Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 2
2 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 xyxr Fréttir Veislugleði hertekur Austfirðinga eftir ákvörðun stjórnar Alcoa um byggingu álvers: Langþráðar ákvarðanir sem skipta sköpum - segir Smári Geirsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi Álveriö mun rísa Mikil gleöi ríkir meöal Austfiröinga þar sem allt útlit er fyrir aö álver muni rísa í Reyöarfiröi. Myndin er frá fyrirhuguöum byggingarstað. Stjórn bandaríska álfyrirtækis- ins Alcoa samþykkti á fundi í gær að hafnar yrðu framkvæmdir við nýtt álver í Reyðarfirði. Álverið er hluti af einni umfangsmestu fjár- festingu sem ráðist hefur verið í á íslandi. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2005 og það verði tilbúið árið 2007. Byggingarkostnaður er áætlaður 1,1 milljarður dala, eða um 90 milljarðar króna. Álverið mun bera heitið Fjarðaál og mun það gegna lykilhlutverki í áætlunum Alcoa um aukin umsvif í framleiðslu áls, sagði Alain Belda, aðalforstjóri og stjómarformaður Alcoa í dag, en hann sagði jafn- framt að hann væri mjög ánægöur með að nú sé ljóst að álverið verði byggt. Belda segir að forsvarsmenn Alcoa geri sér grein fyrir hve sér- stök náttúra íslands sé. „Við lofum að ganga um umhverfið mjög var- færnislega þegar framkvæmdir hefjast. Við búumst við því að sú mikla reynsla og sú tækni sem við höfum þróað muni koma að góðum notum við að tryggja að fram- kvæmdirnar hafi lágmarksáhrif á umhverfið,“ segir Belda. Þá segir Belda að hann hlakki til aö starfa með íslendingum og kjömum full- trúum þeirra við að tryggja þessu verkefni brautargengi á Alþingi Mest fjölgun banaslysa í um- ferðinni hefur orðið á íslandi á tímabilinu 1990-2000 samkvæmt tölum sem nýlega voru gefnar út af IRTAD (International Road Traffic and Accident Database) sem er alþjóðlegur gagnagrunnur um árekstra og slys á vegum OECD. Hefur tölulegum upplýsing- um verið safnað í gmnninn frá 1990. Frétt um málið má m.a. lesa á vefsíðu franska blaðsins L’Ex- press undir fyrirsögn sem þýða má sem „íslenskir ökuníðingar“. Banaslysum á íslandi fjölgaði um 33 prósent á þessu tímabili sem er langmesta fjölgun þegar kemur til afgreiðslu heimild- arfrumvarps og annarra reglna. Austfirðingar héldu veglega veislu í tilefni dagsins í gær og voru margir á því að Austfirðingar myndu frá og með deginum í gær, 10. janúar, halda daginn hátiðlegan banaslysa í álfunni. Tékkar koma næst á eftir okkur á þessum vafa- sama lista en fjölgun banaslysa þar nam 15 prósentum. Þá koma Norðmenn með 9 prósenta fjölgun, Slóvakar með 2 prósent og Grikkir með eins prósents fjölgun banaslysa á þessu 10 ára tímabili. Af 22 löndum á listanum hefur fjölgun banaslysa orðið í 6 löndum en fækkun í 16. ísland sker sig al- gerlega úr í þessu sambandi eins og sjá má í meðfylgjandi grafi. Mesta fækkun banaslysa á tíma- bilinu 1990-2000 er í Ungverja- landi, þar sem þeim hefur fækkað um 51 prósent. Af Norðurlanda- þjóðunum standa Finnar sig best þar sem banaslysum hefur fækkað um 39 prósent, þá Svíar með 23 prósent og Danir með 21 prósents fækkun. Norðmenn eru hins vegar á syndalistanum með íslendingum en fjölgun banaslysa þar nemur 3 prósentum. Máttur tölfræöinnar Óli H. Þórðarson, formaður Um- ferðarráðs, sagði það vissulega koma illa út fyrir ísland í augum almennings í Evrópu að vera í efsta sæti þessa lista. En þegar betur væri að gáð væri þróunin ekki svona slæm. „Árið 2000 fer alveg með þetta hjá okkur en það verður að skoða þennan lista í samhengi. Þarna er máttur tölfræðinnar á ferðinni og afskaplega lítið sem við getum gert til að rétta okkur hlut i því sambandi. Staðreyndin er sú að og gengu sumir svo langt að kalla daginn þjóðhátíðardag Austfirð- inga. „Það er búið að taka tvær lykil- ákvarðanir varðandi uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi. Þetta eru langþráðar ákvarðanir og þær það eru mun færri á bak við hverja prósentu hér á landi en annars staðar - lítil íjölgun tölu- lega getur þýtt mikla Qölgun hlut- fallslega. Þannig höfum við upplif- að um 100 prósenta fækkun um- ferðarslysa hér á landi en beinar tölur á bak við þá fækkun eru hins vegar ekki mjög háar,“ sagði Óli þegar DV bar þessar tölur undir hann. Máli sínu til stuðnings nefnir munu skipta sköpum fyrir þennan landshluta og landið allt. Ég vil segja að menn hafi unniö samstiga að þessu verkefni, samfellt í þess- ari lotu frá 1997, og nú eru menn að sjá árangur erfiðisins. Þess vegna er þetta mikill gleðidagur," segir Smári Geirsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. „Verkefnið hefur mörg neikvæð efnahagsleg áhrif, mikla þenslu, verðbólgu, vaxtahækkanir og skap- ar tiltölulega litla atvinnu," segir Helgi Hjörvar en áætlað er að Fjarðaál muni skapa allt að 450 störf í álverinu og um 300 störf í tengdum iðnaði og þjónustu, en alls eru það um 750 störf. Bygging ál- versins er liður í áætlun ríkis- stjómar íslands að bæta lífskjör ís- lendinga, ekki bara á Austurlandi heldur landinu öllu. Hin nýju störf munu renna styrkum stoðum undir atvinnulif á Austurlandi en á und- anfornum árum hefur atvinnutæki- færum fækkað þar samhliða breyt- ingum I sjávarútvegi og landbúnaði og brottflutningi íbúa frá svæðinu en menn sjá nú að svo virðist sem Reyðarfjörður eigi nú bjarta fram- tíð. Þegar blaðið fór i prentun í gærkvöld stóð til að halda veislu í tilefni dagsins langt fram á nótt og átti hátíðin að enda með flugelda- sýningu. -ss Óli að flöldi látinna milli áratuga hafi farið minnkandi, var 260 ára- tuginn 1971-1980, 246 árin 1981-1990 og 206 árin 1990-2000. Óli segir að frá 1990 til 2000 hafi 7,8 látist í umferðarslysum á ári að meðaltali, miðað við 100 þúsund íbúa. Árið 2000 hafi þessi tala ver- ið um 11,5. Tölur yfir fjölda lát- inna á hverja 100 þúsund íbúa séu afar sveiflukenndar þennan ára- tug. -hlh Ogmundur og Kolbrún efst Alþingismenn- irnir Ögmundur Jónasson og Kol- brún Halldórsdóttir verða í efstu sætum vinstri grænna í Reykjavíkurkjör- dæmunum. Fækkar i þjóðkirkjunni Enn fækkar í þjóðkirkjunni; nú eru 86,6% landsmanna í kirkjunni og hefur fækkað nokkuð frá því í fyrra en fyrir 10 árum tilheyrðu 92% landsmanna henni. RÚV greindi frá. Leikskólar loka Ákveðið var í leikskólaráði í gær að halda sumarlokunum á leikskól- um Reykjavíkur, sem DV hefur greint frá, til streitu. Til að koma til móts við þá foreldra sem ekki geta tekið sumarfrí á þeim tíma sem leikskólar verða lokaðir hefur verið ákveðið að ef nógu margir foreldrar krefjast þess verði haldið opnu yfir sumarfríið. Bylgjan greindi frá. Gjald til viðhalds Ákveðið hefur verið að greiða hjúkrunarheimilum, dvalarheimil- um og dagvistarstofnunum ákveðið gjald til að mæta viðhaldskostnaði húsnæðis sem nýtt er undir rekstur- inn. Mbl. greindi frá. Líffærasamstarf Heildarkostnaður Trygginga- stofnunar rikisins vegna líffæra- ígræðslna sem fram fóru á árinu 2001 var tæpar 34 milljónir króna á móti 47,7 milljónum króna árið 2000. Nefndin um líffæraflutninga leggur til að kannað verði samstarf við Norðmenn og Svia varðandi líffæra- flutninga en íslendingar eiga sam- starf við Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn um líffæraígræðslur. Mbl. greindi frá. Átján sækja um 18 umsækjendur eru um starf framkvæmdastjóra Heymar- og tal- meinastöðvar íslands. Heilbrigðis- ráðherra ætlar að skipa þriggja manna nefnd til að meta hæfni um- sækjenda. Fær ekki tölvurnar Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Ástþórs Magnússonar um að fá af- hentar tvær tölvur sem lögregla lagði hald á í starfsstöð Friðar 2000 vegna rannsóknar á dreifíngu tölvu- pósts með viðvörun um sprengjutil- ræði gegn íslenskri flugvél. Gæsir trufla flug Óvenjumikið er um gæsir á Reykjavíkurflugvelli miðað við árs- tíma og hafa þær valdið truflun á flugi. RÚV greindi frá. Sigurður kosningastjóri Samfylkingin í Norðausturkjör- dæmi hefur ráðið Sigurð Þór Salvars- son, fjölmiðlafræð- ing á Akureyri, 1 stöðu kosninga- stjóra flokksins fyr- ir alþingiskosningarnar í vor. -hlh Haldið til haga Rangt feðraður Þau leiðu mistök urðu í frásögn blaðsins af Hafnarstrætismálinu á forsiðu og bls. 7 í gær að fómarlamb líkamsárásarinnar, Magnús Freyr, var rangt feðraður. Hið rétta er að Magnús Freyr var Sveinbjömsson. Blaðið harmar þessi mistök og bið- ur hlutaðeigandi velvirðingar. -hlh Ekki í félaginu í frétt DV um Ásatrúarfélagið sem birtist á bls. 9 í gær kom fram að Steindór Andersen væri meðlim- ur í Ásatrúarfélaginu. Það er ekki rétt, Steindór er ekki meðlimur í Ásatrúarfélaginu. -ss Listi yfir þróun banaslysa í Evrópu 1990-2000 setur íslendinga á vafasaman stall: Hlutfallslega flest dauðaslys hér á landi - hvert tilvik vegur mun þyngra hér en annars staðar, segir Oli H. Þórðarson Banaslys í umferðinni í Evrópu 1990-2000 - hlutfallslegar breytingar ísland “Sr'-V' - ';l Tékkland 1 Lúxemborg 1 Noregur □ Slóvakía Grlkkland ] [ Ítalía [ írland 1 Pólland i Danmörk 1 ‘ Svfþjóð 1 Belgía r msm BM1 Frakkland [ Portúgal 1 Þýskaland i H M 11 g 8 B ~ Bretland r j ■ 11 MBB Spánn p Svlss Austurríkl 1 Tyrkland . . Rnnland MBBBmMBIMÉMBIIMIIM Ungverjaiand Helmlld: IRTAD -60 -50 -40 -30 -20 -10 1 > 10 20 30 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.