fyrir lífstíð má ekki skapa óvissu fyrir lífstið flug- stöðvarinnar sem þjónustumiðstöðvar. Nafnorðahröngl Sigríður Arnlaugsdðttir sknfar: Ég hef ailtaf átt mjög bágt með að fylgjast með þvf sem Helgi Hjörvar seg- ir eða skrifar og leiði það þvi yfirleitt hjá mér. I Sandkomi DV fóstud. 29. nóv. sl. er alveg lifandi dæmi um hans stíl, sem sýnir, að fleiri eru sama sinnis og ég. Fyrirsögnin er Einkarekstur í heil- brigðiskerfmu. Ég gerði það að gamni mínu að telja nafnorðin, þau voru 24 í 58 orða texta! Og era þá öll smáorðin (í og á) talin með. Talan segir þó ekki allt um fyrirferðina. Hröngl eins og notend- um kaupendahlutverkið" og velferð- arstjómmálamanna" ríða röftum í þess- um stutta texta. - Læsilegt er það ekki, þykir mér. Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Jaröbundin en þó sí- breytileg hiö innra. Bænaákall í Tryggvagötu Jðn Sveinsson skrifar: Ég get nú ekki kallað það kyn- þáttafordóma, þótt fólki í nágrenni við Listasafn Reykjavikur, sem sendir út bæna- ákall samhliða sýningunni Milli goðsagnar og veru- leika, kvarti og misliki þetta væl. En auðvitað er ekki hægt að kalla þessa tóna annað en væl. Þessi sýning er sögð kynning á ar- abískri nútímalist og var einnig á Ak- ureyri fyrr á árinu. Þar kvartaði fólk sáran yfir þessu „bænaákalli" sem hljómaði yfir bæinn með vissu milli- bili. Ég er þess fúllviss að sýning á kristnum siðum íslendinga á miðöld- um væri ekki liðinn í hinum arabíska heimi eða Gratualinn úr gregoriskum messusöng, jafiivel þótt hann væri þátt- ur í kynningu íslendinga á trúarsiðum okkar þar syðra. - Nægir ekki að halda sýningu þessari innandyra? Múslímar hlýða bænakaili ísland í sigtinu? Nýlegar framboös- raunir Auðunn Bragi Sveinsson sendi þessa visu: Séra Karl og Kristján Páls komust ei á lista. Ekki - samkvæmt eðli máls - ætlað þar að gista. Sumir beiska supu skál, - sæmilega klárir. Fjömg eftir framboðsmál fjórir liggja sárir. PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.