Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 2003 DV Fréttir Erlendir ferðamenn óánægðir með lokanir yfir hátíðirnar: Bitnar á öllum á landinu - segir formaður Ferðamálaráðs Nokkuð mikið var um að erlend- ir ferðamenn leit- uðu til upplýs- ingamiðstöðva í Reykjavík yfir hátíðirnar þar sem þeir voru með fyrirspurnir um afþreyingu og þjónustu sem stæði til boða um jólin. Margir þeirra voru sárir og reiðir yfir litlum aðgangi að ýmissi afþreyingu, þó mest furðuðu þeir sig á afgreiðslutíma veitingahúsa, sem flestöll eru lokuð frá aðfanga- degi þar til annan i jólum. Magnús Oddsson, formaður Ferðamálaráðs, segir þetta einkum stafa af auknum fjölda erlendra ferðamanna sem Magnús Oddsson. koma til landsins yfir hátíðimar á eigin vegum. „Það er nú bara þannig að sam- setning ferðamannahópsins er að breytast. Það er sífellt hærra hlut- fall fólks sem kaupir aðeins farseðla til landsins og veit ekki alveg að hverju það gengur í framhaldinu. Svo eru aðrir sem koma með hefð- bundnum og skipulögðum ferðum sem hafa dagskrá. Þeir hafa fyrir fram fengið upplýsingar um hvaða dægradvöl er boðið upp á yfir helstu hátíðadagana," segir Magnús en ít- rekar um leið að þetta þjónustuleysi bitni alveg jafnmikið á okkur ís- lendingum eins og það geri á útlend- ingum. „Á íslandi fer öll þjónusta í stopp yfir hátíðarnar og það bitnar á öll- um sem á landinu eru. Við íslend- ingar þekkjum þetta og erum vanir þessu. Hvað varðar veitingastaðina þá eru einhverjir opnir, en ég viður- kenni fúslega að þeir eru ekki marg- ir og bjóða kannski ekki upp á það sem fólk hafði hugsað sér yfir jól- in,“ segir Magnús. -vig DVJHYND HA Heitt helgarblað - helt jól Jólasveinar Breiðdælinga örkuðu um götur í nánast sumarblíðu. Jólin á Breiðdalsvík voru friðsæl og falleg. Jólasveinar gengu í húsin í bænum og færðu börnum gjafir. Eftir törnina í 12 stiga hita þótti þeim gott að hella sér í lestur á jólablaði DV. Akureyri. Verkalýðsfélögin: Minna á ábyrgð í verðbólguslag Formenn sjö stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu hafa sent Ak- ureyrarbæ og Dalvíkurbyggð bréf til að minna á að í byrjun þessa árs var farið i mikið átak til að hemja verðbólguna, sem var þá á fullri ferð upp á við. Þar tóku sveitarfélög á með verkalýðshreyf- ingunni. í bréfinu kemur fram að að undanförnu hafi heyrst um boð- aðar hækkanir hjá ríki og fyrir- tækjum. Hækkanir sem eru langt um- fram hækkun á neysluvísitölu. í þennan hóp hafa ýmis sveitarfélög nú verið að skipa sér. Nái þessar hækkanir fram að ganga er hætta á að sú mikla vinna sem lögð var í að ná niður verðbólgunni fyrr á árinu sé unnin fyrir gýg. Akureyrarbær boðar hækkanir á ýmsum þjónustugjöldum um allt að 8% sem eru allverulega meiri en t.d. neysluvísitalan hefur hækkað. Félögin skora því á bæj- ar- og sveitarstjórnir að þær skjóti sér ekki undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvilir að taka þátt í að tryggja lága verðbólgu og stöðugt efnahagslíf á íslandi. -GG TF-hús: Fjöldaframleiðsla húsa áfram Gengið hefur verið frá samkomu- lagi um sölu á 90% hlutafjár í Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs hf. til nýrra eigenda. Kaupendur eru þeir Garðar Eymundsson, Jónas Á.Þ. Jónsson og Ómar Bogason, allir á Seyðisfirði, og Ragnar J. Bogason og Stefán Guðbergsson í Reykjavík. Seljendur eru Orri Hrafnkelsson og Valgerður Valdimarsdóttir, en þau hsifa starfað við rekstur félagsins nær 30 ár. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hf. var stofnuð 1973 í þeim tilgangi að framleiða einingahús úr timbri. Framleiðsla hófst um mitt ár 1974 og fyrsta TF-húsið var reist á Eski- firði. TF-hús eru nú 500 talsins, langflest i þéttbýli og dreifbýli á Austurlandi en einnig norður um Þingeyjarsýslur, Eyjafjörð og Skagafjörð. Yfir 20 TF-hús hafa einnig verið reist á höfuðborgarsvæðinu. Nyrsti bóndabær í byggð á íslandi er TF- hús, svo og flugstöðin í Grímsey sem stendur á heimskautsbaug. Stærsta TF-húsið er flugstöðin á Eg- ilsstaðaflugvelli. -KÞ *'"um við ÚrS4M... * ábyt9* Verð frá kr. M DVD spitarar 19.800.- Verð frá kr. 33.900. Verð frá kr. 12.900. Verð frá kr. Verð frá kr. i)jóDt>örp 20" Verð frá kr. 22.800.- 19.900.- Verð frá kr. 39.900. [Barkalausir þétti- með rakaskynjara 49.900.- Verð frá kr. Komdu núna og gerðu kaup ársins! 11.900. jlsísf Verð frákr. 17.940.' Verð frá kr. 21.900.- Verð miðast við staðgreiðslu ‘Miðast við að greitt sé með Visa- eða Euroraðgreiðslum RílFTíEKJflPERZLUIÍ ÍSLflNDSlf - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.