Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 Sport i>v Fjórir leikir í C- og D-riðlum Meistaradeildar Evrópu í kvöld: Beckham í hópinn að nýju David Beckham þarf ekki aö eyöa fleiri stundum í stúkunni á leikjum Man. Utd í bili, því hann verður í leikmannahópi liösins gegn Dep. La Coruna. Hér er hann á spjalli viö Jimmy Ryan, þjálfara varaliös Man. Utd, á laugardag. Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Deportivo La Cor- una á heimavelli sínum, Old Traf- ford. Man. Utd er eina liðið sem náði þremur stigum i fyrstu umferð- inni og hefur gengi þess verið afar gott að undanfornu þrátt fyrir að mikil meiðsli lykilmanna hafi hrjáð það. Það eru góðar fréttir fyrir aðdá- endur Man. Utd að David Beckham er heill að nýju, en mun þó ekki hefja leikinn í kvöld heldur verður hann á bekknum. Lengi leit út fyrir að Rio Ferdinand kæmi einnig í hópinn að nýju, en allt bendir til þess að það takist ekki. Lið Deportivo endurheimtir einnig sterkan leikmann, en Juan Carlos Valeron, miðjuleikmaðurinn knái, hefur náð sér eftir fótbrot frá því fyrr á yfirstandandi keppnistímabili og verður hann í liði Deportivo i kvöld. Varnarmaður Deportivo, Aldo Duscher, verður hins vegar ekki með, en eins og margir muna brotn- aði David Beckham á fæti eftir skuggalega tæklingu frá Duscher. Það er því ljóst að þessum leik- mönnum verður hlíft við því að hitt- ast á ný. Ryan Giggs, leikmaður Man. Utd, segir að það væri óneitan- lega þægileg staða að vera með sex stig eftir aðeins tvo leiki í riðlinum og áður en hlé verður gert á keppn- inni fram í febrúar. Til þess yrði þó að vinna leikinn í kvöld. „Auðvitað vitum við að þetta er ekki létt verk. Við vitum að sjálfsögðu heilmikið um þetta lið Deportivo, enda leikið talsvert við það undanfarin misseri. Þetta á þó einnig við á hinn veginn því Deportivo hefur leikið á Old Trafford og unnið hér. Þetta verður gríðarlega erfitt og við þurfum að sýna okkar besta,“ segir Ryan Giggs. í hinum leik riðilsins mætast Juventus og Basel og þurfa bæði lið- in á stigum að halda. í C-riðli mætast sigurlið síðustu umferðar, Dortmund og AC Milan og í hinni viðureigninni Real Ma- drid og Lokomotive Moskva og fer viðureignin fram í Madrid. -PS JlTMEISTARADEILDM Leikir kvöldsins C-riðill Dortmund-AC Milan .... Real Madrid-Lokomotive. Staðan Dortmund 1 1 0 0 2-1 3 AC Milan 1 1 0 0 1-0 3 Lok. Moskva 1 0 0 1 1-2 0 Real Madrid 1 0 0 1 0-1 0 D-riðill Man. Utd-Deportivo Juventus-Basel . . . Staðan Man. Utd 1 1 0 0 3-1 3 Deportivo 1 0 1 0 2-2 1 Juventus 1 0 1 0 2-2 1 Basel 1 0 0 1 1-3 0 A-riðill Barcelona-Newcastle.............. Þessum leik var frestaö i gœr vegna mikilla rigninga i Barcelona. Hann fer því fram i kvöld ef veöur leyfir. Pólski Barbórka-rallspretturinn: Stec og Bogdanski stóðu sig vel í Varsjá Witek Bogdanski keppti í Var- sjá í Póllandi í Barbórka-rall- sprettinum síðustu helgi og var þetta svokölluð Meistarakeppni ársins (Race of the Champions) með 54 bestum áhöfnum frá öllum akstursíþróttagreinum með til dæmis rallkrossmeistarann á rúmlega 600 hestafla Ford Focus. Fimm svokallaðir „WRC“-bílar kepptu og meðal margra meistara voru einnig Kulig og Kuzaj sem urðu í öðru og þriðja sæti í Evr- ópumeistarakeppni árið 2002. Frægur Itali, Andreucci var líka með á Fiat Punto 1600 „kit car“. Rallið samanstóð af þremur „super special" sérleiðum og á tveimur óku bílarnir hlið við hlið á 1,8 km langri braut með malbiki og möl í bland og stökki á brú. Þúsundir áhorfenda fylgdust með keppninni þrátt fyrir mikla rign- ingu og kulda. Stec og Bogdanski, sem óku á Mitsubishi Lancer EVO VI, keyrðu á fullri ferð og náðu besta tíma á fyrstu leið og tóku 0,5 sek- úndna forystu. Bílarnir keyrðu í öfugri röð og bestu áhafnirnar lentu í erfiðleikum þegar slydda kom. Stec og Bogdanski óku samt mjög vel og voru í fjórða sæti eft- ir aðra sérleið með 1,7 sekúndur frá fyrsta sæti. Síðasta sérleið var ekin á Karowa-götu í miðborg Varsjár með tugþúsundir áhorf- enda þar sem aðeins 30 bestu áhafnirnar fengu að keppa. Dramatíkin hófst þegar tæplega 20 fyrstu bílarnir höfðu ekið Karowa-sérleiðina en þá byrjaði að snjóa sem gerbreytti úrslitum fyrir þá bíla sem á eftir komu. Segja má að veðrið hafi fært 150 hestafla eins drifs Peugeot 206 sig- urinn. Stec/Bogdanski voru ekki á snjódekkjum samt sýndu þeir mjög góðan árangur við erfiðar aðstæður. Þeir enduðu í áttunda sæti í heildina og fjórða í sinum flokki. EkoKLÍNKICR +-A+ - • jXh * BÉÍÍ —yj Á myndunum fyrir ofan eru félagarnir Stec og Bogdanski á fullri ferö i rallinu i Varsjá um síöustu helgi. Hér til hliöar hafa þeir skilað sér heilu og höldnu i mark og ekki aö sjá annað en þeir séu bara ánægöir meö niðurstööuna í keppninni sem var erfiö á köflum. DV-myndir Orzechowski og Kalamus. Úrslit í Póllandi 1. Nowosiadly / Boba, Peugeot 206. 07:24,9 2. Ludwiczak / Szyszko, Ford Focus + 01,3 3. Adamus / Zacharko , Peugeot 206, + 03,7 4. Bebenek / Bebenek ,Mistubishi Lancer Evo VI + 04,6 5. Ryzinski / Biniszewski, Fiat Seicento + 05,0 6. Kisiel / Gac, Alfa Romeo +05,1 7. Czopik / Wronski, Mistubishi Lancer Evo VI + 09,1 8. Stec / Bogdanski, Mitsubishi Lancer Evo VI + 09,9 9. Leoniec / Bala, Ford Escort Cosworth + 12,2 10. Bialowas / Godziejawski, Fiat Seicento + 13,5 15.Kulig / Baran , Ford Focus WRC + 22,9 19.Kuzaj / Moamberts .Peugeot 206 WRC + 28,6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.