Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 21 DV Tilvera Jean-Louis Trintignant 71 árs Einn írægasti leikari Frakka, Jean-Louis Trintignant, á afinæli í dag. Trintignant er af ríku foreldri og læröi lögfræði i háskóla. Hann svissaði yfir í leik- listina upp úr 1950 og að eigin sögn þótti hann ekki efnilegur. Eftir að hafa gefist upp um tíma og farið í herinn var honum boðið aðalhiutverkið í Un homme et une femme (1966). Eftir það var leiðin greið og hann hef- ur leikið i yfir 100 kvikmyndum. í dag velur hann leikhúsið fremur en kvikmyndimar. Eiginkona hans heitir Nadine og er leik- stjóri. Eiga þau dótturina Marie Trintignant sem er þekkt leikkona í dag. Gildir fyrir miövikudaginn 11. desember Vatnsberinn (?o. ian.-ifi. fehr.r | k Ástvinum hættir til að f*~ M lenda upp á kant og I reyndar er viða einhver pirringur í loftinu. Þú færð mjög óvæntar fréttir. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): \ Þér berst óvænt tilboð sem kemur róti á hug þinn. Ef rétt er á fj málum haldið getur þú hagnast verulega í fleiri en einum skilningi. Hrúturinn m . mars-19. anril): , Eitthvað er að vefjast Ifyrir þér sem ekki sér fyrir endann á á _ næstunni. Ástfangnir eiga góða daga og kvöldið verður rómantískt. Nautið (20, aoril-20. maíl: Þú kemst að raun um að greiðvikni borgar sig ekki alltaf. Varaðu þig á einhverjum sem er að reyna að notfæra sér hjálpsemi þína. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúní); Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hjá þér —jf £ á næstunni. Einhver er að reyna að telja þér hughvarf í máli sem þú hefur þegar tekið ákvörðun í. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Gamalt fólk verður í I stóru hlutverki í dag og hjá þeim sem eru komnir af léttasta skeiðinu verður mikið um að vera. Liónið (23. iúlí- 22. áaúst): Gættu þess að vera ekki of auðtrúa. Það getur verið að einhver sé að reyna að plata þig. Happatölur þínar eru 2, 24 og 32. Mevian (23. ágúst-22. seot.l: Fyrri hluti dagsins <\Ym verður fremur stremb- 'R. inn hjá þér en þú * f kemur líka heilmiklu í verk. Kvöldið verður hins vegar fremur rólegt. Vogin (23. sept.-23. okt.): ^ Þú hefur óþarfa Oy áhyggjur sem þú lætur \ f draga þig niður. r f Bjartari horfur eru fram undan hjá þér en verið hefur lengi. Sporðdrekinn (24, okt.-21. nóv.): Þér kann að leiðast eitthvað sem þú telur >þó að nauðsynlegt sé j að koma frá þér. Ekki gera neitt vanhugsað. Happatölur þínar eru 8,19 og 38. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.): • Ef þú ert að fást við r eitthvað sem þarfnast sérfræðiþekkingar er réttast að leita ráðleggingar hjá þeim sem eru vel að sér. Steingeltin (22. des.-19. ian.l: Þú umgengst nágranna þína mikið á næstunni og kynnist þeim mun betur. Félagslífið er fyrirferðarmikið. Happatölur þínar eru 1, 12 og 29. Sorglegt ef ljótir leikir lenda í jólapakka barna - segja félagsráðgjafarnir Elísabet og Erla Björg Félagsráðgjafamir Elísabet Karls- dóttir og Erla Björg Sigurðardóttir voru spurðar álits á ofbeldisfullum tölvuleikjum í verslunum og leik- tækjasölum og reglum sem um þá ættu að gilda. „Ég tel grófa og ofbeldisfulla tölvuleiki eiga að vera háða aldurs- takmarki eins og kvikmyndir. Margar þjóðir hafa sett mörkin við 18 ára aldur og ég sé enga ástæðu fyrir íslendinga að vera eftirgefan- legri í því, enda nota íslensk börn tölvur gríðarlega mikið til afþrey- ingar,“ segir Elísabet. „Ný upp- færsla á leiknum Grand Theft Auto: Vice City gengur til dæmis lengra í harðneskju en sést hefur áöur og maður veltir fyrir sér tilganginum," bætir hún við. Þjóðin á hálum ís „Leikurinn sem hér um ræðir býður upp á viðbjóðslega hluti sem gildismat okkar hafnar en rökin hjá þeim sem reyna að réttlæta hann eru þau að möguleikarnir séu fjöl- breytilegir og flestir láti ljótustu glæpina eiga sig,“ segir Erla Björg. Hún segir rannsóknir á áhrifum of- beldis í afþreyingarefni ekki benda til línulegra tengsla milli þess sem fólk sér og þess sem það framkvæm- ir. Hættan sé þó sú að með aukinni notkun slíks efnis hraki siðferðis- vitund þjóðarinnar og hún verði dofin fyrir grófum hlutum. „Ég tel persónulega að þjóðin sé komin út á mjög hálan ís, ekki bara í sambandi við ofbeldisefni, heldur líka nekt og klám. Þröskuldurinn er alltaf að lækka,“ segir hún. Umræðan nauðsynleg Þær stöllur eru sammála um að umgjörð barna í uppvextinum skipti miklu máli þegar þeim mæti viðfangsefni eins og ljótir leikir. Að DV-MYND ÞÖK Félagsráðgjafamir „ Foreldrar geta þurft styrkingu í því aö setja mörk og segja nei, “ segja þær Erla Björg og Elísaþet sem reka einstak- lings- og fjölskylduráðgjöf aö Tangarhöfða 6, ásamt þeirri þriöju. í tölvuleikjasal Leikir eru misjafnir aö efni og innihaldi en allir bjóöa þeir upp á sþennu. þau hafi alist upp í umhverfi þar sem ofbeldi sé ekki viðurkennt og þau hafi andlegan styrk til að greina á milli raunveruleika og sýndarveruleika. Aldurinn og þroskinn skipti líka miklu máli. „Foreldrarnir bera auðvitað ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs og þurfa að vera sér meðvit- andi um athafnir þeirra," segir El- ísabet. „Þau börn sem hafa verið alin upp við góð siðferðileg gddi og fyrirmyndir eiga að geta skilið á milli raunveruleika og leiks. Erla tekur undir það en segir nauðsynlegt að vekja fólk til um- hugsunar inn hvað sé í gangi. „Foreldrar geta þurft styrkingu í því að setja mörk og segja nei,“ bendir hún á. „Já, umræða um þessa hluti er bráðnauðsynleg, ekki sist nú fyrir jólin,“ segir El- ísabet og bætir við: „Því það verð- ur að teljast sorglegt ef ljótir leik- ir lenda i jólapakka barnanna.“ -Gun AUKAHLUTA- UG VARAHLUTAVERSLUN Rabbi“ KH Ooclge ð Jeep ÖCHRYSLER VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 590 2000 • WWW.BENNI.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.