Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 46
50 Helcjarhlaö X>V LAUGARD AGU R 11. JANÚAR 2003 t Bílar Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson B o A •d c > Q Reynsluakstur nr. 731 Öflugur borgar- jeppi með torfæru- eiginleika Kostir: Aflmikil vél, staðalbúnaður Gallar: Staðsetning aksturstölvu, farangursrými, eyðsla Ræsir hefur nú hafið aftur sölu á Chrysler- og Jeep-bifreiðum og býður nú öfluga jeppalínu. Einn þeirra er Jeep Cherokee sem kallast Liberty i Vest- urheimi og er minni en Grand Cherokee. Hann verður boðinn með fjórum gerðum véla, tveimur bensínvélum og tveimur dísilvélum, og reyndum við hann á dögunum með stærri bensínvélinni, 3,7 lítra V6. Farþegavænn Þótt Cherokee sé litli jeppinn er hann nú samt þokkalega rúmgóður, sérstaklega í farþegarými, og fer þar vel um þá fimm sem hann tekur í sæti. Far- angursrými er þó í minni kantinum þrátt fyrir að varahjóli sé komið fyrir á afturhlera. Gott er að stíga inn og út úr bílnum enda opnast allar dyr vel. Afturhleri opnast til hliðar en um leið smellur opn- anlegur afturgluggi upp sem þarf að loka aftur sérstaklega. Vel búinn að mestu Um vel búinn bíl er að ræða og var reynsluakst- ursbíllinn búinn leðurinnréttingu sem setur mikinn svip á hann. Meðal staðalbúnaðar eru 6 öryggispúð- ar, geislaspilari með 6 hátölurum, aðfellanlegir speglar, loftkæling, spólvörn, skriðstillir og rafstillt hæðarstýring á bílstjórasæti. Athygli vekur þó að hemlalæsivörn er aukabúnaður. Hann er líka búinn aksturstölvu sem staðsett er við lesljós á frekar óþægilegum stað sem kemur í veg fyrir mikla notk- un í akstri. Á henni mátti lesa að meðaleyðsla í reynsluakstrinum var um 20 lítrar sem er frekar hátt. Einrýmisbíll með lággír Jeep Cherokee er svokallaður einrýmisbíll, enda ekki byggður á stigagrind eins og hefðbundinn jeppi. Yfirbyggingin er því stifari og hann liggur vel á vegi án þess að vera stífur á holóttum malarvegi. Selec-Trac drif gerir ökumanni kleift að velja um afturdrif, aldrif, fjórhjóladrif eða lágt drif og er því geta hans utan vega nokkur. Gaman væri því að sjá hvað stærri dekk myndu gera fyrir hann. Stýrið er frekar létt og þægilegt, án þess að koma nokkurn tímann á óvart. Vélarhljóð er nokkurt á snúningi en annars er bíllinn tiltölulega hljóðlátur og vindhljóð lítið þrátt fyrir litla straumlínulögun. I dýrari kantinum í þessari útfærslu kostar Jeep Cherokee Limited 4.390.000 kr. sem er nokkuð fyrir bíl í þessum stærð- arflokki en á móti kemur öflug vél og góður búnað- ur. Dæmi um hugsanlega keppinauta eru Suzuki Grand Vitara V6, Freelander V6 og Ford Escape. Vitara Exclusive er nokkuð ódýrari, á 3.098.000 kr., en á svipuðu verði eru Freelander á 4.200.000 og álíka búinn Ford Escape Limited á 4.285.000 kr.-NG JEEP CHEROKEE LIMITED 3,7 Vél: 3,7 lítra, V6 bensínvél Rúmtak: 3700 rúmsentímetrar Ventlar: 12 Þjöppun: 9.1:1 Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð, gormar Fjöðrun aftan: öxull. gormar Bremsur: Diskar/skálar, ABS Dekkjastærð: 235/70 R16 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/hæð:____________4490/1820/1865 mm Hjólahaf/veghæð:__________________2650/200 mm. Beygjuradius:________________________11,5 metrar. INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/4 Farangursrými: 820-1950 lítrar. !' ___ HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 14,6 lítrar Eldsneytisgeymir: 70 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/8 ár . Grunnverð: 3.490.000 kr. Verð prófunarbíls: 4.390.000 kr. Umboð: Ræsir hf. Staðalbúnaður: 6 öryggispúðar, útvarp/geislaspilari með 6 hátölurum, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir speglar, að- fellanlegir, loftkæling, spólvörn, fjölstillanleg framsæti, rafstillt hæðarstýring á bílstjórasæti, skriðstillir, litað gler, þrjár 12 V innstungur, leður- innrétting, sportfjöðrun, þokuljós, áttaviti, króm- aðar álfelgur, aksturstölva SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 214/5200 Snúningsvægi/sn.: 319 Nm/4000 Hröðun 0-100 km: 10,8 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst. Eigin þyngd: 1870 kg. Heildarþyngd: 2390 kg. o Vélin er 3,7 lítra V6 sem skilar honum vel áfram en er jafnframt nokkuð eyðslufrek. © Bíllinn er þokalegur í torfærum en skemmtilegastur í „smálátum". 0 Afturhleri opnast með varahjólinu og þá smellur upp afturrúða um leið. © Mælaborðið er án syllu og allt í blágrænum ljósuin sem setja skeinmtilegan svip á það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.