Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003
Tysr
Fréttir
Skiptaverð lækkar
Skiptaverð miðað við sölu á fersk-
um fiski innanlands lækkar úr 72%
í 71% þann 1. janúar 2003 vegna
hækkunar á heimsmarkaðsverði á
olíu. Kauptrygging og aðrir launa-
liðir sjómanna hækka um 3,4%
þann l. janúar nk. Fæðispeningar
verða óbreyttir frá síðustu kaup-
skrá. Kauptrygging skipstjóra, 1.
stýrimanns og yfirvélstjóra verður
190.564 krónur, hjá matsveinum, 1.
vélstjóra, vélaverði, 2. stýrimanni,
netamanni og bátsmanni 158.802
krónur og 127.043 krónur hjá háseta.
Timakaup háseta verður 733 krón-
ur, skipstjóra og 1. stýrimanns 1.099
krónur en hæst hjá yfirvélstjóra,
eða 1.179 krónur.
Fuglar taldir á sunnudag
Á annað hundrað fuglaáhuga-
menn munu taka þátt i árlegri vet-
urfuglatalningu sem verður sunnu-
daginn 5. janúar næstkomandi.
Talningin, sem er sú fimmtugasta af
sínu tagi hér á landi, er mjög mikil-
væg, m.a. til að fylgjast með stofn-
sveiflum fuglastofna sem hafa vet-
ursetu á íslandi. Það var Finnur
Guðmundsson fuglafræðingur sem
átti frumkvæðið að þessari talningu
en skipulag hennar er í höndum
Náttúrufræðistofnunar íslands.
Fikniefni í fangelsi
Fangaverðir á Litla-Hrauni
fundu um liðna helgi töluvert
magn amfetamíns og kannabisefna
á fanga. Fanginn sætti leit eftir að
hafa tekið á móti gestum í fangels-
ið. Rannsókn málsins stendur enn
yflr en lögregla hefur á síðustu
mánuðum lagt hald á töluvert
magn fíkniefna sem gestir hugðust
flytja inn í fangelsið.
Mótmæla hækkun
Stjóm Alþýðusambands Austur-
lands sættir sig ekki við úrskurð
Kjaradóms um 7% launahækkun til
ráðamanna þjóðarinnar á sama
tíma og flestir launþegar fá 3%
launahækkun. Stjórn ASA sættir
sig ekki við slík vinnubrögð og
bendir á að með slíkum vinnubrögð-
um sé verið að auka launamuninn í
landinu. Einnig mótmælir stjóm
ASA hækkunum á þjónustugjöldum
sveitarfélaganna sem verið sé að
ákveða þessa dagana.
Milljón lítrar seldir
Á tímabilinu 1.-24. desember seld-
ust 1.146.972 lítrar af áfengi sem er
5,29% aukning frá árinu 2001. Hösk-
uldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, seg-
ir að aukningin, mæld í hreinum
vínanda, hafl verið 1,48% á tímabil-
inu, sem þýðir að aukin neysla hafi
verið í veikum drykkjum, þ.e. borð-
víni og bjór. Þá segir Höskuldur að
rauðvínssala hafi aukist um 10,04%,
hvítvínssala um 6,46% og bjórsala
um 5,76%. Athyglisvert er þó að sjá
að sala á vodka minnkaði um
10,37% á tímabilinu frá árinu í
fyrra. ÁTVR mun senda frá sér
söluskýrslu með verðmætistölum og
magntölum fyrir árið 2002 þann 3.
janúar næstkomandi. -ss/aþ/GG
Loðdýrabændur segja iðgjöld tryggingafélaga alltof há:
Loðdýrabúin flest ótryggð
- heildarverðmæti getur numið um 600 milljónum króna
Loðdýrabændur eru undantekn-
ingarlítið, jafnvel alveg, með bú-
stofninn ótryggðan og þannig er
ástatt i flestum búgreinum lands-
manna. í landinu eru um 40.000
minkalæður og um 4000 refalæður
og gæti verðmætið numið um 600
milljónum króna þegar það er
mest í nóvembermánuði. Heildar-
framleiðsluverðmæti nam á þessu
hausti allt að 500 milljónum króna.
Þéttleiki skinnanna verður meiri í
hlýindum eins og hafa verið í
haust og hárin verða fínni. í frosti
leggja dýrin af sem gerir feldinn
erflðari til vinnslu.
í Danmörku og Finnlandi er loð-
dýraræktin rekin með miklum
hagnaði en ekki hér vegna smæð-
ar hennar sem veldur því m.a. að
fóðurverð er mjög hátt.
Bjöm Halldórsson, loðdýrabóndi
að Engihlíð í Vopnafirði og for-
maður Sambands íslenskra loð-
dýrabænda, segir að ástæða þess
að dýrin séu ekki tryggð sé ein-
föld: Iðgjöld íslenskra tryggingafé-
laga eru svo há að enginn ráði við
þau og líkur á því að lenda í tjóni
eru það litlar að loðdýraræktend-
ur meti það þannig að það svari
ekki kostnaði.
Munur á kjörum
„Tjónið á Dýrholti í Svarfaðar-
dal, í dýrum talið, gæti numið um
5 milljónum króna, varlega reikn-
að, en þar brunnu inni um 1000
minkar. Það er skyldutrygging á
húsum. Miðað við líkurnar á tjóni
og hversu mikið það kostar að
tryggja þarf að vera með dýrin
tryggð í áratugi til þess að fá eitt
svona tjón bætt. Það geta allir
reiknað út að það borgar sig alls
ekki. Það er gríðarlegin- munur á
þeim kjörum sem loðdýrabændur
annars staðar á Norðurlöndum fá
hjá þarlendum tryggingafélögum
og þeim sem íslensk tryggingafé-
lög bjóða okkur. Við höfum verið
að leita eftir samningum við er-
Bruni í Svarfaðarda!
Milljónatjón er þar brunnu inni um
eitt þúsund minkar.
lend tryggingafélög en það hefur
ekki gengið. Tryggingafélögin hér
hafa sýnt okkur gríðarlega ósann-
girni en í svokallaðri altryggingu
er krafist sömu prósentutrygging-
ar allt árið eins og í nóvember,
þegar hún er hæst, þegar dýrin
eru flest og fram undan pelsun.
Um 1000 lífdýr með 5000 hvolpa
eru tryggð fyrir 10 til 11 milljónir
króna en í janúar, þegar ekki eru
nein dýr í búinu, nema kannski
1000 læður, er krafist iðgjalds af
sömu upphæð. Það er hreint rán
og einu svörin sem við fengum
voru að þetta væri svo þungt í vöf-
um,“ segir Björn Halldórsson.
Danir tilbúnir
Sum loðdýrabúanna fá afurðalán
erlendis frá en skilyrði lánsins er að
dýrin séu brunatryggð og skinnin
seld í ákveðnum söluhúsum. Flest
búanna hætta með afurðalán eftir
að pelsun lýkur og þar með falla er-
lendu tryggingamar niður. Upp á
það bjóða íslensku tryggingafélögin
ekki. „Kandamenn bjóða uppbygg-
ingu ef loðdýrabændur falast eftir
bestu þekkingunni til loðdýrarækt-
ar, sem er t.d. í Danmörku. Hingað
eru Danir tilbúnir að koma ef hér
fæst einhver viðunandi fyrir-
greiðsla. Þar er hins vegar talað fyr-
ir daufum eyrum ráðamanna sem
hafa meiri áhuga á verðbréfum og
álverum." -GG
DV-MYND GVA
Hafrannsóknaskip í jólaskapi
Skiþ Hafrannsóknastofnunarinnar lágu bundin við bryggju um jól og áramót,
Ijósum skreytt. Um jólin var aöeins eitt fiskiskip á veiöum í íslensku land-
helginni, Stígandi VE sem var á Reykjaneshrygg aö fiska í sölutúr á nýbyrjuöu
ári. Daginn fyrir gamlársdag voru hins vegar 110 bátar á sjó, þó aöallega
smábátar því togarar leysa ekki festar fyrr en á þessu ári.
Aðalfundur Vélstjórafélags íslands:
Landhelgisgæslu
verði tryggt
nægt fjármagn
- svo hún geti sinnt skyldum sínum
Á aðalfundi Vélstjórafélags Is-
lands 28. desember sl. var bent á
að samkvæmt niðurstöðum nýj-
ustu rannsókna á heyrn vélstjóra
komi skýrt fram að vélstjórar séu
að jafnaði I mun meiri hættu á að
verða fyrir heyrnarskaða en aðrir
launþegar á hinum íslenska
vinnumarkaði. Nauðsynlegt sé að
Vélstjórafélag íslands, Samtök at-
vinnulífsins og ríkisvaldið taki
höndum saman við að upplýsa
einstaka atvinnurekendur og vél-
stjóra um leiðir til að afstýra frek-
ari heilsuskaða af þessum sökum.
Bent er á að útgerð kvótalítilla
og kvótalausra báta geti ekki stað-
ið undir sér ef ekki komi til brot á
ákvæðum kjarasamninga sjó-
manna og útvegsmanna. í raun
séu slíkir útgerðarhættir niður-
greiddir af einstökum sjómönnum
sem á sama tíma undirbjóða aðra
sjómenn á ólögmætan hátt sem
neitað hafa að taka þátt í slíkum
lögbrotum.
Þá liggi fyrir að fjöldinn allur af
útgerðarmönnum sem stundi
slíka atvinnustarfsemi hafi á síð-
ustu misserum orðið gjaldþrota
með tilheyrandi skaða fyrir þjóð-
félagið.
Fundurinn samþykkti að beina
því til stjórnvalda að grípa nú þeg-
ar i taumana og stöðva viðstöðu-
laust framsal veiðiheimilda til
kvótalausra og kvótalítilla útgerð-
armanna.
Vélstjórar telja að Landhelgis-
gæslan búi við slíkt fjársvelti að
henni sé fyrirmunað að annast
þau störf sem henni eru ætluð
samkvæmt lögum, en þau felast að
stórum hluta í því að tryggja ör-
yggi sjómanna á hafi úti eins og
kostur er. Fundurinn skorar því á
íslensk stjómvöld að tryggja
Landhelgisgæslunni strax það
fjármagn sem henni sé nauðsyn-
legt til þess að gegna lagalegum
skyldum sínum. -GG
Erlend skip veiddu 206 þúsund tonn við ísland:
Svartsýnn á samninga við Norðmenn
Landhelgisgæslan hefur eftirlit
með veiðum allra erlendra fiski-
skipa innan íslenskrar fiskveiðilög-
sögu. Skipunum er yfirleitt gert að
vera búin fjareftirlitsbúnaði sem til-
kynnir sjálfvirkt staðsetningu skip-
anna á klukkustundar fresti til
stjómstöðva heimalanda sinna.
Upplýsingar um staðsetningu
skipanna eru síðan sendar sjálfvirkt
til stjómstöðvar Landhelgisgæsl-
unnar um leið og þau sigla inn í ís-
lenska efnahagslögsögu. Gagn-
kvæmir samningar um fjareftirlit
eru nú í gildi milli íslands, Færeyja,
Grænlands, Noregs og Rússlands.
Auk þess tilkynna skipin daglega
um veiddan afla, komur og brottfar-
ir úr fiskveiðilögsögunni.
Um 150 erlend fiskiskip tilkynntu
stjómstöð Landhelgisgæslunnar um
afla árið 2002, samtals um 206.330
tonn. Þar af tilkynntu bresk skip um
1141 tonn, þýsk um 522 tonn, færeysk
um 105.972 tonn, grænlensk
um 42.167 og norsk skip um
56.529 tonn. Af afla færeysku
skipanna voru um 70.095
tonn kolmunni og 31.855 tonn
loðna en Færeyingar eru
ekki búnir með loðnukvót-
ann sinn á vertíðinni. Fær-
eyskum skipum var heimilt
að veiða samtals 5000 tonn af
botnfiskafla í íslenskri fisk-
veiðilögsögu árið 2002 en þau
tilkynntu um 4.022 tonna botnfiskafla.
Af afla norsku skipanna voru 56.130
þúsund tonn loðna. Norskum skipum
sem höfðu leyfi til línuveiða í ís-
lenskri fiskveiðilandhelgi var heimiít
að veiða samtals 500 tonn af keilu,
löngu og blálöngu m.v. afla upp úr sjó.
Auk þess var þeim heimilt að veiða
alls 125 tonn af öðrum tegundum.
Norsku línuskipin tilkynntu samtals
um 399 tonna heildarafla. Skipum frá
Evrópusambandinu var heimilt að
veiða 3000 lestir í lögsögunni.
Þau tilkynntu 1663 tonna afla,
þ.e. bresk og þýsk skip.
Norskum skipum var heimilt
að veiða 94.200 tonn af sUd
innan íslenskrar fiskveiðUög-
sögu á árinu 2002, færeyskum
skipum 46.420 tonn og rúss-
neskum skipum 3.700 tonn.
Engar tUkynningar um sUd-
arafla hafa borist á árinu.
Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍÚ, segir að samstarf viö
Færeyinga hafi verið mjög gott og
þeir hafi fengið aukalega nokkurn
veiðirétt í loðnu en samningar séu
allir bundnir tU eins árs.
„Loðnusamningi milli íslands,
Grænlands og Noregs hefur verið
sagt upp og gildir því ekki nema
tU vors og ekkert hefur gerst í
samningum um norsk-íslensku
síldina þó nýtt ár sé komið. Samn-
ingar um kolmunna eru líka í upp-
námi. Við vUjum óbreytta samn-
inga um norsk-íslensku sUdina en
Norðmenn hafa gert óbUgjarnar
kröfur um stóraukinn hlut á okk-
ar kostnað. Evrópubandalagið má
veiða 3.000 tonn af karfa í íslenskri
lögsögu en það er bundið því að
nota ekki skip sem frysta aflann
um borð. Það þykir þeim mikU
hindrun. Ég get ekki verið bjart-
sýnn á að samningar náist við
Norðmenn með hliðsjón af fram-
komu þeirra og þeirra óskynsam-
legu kröfur leiða tU uppnáms í
samskiptum þessara þjóða og setja
okkur í þá pressu að reyna að
veiða sem mest og þannig getur
innbyrðis samkeppni þjóðanna
leitt tU þess að veiðar á þessum
fisktegundum fari algjörlega úr
skorðum," segir Kristján Ragnars-
son.
Talað er um að fundur geti orðið
i þessum mánuði. -GG