Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 DV Fréttir formprent@formprent.is Þrjú verktakafyrirtæki hefja tvöföldun Reykjanesbrautar: Tímamót í vegagerð Vegagerðin undirritaði í gær verksamning við Háfell, Jarðvélar og Eykt um tvöfoldun Reykjanes- brautar frá Hvassahrauni um Af- stapahraun og Kúagerði að Strand- arheiði, um 1,5 km vestur fyrir Vatnsleysustrandarveg og er vegur- inn um 8,1 km að lengd. Tvenn mislæg gatnamót verða á þessum kafla, annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar við Vatnsleysustrandarveg og Höskuld- arvallaveg. Ný akbraut Reykjanes- brautar verður lögð sunnan við þá sem fyrir er með a.m.k. 11 metra millibili. Áætlað er að framkvæmd- ir hefjist i byrjun árs 2003 og þeim ljúki eigi síðar en 1. nóvember 2003. Heildarfjárhæð samningsins er 615,7 milljónir króna sem er 75,5% af heildarkostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar sem hljóðaði upp á 850 milljónir króna. Fimm önnur tilboð bárust í verkið. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði við undirskrift að með lagningu þessarar afkastamiklu brautar sé stiginn mjög merkilegur áfangi í samgöngumálum, mislæg gatnamót stórauki allt umferðarör- yggi á svæðinu og afkastagetuna á milli borgarinnar og Reykjaness. í Leifsstöð sé verið að stækka sem auki möguleika á fleiri ferðamönn- um til landsins. Það kalli á auknar vegaframkvæmdir, bæði í þéttbýl- inu og eins úti um allt land, m.a. tvöfóldun Reykjanesbrautar. Eiður Haraldsson, framkvæmda- stjóri Háfefls, segir að verktakar séu vel undir verkið búnir og þeir njóti þess að vera í öðru stóru verki fyrir Vegagerðina, sem er lagning nýs veg- ar að nýrri brú yfir Þjórsá. -GG DV-MYND SIG. J0KULL Merkur áfangi f samgöngusögunni Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skrifar undir verksamning um fyrstu tvöföldun Reykjanesbrautar. Metþátttaka: Piparkökuhús af öllum stærðum Metþátttaka varð í piparköku- húsaleik Kötlu en 50 manns sendu inn hús í leikinn. Þátttökufrestur rann út á mánudagskvöld og var fólk aö koma með húsin sín fram á síðustu stundu. Af þessum 50 húsum eru 37 bamahús og 13 eftir fullorðna. Þar á meðal eru hús sem varla verður lýst öðruvísi en með orðum eins og meistaraverk. Enda munu sum hús- anna hafa verið í aflt að mánuð í byggingu. Húsin eru sýnd í Kringlunni til 15. desember. Verðlaunaafhending fer fram í Kringlunni kl. 16.30 á fóstudag. Piparkökuhúsaleikur Kötlu hefur verið fastur punktur í jólaundirbún- ingi margra fjölskyldna undanfarin ár. Sömu fjölskyldumar hafa tekið þátt í leiknum ár eftir ár og hafa sumir þátttakendur jafnvel unnið oftar en einu sinni. Síðan hafa nýir keppendur bæst við á hverju ári. Verðlaun í piparkökuhúsaleikn- um eru vegleg sem aldrei fyrr en verðlaun eru veitt fyrir 3 fallegustu húsin. Einnig verður besta barna- húsið verðlaunað sérstaklega. Fyrstu verðlaun era vöruúttektir frá Epal og Dún og fiðri, samtals að verðmæti 400.000 krónur. Önnur verðlaun eru 70.000 króna gjafabréf frá Bræðrunum Ormsson og þriðju verðlaun 30.000 króna vöruúttekt á sama stað. Fyrir besta bamahúsið er veitt leikjatölva frá Nintendo ásamt gjafabréfi upp á 15.000 krónur frá Bræðrunum Ormsson. -hlh Altt sem þú þarft er í ssamstæðu einm heimabíó, DVD, útvarp, geislaspilari og öflug hljómtæki! DCS-303 kr. DVD spilari, útvarp og Dolby Digital/DTS magnari-Spilar DVD/CD/CD-R/CD-RW/VCD/MP3/DVDR •Magnari 6 X 75 W RMS*Bassabox 75 W RMS«Stilling á Bassa og Diskant*Útvarp með 30 stöðva minni og RDS • Dolby Digital / DTS / Pro logic II* AUX inngangur og TV inngangur* AUX útgangur«“0ptical” stafrænn inngangur«Super VHS útgangur«Bassabox 13 x 36 x 36 cm*Bak- og Framhátalarar 11x15.5x76 cm*Miðjuhátaiari 20 x 11 x 76 cm Utvaro. geislaspilari w magnari! NS-11 kr. i ■ i ii Geislaspilari • Útvarp • Magnari 110 w RMS •1 x 50 djúpbassi • RCA inngangur • Allar uppl'ysingar á kristalsskjá • Útvarps með RDS og þrjátíu stöðva minni • Fullkomin fjarstýring mwjjaifsTii LÉTTGREIÐSLUR IÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ QRMSSON BRÆÐURNIR 8 ORMSSON LAGMULA 8 • SIMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.